Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Page 10
10 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. Hannibal Lecter (Anthony Hopkins) og Ciarisse Starling (Jodie Foster ræðast við. ine siiono Hjwitwl Udti t-wiís hítWie. Clínct $lKli«? t» Kut ifc.'fl Haí 1»» ;t iís; te-t t»tr. mxt :fc* * .'*<#r *w*f:« ingi sem hafður er í sérklefa. Hann lætur Clarisse vita að hann viti hver morðinginn er, en gefur að- eins ábendingar, segir aö hún verði að hafa fyrir þvi að finna hann. Jonathan Demme sýndi það með Something Wilde og Married to the Mob að það er mikið spunnið í hann en ef eitthvað hefur vantað upp á að fyrmefndar myndir hafi fullnægt öllum kröfum þá hefur Demme með Silence o'f the Lambs nánast gert hina fuilkomnu saka- máiamynd og setur sig um leið í röð bestu leikstjóra vestanhafs. Myndin er ótrúlega spennandi og vel gerð og þótt ekki sé beint um að ræða atriði sem koma á óvart þá situr maður límdur við sjón- varpið meðan á sýningu stendur. -HK ~gn Vandræði á öllum vígstöðvum L.A. Story (er úr fjórða sæti í þaö fyrsta þessa vikuna en fast á hæia hennar er úrvalsmyndln Silence of the Lambs sem sjálfsagt mun gera tilkali tll toppsins I næstu vlcu. Á myndinnl eru Steve Martin og Vlctoria Tennant I hlutverkum sinum í L.A. Story. 15 (15) Boyiliend ffOm Hell 1 (4) LA. Story 2 (-) Silence of the Lambs 3(1) Problem Child 4 (-) TakingCareofBusines 5 (2) Christmas Vacation 6(3) 7(9) 6 (■) 9(6) 10(5) 11(8) 12 (11) Misery 13 (10) Rightof the Black Angel 14 (7) Zandaiee Nothing but Trouble Ski School Kindergarten Cop Mr. Destiny True Colors Myndbönd •• i Jólafríið NATIONAL LAMPOON’S CHRISTMAS VACATION Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Jeremiah S. Chechik. Aðalhlutverk: Chevy Chase, Beverly D'Angelo og Randy Quaid. Ðandarisk, 1989 - snúningartími 93 mín. Leyfð öllum aldurshópum. í National Lampoon’s Christmas Vacation fer Chevy Chase í þriöja skiptið í frí með fjölskyldu sinni en ekki fer fjölskyldan mjög langt í í jólafríinu heldur er farið í friðsælt umhverfi og nægan snjór. Ekki er þó fjölskyldan ein í fríinu heldur eru afar og ömmur með í ferðinni. Óvænt bætist svo bróðir hans ásamt konu og barni í hópinn svo í stað rólegheita verður fríið vægast sagt annasamt fyrir Chase, sérstaklega fer í taugarnar á hon- um þegar tekst ilia að halda jólaser- íu, sem hann hefur klætt húsið með, gangandi. Christmas Vacation er hin sæmi- legasta gamanmynd. Nokkrar per- sónur myndarinnar eru spaugileg- ar og það er aldrei langt í hlátur- inn. Chevy Chase er hinn dæmi- gerði fjölskyldufaðir sem alhr leggja traust sitt á - til að byrja með. Ágæt skemmtun yfir jólin. ★★X/2 |V|R. DCSTIIMy Uppfyllt ósk MR. DESTINY Útgefandi: Biómyndir. Leikstjóri: James Orr. Aðalhlutverk: James Belushi, Linda Hamilton og Michael Caine. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 106 mín. Leyfö öllum aldurshópum. Sjálfsagt dreymir alla um að fá ein- hvem tíma ósk sína uppfyljta, sér- staklega þegar allt er á niðurleið. Þannig er ástandið hjá Larry Burrows (James Belushi), aðalper- sónunni í Mr. Destiny, þegar hann hittir fyrir barþjón nokkurn sem Michael Caine leikur. Burrows er nýbúinn að missa vinnuna og er einstakur hrakfallabálkur. Hann þylur raunir sínar fyrir Caine sem segir honum að hafa engar áhyggj- ur. Það reynist rétt því þegar hann ætlar heim til sín búa aðrar mann- eskjur í húsinu hans og þegar hann fer aö grennslast fyrir um hvar hann eigi heima kemur í ljós að hann á heima í lúxusvillu og er forstjóri fyrirtækisins sem nýbúið var að reka hann frá. En ekki er allt gull sem glóir. Það er ýmislegt sem Burrows saknar úr íýrri til- vem meðal annars eiginkonunnar. Mr. Destiny er smellin mynd, byggð á skemmtilegri hugmynd. Þaö er vel hægt að fyrirgefa nokkar hnökra í handriti enda er hér um nútímaævintýrasögu að ræða þar sem raunveruleikinn er víös fjarri. Mikil spenna og frábær leikur DV-myndbandalfStmn Einusinnivar... THE LITTLE MERMAID Útgefandi: Biómyndir. Leikstjóri: John Musker. Raddir: Jodi Benson, Kenneth Mars og Buddy Hackett. Bandarisk, 