Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991. Meiming_______________ Góðir tónleikar í gærkvöldi voru tónleikar í Seltjarnarneskirkju á vegum íslandsdeildar Evrópusambands strengjakenn- ara. Þessir tónleikar voru lokaatriöi námskeiðs sem staöið hefur undanfama daga undir handleiöslu hjón- anna Almita og Roland Vamos frá Bandaríkjunum. Leikin voru verk eftir Gustav Holst, Felix Mendelsohn og António Vivaldi. Guöný Guðmundsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Almita Vamos og Auður Hafsteinsdóttir léku einleik á fiðlu en stjórnandi var Roland Vamos. Nýlega voru orð látin faUa um tónlist Vivaldis í þá veru að hún væri stundum fullrýr til að ástæða væri til að hampa henni. Þessi gagnrýni á ekki við fiðlukon- sertana fióra sem nefndir eru Árstíðirnar. Þeir eru glæsileg verk og undurfogur og góð dæmi um há- marksvirki einfaldleika. Vivaldi mun hafa unnið leng- ur að þessum verkum en vandi hans var og snurfus- aði þau og pússaði með þessum góða árangri. Tónleikamir hófust á St. Pauls svítu Holst. Þetta er litríkt verk, létt og áheyrilegt en ekki meira um það. Oktett Mendelsohns býr yfir meiri metnaði og er margt gott í því verki, enda þótt stundum sé það í sætara lagi. Strengjaoktett er ekki að öllu leyti heppileg hljóð- færaskipan. Samspil verður aldrei eins náið og í smærri hóp, eins og t.d. kvartett, og erfiðara verður að leika hreint. Þetta síðastnefnda var nokkuö vanda- mál í oktettinum og dró úr áhrifum flutningsins sem að öðru leyti var góður. Auður Hafsteinsdóttir lék fyrstu fiðlu með prýði en það er hálfgert einleikshlut- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson verk. Holst hljómaði mjög faUega í flutningi strengjasveit- arinnar og var leikin af töluverðri snerpu og með fall- egum styrkbreytingum. Var greinilegt að Vamos hljómsveitarstjóri hafði undirbúið hljómsveitina vel. Áhrifamestur var flutningurinn á Árstíðunum, bæði hjá hljómsveitinni og einleikumnum. Mátti varla á milli sjá hver þeirra stæði sig best, enda var túlkun þeirra hver með sínum hætti. Þess má geta að Vamos- hjónin kenndu bæði Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Auði Hafsteinsdóttur fiðlúleik. Er greinilegt að þau hafa ýmislegt fram að færa þar sem strengjaleikur er ann- ars vegar og em þau góðir gestir. Andlát Kristín Daníelsdóttir, Hlégerði 29, Kópavogi, lést í Landakotsspítala 16. desember. Björgvin Ketill Björgvinsson, Aust- urtúni 15, Bessastaðahreppi,. lést af slysfómm 16. desember. Jarðarfarir Jóhann Marel Jónasson stórkaup- maður, Laugavegi 55, Von, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Foss- 'vogskirkju fóstudaginn 20. desember kl. 15. Stefán Júlíus ísaksson, sem andaðist 15. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. desember kl. 15. Elín Salina Grímsdóttir, Sundabúð, Vopnafirði, er látin. Útfórin fer fram frá Vopnafiarðarkirkju laugardag- inn 21. desember kl. 14. Guðrún Margrét Þorbergsdóttir, Skipasundi 25, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 10. des- ember. Útforin verður gerð frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 19. des- ember kl. 10.30 árdegis. Jóhann Sigurgeir Einarsson vél- stjóri, Brautarholti 22, Reykjavík, er látinn. Jarðarforin fer fram frá Ak- ureyrarkirkju föstudaginn 20. des- ember kl. 13.30. Arnbjörg Tómasdóttir Kjaran andað- ist á Hrafnistu, Hafnarfirði, 13. des- ember. Útfórin fer fram frá litlu kap- ellunni í Fossvogi fimmtudaginn 19. desember kl. 13.30. Kristján H. Jónatansson, sem lést 10. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fóstudaginn 20. des- ember kl. 13.30. Járnbrá Friðriksdóttir, frá Bakka í Bakkafirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. desember kl. 13.30. Edith Clausen verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 20. des- ember kl. 10.30. Guðrún Helga Theodórsdóttir, Þykkvabæ 17, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 19. desember kl. 15. Útför Jóns Bergsteinssonar múrara- meistara, Vesturgötu 52, fer fram frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 18. desember, kl. 15. Tilkynriingar Aðventustund í Hafnarborg Fimmtudaginn 19. desember kl. 20.30 standa Kór og Bamakór Hafnarfjarðar- kirkju, Tónlistarskóli Hafnarfjaröar og Hafnarborg fyrir aðventustimd í Hafhar- borg. Fram koma: Inga Backman sópran- söngkona, Einar Jónsson trompetleikari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Grnmar Gunnarsson flautuleikari, Guð- rún Guðmundsdóttir orgelleikari, Ric- hard Kom kontrabassaleikari, Bamakór Hafnarfj arðarkirkj u og Kór Hafnarfjarð- arkirkju. Stjómendur: Brynhildur Auð- bjargardóttir og Helgi Bragason. Á efnis- skrá em aðventu- og