Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. 27 Svona litu allar úra- og skartgripaverslanir í Kúveitborg út aðeins nokkrum dögum eftir innrásina. íraskir hermenn brutust inn í þær allar fyrstu dag- ana og tæmdu þær. brugðist á neinn hátt við þessari skýrslu. Menn ókyrrast Næsta skýrsla sem Finnbogi Rút- ur skrifar 16. október til ráðherra, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra utanríkisráðuneytisins, ber með sér að hann er farinn að ókyrrast. Hann vekur athygli manna á því að fjöl- skylda mín og fjölmiölar knýi stöðugt á um svör við því, hvað gert sé til að fá mig lausan og hvers vegna ráð- herra hafði enn ekki farið formlega frammá það við írösk stjómvöld. Finnbogi segist svara öllum þessum fyrirspumum á þann veg, að stöðugt sé unnið að lausn málsins í ráðuneyt- inu, en það verði hins vegar htið um svör hjá honum þegar spurt er í hverju sú vinna sé fólgin. Þremur vikum síðar skrifar Finnbogi enn eina skýrsluna og vekur athygli á því að ráðherra þurfi að skrifa bréf til íraska utanríkisráðherrans. En þessi skýrsla féll eins og aðrar skýrslur og ábendingar í grýttan jarðveg. Um þessi mál öll vissi ég ekkert þegar ég talaði við Finnboga Rút í síma um miðjan nóvember, stuttu eftir að ég kom til Bagdad. Ég var þá enn fullviss um að það væri spurs- mál um hvem næstu daga ég fengi brottfararleyfi. Sænskalyfjasending- in var þá á leiðinni til íraks og ég hélt að Svíamir myndu losna strax eftir að hún kæmi og ég færi með. Finnbogi spurði mig í þessu símtali hvort ég teldi að það þyrfti að senda einhvem sendiboða frá íslandi til að fá mig lausan, en ég aftók það með öllu. Það hafði að vísu reynst mjög árangursrík aðferð að senda sendi- boða til íraks. Evrópskir stjórnmála- menn höfðu komið hver á fætur öðr- um til Bagdad og haft á burt með sér tugi landa sinna. Þetta var í sam- ræmi við þann vilja íraskra stjóm- valda að vilja láta biðja sig milliliða- laust um brottfararleyfi. En ég var svo bjartsýnn að ég taldi þetta alger- an óþarfa. Hins vegar datt mér ekki í hug að spyrja Finnboga hvort Jón Baldvin hefði ekki ömgglega skrifað bréf eða skeyti til Tariks Aziz og kraf- ist þess eða farið þess formlega á leit að ég yrði látinn laus. Ég gekk ein- faldlega út frá því sem vísu að það bréf væri löngu komið til skila. En svo var ekki. Beðið eftir Jóni Baldvin Æ fleiri vora hins vegar beðnir að gerast milhgöngumenn og reyna að telja stjómvöld í Bagdad á að veita mér fararleyfi. Um miðjan nóvember skrifar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra bréf að undirlagi Stefaníu Khahfeh, th Marwans Ka- sems utanríkisráðherra Jórdaníu. Jórdanar vom þá ein örfárra þjóða sem hélt vinfengi við ríkisstjóm Saddams Husseins og íraski utanrík- isráðherrann Tarik Aziz kom viku- lega til fundar við starfsbróður sinn í Amman. Tarik Aziz var að vísu önnum kafinn í sáttaumleitunum í Moskvu um þessar mundir og mætti ekki til funda í Amman, en Kasem skrifaði honum bréf þar sem hann óskaði eftir að þessum eina íslend- ingi yrði veitt fararleyfi. Þegar leið að lokum nóvembermánaöar var með sama hætti búið að biðja sov- éska utanríkisráðuneytið og norska utanríkisráðuneytið að leggja mér hð. En án þess að ég vissi var stöðugt beðið eftir bréfi eða skeyti Jóns Bald- vins beint til Tariks Aziz. Bima gekk stöðugt eftir þessu bréfi. Hún hafði samband við utanríkisráðuneytið að minnsta kosti einu sinni í viku. Svona gekk þetta allan októbermán- uð og fram eftir nóvember, aö aldrei fengust skýr svör um það hvort bréf utanríkisráðherra væri á leiðinni til íraks. Einhvern daginn seinni hluta nóvember óskaði hún eftir fundi með ráðuneytismöimum og fékk að hitta Þorstein Ingólfsson ráðuneytisstjóra og Svein Bjömsson yfirmann al- þjóðaskrifstofu ráðuneytisins. Faðir minn fór með Birnu á fundinn. Einu svörin sem Birna fékk þarna vom að ráðuneytið hefði allar klær úti, en það mætti samt ekki segja í hvetju það væri fólgið! Hún yrði bara að treysta ráðuneytinu til að gera aht það sem hægt væri að gera th að fá mig lausan, sagði