Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 52
60
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
Skreytingin á þessu tré
er ekki mikil. Fyrir utan
Ijósaseríu eru litlir
kransar á greinunum og
slaufur úr rauðköflóttu
efni. Strá eru einnig not-
uð með slaufunum.
Fyrir þá sem vilja mikið og fagur-
skreytt tré kemur hér hugmynd.
Allt á trénu er rautt eða gyllt.
Hjartalaga krans með jólaseríu er
fallegt skraut, ekki síst á gamlan
furuskáp. Hægt er að fá kransinn
í blómabúðum og þú vefur siðan
greni um hann. Loks er lítilli jólas-
eríu vafið um og hjartað lýsir fal-
lega.
Fallegar jólaskreytingar:
Svona gerum vid
þegar við skreyt-
um okkar hús
Það er mismunandi hvað fólk
vill skreyta heimili sitt mikið fyrir
jólin. Sumir láta sér nægja að selja
aðventuljós í gluggann og hafa svo
kannski eina aðventuskreytingu á
borði. Aðrir gjörbreyta heimilinu,
setja upp jólagardínur og hengja
jólaskraut um alla íhúð. Þá er hug-
myndaflugið látið ráða ferðinni því
margt er hægt að bralla fyrir jólin.
Helgarblaðið fann nokkrar hug-
myndir að skemmtilegu jólaskrauti
sem gleður augað í skammdeginu
og lífgar upp á heimiliö. Hér ættu
lesendur að finna eitthvað við sitt
hæfi eða geta útbúið eitthvað nýtt
með þessar hugmyndir til hliðsjón-
ar. Sumir eru fyrir löngu búnir að
skreyta en aðrir vilja gera það um
helgina og hafa nýja stemmningu
í húsinu síðustu dagana fyrir jól.
Flestar þessar skreytingar eru auð-
veldar og þurfa ekki mikið nostur.
Hver hefði t.d. trúað að hægt væri
að búa til jólaskreytingu úr pasta.
Það er hægt, eins og sjá má á með-
fylgjandi mynd.
Einnig koma hér hugmyndir að
skreytingu á jólatré þó sumir haldi
í gamla siðinn þar frá ári til árs.
-ELA
Hér kemur ný aðferð við jóla-
skreytingu. Þú kaupir pakka af
pastaslaufum, sprautar þær gylltar
og hengir síðan á tvinna. Slaufurn-
ar eru fallegar í glugga eins og
sjá má á myndinni.
* ; * ■' Þetta tré er sérstaklega
hugsað fyrir þá sem
VV V. hafa mjög lítið pláss.
T réð er með rót og hef ur
verið sett hér í bastpott.
Til að það sýnist stærra
hefur stráum veriö
stungið i pottinn og í
tréð hér og þar. Lítil
- Ijósasería er á trénu,
rautt band vafið í kring,
krans er efst og rauð * «
slaufa neöst. Það er víst *.
allur galdurinn við þetta fallega tré.
Jólastemming við arin-
inn. Glerskál með log-
andi kertum, rauðlökk-
uð karfa með skreyttu
greni og stráhestar. Er
þetta ekki jólalegt?
Bastkörfur er hægt að
skreyta með margvís-
legasta móti ef hugar-
flugið fær að ráða.
Ef þú ert með póstkassa fyrir utan
húsið má ekki gleyma að skreyta
hann. Bréfberinn yrði sannarlega
kátur yfir þvi.