Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Side 40
48
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
JÓLA-SPAUG
- Já, mamma mín. Ég átti líka að skila kveðju
til Þín frá Bjössa með bestu þökkum fyrir þetta
fallega bindi sem þú gafst honum í jólagjöf...
- Ég er svolítið hræddur um að sjálfvirki jóla'
sveinninn okkar hafi verið feill hjá okkur...
- Vertu ekki með þessi læti, kona. Jólasveinninn
færði mér hana meðan þú varst í burtu...
- Og þar fyrir utan skaltu ekki halda að þú fáir
jólagöf frá mér!
Jól i Uppsölum. Carl, hálfbróðir Önnu, Karin Akerblom, amma Ingmars Bergman, og Anna Ákerblom, móð-
ir Ingmars Bergman.
Samvinna tveggja snillinga í Sjónvarpinu um jólin:
Bille August leik-
stýrir ástarsögu
eftir Bergman
- frumsýning samtímis á Norðurlöndunum
Um jólin sýnir Sjónvarpið fjög-
urra þátta sjónvarpsleikrit eftir
handriti sænska leikstjórans Ingm-
ars Bergman. Leikstjóri sjónvarps-
þáttanna, sem verða frumsýndir
samtímis á öllum Norðurlöndun-
um um jólin, er Bille August sem
fékk óskarsverðlaunin 1989 fyrir
myndina Pelle sigursæh.
Biile segist hafa orðið mjög snort-
inn af sögunni sem fjallar um ást
prestsins Henriks og Önnu. Fyrir-
mynd Bergmans voru foreldrar
hans sjáifs. Bille segir að sagan sé
meðal fallegustu kærleikslýsinga
sem hann hefur lesið.
Sagan hefst árið 1909 er Henrik
Bergman, fátækum guðfræðistúd-
ent í Uppsölum, er boðið heim til
vinar síns Ernsts sem býr við góð-
an efnahag. Þar kynnist Henrik,
sem þá er leynilega trúlofaður
starfsstúlku á veitingahúsi, Önnu,
systur Ernsts. Er Karin, móðir
Ónnu, uppgötvar að ástir hafa tek-
ist með dóttur hennar og Henrik
gerir hún alit sem hún getur til að
skilja þau að.
Kostnaðurinn
700 milljónir
Undirbúningur þáttanna, og
kvikmyndarinnar, sem einnig var
gerð efúr handritinu, hófst fyrir
tveimur árum. Upptökur hófust í
júh 1990 og stóðu yfir í átta mán-
uði. Kostnaður við framleiðsluna
er sem svarar 700 milljónum ís-
lenskra króna. Auk norrænu sjón-
varpsstöðvanna standa sjónvarps-
stöðvar í Englandi, Þýskalandi,
Frakklandi og Italíu að framleiðsl-
unni. Kvikmyndin verður senni-
lega frumsýnd í Cannes á næsta
ári.
Bergman stórhrifinn
BUle August og Ingmar Bergman
Ingmar Bergman lýsti því yfir á
dögunum að mynd Billes væri
stórkostleg.
sátu fyrst saman í nokkra mánuði
og fóru í gegnum handritið. Berg-
man hefur lýst því yfir að hann
hefði ekki getað hugsað sér neinn
annan leikstjóra en Bille. Sameig-
inleg undirbúningsvinna þeirra
var svo nákvæm að Bille þurfti síð-
an aldrei að spyija Bergman ráða.
Að sögn Billes var það allan tímann
á hreinu að það væri hann sjálfur
sem væri leikstjórinn. „Ef ég hefði
verið að hugsa um hvemig Berg-
man myndi hafa gert hefði þetta
orðið léleg mynd.“ Ingmar Berg-
man, sem nýhúinn er að sjá mynd-
ina, lýsti því yfir að hún væri stór-
kostleg.
Eftir að Bille hafði fengið óskars-
verölaunin bárast honum mörg til-
boð. Hann vildi hins vegar ekki
missa af tækifærinu að leikstýra
eftir handriti Bergmans og því var
tökum á kvikmynd eftir sögu Isa-
belle Allende, Hús andanna, frestað
um tvö ár.
Leikstjórinn Bille August og leik-
konan Pernilla östergren urðu
ástfangin við töku myndarinnar um
ástir foreldra Ingmars Bergman.
Hér sýna þau stolt litla dóttur síná.
Leikstjórinn kvænt-
ist
aðalleikkonunni
Á meðan Bille vann við mynd
Bergmans eignaðist hann bæði
konu og dóttur.Það er kona Billes,
PemiUa Östergren, sem leikur yfir-
stéttarstúlkuna Önnu, móður
Ingmars Bergman, í myndinni.
PemiUa, sem er 32 ára, þykir ein
besta leikkona Svíþjóðar. Hún á sex
ára dóttur með rithöfundinum Klas
Östergren. Bille, sem er 42 ára, átti
hins vegar þijú böm áður en dóttir
hans og Pemillu fæddist. Henrik
Bergman er leikinn af Samuel Fröl-
er sem vakið hefur athygli í Svíþjóð
fyrir góðan leik. Max von Sydow,
sem tilnefndur var til óskarsverð-
launa fyrir leik sinni í myndinni
PeUe sigursæh, leikur föður Önnu,
Johan Ákerblom. Karin, móðir
Önnu, er leikin af Ghitu Norby.