jólatónlist. Jólasveinar heimsækja Þjóðminjasafnið Á morgun kl. 11 kemur Skyrgámur í heimsókn á Þjóðminjasafnið. Ákeyrsla á Sogavegi í byrjun desember um kl. 8 að morgni keyrði kona á hvítum bíl aftan á Mitsu- bishi Lancer fyrir utan Garðsapótek á Sogavegi. Er konan eða einhverjir sem hafa orðið varir við þetta vinsamlegast beðnir að hafa samband við Dóm í vs. 29433 eöa hs. 678499. Nýtt gallerí Nýlega var opnuö verslun/gallerí „Jörð 9“ að Skólavörðustíg 17. Þar em tíl sölu ýmsar handunnar leðurvörur sem allar em unnar á staðnum. Eigandi staðarins er Öm Ingólfsson sem hefur starfað við leðurhönnun í fjöldamörg ár. Opið er frá kl. 13-18 alla virka daga. En afgreiðslu- timinn mun þó verða eitthvað lengri þessa síðustu daga fyrir jól. Jólatrésskemmtun Ljósmæðrafélagsins verður haldin sunnudaginn 29. desember kl. 16 í Fóstbræðraheimilinu við Lang- holtsveg. Nýtt í Naustinu Naustið við Vesturgötu er að venju með jólahlaðborð i desember. Meðal kræsinga má nefna átta síldarrétti, auk ýmissa fisk- og kjötrétta. Hlaðborðið byggist á hefð- bundnu dönskujólahlaðborði með sterku íslensku ívafi. Aður en gestir gæða sér á krásunum, og eftir á, geta þeir sest niður og notið veitinga í koníaksstofu sem ný- lega var innréttuð í austurenda hússins (áður Geirsbúð). Þar er gamalt og nota- legt andrúmsloft með gamaldags hús- gögnum eins og Chesterfield. Til að gestir átti sig á fjölbreyttum krás- unum er Rúnar Guðmundsson yfirkokk- ur til aðstoðar. Hinn góðkunni söngvari Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Suðurlandsbraut 16, hluta, þingl. eigandi B.K. Verktakar, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 20. des. ’91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru íslandsbanki hf. og Guðmundur Kristjánsson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK Þingmenn Suðurlandskjördæmis Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum, hafnar öllum hugmyndum ríkisstjórnarinnar um skerðingu á sjómannaafslætti til þeirra manna sem hafa atvinnu- tekju sínar af sjómennsku. Þingmenn Suðurlandskjördæmis, við skorum á ykkur að koma í veg fyrir að tillögurnar um skerðingu á sjómannaafslætti nái fram að ganga! Við mótmælum allir. Sjómannafélagiö Jötunn, Vestmannaeyjum Myndgáta Haukur Morthens sér um jólastemning- una öfi kvöld. Tónleikar Þungarokk á Púlsinum í kvöld, miðvikudagskvöld, heldur þungarokkssveitin Bleeding Vulcano sína siðustu tónleika þessa árs á Púlsin- um, en hljómsveitin er talin í fremstu röð þungarokkssveita hérlendis. Hljómsveit- ina skipa: Guðmundur Þ. Sigurðsson, bassi, Hallgrímur Ingólfsson, trommur, Vilhjálmur Goði Friðriksson söngur og nýr meðlimur Hrjóbjartin- Róbertsson, gítarleikari sem leilnn- í fyrsta sinn opin- berlega með sveitinni þetta kvöld. Ailt efni sveitarinnar er frumsamið. Tapaðfundið Eyrnalokkur tapaðist Sifrureymalokkur með gullhjarta tapað- ist annaðhvort á Laugavegi eða fyrir utan Fjarðarkaup eða Bónus í Hafnarfirði. Fiimandi vinsamlegast hringi í síma 92-14516. Leikhús as ÞJÓÐLEIKHÓSIÐ Sími 11200 RÓMEÓ OGJÚLÍA eftir William Shakespeare Frumsýning 2. jóladag kl. 20.00. Upp- selt. 2. sýn. föstud. 27. des. kl. 20.00. 3. sýn. laugard. 28. des. kl. 20.00. 4. sýn. sunnud. 29. des. kl. 20.00. 5. sýn. laugard. 4. jan. kl. 20.00. 6. sýn. sunnud. 5. jan. kl. 20.00. 7. sýn. fimmtud. 9. jan. kl. 20.00. eftir Paul Osborn Föstud. 3. jan. kl. 20.00. Laugard. 11. jan. kl. 20.00. Flmmtud. 16. jan. kl. 20.00. Sunnud. 19. jan. kl. 20.00. M.BUTTERFLY eftir David Henry Hwang F0stud.10.jan.kl. 20.00. Miðvikud. 15. jan. kl. 20.00. Laugard. 18. jan. kl. 20.00. KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razuumovskaju Fimmtud. 2. jan. kl. 20.30. Miðvlkud. 8. jan. kl. 20.30. Föstud. 10. jan.kl. 20.30. Laugard. 11. jan. kl. 20.30. Miðvlkud. 15. jan.kl. 20.30. Fimmtud. 16. jan. kl. 20.30. Laugard. 18. jan. kl. 20.30. Sunnud. 19. jan. kl. 20.30. BÚKOLLA bamaleikrit eftir Svein Einarsson Laugard. 28. des. kl. 14.00. Sunnud. 29. des. kl. 14.00. Sunnud. 5. jan.kl. 14.00. Laugard. 11. jan. kl. 14.00. Fáar sýningar eftir. GJAFAKORT ÞJÓÐLEIKHÚSSINS -ÓDÝR OG FALLEG GJÖF ATHUGIÐ AÐ EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM INN í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. Mlðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningar- dagana. Auk þess er tekið ð móti pöntunum I sima frá kl. 10 alla virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. Leikhúskjallarinn er opinn öll föstudags- og laugardagskvöld. Leikhúsveisla: Leikhúsmiði og þriréttuð máltið öll sýningar- kvöld á stóra sviðinu. Boröapantanir í miðasölu. Leikhúskjallarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.