Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Side 26
26
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
Herj að á hur ðir
utanríkisráðuneyt-
isins í Reykjavík
- kafli úr bókinni Læknir á vígvelli eftir Ólaf E. Friðriksson
Á stofugangi á Mubarak Al-Kabírsjúkrahúsinu. Mér á vinstri hönd er indversk hjúkrunarkona og á hægri hönd er dr. Jussef Mathani sem var í sérnámi
í skurðlækningum.
Meðan Henrik Amneus sendiherra
reyndi að ýta á eftir að ég kæmist
úr landi eftir hefðbundnum leiðum í
gegnum íraska stjómkerfið og við
Nasír skipulögðum ýmsar óvenjuleg-
ar flóttaleiðir, var ýmislegt reynt hér
heima á íslandi til að greiða fyrir
lausn minni úr gíslingu í Bagdad.
Mest af því sem hér var verið að gera
vissi ég lítið um meðan ég var í
Bagdad og sumt frétti ég ekki fyrr
en löngu eftir að ég kom heim.
Utanríkisráðuneytið í Reykjavík
fylgdist vel með þróun mála í Kúveit
og Irak frá fyrsta degi og fékk stöðug-
ar upplýsingar um okkur íslending-
ana sem þama voram, í gegnum
sendiráð Norðurlandanna. í skjala-
möppum utanríkisráðuneytisins má
sjá, að stöðugar skeytasendingar
hafa verið milli ráðuneytisins og
annarra ráðuneyta á Norðurlöndum,
til að samræma aðgerðir. Það var
strax óskað eftir að norrænu sendi-
ráðin tækju að sér að greiða götu
okkar úr landi, í samræmi við sam-
starfssamning Norðurlandanna. Við
Birna höfðum einkum samband við
sænska sendiráðið í Kúveit og síðar
hafði ég samband við sænska sendi-
ráðið í Bagdad, eftir að sendiráðinu
í Kúveit var lokað í byrjun septemb-
er.
Steingrímur og Arafat
Þaö var svo sænski sendiherrann
í Bagdad sem benti/ mér á það
skömmu eftir að Bima fór heim, að
til þess að eiga einhverja möguleika
á að losna, þyrfti að koma formleg
beiðni frá íslenskiun yfirvöldum til
yfirvalda í írak. Best væri að þetta
væri gert með bréfi íslenska utanrík-
isráðherrans, Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, til utanríkisráðherra ír-
aks, Tarik Aziz. Þessar upplýsingar
fékk ég rétt áður en Kristín Kjartans-
dóttir fór frá Kúveit 19. september,
svo eins og áður er sagt skrifaði ég
þetta í bréf til Bimu sem Kristín tók
með sér til íslands. Bima kom þess-
um skilaboðum strax til utanríkis-
ráðuneytisins, þannig að þeim var
kunnugt um nauðsyn þessa bréfs í
lok september.
En Bima ákvað að láta ekki þar
við sitja. Hún ræddi málið við Þor-
stein Geirsson ráðuneytisstjóra í
dómsmálaráðuneytinu og þeim kom
saman um að það gæti veriÓ líklegt
tU árangurs, að rá Steingrím Her-
mannsson forsætisráðherra til að
leita liðsinnis Jassers Arafats leið-
toga Frelsissamtaka Palestínu, PLO.
Arafat var þá einn af örfáum stjóm-
málaleiðtogum sem ekki höfðu for-
dæmt innrás íraka í Kúveit og hann
var í góðu sambandi við stjómvöld í
Bagdad. Svo vildi til að Steingrímur
hafði einmitt átt fund með Arafat í
aðalstöðvum PLO í Túnis þá um
sumarið.
Þorsteinn ræddi þetta við Jón
Sveinsson aðstoðarmann Steingríms
þann 27. september og viðbrögðin
létu ekki á sér standa. Steingrímur
var þá staddur í Bandaríkjunum og
þangað hringdi Jón Sveinsson í hann
daginn eftir. Steingrímur ræddi sam-
dægurs við Eugene Makluf sendi-
herra PLO í Stokkhólmi og baö hann
að koma þessum skilaboðum á fram-
færi við Arafat. Makluf fékk lika
sendar allar upplýsingar er mig
vörðuðu á telefaxi sama dag. Hann
lagði hins vegar til, að beiðni forsæt-
isráðherra íslands til Arafats yrði
sett formlega fram með bréfi. En þá
fór máliö að vandast.
