Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991. 29 pv________Merming Misheppnuð framúrstefna Þessi bók er kölluð saga í bókarkynningu aftan á kápu. Og mestmegnis er þetta frásaga, en hún hefst á 8 blaðsíðna fríljóði, og hér og þar í textan- um eru fríljóð. Samt eru engin veruleg skil í textanum, sem fjallar að mestu um samband pars, en stundum víkur talinu að öðru fólki. Lengst- um er sögusviðið skip, en stundum eyja. Hvað gerist? Allt og þó eiginlega ekkert. Hvorki er hægt að tala um persónusköpun né stígandi í bókinni. Kona segir hér frá sér og ástmanni sínum og í smáatriðum frá því hvað þau gera. Mest ber þar á áti, hversdagslegu tah um hvers konar mat- væh. Lítið er um samtöl eða lýsingar, hér ríkir frásögn, jafnvel um ths- vör sögumanns sjálfs; „þá heyrði ég mig segja“. En þótt sífeht sé sagt frá lítilvægustu athöfnum, svo sem að stinga upp í sig brauðsneið, þá er öhu hhðrað, ef svo mætti segja, framandi atriði sett í lýsingarnar. T.d. htur sögumaður í Andrésblað (bls. 44) og þar eru heimspekhegar samræður mihi Rupps og Jóakims. Sögumaður „býr um sig í hjarta ástmanns síns“ (bls. 5), það merkir að hún sker á hálsslagæð hans og fer inn í hjarta- hólf, hreiðrar þar um sig og borðar banana. Á sama hátt „leitar hún í huga sér“ eins og í gamalli rykugri ruslageymslu (bls. 32). Dæmigert er þetta (bls. 80): í eftirmat er appelsína sem við hendum fyrst á milh okkar, sker- um hana svo í tvennt, tökum stein- ana úr og borðum hana. Við hvhum okkur eftir matinn og höldmn svo áfram leitinni. Við leitum að sjúk- dómum th að lækna og vörtum th að skera burt en finnum bara kóh- brífugla tifa í hjartanu, segul- bandstæki í nýrunum, vekjara- klukkur í barkanum og tölur í nár- anum. Við skröfum saman. Ég segi þér frá kóngabijóstsykrinum sem bráðnaði í vasa mínum. Þú talar um saumnálar og öryggisnælm- sem geta stungist í mann. Þetta er greinhega ættað frá að ferð súrreahsta. Hún felst ekki í ósjálfráðri skrift, eða skráningu drauma, eins og oft er haldið fram, heldur er meginatriðið það, að mynd í skáldskap verði því mátt- ugri sem hún tengi meiri andstæð- ur. En hún þarf þá líka að fella þær saman í eina hehd. Hitt er bama- leikur, að raða saman ósamrýman- legum hlutum, slíkt gefur lesendum ekki neitt út af fyrir sig, th þess þarf að kveikja þá saman. En fuglar og tæki í framangreindu dæmi snerta ekkert líffærin sem þau eru í, og þá geta ekki orðið nein spennandi átök, heldur eru hér bara tilvhjunarkenndir haugar. Raunar eru fríljóðin oft í innhegri tón en prósinn, en þau lenda fyrr en varir á sama plani: Gott, þú mundir þó eftir því að loka dyrunum á brúnni. Það er líka gótt að þú mundir eftir að setja skhtið í gluggann: Við erum farin. Ég sé ekki út úr augunum lengur vegna þoku og hrópa á nýjan dag. Þá tekur þú um höfuð mér, strýkur kinnar mínar, horfir brosandi framan í mig, kyssir mig á ennið og segir: ,,Nú fórum við eftir vetrarbrautinni." Ég horfi upp, undarlegt ískur berst th okkar frá himnum: Síðan fljóta niður th okkar tónar eins og þeir væru búðingur, sósur eða krem. Lyktin af þeim er torkennheg. „Gætum við fengið örhtið meira af bleika kreminu?“ suðuðu fundar- stjórarair eftir að hafa sleikt upp aha tónana. Bókmenntir Örn Ólafsson Svörin náðu aldrei eyrum mínum því við læddumst niður th bakarans og náðum óséð í nokkrar nýbakaðar bohur sem við dýfðum í gulan van- hlutón. (Bls. 57-8.) Galhnn á þessari bók Ástu er sá að lágkúran ríkir, eins og sést í dæmun- um hér að framan. Það verður engin spenna í frásögnum af fljúgandi rjómapönnukökum o.s.frv. af því að þetta er ekkert meira en rjómapönnu- kökur. Ef ekkert þessara hversdagslegustu atriða út af fyrir sig er á nokk- um hátt myndrænt, táknrænt né dæmigert, hvað kemur þá út úr því að þylja upptalningar á þeim? Sviplausar, þreytandi þulur, það er aht og sumt. Ásta Ólafsdóttir: Vatnsdropasafnlö. Bjartur 1991, 96 bls. Ásta Ólafsdóttir. SMÁAUGLÝSiriGAR OPIÐ: MÁTiUDAQA - FÖSTUDAQA 9.00 - 22.00. LAUGARDAGA 9.00 - 14.00 OG SUPiMUDAGA 18.00 - 22.00. ATH! AUGLÝSiriG í HELGARBLAÐ ÞARf AÐ BERAST ETRIR KL. 17.00 Á EÖSTUDAG. TAMIGI VERONA ^v,on'vs ITOLSK leðursófasett á hreint frábæru verði antilope marsiglia SMIÐJUVEGI 30 - KÓPAVOGI SÍMI 72870 JAPISð BRAUTARHOLTI 2 OG KRINGLUNNI SIMI 625200 —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.