Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Síða 30
30
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991.
Menning
Vopnlaus smá-
þjóð við ysta haf
Benedikt Gröndal nam stjómmálafræði í
Harvard-háskóla, var lengi blaðamaöur, þá
þingmaður, utanríkisráðherra, forsætisráð-
herra í skammlífri minnihlutastjóm Alþýðu-
flokksins, síðan sendiherra, þar á meðal hjá
Sameinuðu þjóðunum. Hann ætti því að vera
manna færastur að skrifa um íslensk utan-
ríkismál. í nýútkominni bók, Örlög íslands,
lýsir Benedikt einmitt samskiptum íslend-
inga við aðrar þjóðir frá upphafi og til okkar
daga. Þetta er fróöleg bók og læsileg, samin
af yfirsýn og þekkingu.
Benedikt telur að utanríkisstefna okkar
hafi jafnan verið tvíþætt. Annars vegar hafi
hún tekið mið af legu landsins, hins vegar
af nokkrum staðreyndum um þjóðina, svo
sem fámenni hennar, vopnleysi og öðrum
sérkennum. Vegna legu landsins hafi íslend-
ingar óhjákvæmilega tengst Bretum, síðar
Bandaríkjamönnum, en gætt þess'að tengshn
yrðu ekki of náin. Þetta er vafalaust rétt.
Hernaðarlegt öryggi
Ég hygg þó að gera megi skýrari grein fyrir
utanríkisstefnu okkar. Lega landsins og fá-
menni og vopnleysi þjóðarinnar em skil-
yrði, sem utanríkisstefnan er mörkuð við,
en ekki sjálf markmið hennar. Hver em
markmiðin? Aðallega tvö: Aðgangur að
mörkuðum og hemaðarlegt öryggi. Hvort
tveggja er þjóðinni lífsnauðsynlegt. Við
misstum líklega sjálfstæði okkar árið 1262,
vegna þess að útflutningsvörur okkar snar-
féUu í verði á þrettándu öld. (Benedikt segir
á einum stað að við höfum flutt út fisk frá
landnámsöld. Þetta er hæpið. Fiskur varð
ekki útflutningsvara aö ráði fyrr en seint á
fjórtándu öld.)
Benedikt leggur að mínum dómi ekki nægi-
lega áherslu á aðgang að mörkuðum. Hann
virðist ekki hafa mikinn áhuga á efnahags-
málum. Líklega er hann yfir það hafinn eiris
Bókmermtir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
og fleiri sendiherrar. Hann segir hins vegar
margt skynsamlegt um þaö hversu nauðsyn-
legt það er vopnlausri smáþjóð að tryggja
hernaðarlegt öryggi sitt. Hún getur ekki
gengið að slíku öryggi vísu. Öðru hverju
berast til dæmis fréttir af litlum, vamarlaus-
mn eyjum í Indlandshafi sem málahðar her-
taka. Og hvað um Austur-Tímor? Raunar er
tvenns að minnast úr íslandssögunni, Tyrkj-
aránsins 1627 og hundadagasfjómar Jörund-
ar 1809.
Benedikt rekur hversu erfitt íslendingum
reyndist að víkja frá hlutleysisstefnunni í
síðari heimsstyrjöld þótt þeir hefðu að vísu
verið hlutlausari í orði en verki. Fyrir stríð
var hlutleysið auövitaö í skjóli breska flot-
ans, en samþykki íslendinga við hervemd
Bandaríkjanna árið 1941 jafngilti fráhvarfi
frá hlutleýsi. Því er við að bæta að sennilega
Benedikt Gröndal, mikil þekking á utanríkis-
málum íslendinga.
hefur orðið til mikill ótti við útlendinga í
sjálfstæðisbaráttunni. Sá ótti leystist úr læð-
ingi 30. mars 1949 þegar hér urðu einhver
alvarlegustu innanlandsátök frá því á Sturl-
ungaöld.
Hlutleysi
Benedikt hefði að ósekju líka mátt ræða það
nánar að það var ekki aðeins nauðsynlegt,
heldur beinlínis æskilegt, að hverfa frá hlut-
leysi: Áttum við ekki að taka afstöðu gegn
Gúlageyjunum og herrum þeirra?
