Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Síða 53
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. 61 Jólasiðir að fomu og nýju Ýmsir þeirra siöa sem viöhaföir eru á jólunum eiga rætur sínar aö rekja til heiðni en sumir byggja á þörf gamla bændasamfélagsins á veisluhöldum í skammdeginu. Margir siðanna sem íslendingar viðhafa á stærstu hátíð ársins eru einnig komnir langt að. Aðventuljós Kerti voru jafnan mikið notuð á jólunum og því er ef til vill ekki að undra að íslendingar skyldu eins og aðrir Norðurlandabúar taka upp þann sið að kveikja aðventuijós á jólafóstunni. Talið er að sá siður og einnig sá að hengja jólastjömu út í glugga hafi komið frá Þýskalandi til hinna Norðurlandanna í byijun þessarar aldar. Ekki em ýkja mörg ár síðan hann var tekinn upp hér. Lúsíuhátíð Lúsíuhálíðin er sænskur siður og hingað kominn með Svíum búsett- um hér og íslendingum sem dvaliö hafa í Svíþjóð. Hátíðin tengist helgi- sögn um stúlku sem tekin var af lífi árið 304 í Sýrakúsu á Sikiley. Ekki er vitað hvers vegna Lúsía kiæðist hvítiun serk en talið er að sá siður geti átt rætur sínar að rekja til þýsks siðs frá 18. öld er böm í hvítum serkjum áttu að tákna litla Jesúsa. Jólablóm Líklegt þykir að hugmyndin að sérstökum jólablómum, eins og túlípönum, hýasintum og jóla- stjömum, tengist fomri hugmynd um að iifandi jurtir innanhúss færðu bænum og fólkinu nýja orku. Jólasveinar íslensku jólasveinanna er fyrst getið í Grýlukvæði eignuðu sr. Stef- áni Ólafssyni í Valianesi frá 17. öld. Þar em þeir taldir synir Grýlu og Leppalúða. Það er ekki fyrr en líða tekur á 19. öld sem þeir fara að mildast svolítið. Upp úr síðustu aldamótum taka jólasveinamir að fá meiri svip af hinum alþjóðlega jólasveini, heil- ögum Nikulási, og verða þeir um leið vinir bamanna og færa þeim gjafir. Jólagjafir Meðal almennings á íslandi fóm jólagjafir ekki að tíðkast að ráði fyrr en fyrir hundrað árum. Jólagjafir þekktust hins vegar aö fomu og nýju meðal konunga og höfðingja. I upphafi síðustu aldar var það nokkuð almennur siður að gefa öll- um bömum kerti á jólunum. Vinnu- hjú fengu einhverja flík frá hús- bændum sínum og jólaskó sem vora nýir sauðskinnsskór. Fyrir hálfri öld fóm jólagjafir að aukast og færast í það horf sem nú ríkir. Jólatré Eitt helsta tákn jólanna, jólatréð, barst tfi íslands um 1850 og þá fyrst í hús danskra fjölskyldna. Siðurinn breiddist afar hægt út hér á landi. Jólatréð hafði borist til hinna Norð- urlandanna um hálfri öld áður. Fyrstu heimfidir, sem þekktar era um eins konar jólatré, em frá Strassburg á 16. öld. Ekki er vitað um uppmna jóla- trésins. En í Róm og víðar var það siður allt frá fomöld að skreyta hús um nýárið með grænum greinum. Vera kann að kristnar hugmyndir um skilningstré góðs og fil§ hafi blandast eldri hugmyndum. Jólamatur Á engum öðrum árstíma hefur fólk borðað og drukkiö meira en um jól- in. Hangikjöt var lengi aðalhátíða- maturinn. Síðar hafa ýmsir tísku- réttir tekið við þó hangikjöt sé enn á boðstólum á flestinn heimfium og þá á jóladag. Jólagrísinn í formi skinku og hamborgarahryggs á rætur sínar að rekja til heiðni. Svínakjöt hefur alltaf verið veislukjöt. Jólakökur Sá siður að baka tfi jólanna er ekki gamall hér á landi. Það var ekki fyrr en á fyrri hluta þessarar aldar sem algengt var að menn hefðu eignast eldavélar með bakar- ofni. Þá var einnig farið að flytja inn meira af hveiti, sykri og öörum bakstursvörum. F YLLIN G AREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýmun, frostþoliö og þjappast vel. Ennfremur höfum viö fyririiggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. m&émwww MF> Sævarhöföa 13 - sími 681833 - 10% afsláttur af gjafavöru og leikföngum. - Allt konfekt á sérstöku jólatilboði. - Opið alla daga frá 10-10. - Rennið í Rangá. LÝSAliDI KROSSAR Á LEIÐI Fást fyrir 6-12-24 eða 32 volta straum. Sendum í póstkröfu LJÓS & ORKA Skeifunni 19 Sími 91-814488 MKJA TILB0Ð Hjómtækjasamstæöa \lS^ 900€ JMaTÆKIN fðjHITACHI SUNDAB0RG15 685868

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.