Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991.
27
íþróttir
Guðmundur Oddsson flutti tillögu í gær um að Kópavogur
stæði við samninginn um byggingu íþróttahaUarinnar:
Ræðst í vikunni hvort
höllin rís í Kópavogi
Á fundi bæjarstjómar Kópavogs í
gær flutti Guömundur Oddsson, bæj-
arstjómarmaöur úr Alþýðuflokki, þá
tillögu að Kópavogsbær stæði við
gerðan samning um byggingu
íþróttahaUar í bænum sem gæti hýst
heimsmeistarakeppnina í hand-
knattleik árið 1995. í tillögu Guð-
mundar fór hann þess á leit við bæj-
arráð að Kópavogsbær leitaði eftir
alútboöi í gerð íþróttahaUarinnar
með tveimur möguleikum. Annars
vegar höU sem gæti rúmað 5.500
áhorfendur og hins vegar höU sem
gæti tekið 7 þúsund manns. TUlögu
Guömundar var vísað tíl bæjarráðs-
fundar, sem haldinn verður á
fimmtudag, og þá ættu að fást svör
við því hvort Kópavogur ræðst í
byggingu áðumefnds húss.
Formaður bæjarráðs Kópavogs
mun í dag hitta Davíð Oddsson for-
sætisráöherra og Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra og mun hann leit-
ast við að fá svör frá ríkinu um hvort
það æth aö standa við sinn hluta af
samningnum.
Eins og DV greindi frá á dögunum
þá er ekki á fjárlögum ríkisstjómar-
innar fyrir árið 1992 að setja neitt
fé í byggingu á íþróttahúsi í Kópa-
vogi.
„Alfarið mál ríkisins
og Kópavogsbæjar“
Afstaða okkar er óbreytt hvað varðar
að haida HM hér á landi. Rikisstjóm-
in hefur enn ekki afgreitt fjárlögin
og ég trúi því ekki aö hún ætU að
brjóta áður gerða samninga. Það er
alfarið mál Kópavogsbæjar og ríkis-
stjómar íslands hvort af byggingu
hússins veröi í Kópavogi en ef ekki
þá veröum viö að ræða við önnur
bæjarfélög um byggingu húss eða
fara fram á endurbætur á Laugar-
dalshöU," sagði Jón Hjaltalín Magn-
ússon, formaður HSÍ, við DV.
„Við höfum verið í stöðugu sam-
bandi við IHF, alþjóða handbolta-
sambandið, þar sem við höfum gert
grein fyrir stöðu mála. Við höfum
óskað eftir við IHF að kröfur þess
um 7 þúsund manna höll fyrir úr-
sUtaleikinn verði minnkaðar þannig
að við gætum byggt hús sem rúmar
5 þúsund manns. Þá vU ég benda á
að aUar heimsmeistarakeppnir frá
árinu 1972 hafa skilað hagnaði,“
sagðiJón. -GH
Keila:
Glæsilegt
íslandsmet
Keiluiandssveitin setti glæsi-
legt íslandsmet í fyrrakvöld þeg-
ar hún sló PLS út úr bikarkeppn-
inni í keilu. Keiiulandssveitin
spilaöi 2409 seríu á móti 2241. Ein-
stakir leikir hjá henni voru 783,
822 og 798.
Önnur úrsUt urðu þau að MSF
vann Hitt Hðiö og JP-kast vann
OHs-Uðiö. Heil umferð var í 3.
deild og að henni lokínni er Sveig-
ur efstur með 67 stig. Sveitin kem-
ur næst með 64 og Stormsveitin
er í þriðja sæti með 56 stig. -VS
Mike Powell:
Ætlaryfir
níu metrana
„Ég hef sett mér tvö markmið
á næsta árí - að vinna ólympíu-
guUiö í Barcelona og stökkva þar
9,15 metra,“ sagöi Mike Powell,
bandaríski heimsmethafinn í
langstökki, i fyrradag.
Powell skaust skyndilega upp á
stjörnuhimininn á heimsmeist-
aramótinu í Tóltíó í ágúst þegar
hann sló 23 ára gamalt með Bobs
Beamons um fimm sentímetra,
stökk 8,95 metra. Hann er aðeins
23 ára gamaU og virðist því eiga
bjaita framtið fyrir höndum.
„Ég ætla aöeins að keppa tiu
sinnum fyrir ólympíuleikana,
aðallega í Evrópu. Ég er sann-
færður um að ég get rofið m'u
raetra múrinn. ÖU met byggjast
á þjálfun og hugarástandi, nú er
ég viss um aö ég get stokkið 9,15
metra,“sagðiPoweU. -VS
Knattspyma:
Uverpool frá Englandi mætir
Genoa fVá Ítalíu í 8-Uöa úrslitum
UEPA-bikarsins í knatuspyrnu en
dregið var í gær.
Tórínó mætir B1903 frá Dan-
mörku, Sigma Olomouc frá
Tékkóslóvakiu mætir Real
Madríd frá Spáni og Gent frá
Belgíu mætir Ajax frá HoHandi.
Leikimir fara fram í mars.
UEFA tilkynnti í gær aö ítahr
og Danir skyldu vera viðbúnir þvi
að taka þátt í úrslitum Evrópu-
keppninnar í knattspymu sem
fram fara í Sviþjóð næsta sumar
- ef Sovétríkin eða Júgósiavia
heltust úr lestinni vegna ástands-
ins 1 þessum ríkjum.
