Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022- FAX: Auglýsingar: (91 )626684 - aðrar deildir: (91)27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Smekklaus uppákoma Undarleg uppákoma hefur átt sér staö í sameiningar- málum sjúkrahúsanna. Nunnurnar, sem lengi ráku Landkotsspítala, hafa lýst sig andvígar sameiningu Landakots og Borgarspítala og skyndilega er máhð kom- ið í hnút. Ef ekki í strand. Það hefur nefnilega komið í ljós að þegar nunnumar seldu sjúkrahúsið og Landa- kotsspítali var gerður að sjálfseignarstofnun var sett í samninginn ákvæði um að breytingar á rekstri eða eign- arhaldi væm háðar samþykki nunnanna. Málið var komið það langt að gert var ráð fyrir sam- einingu á næsta ári og var þar stuðst við áht nefndar sem starfað hefur á vegum heilbrigðisráðherra. Framlag í íj árlagafrumvarpi var miðað við þessa breytingu og afstaða nunnusystranna virðist koma mönnum algjör- lega í opna skjöldu. Enginn virðist hafa áttað sig á neit- unarvaldi þeirra. Sameining sjúkrahúsa í Reykjavík hefur lengi verið á dagskrá. Er það að vonum. Rekstur sjúkrahúsanna er dýr, kerfið er tvöfalt og margfalt, þegar hvert sjúkra- hús gerir sér far um að halda uppi sjálfstæðri starf- semi, rétt eins og aðrir spítalar séu ekki til á svæðinu. Þetta er dýrt í mannahaldi, tækjum og húsnæði enda hefur margsinnis verið sýnt fram á að spara megi ómælt fé, með hagræðingu, samræmdri tækjavæðingu og verkaskiptingu. Öh skynsemi mæhr með sameiningu eða aukinni og náinni samvinnu sjúkrahúsanna þriggja. Hagræðingu í sjúkrahúsarekstri í höfuðborginni hef- ur hins vegar htið miðað, mest fyrir þá sök að því að sagt er, að starfsmenn viðkomandi sjúkrahúsa vhja ekki gefa eftir sitt sjálfstæði. Þar eru læknamir fremst- ir í flokki. Smákóngasjónarmiðin hafa löngum verið líf- seig á íslandi. Ráðherrar hafa ekki haft erindi sem erf- iði og hafa þó margir lagt á þann brattann að segja smákóngunum á sjúkrahúsunum stríð á hendur. Nú skal ekki lagður neinn dómur á það hvort núver- andi hehbrigðisráðherra hafi gert rétt í því að velja þá leið að sameina Landakot og Borgarspítala. Mörg rök hafa verið færð fyrir því að sameining Borgarspítala og Landspítala henti betur. Það kemur hins vegar spánskt fyrir sjónir að sameining Landakots og Borgar- spítala er talin munu nema einum mhljarði króna í kostnað áður en rekstrarhagræðingin skhar sér. Það hefur þó ekki aftrað ráðherranum för, heldur miklu fremur andstaðan innanhúss og þá einkum á Landa- kotsspítala. Þegar aht um þraut og ráðherrann gaf sig ekki var gripið th þess ráðs að sá fræjum tortryggni í huga nunnusystranna og fá þær th að lýsa yfir að þær sam- þykktu ekki breytingar á rekstri og eignarhaldi Landa- kotsspítala. Nunnumar em ahs góðs maklegar en það er auðvitað fráleitt að þær eigi að hafa úrshtavald um framtíð Landakots þótt þær hafi á sínum tíma rekið spítalann. Það er hrein smekkleysa að beita þeim og sakleysi þeirra fyrir vagn póhtískra átaka og láta þær stjóma því og ráða hvað gert er í skipulagsmálum hehbrigðiskerfis- ins. Vandamál ríkissjóðs og hehbrigðisgeirans verða ekki leyst af tilfinningasemi né heldur nunnum á eftir- launum. Gömul tengsl nunnusystra við Landakot heyra sögunni th. Það er ljótt verk og löðurmannlegt að tefla þeim fram. Líknarstörf þeirra eiga það ekki skihð. Þessi uppákoma sýnir í hnotskum hversu umræða um spamað í heilbrigðismálum er víðsfjarri skynsem- inni. Ehert B. Schram ...kannski er hættan mest í sjávarþorpunum úti á landi þar sem hættan á gjaldþrotum er mest,“ segir m.a. í grein Ara. Handahófs- kenndar efna- hagsráðstafanir Einu sinni enn er verið að af- greiða fjárlög, einu sinni enn eru ekki til tekjur fyrir áætluðum út- gjöldiun ríkisins, einu sinni enn þarf að skera niður og einu sinni enn eru flestir óánægðir með yfir- vofandi efnahagsráöstafanir. Ajlir sammála en þó ekki í orði eru flestir sammála um nauðsyn þess að draga úr halla- rekstri ríkisins. En þegar velja á leið til þess minnkar samstaðan verulega. í grundvallaratriöum er um tvær