Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Side 14
14 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 199Í. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)27022 FAX: Auglýsingar: (91)626684 - aðrar deildir: (91)27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Kratar eða ekki kratar Það er kyndug staða og einkar sérkennileg þegar heill stjórnmálaflokkur tekur upp á því að segjast vera annað en hann er. Hann segist vera flokkur fyrir fólk sem tilheyrir öðrum flokki! Þetta gerðist þó um helgina. Alþýðubandalagið hélt landsfund sem hófst með ræðu formannsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, og þar lýsir hann yfir því að Alþýðubandalagið sé hinn eini og sanni Jafnaðarmannaflokkur. Alþýðuflokkurinn er ekki jafn- aðarmannaflokkur, enda þótt hann heiti Jafnaðar- mannaflokkur, segir Ólafur Ragnar og skorar síðan á „heimilislausa“ jafnaðarmenn að ganga til liðs við Al- þýðubandalagið vegna þess að þar eigi þeir heima. „Við erum hinir einu og sönnu kratar,“ segir formaðurinn. Já, þetta er kyndug staða og það þurfti að kalla for- mann Alþýðuflokksins, Jón Baldvin, til vitnis um að Alþýðuflokkurinn væri enn jafnaðarmannaflokkur og Jón Baldvin bætti því raunar við að Alþýðubandalagið væri á flótta undan fortíð sinni. „Alþýðubandalagið er pólitísk flóttamannasamtök,“ segir hann. Nú er rétt að leyfa hveijum flokki að skilgreina sig og skilgreina sig upp á nýtt, ef viðkomandi flokkur telur ástæðu til. Það er þeirra mál og það er auðvitað mál Alþýðubandalagsins ef það vill hverfa frá villu síns veg- ar og yfirgefa þann sósíalisma sem flokkurinn og forver- ar hans hafa haft á stefnuskrá sinni um árabil. Það er hins vegar fróðlegt uppgjör og hefur reyndar verið gömul venja hjá íslenskum sósíalistum að breyta um nafn og númer á nokkurra ára fresti. íslenskir sós- íalistar hafa verið á skipulögðu undanhaldi frá því þeir kölluðu sig Kommúnistaflokk íslands eða Sósíahsta- flokk, sameiningarflokk alþýðu, eða tóku sér nafngiftina Alþýðubandalag. í gegnum alla þá sögu og allan þann feril hafa jafnaðarmenn og svokallaðir kratar verið eit- ur í beinum sósíalista og höfuðandstæðingar. Það er þess vegna söguleg stund þegar formaður þessara flótta- mannasamtaka gefur út yfirlýsingu um að flokksmenn hans séu meiri og betri kratar en kratarnir sjálfir! Þessi orðaleikur um nafngiftir og heimilisfang í póli- tíkinni er til gamans fyrir þá sem utan við standa. En hann staðfestir þá riðlaskiptingu sem orðið hefur í ís- lenskum stjórnmálum á síðari árum. Kjósendur vita ekki lengur hvaða flokk þeir eru að kjósa því að flokk- arnir segjast vera annað en þeir eru eða vera það sem þeir eru ekki. Það er áreiðanlega rétt hjá Ólafi Ragnari að í Alþýðubandalaginu finnast jafnaðarmenn, alveg eins og í Sjálfstæðisflokknum finnast rammir framsókn- armenn og í Framsóknarflokknum finnast bæði jafnað- armenn og sjálfstæðismenn. Flokkaskipan á íslandi er úrelt og úr sér gengin og ef flokkarnir eru ekki á flótta undan fortíð sinni þá eru þeir í dauðaleit eftir tilveru sinni. Þeir hanga saman á hagsmunum og tregðulög- máh og skilin milli þeirra eru hvorki skýr né skýrð. Tilvistarvandi Alþýðubandalagsins er jafnmikill og annarra flokka sem eru að leita að sjálfum sér og kjós- endum sínum og sitja jafnvel uppi með stuðningsmenn sem tala út meðan flokkurinn talar suður. Tilvist stjóm- málaflokka er nauðsynleg en það er verra þegar þeir rugla kjósendur svo rækilega að þeir vita ekki lengur hvort kratar eru kratar eða einhverjir aðrir séu meiri kratar en kratamir sjálfir! Ellert B. Schram „Úti í lifinu nægir ekki að veifa prófskírteinum,'1 segir m.a. í greininni. Sumt, sem virðist óskiljaniegt við fyrstu sýn, verður skiljanlegt, þeg- ar nánar er aö gáð. Ég hef um nokk- urt skeið furðað mig á því, að greindir menn og fróðir eins og þeir Markús Möller, hagfræðingur í Seðlabankanum, og Þorvaldur Gylfason prófessor skuh hástöfum heimta, að settur skuh á auöhnda- skattur í því skyni að gera væntan- legan arð útgerðarmanna vegna kvótakerfisins (sem gerir þeim kleift að hagræða og minnka út- gerðarkostnað) upptækan. Ættu að vita betur Krafa þeirra um auðlindaskatt styöst auðvitað ekki viö nein sér- stök hagfræðileg rök. Hún er krafa um breytta tekjuskiptingu, um það, að íjármunir séu teknir af útgerð- armönnum og notaðir í eitthvað það, sem þeir Markús og Þorvaldur telja æskhegt. Með þessari kröfu sinni hafa