Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Page 62
70
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991
Sviðsljós
Egill Ólafsson kynnti lög af plötunni sinni Tifa tifa og Berglind Björk Jónasdóttir var Agli til aðstoðar en hún
tókst mjög vel upp. syngur með honum á plötunni.
Stórtónleikar á Tunglinu:
Egill og Geiri Sæm
Söngvaramir Egill Ólafsson og
Geiri Sæm efndu til stórtónleika á
Tunglinu á flmmtudagskvöldið til að
kynna nýútkomnar plötur sínar.
Egill flutti þar lög af plötunni Tifa
tifa, sem er fyrsta sólóplata Egils, og
hljómsveit hans, Draumasveitin, lék
undir.
Geiri kynnti hins vegar plötuna
Jörð ásamt hljómsveitinni Tunglinu.
Báðir sendu þeir þessar plötur frá
sér núna fyrir jólin.
Fjöldi manns var á tónleikunum
sem þóttu takast mjög vel enda náðu
listamennimir upp dágóðri stemn-
Geiri Sæm fór á kostum og var klappaður upp í þrígang. DV-myndir BG ingu.
Þjóðleikhúsið frumsýnir á annan í jólum Rómeó og Júlíu eftir William
Shakespeare. Þessi ástarsaga allra tíma er í þýðingu Helga Hálfdanar-
sonar. Aðalhlutverkin leika Haildóra Björnsdóttir og Baltasar Kormák-
ur. Búningarnir eru sniðnir að nútímanum. DV-mynd GVA
Sálin hans Jóns míns:
Platínu-
tónleikar
Hljómsveitin Sálin hans Jóns
míns hélt tónleika á Púlsinum á
fimmtudagskvöldið fyrir troðfullu
húsi og komust færri að en vildu.
Tónleikunum var útvarpað í
beinni útsendingu á rás 2 og þóttu
takast meiriháttar vel.
Segja má að hljómsveitin sé að
upplifa viss timamót um þessar
mundir því nýlega var þeim afhent
platínuplata fyrir nýjustu breiö-
skífuna sem þýðir að hún hefur
selst í yfir 7.500 eintökum um allt
land. Geri aðrir betur!
Sumir létu sig hafa það að standa
allan tímann sem þeir hlýddu á
hljómsveitina.
Það var reykmettað andrúmsloftið á Púlsinum, enda stemningin góð
og troðfullt hús.
Stefán Hilmarsson söng af mikilli innlifun, eins og hans er von og vísa.
DV-myndir RASI