Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991.
Fréttir
Greiðabílstjórar kæra meinta manndrápshótun til RLR:
Leigubflstjórinn hótaði
að skera okkur á háls
- fólk veit ekki hvað er að gerast hér um helgar, segir formaður Frama
„Við vorum þrír bílstjórar hjá
staurnum við Snorrabraut þegar
bílstjóri frá BSR kom að okkur og
sagði að ef við sæjumst með fólk í
bílunum hjá okkur yrðum við
skomir á háls,“ sagði Stefán EgUl
Þorvarðarson greiðabílstjóri í sam-
tah við DV.
Rannsóknarlögregla ríkisins er
með mál til meðferðar eftir að þrír
greiðabílstjórar kærðu meintar
hótanir af hálfu leigubílstjóra síð-
astliðið laugardagskvöld. í gær
höfðu skýrslur verið teknar af
málsaðilum en ekki var ljóst hvaða
leigubílstjóri þama átti í hlut. Er
honum lýst sem grönnum manni,
dökkum yfirlitum, á grárri leigu-
bifreið frá BSR. Þeir þrír bílstjórar,
sem segjast hafa orðiö fyrir hótun-
inni, telja sig hafa náð skrásetning-
arnúmeri bílsins:
„Við sem vorum þama við staur-
inn vomm bara með eitt farþega-
sæti þegar leigubfistjórinn kom. En
það er ekki neitt kannski með þetta
mál. Við vorum þrír bUstjórar á
staðnum sem heyrðum þetta,“
sagði Stefán.
„Ég held að fólk átti sig ekki á
hvaö hér er um að vera um helg-
ar,“ sagði Sigfús Bjarnason, form-
aður leigubUstjórafélagsins Frama,
við DV. Sigfús hafði heyrt um
meinta manndrápshótun en sagðist
ekki þekkja gjörla tU málsins.
Hann sagði hins vegar að Frama-
menn væm mjög óhressir með
umrædda greiðabfia:
„Merktir sendibUar em með
gjaldmæli sem sendibUar, með
innifóldum virðiskaukaskatti, en
þeir eru skráöir fólksbUar. Þeir em
með sæti í bUunum þannig að þeir
geta varla flutt vömr. Þeir em að
aka fólki og telja aUt löglegt við
þetta. Það hefur ekki verið tekið á
þessu og þetta stöðvað í eitt skipti
fyrir öU. Þaö er óþarfi að vera að
setja einhver lög þegar sumir menn
úti í bæ þurfa ekkert að fara eftir
þeim.“
- Hverjir eiga að grípa inn í?
„Lögreglan. Þetta er ólöglegt og
það viðurkenna það alUr. Vanda-
máUð er hins vegar að lögreglan
hefur tekiö skýrslur og Utið hefur
orðið úr málunum í dómskerfinu.
Við leigubUstjórar vUjum að alUr
framfylgi þeim reglum sem settar
em. Eg vU hins vegar taka fram
að þetta er ekki deUa miUi félags
leigubílstjóra og félags sendibíl-
stjóra. Það er skylda að alUr sendi-
bílstjórar séu í þeirra félagi. En
mennimir á greiðabílunum eru
ekki í því félagi heldur nýstofnuðu
sérfélagi sem nefnist Afl. Það er
ljóst að ef fólksflutningar verða
gefnir fijálsir, eins og í Svíþjóð,
mun allt fara úr böndunum. Þá
geta hvaða menn sem er komist í
þetta og það þarf ekki marga tU að
koma óorði á leigubílstjóra," sagði
Sigfús. -ÓTT
Akureyri:
Krækir Skretting
í þrotabú ístess?
- býður heluiingi meira en Lax hf
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
Norska fyrirtækið Skretting hefur
gert tilboð í þrotabú fóðurvörufyrir-
tækisins ístess hf. á Akureyri og er
það mun hærra en Laxá hf„ sem er
með rekstur ístess á leigu, hefur boð-
ið í þrotabúiö.
TUboð Laxár hljóðaði upp á 30
milljónir króna en hið nýja tilboð
Skretting er upp á eina milljón doU-
ara eða um 60 milljónir króna
„Okkur líst að sjálfsögöu ekki vel
á þá stöðu sem upp er komin," segir
Magnús Gauti Gautason, stjórnar-
formaður Laxár hf. „Við munum
leggja áherslu á að þessi verksmiðja
verði áfram starfrækt hér í bænum.
Ef Skretting kaupir verksmiðjuna
verður hún áreiðanlega rifin niður
og flutt út. Þetta er því hagsmuna-
mál bæði fyrir atvinnulifið í bænum
og fyrir fiskeldið að það séu fleiri en
einn aðUi hér í landinu sem fram-
leiða fóður,“ sagði Magnús Gauti.