leiðir að ræða; að auka tekjinmar eða að minnka útgjöldin. Um hvorugt virðist vera mikil sam- staða. Ég tel aö meginástæða þess að fólk sé á móti skattahækkunum sé hve götótt skattkerfiö er hér á landi. Allir þekkja einhveija sem alltaf sleppa við að borga skatta að meira eða minna leyti. Stjómmálamenn skortir greinilega hugrekki og vilja 111 þess að taka á þessu meini og á meðan svo er veröur erfitt að auka tekjur ríkisins með auknum skött- um. Þess vegna er reynt að ráðast á útgjöldin, og þar verða aðgerðir oft handahófskenndar og mót- sagnakenndar. Tvö dæmi um ósamræmi Ég vil hér benda á tvær fyrirhug- aðar ráðstafanir sem era í miklu ósamræmi við það sem hefur verið sagt og gert áður og það sem á eftir að gerast. Hér er um að ræða niður- skurð á ríkisábyrgö á launum og skerðingu bamabóta. Ríkisábyrgð á launum Áætlanir ríkisstjómarinnar um niðurskurð á ríkisábyrgð á launum era í mótsögn við það sem hún er að vinna að-innan Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar og áætlanir um að ísland veröi hluti af Evr- ópska efnahagssvæðinu. Með EES-samningnum fellst ísland á að tryggja réttindi launafólks vegna gjaldþrota fyrirtækja. Með áætluö- um skerðingmn vantar mikið upp á að svo verði. Ríkissijómin leggur fram tillögur í desember 1991 um skeröingu á þessu sviði og hefur síöan boöað aö fljótlega eftir áramót verði EES- samningurinn lagður fyrir Alþingi. Þá verður að bæta réttindi varð- andi ríkisábyrgö á launum frá því KjaHajinn Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ sem nú er. Er hægt að taka svona hluti alvarlega? Ofan á þetta bætist að skerðing ríkisábyrgðar bitnar aðeins á hluta launafólks, þ.e. þeirra sem vinna hjá einkafyrirtækjum, og kannski er hættan mest í sjávarþorpunum úti á landi þar sem hættan á gjald- þrotum er mest. Skerðing barnabóta Með skerðingu bamabóta er ver- ið að ganga á bak loforða og markmiöa frá síðustu árum. Þegar matarskatturinn var innleiddur á sínum tíma var bamafólki ítrekaö bent á að það fengi auknar bama- bætur til þess aö vega á móti aukn- um kostnaöi vegna matarkaupa. Þetta á nú að taka burt. Margir era á því að það sé allt í lagi aö skerða bamabætur til þeirra sem tekjuhæstir era. Það gleymist yfirleitt aö bamabætur era hugsaöar til þess aö jafna fram- færslubyrði bamafjölskyldna og fjölskyldna án bama. Tekjuskattar fjölskyldna með sömu tekjur era þeir sömu óháð bamafjölda. Fram- færslubyrði barnafjölskyldna er auðvitað meiri og tilgangur barna- bóta er að jafna framfærslubyrð- ina. Ef tillögur ríkisstjómarinnar ná fram að ganga verða ráðstöfunar- tekjur tekjuhárra bamafjölskyldna skertar, en tekjuháir án bama sleppa við skerðingu. Þar með er verið að refsa fólki fyrir að eiga börn. Þeir sem era svo óheppnir að eiga börn eiga sem sagt að fóma sér sérstaklega fyrir samfélagið. Það er því verið að svíkja loforð stjómvalda um auknar barnabæt- ur á móti matarskattinum gagn- vart hluta fjölskyldna með böm. Ef htið er á þær aðstæður sem bamafólki era skapaöar hér á landi miðað við nálæg lönd verður ekki séð að það sé markvisst verið að hvetja fólk til þess að fjölga þjóð- inni. Þeir sleppa líka núna Hér hafa verið nefnd tvö dæmi um hve handahófskenndar og mót- sagnakenndar aðgerðir stjómvalda geta verið, og þessi dæmi era langt frá því að vera einstök. En auðvitað veröur ekki bæði sleppt og haldið. Krafa þjóðarinnar er sú að ríkið verði að bregðast við samdrætti og erfiðleikum eins og bæði einstakl- ingar og fyrirtæki úti í þjóðfélaginu verða að gera. Þaö er ahtaf erfitt að gera svo öhum líki, en auðvitað verður nið- urstaöan sú sama nú og ahtaf áð- ur; þeir sem hafa ahtaf sloppið við að skha til samfélagsins sleppa líka núna og byrðunum verður velt á þá sömu og aUtaf hafa orðið að taka þær á sig. Ari Skúlason „Þegar matarskatturinn var innleiddur á sínum tíma var barnafólki ítrekað bent á að það fengi auknar barnabætur til þess að vega á móti auknum kostn- aði vegna matarkaupa. Þetta á nú að taka burt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.