Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Síða 21
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991.
Fréttir
Jónas Ragnarsson:
ölluyfirá
„Ég held að það sé ekki rétt mat
að menn séu flytía frá Breiðdal-
svík vegna sameiningar frysti-
hússins þar og á Síöðvarfirði. Á
hvorugum staönum var 100 pró-
sent samstaða um sameininguna.
Þeir sem eru á móti, og eru í
minnihluta, hafa alltaf mjög hátt.
Ég vil ekki kannast við að það sé
rétt að öllu sé djöflað yfir á Stöðv-
arfjörð," segir Jónas Ragnarsson,
framkvæmdastjóri Gunnarstinds
hf.
- Því er haldið fram á Breiðdal-
s\dk að þar tapist atvinnutæki-
færi vegna sameiningar húsanna
og nefna menn skrifstofustörf í
því sambandi:
„Það er ekki húið að leggja nið-
ur skrifstofuna á Breíðdalsvík.
Ég held að það sé ástæða til að
skoöa eignarhlut heggja félag-
anna í sameinuðu fyrirtæki áður
en menn fara að útkljá það hverj-
ir tapa eða græða í störfum. Það
væri ekki óeðlilegt að eignarhlut-
fallið réði einhverju um skiptingu
starfa á milli staðanna.
Nýi báturinn, Patrekur, sem
keyptur var frá Odda á Patreks-
firði, kemur til með að styrkja
atvinnulífið á báðum stöðunum.
Það eru ekki nema þrjár vikur
síðan fyrirtækin voru sameinuð.
Menn gefa sér þijá mánuði til
þess að klára að ganga frá þessum
málum. Ég held að það væri rétt
að menn mætu stöðuna eftir þann
tíma þegar hlutirnir hafa skýrst.
Menn eru ekki aö flytja frá
Breiðdalsvík vegna sameiningar
fyrirtækjanna heldur af allt öðr-
um orsökum. Það er ekki hægt
að heimfæra flutninga fólks frá
Breiðdalsvík upp á hana. Það
fólk, sem hefur ákveðið að ílytja
af staðnum, var búið að ákveða
að fara löngu áður en fyrirtækin
voru sameinuð.“ -J.Mar
Flæðilínan
Kanadamenn
sýna áhuga
Siguröux Sverrisson, DV, Akranesú
Fulltrúar tveggja færeyskra
fiskvinnslufyrirtækja heimsóttu
Þorgeir & Ellert hf. hér á Akra-
nesi nýlega með kaup á flæðilín-
um í huga. Þeir ferðuðust einnig
til Akureyrar og skoðuðu flæðil-
ínu frá Þ&E sem sett hefur verið
upp hjá Útgerðarfélagi Akur-
eyringa. Fyrirspurn um flæðilín-
urnar hefur einnig borist frá
Kanada að sögn Haralds L. Har-
aldssonar, framkvæmdastjóra
fyrirtækisins.
Haraldur sagði í samtali við DV
að hann væri bjartsýnn á að
samningar tækjust við Færey-
inga. Þegar hefði verið sett upp
flæðilína frá fyrirtækinu þar í
landi og reynslan af henni verið
góð. Hann kvað viöræður við
Færeyingana standa yfir og að
nokkur ástæða væri til bjartsýni.
Haraldur sagði mikla vinnu
fyrirhggjandi í ryðfríu stáli, eink-
um í tengslum við flæðilínurnar,
en nú færi í hönd daufasti tími
ársins í skipaviðgerðum og við-
haldi. Lítið væri urn skip í við-
haldi næstu vikuna en von væri
á 3-4 skípum í desember.
Nýttfréttablað
Kristján Einarssan, DV, Selfoesi: .
Sunnlenska fréttablaðið, sem
gefa áút vikulega, kom útí fyrstá
sinn 21. nóvember. Útgefandi er
,.Sunnan 4“ - þeir Sigurður Bogi
Sævarsson, Bjami Harðarson,
Gunnar Sigurgeirsson og Kjartan
Jónsson.
Greiðslur tryggingafélaga til lækna:
Tryggingalæknir kærir
til ríkisskattstjóra
- í framhaldi afumQöllun DV um málið
„Ég get ekki greint frá einstökum
kærum sem berast embættinu. En
það er ljóst að þessi mál þarf að
kanna nánar," sagði Garðar Valdi-
marsson ríkisskattstjóri við DV.
Einn þeirra lækna, sem meta ör-
orku fyrir Tryggingastofnun ríkis-
ins, hefur sent embætti ríkisskatt-
stjóra bréf þar sem hann beinir þeim
tilmælum til embættisins að rann-
sókn fari fram á greiðslum trygg-
ingafélaga til lækna Tryggingastofn-
unar. Er þessi kæra lögð fram í fram-
haldi afumfjöllun DV um þetta mál.
Eins og blaðið hefur greint frá
greiddu tryggingafélögin á síðasta
ári að minnsta kosti 18 miiljónir
króna til lækna fyrir vinnu við ör-
orkumat, útgáfu vottorða og fleira
af því tagi. Langstærstur hluti þeirr-
ar upphæðar fór til lækna Trygg-
ingastofnunar ríkisins. Samkvæmt
upplýsingum, sem blaðið aflaði sér,
eru umræddar greiðslur í fæstum
tilvikum gefnar upp til skatts enda
„ætlast læknar ekki til þess að það
sé gert,“ eins og deildarstjóri eins
tryggingafélagsins orðaði það við DV
þá.
Umræddur læknir telur að allir
tryggingalæknar séu settir undir
sama hatt í þessum efnum. Því vill
hann ekki una. Þess vegna hefur
hann farið fram á ofangreinda rann-
sókn.
-JSS
Ólafsvík:
Tónlistarvakning
á ári söngsins
Þórhallur V. Einaxsson, DV, Ólafsvík:
Mikil tónlistarvakning er í Ólafs-
vík nú á ári söngsins. Nýhafnar eru
æfingar hjá karlakór og á næstu dög-
um hefjast æfingar hjá barnakór og
þegar hefur fjöldi bama skráð sig í
kórinn. Þá starfar hér þróttmikill
kirkjukór eins og undanfarin ár.
Þessu mikla söngstarfi í Ólafsvík
stjómar Helgi E. Kristjánsson, skóla-
stjóri tónlistarskólans.
Þá kom Jöklakórinn saman á ný
eftir nokkurt hlé á þessu ári söngsins
og í honum syngja 85 manns víða að
á Snæfellsnesi. Kórinn hefur haldið
fimm söngskemmtanir og fréttamað-
ur DV var viðstaddur söngskemmt-
un í félagsheimiiinu Breiðabhki í
Miklaholtshreppi. Það var ánægjuleg
stund og þar barst kórnum 50 þúsund
króna gjöf frá héraðsnefnd Hnapp-
dælinga.
Frá söngskemmtun Jöklakórsins í Miklaholtshreppi.
DV-mynd ÞVE
Öryggissíminn er nauðsynlegt öryggistæki,
því hnappurinn tryggir að hjálp er alltaf
innan seilingar.
Sala - leiga - þjónusta
ORYGGISSÍMINN
Fyrif þig - og þá sem þér þykir vænt um
VARI 'S 91-29399
ALHLIÐA-ÖRYGGISÞJÓNUSTA
.......SÍÐAN.19.69.....