Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Page 14
14
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91J27022- FAX: Auglýsingar: (91 )626684
- aðrar deildir: (91 )27079
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Makalaus fjárlög
Ofbeldishneigður heilbrigðisráðherra hefnir sín á
nunnum Landakots með því að skera fjárveitingatillög-
ur sínar til spítalans niður við trog milli annarrar og
þriðju umræðu um fjárlög, þannig að fyrirsjáanlegt er,
að loka verði spítalanum að verulegu leyti á næsta ári.
Nunnurnar höfðu brugðið fæti fyrir snöggt frum-
hlaup ráðherrans um að leggja út í milljarðs kostnað
við að sameina tvo spítala, þótt sterk rök hafi verið leidd
að því, að slíkt sé óráðlegt. Þetta minnir á ofsafengnar
aðgerðir ráðherrans gegn heilsuhæli í Hveragerði.
Snögg kyrking eins spítala milli annarrar og þriðju
umræðu er gróft dæmi um handahlaupin við smíði íjár-
laga, sem eru meiri en verið hafa á heilum mannsaldri.
Tillögur um álögur og niðurskurð rjúka inn og út úr
íjárlagafrumvarpi eins og um vængjahurð á hóteh.
Einn daginn á að láta sveitarfélögin taka við málefn-
um fatlaðra. Næsta daga eiga þau ekki að gera það,
heldur taka þátt í kostnaði við löggæzlu. Þriðja daginn
á ekki að taka þennan kostnað af útsvarinu, heldur með
sérstökum nefskatti á kjósendur. Þetta eru skrípalæti.
Fundir eru haldnir kvöld- og næturlangt á Alþingi og
í nefndum þess. Minni tími en nokkru sinni fyrr er gef-
inn til að þingmenn geti lesið hin síbreytilegu gögn, sem
þeim er ætlað að afgreiða á færibandi. Aldrei hefur ís-
lenzk ríkisstjórn sýnt Alþingi aðra eins fyrirlitningu.
Rifrildið milli stjómarsinna og stjómarandstæðinga
hverfur stundum í skugga rifrildis milli sljómarsinna,
því að ríkisstjómin hefur ekki gefið sér tíma til að afla
sér stuðnings einstakra stjómarþingmanna við mikil-
vægar tillögur um afdrifaríkar breytingar á fjárlögum.
Stjórnarsinnar deila um skattafrádrátt af arðgreiðsl-
um hlutafélaga, um sjómannaafslátt, um skólagjöld, um
framlengingu jöfnunargjalds, um niðurskurð í jarð-
gangagerð, um ríkisbyggingar í Homafirði og um skatt
á hafnargjöld, svo að nokkur þekkt dæmi séu nefnd.
Margt fer saman í því hneyksli, sem afgreiðsla íjár-
laga er orðin. í fyrsta lagi var fj árlagafrumvarpið illa
unnið af hálfu ríkisstjómarinnar. Þar vom umdeilanleg
nýmæh, sem ríkisstjórnin átti að vita, að hún þyrfti að
ræða við uppreisnarhneigða þingmenn stjómarhðsins.
í öðm lagi virðist ríkisstjómin og hðsstjórar hennar
á Alþingi, svo sem forsetar og þingflokksformenn, ekki
átta sig á, að hefðir vinnubragða em aðrar þar heldur
en í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem án nokkurra
mannasiða er valtað kerfisbundið yfir minnihlutann.
í þriðja lagi em meginstoðir tekjuhhðar fjárlagafrum-
varpsins marklausar með öhu. Með einu pennastriki
er áætlun um tekjuskatt hækkuð um rúman mihjarð
milh umræðna, þótt á sama tíma hafi komið í ljós, að
áætlanir ríkisins um skattstofninn fara lækkandi.
Sama er að segja um áætlanir um innflutningstekjur.
Ljóst er, að innflutningur mun dragast saman á næsta
ári í enn meiri mæh en tekjur fólks. Fjárlagafrumvarp-
ið ætti að endurspegla þessar breyttu forsendur, en ger-
ir það ahs ekki. Forsendur þess em marklausar.
Ríkisstjórnin undirbýr mál sín illa og keyrir áfram
vanhugsaðar ráðagerðir með offorsi. Hún skiptir dag-
lega um skoðun og ætlast til að þingmenn hlaupi í hring
á eftir sér. Hún lætur þingið starfa nótt og dag til að
afgreiða fjárlög, sem byggjast á pennastrikum út í loft.