þeir að engu margfalda reynslu mann- kynsins af því að fjármunir eru oftast betur komnir í höndum kap- ítahsta en stjórnmálamanna og einkaeignarréttur á auðhndum og framleiöslutækjum affarasæhi en sameignarréttur. Þeir eru báðir vel menntaðir hagfræðingar og ættu að vita betur. - Hvað gengur þeim til? í efstu þrepum virðingar- stiga skólanna Ég ætla að leyfa mér að varpa fram skýringu. Hún er, aö skóla- dúxar, sem telja sig setjast á tossa- bekk tilverunnar að námi loknu, neita að sætta sig við það. Markús Möher og Þorvaldur Gylfason voru báðir ágætir námsmenn í skóla og forystumenn í félagslífi. Þeir höfðu þá bóklegu hæfileika, sem best duga í félagslífi og námi, skrifuöu góðar ritgerðir, fluttu vel undir- búnar og vandaðar ræður. Náðar- sól kennara og bekkjarsystkina skein jafnan á þá. Þeir voru á efsta þrepi þess viröingarstiga, sem myndast inni í skólum. Hvað verður um slík gáfnaijós, þegar þau koma út í sjálft lífið? Þá uppgötva þau, að fleiri hæfileikar eru metnir en þeir, sem best duga í félagslífi og námi. Þá sjá þau sér til gremju, aö sumir jafnaldra þeirra, sem fengu miklu lægri ein- kunnir í skóla og nutu ekki óskor- aðrar aðdáunar kennara og bekkj- arsystkina, hafa miklu hærri tekj- ur en þeir sjálfir, af því að þeir hafa eitthvað fram að færa, sem meiri eftirspum er eftir. (Ég er ekki að ljóstra upp neinu stórkost- KjaUarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor i stjórnmálafræði vegna þess að þeir eiga jarðir, þar sem háhiti finnst, eða hafa fengið sendan kvóta heim í pósti. Útgerðarmenn eigi ekki skilið tekjur sínar Hér er komið að kjarna skýringar minnar á andstöðu þessara gömlu íslensku skóladúxa við kvótakerf- ið, - tilraun minni th að gera hið óskiljanlega skiljanlegt. Þessir heiðursmenn telja blátt áfram, að útgerðarmenn eigi ekki skilið þann mikla arð, sem væntanlega getur myhdast í sjávarútvegi, fái kvóta- kerfið að stuðla að hagræðingu og auknum arði. Útgerðarmenn hafi ekki unniðtil hinna miklu tekna sinna, sem verði fyrirsjáanlega miklu hærri en tekjur hagfræðinga í Seðlabankanum eða Háskólanum. Hvaða réttlæti er í þessu? - spyrja „Erafa auölindaskattsmanna um breytta tekjuskiptingu útgerðaraðilum í óhag er krafa um það, að sá virðingar- stigi, sem þeim gekk svo vel sjálfum að klifra upp eftir 1 skólum, verði reist- ur úti í lífmu sjálfu.“ legt leyndarmáli, þegar ég segi, að takmörkuö eftirspum er eftir hag- fræðifyrirlestrum Markúsar Möh- ers og Þorvaldar Gylfasonar.) Úti í lífinu skiptast tekjur á menn eftir öðmm réttlætislögmálum en ein- kunnir og annars konar orðspor gera í skólum. Sætta sig ekki við tilviljunarkenndar tekjur Menntamenn spyija einmitt fuh- ir vandlætingar, hvers vegna réttir og sléttir sjoppueigendur, fatasalar og rafvirkjar að ógleymdum erf- ingjum peningamannanna í Arnar- nesi, Laugarási og Stigahlíð eigi að njóta miklu betri lífskjara en þeir sjálfir, sem lagt hafa á sig langt og strangt háskólanám. Þetta sam- ræmist ekki þeim réttlætishug- myndum, sem meimtamennimir kynntust í skólum, þar sem þeir hafa ahð mestahan sinn mann. Nú uppgötva þeir hins vegar sér til hrelhngar, aö þeir eru ekki leng- ur í efsta þrepi virðingarstigans. Úti í lifinu nægir ekki að veifa próf- skírteinum. Erfiðast eiga þeir eflaust með að sætta sig við það, þegar hrein tilviljun virðist ráða háum tekjum manna, svo sem gáfnaljósin. Eiga einhverjir sæ- greifar, sem ekki kunna að teikna hámörkunarföh á skólatöílur eins og hagfræðingarnir, að ráðstafa útgerðararðinum? Djúpsálfræðileg skýring Segja má, að skýring mín sé djúp- sálfræðheg: Krafa auðlindaskatts- manna um breytta tekjuskiptingu útgerðaraðhum í óhag er krafa um það, aö sá virðingarstigi, semþeim gekk svo vel sjálfum að klifra upp eftir í skólum, verði reistur úti í lífinu sjálfu. Vald, áhrif og fjár- munir séu fluttir frá atvinnurek- endum tíl menntamanna, frá markaðnum th skólanna. Mér datt þessi skýring í hug eftir að hafa lesið Ríkið eftir Platón, sem nýkomið er út á íslensku: Augljóst er, að Platón haföi andúö á almenn- ingi fyrir að taka heimspekinga ekki alvarlega og á auðmönnum fyrir að stimda ekki heimspekilega íhugun í stað auðsöfhunar. Hann vhdi heimspekingastjóm, þá virð- ingu og þau völd, sem hann taldi sér bera. Platóningar okkar daga ahins vegar greinhega hag- ingastjóm! Hannes Hólmstenm Gissurarson Skóladúxarnir á tossabekknum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.