Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
55
DV
systkinin Ethan og Halley og aöferð-
ir sem þau beita til þess að fá þá einu
jólagjöf sem þau vilja, en það er að
foreldrar þeirra taki saman á ný.
Þetta er hugljúf og falleg mynd en
um leið nokkur húmor í henni. Leik-
arar eru allir óþekktir fyrir utan
Leslie Nielsen sem leikur jólasvein-
innn og Laureen Bacall sem fer með
lítið hlutverk í myndinni. Þá má
nefna úrvalsmyndina Tvöfalt lífVer-
óníku sem er fyrir alla sem unna
góðum kvikmyndum og íslensku
myndina Hvíti víkingurinn. Þess má
geta að um áramótin mun Háskóla-
bíó taka til sýningar nýjustu kvik-
mynd Mike Nichols, Regardin
Henry, mynd sem fengið hefur góða
dóma þar sem hún hefur verið sýnd.
Laugarásbíó
Laugarásbíó hefur þegar hafið sýn-
ingar á einni jólamynd sinni, er það
Prakkarinn 2 sem er framhald vin-
sællar myndar um hrekkjalóm mik-
inn sem er sannkallaður skelfir allra
foreldra. Ekki bætir úr skák í nýju
myndinni þegar hann hefur fengið
keppinaut sem er lítil prakkara-
stelpa. Aðaljólamynd Laugarásbíós
er aftur á móti verðlaunakvikmynd-
in frá Cannes í haust, Barton Fink.
Mynd þessi fjallar um leikritahöf-
undinn Barton Fink sem býr í New
York á þvi herrans ári 1941. Hann
verður allt í einu vinsæll þegar leik-
rit hans slær í gegn og er beðinn að
koma til Hollywood til að skrifa
handrit að kvilunynd. Þegar þangað
kemur gengur honum erfiðlega að
skrifa og lendir í slagtogi við ná-
granna sinn sem sýnir honum dökk-
ar hliðar lífsins.
Aðalhlutverkið leikur John Turt-
urro og fékk hann gullpálmann í
Cannes fyrir leik sinn í myndinni.
Aðrir leikarar í stórum hlutverkum
eru John Goodman og Judy Davis.
Barton Fink hefur alls staðar fengið
frábæra dóma og staðfestir þessi
mynd snilii þeirra sem komið hefur
berlega fram í fyrri myndum þeirra,
Blood Simple, Raising Arizona og
Miller’s Crossing.
Regnboginn
Regnboginn sýnir sem fyrr margar
myndir en aðaljólamyndin þar er
Fjörkálfar (City Slickers) sem naut
mikilla vinsælda í Bandaríkjunum
fyrr á þessu ári. Fjörkálfar er fram-
leidd aif hinum þekkta leikara Billy
Crystal og leikur hann einnig eitt
aðalhiutverkið. Fjallar myndin um
þrjá félaga sem bregða sér á búgarð
Kvikmyndir
Billy Crystal leikur einn fjörkálfinn I samnefndri mynd sem er jólamynd I Regnboganum.
Curly Sue, sem leikin er af Alisan Porter, er hér á milli gæslumanna sinna
sem þau James Belushi og Kelly Lynch leika. Curly Sue er jólamynd I
Bíóhöllinni.
Ethan Randall og Ed O’Neill i hlutverkum sínum I gamanmyndinni Dutch,
sem er ein jólamynda I Bióhöllinni.
í Nýju Mexíkó. Þeir eru ekki einu
borgarbúamir sem þarna eru, tveir
tannlæknar bætast í hópinn auk
annarrra skrautlegra persóna. í
fyndnum atriðum læra þeir félagar
að sitja hross og eiga að reka kúa-
hjörð 200 mílna leið en fyrir hópnum
fer reyndur kúreki sem deyr á miðri
leið og eftir sitja fjörkálfarnir með
hjörðina.
Önnur jólamynd Regnbogans er
franska úrvalsmyndin Heiður foður
míns (La Glorie de mon Pére). Mynd-
in er byggð á æviatriðum hins dáða
franska rithöfundar Marcel Pagnol.
Leikstjóri er Yves Robert. Mynd
þessi hefur farið sigurfór um heim-
inn og alls staðar verið vel tekið.
Aðrar kvikmyndir sem Regnbog-
inn mun sýna yfir hátíðirnar eru
Fuglastríðið sem er með íslensku
tali, spennumyndin Ungir harðjaxk-
ar og tvær úrvalsmyndir sem óhætt
er að mæla með; Ó Carmela, nýjasta
kvikmynd Carlos Saura og þýska
kvikmyndin Homo Faber sem leik-
stýrt er af Volker Schloendorff.
Stjörnubíó
Bilun í beinni útsendingu (The
Fisher King) er nýjasta kvikmynd
breska leikstjórans Terry Gilliam.
Er hún jólamynd Stjömubíós í ár.
Mynd þessi hefur fengið góðar við-
tökur í Bandaríkjunum og er meðal
metaðsóknarmynda þar. Er það í
fyrsta sinn sem mynd eftir Terry
Gilliam fær slíkar viðtökur í Banda-
ríkjunum, en fyrir utan að vera einn
af aðalmönnum Monthy Pythons
hópsins er hann þekktastur fyrir
kvikmynd sína Brazil.
Fjallar myndin um Jack Lucas sem
stjórnar símaviðtalsþætti. Hann ger-
ir óspart grín að viðmælendum sín-
um enda drambsamur maður og
hrokafullur. Það kemur aö því að
drambið verður honum að falh og
hann neyðist til að horfa á lífið frá
öðru sjónarhorni. í þeirri viðleitni
kynnist hann fyrmm prófessor sem
nú gengur um götur stórborgarinnar
í furðufótum. Hann hefur skapað sér
eigin heim til að einangra sig frá
hörmulegum atburði í fortíð sinni.
Þessir tveir einstaklingar tengjast
sterkum böndum og þótt ólíkir séu
verða þeir vinir.
Það eru úrvalsleikaramir Robin
Williams og Jeff Bridges sem leika
þessa tvo einstaklinga og hafa þeir
báðir fengið frábæra dóma fyrir leik
sinn.
Stjömubíó sýnir einnig Addams
fjölskylduna yfir hátíöimar, hina
vinsælu kvikmynd Tortímandann og
íslensku kvikmyndina sem margir
hafa falliö fyrir, Böm náttúrunnar.
-HK
Nýr spennusagnahöfundur Martin Cruz Smith kveður sér hljóðs á íslandi.
Einstök frásagnargáfa. Óvenjulegt sögusvið. Dularfullt dauðsfall á sovésku
verksmiðjuskipi. Rannsókn veldur árekstrum milli kerfisins og einstaklinganna.
10% af andvirði bókarinnar renna í Þyrlukaupasjóð.
PÓLSTJARNAN - Þitt framlag til Pyrlukaupa.
PÓLSTJARNAN - 6 mánuði á metsölulista í Bandaríkjunum.
Bókaútgáfan
ALDAMÓT