1989-sýningartími 79 min. Leyfð öllum aldurshópum. Hans Cristian Andersen er einn mesti ævintýrahöfundur sem uppi hefur verið og er Litla hafmeyjan meöal hans þekktustu verka. Þetta hugljúfa ævintýri er klassíska saga um baráttu góös gegn hinu illa. Engir hafa náð eins langt og Disn- ey fyrirtækið í gerð teiknimynda fyrir böm og því vom betur til þess fallnir að koma þessu fallega ævin- týri á filmu enda er árangurinn nánast fullkomin teiknimynd, ótrúlega vel gerð og skemmtileg. Aðalpersónan er ung hafmey sem verður hrifin af mennskum prinsi þegar hún bjargar honum úr sjáv- arháska. Sænorn ein gefur henni kost á að vera mennsk kona í þrjá daga. Ef hún fær prinsinn til að játa ást sína á henni fær hún að vera mennsk áfram, en ef henni mistekst fær sænornin að eiga hana. Til að gera henni þetta sem erfiðast tekur nornin af litlu haf- meyjunni röddina... Nokkur sönglög em í myndinni sem em sérlega vel gerð og hreppti eitt þeirra óskarsverðlaunin. í heild er Litla hafmeyjan góð og skemmtileg kvikmynd og þótt hún sé gerð fyrir börn hafa fullorönir einnig gaman af. -HK SILENCE OF THE LAMBS Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Jonathan Demme. Aðalhlutverk: Jodie Foster, Anthony Hopkins og Scott Glenn. Bandar isk, 1990 - sýningartiml 114 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Það er margt sem gerir Silence of the Lambs að eftirminnilegri kvikmynd. Sagan er mjög sterk og uppbygging leikstjórans Jonathans Demme er hreint frábær, þá er leik- ur Jodie Foster og Anthony Hopk- ins mjög góður og skapar Hopkins shka persónu úr íjöldamorðingjan- um Hannibal Lecter að áhorfand- inn gleymir honum ekki í bráð. Jodie Foster leikur Clarence Starling sem er komin að því að útskrifast úr lögregluskólanum. Hún þykir afburðanemandi og í henni sér lögregluforinginn Jack Crawford (Scott Glenn) þá persónu sem getur hjálpaö honum að hafa uppi á fjöldamorðingjanum Ví- sunda-Bill sem meðal annars íláir húðina af fómarlömbum sínum sem allt eru frekar þybbnar stúlk- ur. Til að komast inn í huga fjölda- morðingjans sendir Crawford Clar- isse í heimsókn til Hannibals Lect- ér sem kallaður er Hannibal mann- æta og ekki að ástæðulausu. Mynd- ast sérstakt samband á milli þeirra þar sem Hannibal ræður yfirleitt feröinni, en Hannibal þessi er sál- fræðingur og meintur íjöldamorð- ★★★ O.AS5ICS : jVjU’SjVi NOTHING BUT TROUBLE Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Dan Aykroyd. Aðalhlutverk: Chevy Chase, Dan Aykro- yd, John Candy og Demi Moore. Bandarísk, 1991 -sýnlngartimi 89 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Einstaka kvikmyndir, sem mikið hefur verið lagt í og þekktar stjörn- ur prýða, ná þeim árangri að kom- ast aldrei á hvíta tjaldiö, eru þær settar beint á myndbandamarkað- inn og er Nothing But Trouble ein slík. Vestanhafs var reynt að koma Nothing But Trouble á markaðinn út á leikarana vinsælu sem leika í myndinni, en eftir aðeins nokkra daga var hún tekin úr umferð. Hér á landi fór hún aldrei í kvikmynda- hús. Og eftir að hafa séö myndina er þessi ákvörðun skiljanleg. Nothing But Trouble er slík endemis vit- leysa að það er með ólíkindum að Dan Aykroyd skyldi fá að gera þessa mynd en hann er bæði leik- stjóri, handritshöfundur og leikur tvö hlutverk. Sjálfsagt hafa fram- leiöendur myndarinnar látið allt eftir honum vegna þess að þeir hafa treyst á að hið vinsæla leikar- alið myndi hala inn peninga út á nöfn sín, en með aðalhlutverkin , fara fjórir af vinsælustu leikurun- um í Hollywood í dag, fyrmefndur Dan Aykroyd, John Candy, Chevy Chase og Demi Moore. Mynd þessi sannar aftur á móti að það er ekki nóg að vera með stóra nöfnin, eitt- hvað annað bitastætt verður að fylgja með, til dæmis boölegt hand- rit. Ekki ætla ég að fara út í að segja frá söguþræðinum, hann er hvort eö er illskiljanlegur. Einu ber þó að hrósa en það er sviðsmynd sem öll er hin skemmtilegasta. Nothing But Trouble er frumraun Dan Aykroyds sem leikstjóra og verður sjálfsagt bið á aö hann endurtaki þannleik. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.