Um langan aldur hefur engin ríkisstjóm farið um
með slíkum rassaköstum og mghngi, ofbeldi og undir-
búningsleysi og sú, sem nú niðurlægir þing og þjóð.
Jónas Kristjánsson
Kröggur General
Motors magna
vanda Bush
Frá því snemma á öldinni hafa
Bandaríkjamenn litið á bílaiðnað-
inn sem tákn og undirstöðu iðveld-
is síns. Og í þessari iðngrein hefur
fyrirtækið General Motors jafnan
borið höfuð og herðar yfir keppi-
nautana. Fregnir af rekstri þess,
hagstæðum eða erfiðum, hafa því
mikil áhrif um allt bandaríska
efnahagsumhverfið.
Á miðvikudag gekk stjómar-
formaöur General Motors, Robert
C; Stempel fram fyrir fréttamenn í
Detroit og hafði slæmar fréttir að
færa. Sú deild fyrirtækisins, sem
annast framleiðslu og sölu öku-
tækja í Bandaríkjunum, hefur á líð-
andi ári verið rekin með slíkum
ógnarhalla að í óefni stefnir fyrir
samsteypuna alla verði ekki að
gert. Taliö er að tapið stefni í sjö
og hálfan milljarð dollara.
Stempel skýrði frá ákvörðunum
stjómar til að vinna bug á tap-
rekstrinum. Vinnustöðum verður
lokað unnvörpum og starfsliði sagt
upp í tugþúsundatali. Á síðasta ári
lokaði General Motors fjórum
verksmiðjum í Bandaríkjunum en
það em smámunir hjá þvi sem nú
er framundan. Loka á fjórum verk-
smiðjum sem sjá um samsetningu
ökutækja og 15 sem annast fram-
leiðslu einstakra hluta í þau.
Ekki er ljóst hversu mörgum úr
starfsliðinu í niðurlögðum verk-
smiðjum verður unnt að bjóða störf
á öðmm vinnustöðum en beinar
uppsagnir verða bersýnilega fjöl-
margar. Þær bætast við fækkun
sem áður var ákveðin í skrifstofu-
störfum og við stjómunarstörf, um
20.000 manns.
Fregnin um afleita stöðu og yfir-
vofandi niðurskurð hjá General
Motors gat varla komið á verri tíma
fyrir bandarískt efnahagsástand í
heild og George Bush forseta sér í
lagi sem ábyrgðarmann þess gagn-
vart kjósendum. Hagtölur sýna að
jólakauptíð lætur vart á sér kræla
og störfum fækkaði í nóvember svo
hundmðum þúsunda skiptir. Póh-
tískt vægi þessarar atburðarásar
eykst við uppsagnirnar og atvinnu-
leysið teygir sig í vaxandi mæli inn
í raðir miðstéttarfólks. Óánægja
með efnahagsþróun og kvíði vex
því óðfluga í þeim hópi kjósenda
sem Bush á undir endurkjör að
tæpu ári liðnu. . ./
Sú var tíöin að forráðamenn
tölvurisans bandaríska, IBM, gum-
uðu af því á alþjóðlegum fundum
stjómenda stórfyrirtækja að þar á
bæ hefði vöxturinn verið svo ör og
jafn að aldrei hefði þurft að segja
upp starfsmanni vegna samdrátt-
ar. í siðasta mánuði tilkynnti stjóm
IBM aö fyrirtækið hefði ákveðið að
losa sig við 20.000 manns af launa-
skrá á næsta ári. Hjá IBM er mest-
an part um hálaunavinnu að ræða.
Ánnað tölvufyrirtæki, Digital
Equipment Corp., er að segja upp
10.000 manns. Xerox Corp. vill
Erlendtíðindi
Magnús torfi Ólafsson
fækka þjá sér um 2.500, Eastman
Kodak segir upp 6.000 og Westing-
house Electric rekur 4.000. Þannig
mætti lengi telja.
Niðurstaðan er að í nóvember
fækkaði störfum í bandarísku at-
vinnulífi um íjóröung milljónar,
eöa ámóta fjölda og í mánuðunum
febrúar og mars þegar talið var að
ríkjandi samdráttur í hagkerfinu
hefði náð hámarki. í þetta skipti
fækkaði um 110.000 störf hjá smá-
söluversluninni af þvi að vaxandi
eftirspurn neytenda í aðdraganda
jóla lét á sér standa.
