Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Side 3
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991. 3 r>v Fréttir Árbakur kominn til heimahafnar og lagstur við bryggju á Akureyri i gær. DV-mynd gk Útgerðarfélag Akureyringa: Nýi togar- inn kominn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Árbakur EA, nýr togari Útgerðar- félags Akureyringa hf., kom til heimahafnar í fyrsta skipti í gær eft- ir fjögurra daga sighngu frá Dan- mörku. ÚA gekk inn í samning sem útgerö- arfyrirtæki í Vestmannaeyjum hafði gert um kaup á skipinu en gat ekki staðið við. Skipið, sem var í eigu út- gerðarfyrirtælds á Grænlandi, er togari af minni gerðinni en í mjög góðu ásigkomulagi. Haffærisskírteini gamla Sólbaks EA-305 rennur út um áramót og á nýja skipið að koma í hans stað. Kvóta Sólbaks verður skipt á aðra togatra fyrirtækisins en nýja skipinu fylgir kvóti sem er ígildi 1600 tonna af þorski. Sveinbjamargerði: Tveir vilja kaupa búið af íslandsbanka Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þrír aðilar hafa átt í viðræðum við íslandsbanka um að kaupa jörðina Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd í Eyjafirði og alifulgabúið Fjöregg sem þar er. íslandsbanki keypti jörðina og fast- eignir þar þegar hæstbjóðandi á nauðungaruppboði gat ekki staðið við tilboð sitt. Kaupverðið var 60 milljónir króna. Kaupfélag Eyfirð- inga, sem hefur rekið búið síðan það varö gjaldþrota í sumar, hefur hætt rekstrinum, hann er nú í umsjá ís- landsbanka sem vill losna undan honum hið fyrsta. Einn hinna þriggja aðila, sem hefur rætt við bankann sem hugsanlegur kaupandi, er hættur við öll áform þar að lútandi en hinir tveir eru enn inni í myndinni. Báðir þeir aðilar koma af Eyjafjarðarsvæðinu. bt' ^ttt* Borgarkringlunni, 2. hæð Sími 677-488 PÓSTSENDUM Gjofin hennar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.