Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Síða 6
6
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
Útlönd
þorskfyrir
Grænlendinga
Grænlenska stórútgeröarfyrir-
tækið Royal Greenland hefur
samið við togaraútgerð í Múr-
mansk í Rússlandi nm að leggja
upp afla í grænslensk frystihús.
Frá áramótum og fram til mai
ætla Rússamir að landa 4000
tonnum af þorski.
Þorskurinn verður veiddur úr
kvóta Grænlendinga og til þess
notaðirþrírtogarar. Siöarerætl-
unin að fá Russa til að veíða
rækju til löndunar á Grænlandi.
Miklaroiíulindir
áþrætusvæðií
Barentshafi
Rússlenskir olíuleitarmenn
hafa fundiö miklar gas- og olíu-
lindir á svæði sem bæði Norð-
menn og Rússar vilja eigna sór í
Barentshaii. Talið er líkiegt aö
Rússar haii lengi vitað um lind-
irnar en Norðmenn hafa nú fyrst
séð kort þar sem hugsanleg
vinnslusvæði eru merkt inn.
Fyrir áratug söradu Norðmenn
við Sovétmenn um að leita ekki
oiíu á svæðinu fyrr en búið væri
að semja um skiptingu þess milli
ríkjanna. Nú þykir sýnt að Sovét-
menn hafl ekki staðið við samn-
inginn þótt ekki hafi orðið upp-
skátt um það íyrr en með hruni
Sovétríkjanna og Rússar tóku við
eignunum,
Sveik útþúsund
mánaðariauní
gegnumeinka-
máladálka
Kínverskri konu aö nafni Wang
Ke tókst að hafa um þusund mán-
aðarlaun út úr karlkyns löndum
sínum með þvi að svara auglýs-
ingum í einkamáladálkum dag-
blaða í landinu.
Wang var rekin úr starki en tók
það til bragös að senda mönnum
sem auglýstu eftir eiginkonum
mynd af dáfríðri konu. Myndinni
hafði hún stolið á ljósmynda-
stofu. Með svömnum sagðist hún
þurfa farareyri til að komast á
fund væntanlegs eíginmanns.
Alls svaraöi Wang um 2000 þús-
und auglýsingum og fékk til baka
ríflega þúsund svör ásamt far-
gjaldi, oftast 100 yuan sem svara
til mánaðarlauna i Kina.
Tuttugu þúsund
þrælarffrelsaðir
íKína
Á þessu ári hafa lögreglumenn
í Kína náð að frelsa um 20 þúsund
þræla. Búist er við aö þessar tölur
hækki að mun þegar alrek ársins
í baráttunni við þrælasalana
verða gerð upp.
Algengast er að konum og ung-
um stúlkum sé rænt og þær ýmist
seldar nýjum eiginmönnum eða
í hóruhús. Yfirvöld hafa hvatt við
„alþýðustríðs" gegn þessum
glæpum. Þrælasala varðar 10 ára
fangelsi í Kína. Algengt var aö
selja konur mansali íyrir bylting-
una og nú breiðist þessi siöur út.
fundinn
ítalska lögreglan hefur fundiö
kjálka úr heilögum Antoníusi.
Kjálkanum var stoiiö af þremur
grimuklæddum . mönnum fyrir
tveimur mánuðum. Hann er met-
inn á 100 milljón Jírur eöa 50
miiljónir íslenskra króna.
Bitzau, NTB og Reuter
Rússar leggja stofnanir gömlu Sovétríkjanna undir sig:
Óttií Úkraínu við
yf irgang Jeltsíns
- áhugi á vamarbandalagi lýðveldanna að fyrirmynd Nato
Leoníd Kravtsjúk, forseti Ukraínu,
sagði að stjórn sín hefði alla fyrir-
vara á að ganga til samstarfs við
önnur lýðveldi, sem áður mynduðu
Sovétríkin, ef Rússar ætluðu að
halda uppteknum hætti og leggja all-
ar stofnanir gamla ríkisins undir sig.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
bætti um betur í sókn sinni til valda
í gær þegar hann lagði starfsemi sov-
ésku leyniþjónustunnar á erlendri
grund undir rússnesku stjórnina.
Áður hafði hann tekið einhliða yfir
öll helstu ráðuneyti Sovétríkjanna
og meira að segja lagt hald á eignir
forsetaembættisins.
Það eru einkum Úkraínumenn sem
vilja takmarka áhrif Rússa í nýja
samveldinu sem á að taka við af Sov-
étríkjunum. Leiðtogar ellefu lýð-
velda eru nú á fundi í Alma-Ata í
Kazakhstan þar sem lagður verður
grunnur að samveldinu.