Heildartölur leiða í ljós að á þessu
ári hafa 25 milljónir Bandaríkja-
manna á vinnumarkaði verið at-
vinnulausar lengur eða skemur.
Sambærileg tala á síöasta ári var
16 milljónir.
Á ráðstefnu borgarstjóra banda-
rískra stórborga var frá þvi skýrt
að fólki sem hvergi á öruggt húsa-
skjól hefði fjölgaö verulega og væri
áætlað sjö milljónir talsins. Fé
hrekkur hvergi nærri til að sjá
þessum íjölda fyrir neyðarathvarfi.
Svipuð íjölgun hefur orðið hlut-
fallslega á fjölskyldum sem eru svo
illa staddar að þær eiga rétt á ávís-
unum á ókeypis matvæh, svo-
nefndum matarmerkjum. Þar
verður einnig að vísa mörgum frá
af því fjárveiting af almannafé
hrekkur ekki.
Þegar svona er komið finna þing
og stjórn fyrir að fast er þrýst á um
úrbætur en úrræði láta á sér
standa. Gífurlegur ríkissjóöshalh
hindrar skjót viðbrögð. Skamm-
góður vermir er að ávísa kostnaði
af neyðarúrræðum á framtíðina,
og þar að auki er stjórnin í Was-
hington bundin í báða skó af því
að hún má ekkert aðhafast sem
torveldi henni aö fjármagna ríkis-
sjóðshahann á alþjóðlegum fjár-
magnsmarkaði, fyrst og fremst hjá
fjáðum Japönum.
Bush forseti hefur sýnt ht með
því að fyrirskipa að hraöa sem
mest áður ákveðnum framkvæmd-
um fyrir 9,8 mihjarða dollara. Auk
þess undirritaði hann á miðviku-
dag lagasetningu um framkvæmdir
við vegagerð og önnur samgöngu-
mannvirki fyrir 151 mihjarð á
nokkrum næstu árum. Við þá at-
höfn kvað hann unnt að fela í þrem
orðum um hvað málið snerist:
„Störf, störf, störf.“
Samdægurs kom Alan Green-
span, formaöur bankastjórnar
Seðlabanka Bandaríkjanna, fram
og kvað efnahagshorfur mun
dekkri en menn hefðu gert sér von-
ir um í haust. Jafnframt varaði
hann við úrræðum sem hefðu í for
með sér að torveldara reyndist en
áður aö fjármagna hallann á ríkis-
rekstri.
Undir forustu Greenspan hefur
seðlabankastjórn á einu ári lækkað
grunnvexti á fé í bankakerfið um
nær helming, niður í 4,5%, án þess
að það hafi haft merkjanleg áhrif
til að ýta undir fjárfestingu og auka
þar með atvinnustarfsemi.
Gott dæmi um þaö sem verið hef-
ur að gerast í bandarískum neyslu-
vöruiðnaði til lengri tíma litið er
þróunin hjá General Motors. Ráð-
stafanirnar sem Stempel stjómar-
formaður kynnti fréttamönnum í
Detroit verða komnar til fuhra
framkvæmda um miðjan þennan
áratug og þá hefur störfum viö
ökutækjasmíði á vegum fyrirtæk-
isins í Bandaríkjunum fækkaö um
helming áratuginn frá 1985. Jafn-
framt verður í vaxandi mséh um
að ræða sameiginleg verkefni
ásamt erlendum samstarfsaðilum,
svo sem Volkswagen og Nissan.
Allt þetta vísar á ákafa leit Bush
forseta annars vegar og þingmeiri-
hluta demókrata hins vegar að úr-
ræðum á kosningaári. Hagfræðing-
ar lýsa á hinn bóginn áhyggjum
sínum af að við ríkjandi aðstæður
kunni opinberar aðgerðir að gera
hlt verra, vegna þess í hvílíkt óefni
ríkisíjármál hafa verið látin kom-
ast áratuginn frá því Reagan tók
að framkvæma það sem Bush hafði
í framboðsbaráttu viö hann kahað
„kuklhagfræði."
Magnús Torfi Ólafsson
Robert C. Stempel, stjómarformaður General Motors, hugsar sig um á fréttamannafundinum I aðalstöövum
fyrlrtæktsins I Detrolt:--- --------------------------------- ------------—....... Slmamynd Reirter