Samningaviðræður
ekki vænlegar
Þeir sem þekkja til hvemig ákvarð-
anir um þetta mál vora teknar, segja
mér að einhver togstreita hafi orðiö
á milli forsætis- og utanríkisráðu-
neytanna um hvernig standa bæri
að málinu. Jón Baldvin mun ekki
hafa viljað að Steingrímur væri að
seilast of langt inn á verksvið utan-
ríkismálanna og ekki verið ýkja hrif-
inn af formlegum bréfaskriftum við
Arafat. Bandaríkjastjórn rak harðan
áróður fyrir því um þessar mundir,
að vestræn ríki stæðu ekki í neinum
samningaviðræðum við Saddam
Hussein eða ríkisstjórn hans og
fengu flest vestræn ríki til að sam-
þykkja þá stefnu. Mér var sagt að
þessar bréfaskriftir hafi eitt sinn ver-
ið ræddar innan ríkisstjórnar íslands
á óformlegum fundi og þar hafi Jón
Baldvin túlkað þessa stefnu þannig,
að engar bréfaskriftir kæmu til
greina. Þaö virtist ekki einu sinni
koma til greina aö gera einfalda
kröfu þess efnis, að íslenskum þegn-
um sem haldið væri í írak gegn vilja
sínum yrði tafarlaust sleppt, með
vísan til þess að írakar væra bundir
af Genfarsáttmálanmn eins og flestar
þjóðir heims.
Saklaust fórnarlamb
Engu að síður skrifaði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra bréf
til Arafats nokkra seinna, eða 2. nóv-
ember. Þar ræðir hann almennt um
hvað illa horfi að varanlegur friður
komist á í Mið-Austurlöndum og
nauðsyn þess að íraski herinn hverfi
tafarlaust frá Kúveit. Síðan segist
hann vilja vekja athygli Arafats á
því, að íslenskur ríkisborgari hafi
saklaus orðið fómarlamb deilunnar
við Persaflóa og sé enn í haldi í Kú-
veit eða írak. Steingrímur segist því
taka sér það bessaleyfi, aö biöja Ara-
fat að beita áhrifum sínum til að mér
veröi leyft að hverfa aftur til míns
heimalands. Þessi formlega beiðni
fór ásamt upplýsingum um mig, störf
mín og hagi, til skrifstofu PLO í
Stokkhólmi.
Það var greinilegt að Steingrímur
leit þetta mál öðram augum en ráða-
menn annarra ríkja í Vestur-Evrópu.
Þeir evrópsku og bandarisku stjóm-
málamenn sem fóra til Bagdad til aö
fá landa sína lausa, sættu ámæli rík-
isstjóma sinna fyrir að ganga of langt
til samninga við Saddam Hussein og
ríkisstjórnimar bára af sér alla
ábyrgð á þessu frumkvæði sendi-
mannanna. Þessi gagnrýni var í sam-
ræmi við þá stefnu sem mörkuð var
innan Atiantshafsbandalagsins og
fleiri samtaka vestrænna ríkja. En í
viðtali við DV um miðjan nóvember,
sagði Steingrímur aðspurður um
hvort ekki væri vænlegast að senda
sendimenn til Bagdad til að fá mig
lausan: „Það er að sjálfsögðu öllum
velkomið að fara og gera það sem
þeir geta. Við myndum styðja við
bakið á slíkum tilraunum."
Varfæmi og dipló
En þegar kom að bréfi utanríkis-
ráðherra íslands til hins íraska
starfsbróður síns, var eitthvað
þyngra undir fæti. Bima fór reglu-
lega í utanríkisráðuneytiö til aö
spyrjast fyrir um hvort bréfið hefði
verið sent. En það komu alltaf ein-
hveijar vöflur á starfsmenn ráðu-
neytisins. Það var alltaf verið að
reyna að sjóða saman þetta bréf, en
það var af einhveijum óskilgreind-
um ástæðum óskaplega erfitt. Það
var svo erfitt að finna rétta orðalagið
á þetta bréf, sögðu starfsmenn utan-
ríkisráðuneytisins við Bimu. Það
mátti ekki segja of mikið, svo írakar
færa ekki að fá áhuga á mér og halda
mér lengur fyrir vikið. Það mátti
heldur ekki segja of lítið. Þetta varð
allt aö vera svo varfæmislegt og
diplómatískt.