Þótt Benedikt hafi verið virkur þátttakandi
í umræðum og stefnumörkum í utanríkis-
málum, mundar hann penna sinn af hófsemi
og sanngimi. Ég tók aðeins eftir einni alvar-
legri yfirsjón. Hann getur að engu viðræðna
stjóma Hermanns Jónassonar við Banda-
ríkjamenn síðsumars árið 1956 um mútulán
að vestan sem hefði átt að tryggja áframhald-
andi dvöl vamarhðsins hér á landi. Frá þessu
er greint í ævisögu Ólafs Thors eftir Mattías
Johannessen.
Við lestur bókarinnar varð áleitin spuming
sem Benedikt varpar fram án þess að svara
á fullnægjandi hátt: Hvers vegna urðu örlög
íslands ekki hin sömu og Hawaii, en frum-
byggjar þar hafa glatað tungu sinni og eru
komnir í minni hluta, auk þess sem land
þeirra er nú orðið eitt af Bandaríkjum Norð-
ur-Ameríku? Eitt svar er auðvitað að þjóö-
erniskennd okkar sé ríkari og sögulegur arf-
ur meiri. En margar þjóðir hafa horfið þótt
þær hafi átt mikinn sögulegan arf. Er skýr-
ingin ef til vill hversdagslegri? Hún sé hlátt
áfram sú að fáa fýsi hingað vegna kuldans
sem stafi af nafninu? Ef svo er þá má þakka
það Hrafna-Flóka!
Benedikt Gröndal:
Örlög íslands
Vaka-Helgafell, Reykjavik 1991.
Igóð handa fólki sem er lítið fyrir Ijóð
Þessi bók er öh eitt samfeht ljóð, eða ljóða-
bálkur, ekki era fyrirsagnir innan bókar né
nein veruleg skU í textaniun. En hann er
settur upp í erindi eða klasa mismargra hna.
Ljóð era stundum flokkuð í miðleitin ljóð
og útleitin. Miðleitin merkir að ljóðin séu
samþjöppuð, þar er reynt að segja sem mest
í sem fæstum orðum. Þá þarf oft að nýta vel
stílblæ orða. Myndmál, samlíkingar, hljómur
og hrynjandi er aUt samstiUt tíl að ná áhrif-
um sem oft eru óvænt, stundum undarleg,
jafnvel torskilin. Það kemur ekki þessu máh
við hvort ljóðin eru frUjóð, prósur, eða í hefð-
bundnu formi með stuðlun, rími og reglu-
bundinni hrynjandi, það fer bara eftir hent-
ugleikum skáldsins hveiju sinni og fíflslegt
að skrifa um það fyrirmæh í blöðin, eins og
ýmsir þó gera nú.
En þessi bók er gerólík framansögðu og
afar útleitin. Hún er frásaga frá upphafi tU
enda og þó er ekki frá miklum atburðum að
segja. Rammi bókarinnar er þessi klausa sem
stendur í upphafi, í lokin og í miðri bók, þar
sem „umferð" lýkur og ný hefst:
Enn reika ég um spegilfægðan
tuminn sem mennimir reistu
efanum.
En bókin er ferð frá slíku hugarfari. Mæ-
landi segir næst frá því að hún heyri rödd
sem aðrir skynji ekki, enda verður hún
ósýnUeg þeim. Hún hleypur út á akur og þar
hvolfist röddin yfir, hana í bhndandi leiftri.
Þetta er ákaU tU konu frá konu sem segir
bein sín blikna. Hún kahar á hina, Jarð-
bundnu“, að „bregða yfir sig huhðshjúpi ald-
anna“, „sjá það sem var, er“. Og því lýsir
bókin, þannig tengist hún að nokkra leyti
fomri hefð svokallaðra leiðslubókmennta en
af þeim íslensku era frægust Sólarljóð frá
14. öld. Sameiginlegt er það að mælandinn
hverfur frá samtíma sínum, sem einatt er
hallmælt, á vit svipa látins fólks, til að öðl-
ast yfirsýn og æðri sannindi.
Mælandi á sér eins konar systur sem
Vigdís Grímsdóttir.
