Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Page 8
8
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991.
Útlönd
Belgía:
Kjósendur
sneru baki við
hefðbundnum
flokkum
Öngþveiti ríkti í belgískum
stjórnmálum eftir að kjósendur
sneru baki við hefðbundnum
flokkum í þingkosningum í land-
inu í gær og kusu öfgasinnaðan
hægriflokk sem er andsnúinn
innflytjendum og umhverfis-
sinna i mómælaskyni.
Wilfred Martens, fráfarandí
forsætisráðherra stjómarinnar
sem féll í síöasta mánuði, sagði
að erfitt mundi reynast að mynda
stjórn sem hefði tvo þriöju hluta
þingsins á bak við sig til að koma
i gegn stjórnarskrárendurbótum
sem lofað hafði verið.
„Þetta er mjög alvarlegt mál.
Þaö sýnir að kjósendur hafa enga
trú á stjórnmálamönnum,“ sagði
hann við fréttamenn.
Þó svo aö fráfarandi stjórn
Martens virtist ætla að halda
meirihlutastyrk sínum í þinginu
þar sem 212 menn sitja töpuðu
nær aflir hefðbundnir flokkar
fylgi í kosningunum.
Þegar þrír fjóröu hlutar at-
kvæða höfðu verið taldir höfðu
umhverfissinnar fengið tíu pró-
sent og í Flanders stefndi allt í
að öfgaflokkur til hægri fengi tólf
þingsæti. Sá flokkur fékk tvo
þingmenn 1987.
Kosningaskylda er í Belgíu en
sjö prósent kjósenda eyðilögðu
atkvæðaseðla sína á kjörstað.
Reuter
Herinn er enn í sókn
m
Júgóslavneskir sambandshermenn bera skjöl og peninga úr rústum pósthúss í Vukovar sem sambandsherinn náði
á sitt vald í síðustu viku. Símamynd Reuter
Franjo Tudjman, forseti Króatíu,
sakaði júgóslavneska sambandsher-
inn um að blása til nýrrar sóknar í
lýðveldinu á sama tíma og nýjasta
vopnahléið átti að ganga í gildi.
Tudjman sagði í harðorðri sjón-
varpsræðu í Zagreb, höfuðborg
Króatíu, í gær að sambandsherinn,
sem er undir stjórn Serba, mundi
reyna að ná undir sig eins miklu
króatísku landsvæði og honum væri
unnt á næsta mánuði áður en friðar-
gæslusveitir Sameinuðu þjóðanna
koma, eins og lagt hefur verið til.
Hann sagði að bardagarnir væru
komnir á lokastig.
Slobodan Milosevic, forseti Serbíu,
Veljko Kadijevic, varnarmálaráð-
herra sambandsríkisins, og Tudjman
undirrituðu vopnahléssamkomulag í
Genf á laugardag að undirlagi Evr-
ópubandalagsins og Sameinuðu
þjóðanna. Samkvæmt því verður
hægt að senda friðargæslusveitir SÞ
til Króatíu þegar bardagar hafa
stöðvast.
Þrátt fyrir vopnahléssamkomulag-.
ið héldu bardagar áfram í Króatíu í
allan gærdag. Stuttu eftir ræðu Tudj-
mans, skýrði sjónvarpið í Zagreb frá
því að Króötum hefði verið fyrirskip-
að að stöðva bardaga kl. 17 að ís-
lenskum tíma en ekki var ljóst hvort
sambandsherinn hefði gefið sveitum
sínum sömu fyrirmæli.
Reuter
FWGLEIDIR
FORSALA AÐGONGUMIÐA: > ^
Reykjavíkriafejinar, Laugavegi 24, Glæsibæ, Strj
og Aujíéfrstræti; Skífan, Kringlunni, Laugavegi
Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Húsavík: Símí 9
Neskaupstadur: Tónspil. Selfoss: Verslunin
ita 37, Mjódd, Borgarkringlunr
augavegi 96 og Laugavegi 26.
í62. Akureyri: KEA-Hljómdeild
Akranes: Bókaskemman.
ASK. ísafjördur: Hljómborg.
Einnig er hægt aó panta miða ísíma 91 -677750, Gírósedi
(1677750.
Skrifstofa Borgarfoss hf,
Shamir vill ekki
f und í Washington
Shamir, forsætisráðherra ísraels,
vill ekki ræða við Palestínumenn í
Washington um frið. Áætlað var að
fundurinn hæfist þann 4. desember.
Simamynd Reuter
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
ísraels, hefur beðið Bandaríkjastjórn
að frnna annan fundarstað etj Was-
hington fyrir tvíhliða viðræður með
Palestínumönnum. Viðræðurnar
áttu að hefjast þann 4. desember.
Palestínumenn hafa á hinn bóginn
sagt að ekkert mæli á móti því að
ræða við ísraelsmenn í höfuðborg
Bandaríkjanna. Ákveðið var að efna
til tvíhliða viðræðna ísrelsmanna og
Palestínumanna eftir friðarráðstefn-
una í Madríd. Ætlunin er að ræða
um herteknu svæðin á fundinum en
ísraelsstjórn hefur verið treg til að
taka málið á dagskrá.
ísraelsstjórn hefur alla tíð lagt
áherslu á að friðarviðræður við Pa-
lestínumenn verði að fara fram í
Mið-Austurlöndum eigi á annað borð
að ræða við þá. Shamir hefur lagt til
að komið verði saman á Kýpur en
Palestínumenn vilja halda sig við til-
lögurBandaríkjamanna. Reuter
Breskir íhaldsmenn:
Etja Major í upp-
gjör við Thatcher
Stuðningsmenn Johns Major, for-
sætisráðherra Bretland, vilja að
hann geri upp sakirnar við Margréti
Thatcher, forvera sinn í embætti.
Ástæðan er að Thatcher hefur haldið
uppi kröftugri andstöðu í íhalds-
flokknum við stefnu Majors í Evr-
ópumálunum.
Þrátt fyrir deilur þeirra er þó ljóst
að Major hefur meirihluta flokksins
að baki sér og aöeins hörðustu and-
stæðingar náinnar samvinnu við
Evrópuríki fylgja ,járnfrúnni“ aö
málum.
Nú er Thatcher kennd við órólegu
deildina í flokknum eftir að hafa sjálf
stýrt honum með haröri hendi um
árabil. Til þessa hefur ekki skorist í
odda með henni og Major svo orð sé
á gerandi en stuðningsmenn Majors
segja það nauðsynlegt fyrir hann að
láta sverfa til stáls svo ekki fari milli
mála að valdatíma Thatcher sé end-
anlega lokið.
Thatcher hefur undanfarið ögrað
Major og m.a. látið þau ummæli falla
að hann sé hrokafullur og stefna
röng. Hún vill að fram fari þjóðarat-
kvæði um aðild Breta að sameigin-
legum gjaldmiðli ríkja Evrópubanda-
lagsins en Major sér enga ástæðu til
þess.
Reuter