Anatolíj Sobjak, borgarstjóri Pét-
ursborgar, hefur einnig varað við of
mikilli bjartsýni með árangur af
stofnun samveldis. Hann sagði í gær
að það væri vissulega spor í rétta átt
ef lýðveldin kæmu á samvinnu í
efnahags- og utanríkismálum. Ekki
mætti þó gleyma að miklir erfiðleik-
ar væru framundan.
Aðrir leiðtogar austur þar eru
bjartsýnir á að nýja samveldið eigi
eftir- að reynast giftudrjúgt. Mest
áhersla verður lögð á samvinnu í
efnahagsmálum en myndast þar
mikið tómarúm meö falli Sovétríkj-
anna.
Jeltsín kemur til fundar í Alma-Ata
í dag. Hann vakti undrun Nato-leið-
toga í gær með því að lýsa yfir áhuga
á að ganga í bandalagið. Hjá Nato var
þessari yfirlýsingu tekið með varúð.
Meðal leiðtoga lýðveldanna í nýja
samveldinu er hins vegar áhugi á
vamarsamstarfi líku því sem ríki
Nato hafa með sér.
í Bandaríkjunum spá hagfræðingar
því að efnahagin- Rússlands og ann-
arra gamalla Sovétiýðvelda hrynji til
grunna á næsta ári vegna óðaverð-
bólgu. Sovétfræðingurinn David Roc-
he spáir 700% verðbólgu. Reuter
DV
Naja Jeltsín
feimin við
hlutverk Raísu
Borís Jeltsín hefur rutt Gorbat-
sjov úr vegi og vill nú taka við
hlutverki hans sem ástmögur
Vesturlandabúa. En Naja, eigin-
kona Jeltsíns, er feimín við að
taka við hlutverki Raísu.
Naja, sem heitir Anastasia fullu
nafni, fór þó með eiginmanni sín-
um til Ítaiíu nú í vikulokin en hún
lét þó eins iítð á sér bera og kost-
ur var. Hún stóðst þó ekki frelst-
inguna að kaupa inn til jólanna
en fór í stórmarkað og enginn
þekkti hana.
Þegar Raísa kom með manni
sínum tiJ Ítalíu árið 1988 lá. víð
vandræðum vegna ákafa fólks til
að sjá hana og Raísa fór í fínustu
tískuhúsin og keypti allt það dýr-
asj:a.
ítaiir eru lítið hrifnir af Naju
og blöð þar hafa skrifað heldur
illa um hana og segja að konuna,
sem á að taka við hlutverki Ra-
ísu, vanti allan stíl. Naja er bygg-
ingaverkfræðingur og hefur búið
með Borís sínum í 35 ár.
Reuter
Serbneskur skæruliði kyssir sprengju sem ætluð var Króötum i baráttunni
um þorpið Mirkovci. Þar var barist af hörku í gær. Símamynd Reuter
Loftárásir heQast að nýju á Króatíu:
Aðgerðir Nato eff
átökin breiðast út
- forsætisráðherra Júgóslavlu segir af sér
Manfred Wömer, framkvæmda-
stjóri Nato, hefur lýst því yfir að
bandalagið muni grípa til aðgerða
breiðist átökin Júgóslavíu meira út
en orðið er. Mikil spenna hefur verið
í landinu síðasta sólarhringinn og í
gær hófust loftárásir að nýju á Króa-
tíu.
Varliðar Króata hafa verið í sókn
síðustu daga en sambandsherinn og
Serbar mæta þeim nú af meiri hörku
en áður. Afsögn Ante Marcovic, for-
sætiráðherra Júgóslavíu í gær, varð
síst til að auka vonir manna um frið.
Marcovic hefur reynt að bera klæði
á vopnin og þótt árangurinn hafi
verið lítill til þessa þá er síðasti von-
ameistinn um að Júgóslövum takist
að ráða fram úr málum sínum end-
anlega slokknaður. Hann er Króati,
fæddur í Bosníu, og leiddi ríkisstjóm
þar sem Serbar hafa öll ráð.
Ríkisstjórn Bosníu Hersegovínu
ákvað í gær að leita eftir alþjóðlegri
viðurkenningu á sjálfstæði sínu. Þaö
er fjórða lýðveldi Júgóslavíu sem
stefnir að sjálfstæði. Stjómin lagði
þó áherslu á að allt yrði gert til að
forðast átök í líkingu við þar sem
verið hefur í Króatíu undanfama
mánuði.
Enn hafa íslendingar einir viður-
kennt Króatíu og Slóveníu en Þjóð-
verjar em nú ráðnir í að viðurkenna
lýöveldin tvö fyrir jól. Hik hefur ver-
ið á þýsku ríkisstjórninni í málinu
eftir að ákveðið var að hafa samflot
með öðmm ríkjum Evrópubanda-
lagsinsímálinu.
Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
INNLAN óverðtryqqð
Sparisjóðsbækur óbundnar 2,5-3 Landsbanki
Sparireikningar
3ja mánaða uppsögn 2,25-5 Sparisjóðirnir
6 mánaða uppsögn 3,25-6 Sparisjóðirnir
Tékkareikningar, almennir 1 Allir
Sértékkareikningar 2,5-3 Landsbanki
VlSrröLUBUNONIR REIKNINGAR
6 mánaða uppsögn 3 Allir
1 5-24 mánaða 7-7,75 Sparisjóðirnir
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisbundnir reikningar í SDR 6,25-8 Landsbanki
Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsb., Búnaðarb.
QBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-3,5 Búnb., Landsb.
Överðtryggð kjör, hreyfðir 3,25-3,5 Búnb.,Landsb.
SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan tlmabíls)
Vísitölubundnir reikningar 2,5-6 Búnaðarbanki
Gengisbundir reikningar 2,5-6 Búnaðarbanki
BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki
Óverötryggð kjör 7-8,25 Sparisjóðir
INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR
Bandaríkjadalir 3,25-3,75 Islandsbanki
Sterlingspund 8,5-9 Sparisjóðirnir
Þýsk mörk 7,5-8 Sparisjóðirnir
Danskar krónur 7,25-7,8 Sparisjóðirnir
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
ÚTLAN óverðtryggð
Almennir víxlar (forvextir) 1 5-1 5,5 Búnaðarbanki
Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi
Almenn skuldabréf 15,75-16,5 Búnaðarbanki
Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdráttur) 17,75-;18,75 íslandsbanki
útlAn verðtryggð
Almenn skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki
afurðalAn
islenskar krónur 15,25-16,5 Allir nema Lb
SDR 8,5-9,25 Landsbanki
Bandaríkjadalir 6,75-7,5 Landsbanki
Sterlingspund 1 2,4-1 2,75 Sparisjóðirnir
Þýsk mörk 11-11,5 Búnaðarbanki
Húsnæöislán 4.9
Ufeyrissjóöslán 6-9
Dráttarwextir 25.0
MEÐALVEXTIR
Almenn skuldabréf desember 17,9
Verðtryggð lán september 10,0
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitala janúar 31 96 stig
Lánskjaravísitala desember 31 98stig
Byggingavísitala desember 599 stig
Byggingavísitala desember 187,4 stig V
Framfærsluvísitala desember 1 59,8 stig
Húsaleiguvísitala 1,1% lækkun 1. janúar
VEROBRÉFASJÓÐIR HLUTABRÉF
Gengl bréfa veröbréfosjóöa Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Einingabréf 1 6,037 Sjóvá-Almennar hf. 5,05 5,15
Einingabréf 2 3,209 Ármannsfell hf. 2,15 2,40
Einingabréf 3 3.968 Eimskip 5,53 5,95
Skammtímabréf 2,012 Flugleiðir 2,03 2,20
Kjarabréf 5,672 Hampiðjan 1,72 1,90
Markbréf 3,047 Haraldur Böðvarsson 2,95 3,10
Tekjubréf 2,149 Hlutabréfasjóður ViB 1,04 1,10
Skyndibréf 1,762 Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1,73
Sjóðsbréf 1 2,895 islandsbanki hf. 1,61 1.74
Sjóðsbréf 2 1,931 Eignfél. Alþýðub. 1,58 1>1
Sjóösbréf 3 2,002 Eignfél. Iðnaðarb. 2,12 2,29
Sjóösbréf 4 1,748 Eignfél. Verslb. 1,41 1,53
Sjóðsbréf 5 1,200 Grandi hf. 2,60 2,80
Vaxtarbréf 2,0400 Olíufélagið hf. 4,50 5,05
Valbréf 1,91 20 Olís 2,10 2,28
Islandsbréf 1,264 Skeljungur hf. 4,87 5,45
Fjórðungsbréf 1,147 Skagstrendingur hf. 4,65 5,05
Þingbréf 1,260 Sæplast 7,28 7,60
öndvegisbréf 1,244 Tollvörugeymslan hf. 1,07 1,12
Sýslubréf 1,284 Útgerðarfélag Ak. 4,50 4,85
Reiðubréf 1,227 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42
Launabréf 1,014 Almenni hlutabréfasj. 1,10 1,15
Heimsbréf 1,073 Auðlindarbréf 1,03 1,08
Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20
Síldarvinnslan, Neskaup. 3,30 3,50