„hamrar jámið meðan heitt er“, „smíðar lyk-
il að hálfhrundu húsi“ og dvelur meðal
mannanna í tvmúnum í eins konar hana-
stélsboði. Þetta mun allt merkja að fylgja
tískunni, enda heyrir þessi kona ekki rödd-
ina.
Bókmenntir
örn Ólafsson
Hér er m.a. vitnað tíl skálds, indveijans
Tagore sem fékk nóbelsverðlaun 1913 og vora
tvö prósaljóðasöfn hans þýdd á íslensku
skömmu síðar. Þau einkennast af fágaðri tU-
beiðslu líkt og ljóðaljóðin í Bibhunni. Og það
er a.n.l. svipaður tónn sem ríkir í þessari bók
Vigdísar, hún er eitt samfeht ástarljóð. Oft
er hún nokkuð lostafengin, en þrátt fyrir tit-
Uinn ber meira á ástafari tveggja kvenna en
karls og konu. Varla er það þó þess vegna
sem vitnað er tU Gertrad Stein (bls. 89): „rós
er rós er rós er rós“. En í þessari tUvitnun
kemur kannski .annað fram, sú stefna að
dvelja við ásýnd hlutanna. Reyndar er mæl-
andi endalaust í leit, og finnur (bls. 95 o.
áfr.), en hvað? Einhvers konar sátt við tUver-
una eins og hún er:
AUtlifir
Allt iðar
af lifi
lofti
litum
dýrum
fólki
og leiðum
Allt endurkastast
speglast
æpir
ljómar ■
og iðar
Ég er áhorfandinn
sem sést ekki
Þar sem bókin er samfeUd heUd, er aðeins
hægt að meta hana sem slíka, en ekki eining-
ar innan hennar. En ég verð þá að segja að
mér sýnist ekkert sérlega markvert gerast í
bókinni sem heUd. Engin þróun í myndmáh,
engin uppbygging á heUdarmynd þess sem
lýst er né öðra. Hér ber mest á endurteknum
áskorunum til mælenda að skynja það sem
var og er, lifa í skynjuninni. En gerir bókin
þaö sjálf? Mikið ber á afstrakt tah eins og
áður segir, en inni á milh þess er textinn
viða myndrænn og þar era sérkennhegir ht-
ir. Þó er útkoman sjaldan neitt nýstárleg eða
grípandi, fyrir utan einstaka mótsagnir eins
og hér (bls. 33):
finnurðu ekki
að þráin og fjóðið
bera blómin
sem ég tini þér
í fjarlægðinni
handan allra
læsinga og skráa
bera blómin
sem öskra
á svellfægðum ísnum
við veröndina
hlæja í ljóði
vinkonu minnar
sem situr við borð mitt
og tálgar orðin.
Þetta síðasttalda finnst mér vanta í bókina,
hún er fremur margorð en markvisst orðuð.
í dæminu hér að ofan er sterk mynd:
„öskrandi blómin á ísnum“. Þetta sýnir vel
andstæðumar í ljóðabálkinum mUU hins við-
kvæma og fagra annars vegar en kvala og
tortímingar hins vegar. En oftar heldur Vig-
dís sig við kunnuglegar hryllingsmyndir, svo
ekki sé sagt khsjukenndar, t.d. (bls. 99):
og konur
með klofnar tungur
og afskorin brjóstin
hlaupa öskrandi
í blóðstokkinn eldinn
grænir logarnir
stíga til himins
stíga til jarðar
Oröalag er líka geigandi því orðið „blóð-
stokkinn" verður aðeins haft um eitthvað
efniskennt og ég sé ekki að eldinum geti ver-
ið líkt við slíkt.
Af framangreindum ástæðum finnst mér
bókin fremur sviplítU. En því hefi ég þessa
fyrirsögn á ritdóminum, að bókin er í raun-
inni líkari skáldsögum Vigdísar og smásög-
um, en venjulegum ljóðum. Ég á því von á
að hinir fjölmörgu lesendur Vigdísar muni
unna þessari bók hennar ekki síður en hin-
um - enda þótt ég sé ekki hrifinn af henni.
Vigdis Grimsdóttir:
Lendar elskhugans.
Iðunn 1991, 124 bls.