skrifstofustjórinn. Gengið á fund forseta Eftir þennan fund missti Birna samt endanlega traustið á utanríkis- ráðuneytinu og ákvað að reyna aðrar leiðir. Miðvikudaginn 28. nóvember hringdi hún á skrifstofu forseta ís- lands og óskaði eftir að fá að ræða við Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Vigdís bauð Bimu að koma á skrif- stofu sína þennan sama morgun. Th- gangur Birnu var að fá Vi'gdísi th að hvetja Jón Baldvin th að sinna skyld- um sínum í máhnu og skrifa það bréf sem vitað var að leysti mig úr prísundinni í Bagdad. Það var auð- vitað ekki auðvelt fyrir Birnu að vera að blanda þjóðhöfðingja íslands í I kvöldverðarboði heima hjá Mohammad og Stefaníu Khalifeh í Amman. Talið frá vinstri: Birna, Hassan, Magnús Hallgrímsson, Guðríður Baara, Mohammad Khalifeh, Sameh Issa, ég og Stefanía Khalifeh. þetta mál. En þessa síðustu daga í nóvember horfði svo hla um lausn mína, að hún vhdi reyna aht sem hægt var. Þegnar annarra ríkja fengu fararleyfi hver af öðrum í stór- um hópum, en ég íslendingurinn sem ahir héldu að fengi að fara vand- ræðalaust, sýndi ekki á mér neitt fararsnið. Það er th marks um hvað þetta ástand lagðist þungt á fjölskyldu mína, að daginn eftir að Bima talar við forseta íslands hundskammar hún utanríkisráðuneytið í viðtali við DV og segir þá engan áhuga sýna á að fá mig lausan. Hún segist þar orð- in langþreytt á ástandinu og ef þeir geri ekki neitt í máhnu, þá muni hún flytja th Bagdad með bömin. „Mér finnst alveg thgangslaust að hanga hérna heima meðan Gísh er í Bagdad. .. .Ég er hreinlega að springa," er haft eftir Bimu og lýsir vel hugarástandi konu minnar þegar þessi orð em töluð. Vigdís skrifarbréf Svo háttaði th að sunnudaginn næsta á eftir, 2. desember, ætlaði Albert Butros, sendiherra Jórdaníu á íslandi, að afhenda forseta íslands trúnaðarbréf sitt að Bessastöðum. Það átti að gerast að viðstöddum ut- anríkisráðherra, eins og venja er th. Það varð því niðurstaðan af viðtah Birnu við forsetann, að Vigdís skrif- aði bréf th Husseins Jórdaníukon- ungs þar sem hún óskaði hðsinnis hans við að fá mig lausan úr gíslingu í Bagdad. Sendiherrann tók að sér að koma bréfinu th skha. Bréf Vig- dísar hefur því borist th Husseins Jórdaníukommgs 4. desember. í bréfinu segir Vigdís að kona mín hafi óskað eftir áheyrn hjá henni th að fá hðsinni við að fá mig lausan frá Bagdad. Vigdís segir að saga hennar hafi snortið sig svo mjög, að hún hafi heitið að leggja henni persónu- lega hð í máhnu. Hún rekur ferh minn sem læknis í Kúveit og bendir á, að ég hafi ekki farið frá sjúkrahús- inu fyrr en íraskir læknar hafi kom- ið þangað th starfa í minn stað. Ég hafi af þeim sökum ekki lagt inn umsókn um brottfararleyfi fyrr en í nóvember. Þá vekur Vigdís athygh Husseins konungs á því, að ég sé ekki aðeins ábyrgur fyrir konu minni og þremur börnum á íslandi, heldur sé ég líka elsti sonur aldraðra foreldra. Að þessu sögðu segist Vig- dís hta á það sem persónulega greiða- semi, ef Hussein vhji beita áhrifum sínum th þess, að írösk yfirvöld taki með jákvæðum hætti á umsókn minni um brottfararleyfi. (Ath. millifyrirsagnir eru blaðsins) REDSTONE s| ónvarpsleikt æki Nintendo samhæfð. Stýripinnar og tengingar við sjónvarp lylgja.Steríó útgangur. A/V útgangur. Sýnishom úr leikjaskrá: TURTLES II.....kr. 2.900 T0P6UN..._______kr. 2.900 SOCCER...........kr. 1.950 SIMPS0NS...kr. 2.900 ARMLJLA 11 ^ 91-BB1500 Konami Olympics kr. 2.900 Skreytinguna á leióió þróu í Garóshom Krossar.............. Leiðisgreinar.... .........kr. 1.980,- ....kr. 1.200,- ÍJtikerti og luktir í miklu úrvali Ilmandi hýasintu- skreytingar. Hýasintur kr. 145,- Afgreiðslutími um hátíðirnar: 21.-22. des. kl. 9-22 Þorláksmessa kl. 9-23 - Aðfangadagur kl. 8-16 Jóladagur lokaó - Annar í jólum kl. 13-19 27.-30. desember kl. 10-19 Gamlársdagur kl. 9-16 - Nýársdagur lokað Frá 2. janúar 1992 verður opið frá kl. 10-19 og sunnudaga kl. 13-19 GARÐSHORN Sg v/Fossvogskirkjugarð símar 16541 og 40500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.