Danir urðu í öðra sæti i 4. riöU
undankeppninnar, á eftir Júgó-
slövum. ItaUr em hins vegar
þriðju i 3. riöU, á eftír Sovétmönn-
um og Norðmönnum, en dugar
jafiitefli gegn Kýpur á heimaveUi
á laugardaginn til að komast upp
fyrir Norðmenn. -VS
Hansi á sjúkrahúsi
- fékk botnlangakast og var skorinn upp í gær
*
3 átti góðan leik í gær og sýndi góð tilþrif líkt
troðslukeppni.
Hans Guðmundsson,
markahæsti leikmaður
FH, efsta liðsins í 1. deUd
karla í handknattleik, var
skorinn upp vegna botnlangakasts í
gær en hann var fluttur á sjúkrahús
á mánudaginn.
Gerðist á besta
tíma fyrir FH
Þetta gat ekki gerst á hentugri tíma
fyrir FH-inga því þeir eiga ekki leik
í 1. deildinni fyrr þeir mæta KA 12.
janúar. Miklar líkur em á að þá verði
Hans búinn að ná sér og missi því
ekkert úr.
Hansi í 2. sæti yfir
markahæstu leikmenn
Hans hefur skorað 88 mörk í 13 leikj-
um í 1. deUd með FH og er annar
markahæsti leikmaður 1. deUdar, á
eftir Guðmundi Albertssyni úr
Gróttu sem hefur gert 92 mörk.
-VS
Hans í leik gegn HK fyrr í vetur. Hann liggur nú á sjúkrahúsi en veröur
væntanlega með FH gegn KA i fyrsta leik eftir áramót þann 12. janúar.
Rússar leika þrjá leiki
- gegn íslenska landsliöinu í handbolta hér á landi
Nú er ljóst að íslenska landsUðiö í
handknattleik leikur þrjá landsleiki
gegn rússneska lýðveidinu hér á
landi dagana á mUU jóla og nýárs.
Þetta verða um leið fyrstu landsleik-
Marair fóru holu
í höggi á árinu
ir íslands gegn Rússum og reyndar
fyrstu landsleikir Rússa sem lýð-
veldi.
LeUtírnir þrír verða aUir úti á
landi. Á Akureyri 27. desember,
Húsavík 28. desember og loks á Sel-
fossiþann 29.
HSI er að leita að stuðningsaðUa til
að greiða fargjald fyrir rússneska Uð-
ið frá Svíþjóð og vonast HSÍ eftir
velvUja frá fyrirtækjum hér á landi.
Leikið gegn Egyptum
í janúarmánuði
HSÍ fékk á dögunum bréf frá egypska
handboltasambandinu þar sem þeír
lýsa yfir áhuga á að leika hér á landi.
Áð sögn Jóns HjaltaUns Magnússon-
ar, formanns HSÍ, þá er mjög líklegt
að íslendingar leiki gegn Egyphnn
19. og 20. janúar og yrði það fyrstu
leikir á milU þjóðanna hér á landi.
-GH
ERKIFENDUR I VIKINNI
B„Ég held að það séu fleiri sem
náð hafa draumahögginu en
þetta era einu nöfnin sem hafa
verið tilkynnt til Golfsambands
lands til viðurkenningar á afrekinu,"
gði Kjartan L. Pálsson, formaður Ein-
;rjaklúbbs íslands, við DV en það er fé-
g þeirra golfara sem náð hafa að fara
)lu í höggi á árinu.
Afhending viðurkenninga, sem Johnnie
alker umboðið á íslandi, Vang hf., gef-
•, verður fóstudaginn 27. desember
ukkan 17 í Drangaeyjarsalnum, Síðu-
úla 35. Þeir sem era á Ustanum í ár og
Ikynntir hafa verið til GSÍ eru þessir:
uðjón Þorsteinsson, GSS, Bjöm Karls-
in, GK, Einar Jóhannesson, G. Blönd.,
unnlaugur Axelsson, GV, Gylfi Sigurðs-
in, GÍ, Gunnar B. Viktorsson, GV, HaU-
n- Jónsson, GSG, Haraldur JúUusson,
GA, Haraldur JúUusson, GV, Ingólfur
Bárðarson, GOS, Jens Kristbjömsson, GS,
Jón Jóhannsson, G. Blönd., Jón Sveins-
son, GHH, Magnús Garðarsson, GS, Mar-
teinn Guðjónsson, GV, Ólafur Stolzenw-
ald, GHR, Stefán Þ. Berndsen, G. Blönd.,
Sigurður Hreinsson, GH, Sigurður Frið-
riksson, GS, Þórdís HaUdórsdóttir, GK,
Þorvaldur Heiðarsson, GV, og tveir sem
tilkynntir voru í sumar frá árinu 1990
þeir: Jóhann P. Andersen, GG, og HaUdór
Ragnarsson, GS.
Kjartan L. Pálsson sagði að þeir sem
ekki væru á Ustanum en hefðu réttilega
unnið til viðurkenningar yrðu að snúa sér
til síns golfklúbbs með aö tilkynna mn
afrekið til réttra aðUa. Sú tilkynning yrði
að vera komin í tæka tíð fyrir 27. desem-
ber.
-GH
Víkingur - ÍBV
í kvöld kl. 20
„Bæði lið lofa hörkuleik“
© Áfram Víkingur ©