„Já, vertu blessuð, elskan mín og gleðileg jól og haföu það gott.“ Það er mikið af fólki í jólainnkaupum þessa daga
og oftar en ekki hittast gamlir kunningjar og gamlar vinkonur í erlinum. Fólk gefur sér smátima til að skrafa saman
en svo er ætt áfram og meðal annars kvatt á fyrrnefndan hátt. DV-mynd GVA
í dag mælir Dagfari____________
Nunnurnar ráða
Sameining sjúkrahúsanna í
Reykjavík hefur lengi verið á dag-
skrá. Svo lengi sem elstu menn
muna. Þar hafa menn ýmist talað
um að sameina Landspítala og
Borgarspítala, Landakot og Borg-
arspítala, Landakot eða Landspít-
ala. AUt hefur þetta verið rætt í
spamaöarskyni, enda liggur kostn-
aður við heUbrigðismálin ekki í
sjúklingunum heldur í hjúkmnar-
og læknaliðinu sem tekur á móti
sjúkUngunum. Verður þessi lærða
umræða ekki skilin ööravísi en svo
að með því að fækka sjúkrahúsun-
um og sameina sjúkrarúmin megi
fækka sjúkUngunum þannig að
hjúkrunarUöiö dragist saman og
kostnaðurinn komist þá niður í það
sem ríkissjóður ræður við.
Margir heUbrigðisráðherrar hafa
glímt við úrlausn á þessu máU.
Tugir nefnda hafa verið skipaðir tíl
að sameina sjúkrahúsin og leitað
hefúr verið til erlendra ráðgjafa og
má segja að allar þessar áUtsgerðir
eigi það sameiginlegt aö ekki hefur
verið fariö eftir þeim. Nú síðast
hefur Sighvatur Björgvinsson und-
ir höndum skýrslu frá Moret Emst
and Young, sem ku vera virt fyrir-
tæki bæði austan hafs og vestan.
TU þessa fyrirtækis var leitað þeg-
ar sýnt þótti að íslenskir sérfræð-
ingar, læknar og sljómmálamenn
vora orðnir ráðþrota í tUlögugerð.
Það fór eins með skýrsluna frá
Moret Emst og Young aö ekki var
tekið mark á henni.
HeUbrigðisráöherra hefur hins
vegar upp á sitt eindæmi lagt tíl
að sameina skyldi Landakot og
Borgarspítala og styðst þar við
skýrslu frá nefnd sem gerir það að
tUlögu sinni að spara fyrir ríkissjóð
með þessari sameiningu með því
að leggja til að einum mUljarði
króna verði varið til aö sameina
spítalana. Ráðherrann varð svo
hrifinn af þessari spamaðartUlögu
að hann gerði hana samstundis að
sinni og hefur verið á fiUlri ferð
með að ná fram þessum spamaði
sem kostar ekki nema einn millj-
arö.
Þegar sameiningin var komin á
beinu brautina og fjárlagafram-
varpið geröi ráð fyrir aö fjárveit-
ingar drægjust saman við spamaö-
inn af þvi að leggja fram mUljarð-
inn í spamaðinn varð einhveijum
ácað spyija um álit nunnanna, sem
á sínum tíma seldu Landakot.
Nunnumar blessaðar era fyrir
mörgum árum fluttar í Amamesið
og hafa ekki afskipti af spítala-
rekstrinum á Landakoti frekar en
hver annar, en einhveijum datt
sem sagt í hug að spyrja þær áUts
og þá kom í Ijós að nunnumar era
á móti sameiningu, af því að ein-
hver starfsmaður hefur sagt þeim
aö sameining væri slæm fyrir
Landakot.
Þessi yfirlýsing frá nunnunum
kom mönnum í opna skjöldu og
ráðherrann hefúr sagt að ef nunn-
umar séu móti sameiningu muni
hann ekki sameina. Nefndarstörfin
era unnin fyrir gýg, álitið frá Mor-
et Emst og Young er ekki notað,
álit sérfræðinga og ráögjafa era að
engu höfð. Spamaðurinn ógurlegi,
sem felur í sér að leggja þarf út
einn mUljarð króna til að spara hjá
ríkinu, er fyrir bí. Nunnumar hafa
sagt sitt síðasta orö,
Nú kann einhver að spyrja: Hvers
vegna vora nunnumar ekki spurð-
ar strax í upphafi svo ríkið gæti
sparað sér alla fyrirhöfnina og til
hvers var verið að leita álits hjá
erlendum og innlendum sérfræð-
ingum ef málið stóð aUan tímann
og féll með því hvað nunnurnar
sögðu? Til hvers era menn að ræöa
um spamað í heUbrigðiskerfinu og
sameiningu spítala og fækkun á
hjúkrunarfólld ef það era einhveij-
ar nunnur í Garðabænum sem eiga
síðasta orðið í heUbrigðismálum
íslendinga? Af hveiju era ekki
þessar nunnur settar í nefnd til að
ákveða hvemig sjúkrahúsmálum
íslendinga skuU hagað?
Með því mundi ríkið spara sér
vesenið af því aö skipa ráðherra
eða nefndir eða falast eftir ráðgjöf
frá útlöndum. Og með því mundi
ríkið spara sér miUjarð á því að
spara og Landakot yrði friðheUagt
meðan kaþólska kirkjan er við lýði
og aUir gætu andað rólega.
Mikið lán er að ekki skyldi
gleymast að tala við nunnumar.
Annars hefðu menn farið asnast til
að sameina spítala sem nunnumar
í Landakoti era á móti af því að
þeim var sagt að þær ættu að vera
á móti sameiningunni.
Dagfari