Af hálfu ráðuneytisins var Finn-
boga Rúti Amarsyni falið að sjá um
þau mál er lutu að heimflutningi ís-
lendinga frá Persaflóasvæðinu.
Finnbogi Rútur sinnti þessu ötullega
og lagði sig í framkróka við að fá
mig lausan, en hann átti engin svör
þegar spurt var hvers vegna þetta
margumrædda bréf væri ekki farið
til Bagdad.
Bréfi til Saddams
Husseinhafnað
En þótt þessi bréfaskipti við Tarik
Aziz vefðust fyrir utanríkisráðuneyt-
inu, vora þeir snöggir að grípa til
ýmissa annarra ráðstafana sem að
góðu gagni komu. Strax eftir innrás-
ina í byijun ágúst var ákveðið að
skipa Stefaníu Reinhardsdóttur Kha-
lifeh ræðismann íslands í Jórdaníu.
Stefanía er gift Palestínumanni og
hefur búið í Amman í Jórdaníu í
áratug. Hún þekkir því hugsunarhátt
Araba betur en flestir aðrir íslend-
ingar, enda var hún fljótiega farin
að gefa utanríkiSráðuneytinu ráð um
hvemig best væri að greiða fyrir því
að ég fengi brottfararleyfi. Strax um
miðjan september benti hún utanrík-
isráðuneytinu í Reykjavík á, að væn-
legt væri til árangurs að skrifa bréf
til Saddams Husseins og biðja um
brottfararleyfí fyrir mig. Hún sagðist
vita að þessi leið hefði verið notuð
og viðkomandi fengið brottfararleyfi.
Stefanía sendi utanríkisráðuneytinu
meira að segja uppkast að bréfi til
Saddams. Hún bauðst til að koma því
til sendiherra íraka í Amman eða
óska eftir að Hussein Jórdaníukon-
ungur kæmi því til Saddams, ef utan-
ríkisráðuneytið gæfi leyfi fyrir því.
En það leyfi fékkst aldrei.
í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík
var mönnum þvi vel kunnugt um
hvaöa gildi það hafði í augum írösku
stjómarinnar, ef leitað var milliliða-
laust til hennar um að veita gíslum
brottfararleyfi. Finnbogi Rútur
bendir Jóni Baldvini Hannibalssyni
á þetta í skýrslu sem hann skrifar
um málið 28. september. í þessari
athyglisverðu skýrslu greinir Finn-
bogi Rútur ráðherranum frá þremur
leiðum til að koma þessu í kring, til
viðbótar við þá leið að láta Stefaníu
skrifa bréf. í fyrsta lagi geti utanrík-
isráðherra skrifað stutta orðsend-
ingu eða svokallað „note verbale" til
starfbróður síns í írak. í öðra lagi
geti utanríkisráðherra sent bréf
beint til Saddams Husseins og í þessu
sambandi vekur Finnbogi athygli
ráðherrans á því sem ég skrifaði í
bréfinu til Bimu, að í Bagdad taki
menn ekki mark á bréfum sem und-
irrituð era af lægra settum en ráö-
herrum. í þriðja lagi bendir Finnbogi
á þann möguleika að hægt sé að skipa
mig fulltrúa í utanríkisþjónustunni
tímabundið, með það hlutverk að
fylgjast með framvindu mála í Mið-
Austurlöndum. Hann segir að þá
verði hægt að senda mér diplómat-
ískt vegabréf með milligöngu þýska
sendiráðsins, sem þá var enn starf-
andi í Kúveit. Því þótt írösk stjóm-
völd hafi ekki viðurkennt slík
diplómatísk réttindi, þá hafi þau þó
viðurkennt rétt slíkra manna til að
yfirgefa landið hyenær sem væri.
Ekki er að sjá, að ráðherra hafi
<
1
i
(
<
Í
i
I
i
(
i
(
i
í
i