Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Side 64
72 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. Myndgáta Fvþ'öK.---A_ Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Lausn gátu nr. 212: Árabátur Andlát Benjamín Markússon frá Ystu-Görö- um, Kolbeinsstaðahreppi, andaðist í sjúkrahúsi Akraness 19. desember. Anna Jónasdóttir frá Álfsnesi, Hörðalandi 4, lést á Borgarspítalan- um að kvöldi 19. desember. Þorsteinn Kristjánsson, Laugarnes- vegi 42, lést í Borgarspítalanum 19. desember. Jón Þórarinsson frá Skeggjastöðum, Ránargötu 29, Akureyri, andaðist á heimili sínu 19. desember. Messur Árbæjarkirkja: Bama- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Jólasöngvar, helgi- leikur 10 ára bama, hljóöfæraleikur. Kirkjubíllinn fer um Árbæinn fyrir og eftir guðsþjónustuna. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja:Bamaguðsþjónusta kl. 11. Breiðholtskirkja: Jólasöngvar fjöl- skyldunnar ki. 11. Bamakórinn syngur. Tekið við söfnunarbaukum Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Organisti Þorvaldur Bjömsson. Sr. Gísli Jónassoh. Bústaðakirkja:Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Einsöngur Ingveldur Ólafsdóttir. Pálmi Matthíasson. Dirgranesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg kl. 11. Tekið á móti söfnunarbaukum Hjálp- arstofnunar kirkjunnar. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan:Kl. 11. Jóiasöngvar íjöl- skyldunnar. Dómkórinn syngur. Tekið á móti söfnunarbaukum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Elliheimilið Grund: Helgistund kl. 10. Umsjón hafa Einar Sturluson og Olga' Sigurðardóttir. Eyrarbakkakirkja: Aðfangadagur: Messa ki. 23.30. Fella- og Hólakirkja: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Fyrirbænir í Fella- og Hólakirkju mánudag kl. 18. Prestamir. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 14.00. Cecil Haraldsson. Gaulveijabæjarkirkja: Messa jóladag kl. 14. Grafarvogssókn: Bamamessa kl. 11 í félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Jólasöngvar. Vigfús Þór Ámason. Grensáskirkja: Jólatrésskemmtun bamanna kl. 11. Mikið simgið og leikið. Jólaglaðningur. Jólasöngvar kl. 14. Hallgrímskirkja: Bama- og fjölskyldu- messa kl. 11. Tekið á móti söfnunarbauk- um Hjálparstofnunar kirkjunnar. Ensk- amerísk jólamessa suimudaginn 22. des. kl. 16.00. Enskumælandi fólki, fjölskyld- um þeirra og vinum, hvaða trúarbragða- hópum sem það kann að tilheyra, er boð- ið að vera við messuna. Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10. Sr. Amgrímur Jónsson. Bama- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kl. 21. Orgeltónlist eftir J.S. Bach. Dr. Orthulf Pmnner leikur á orgel- ið. Hjallasókn:MessusaIur Hjallasóknar, Digranesskóla. Jólasöngvar fjölskyld- unnar kl. 11. Kristján Einar Þorvarðar- son. Kapella St. Jósefsspitala, Hafnar- firði: Messa á sunnudögum kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. Kapella St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa á sunnudögum kl. 10. Karmelklaustur: Messa á sunnudögum kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8.00. Kársnesprestakall: Jólaskemmtun bamastarfsins verður í safnaðarheimil- inu Borgum sunnudag kl. 11. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Kaþólska kapellan, Kefiavik: Messa kl. 16 á sunnudögum. Kristkirkja, Landakoti: Laugardagur: Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Sunnu- dagar: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Rúm- helga daga er messa kl. 18. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Messa fellur niður. Aftansöngur kl. 18 alla virka daga fram að jólum í umsjá sr. Flóka Kristinssonar. Laugarneskirkja: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Jólasöngvar. Sr. Jón D. Hró- bjartsson. Neskirkja: Bamasamkomakl. 11. Munið kirkjubíiinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 14. Skóla- hfjómsveit Kópavogs leikur. Böm flytja helgileik. Kór Melaskóla syngur. Helgi- leikur. Almennur söngur. Orgelleikur. Guðmundur Óskar Ólafsson. Ólafsvallakirkja: 22. desember: Guðs- þjónusta kl. 21. Aðventukvöld. 24. des- ember: Hátátíðarmessa kl. 14. Seljakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kl. 20.30. Jólasöngv- ar Seljakirkju. Fjölbreytt tónlistardag- skrá. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Jólasöngvar allr- ar fjölskyldunnar kl. 11. Bamakór og böm úr bamastarfmu sýna helgileik undir stjórn Sesselju Guðmundsdóttur. Eimý Asgeirsdóttir flytur jólahugleið- ingu. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Stokkseyrarkirkja: Bamaguðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Messa aðfangadag kl. 18. Stóra-Núpskirkja: 24. desember: Guðs- þjónusta á jólanótt kl. 23.30. Hjónaband Þann 19. október vom gefm saman af Birni Inga Stefánssyni í Veginum, Kópa- vogi, þau Fannar J. Viggósson og Erna B. Hreinsdóttir. Þau em til heim- ilis að Mánabraut 13, Skagaströnd. Mynd, Hafnarfirði. Þann 16. nóvember vom gefm saman í Maríukirkjunni í Breiðholti þau Hazel Bamiano og Smári Grétarsson. Þau em til heimilis að Víðigrund 63, Kópa- vogi. Mynd, Hafnarfirði. Þann 31. ágúst vom gefm saman í hjóna- band í Ólafsfjarðarkirkju af séra Svavari A. Jónssyni Jónina Símonardóttir og Vignir Áðalgeirsson. Heimili þeirra er að Ólafsvegi 39, Ólafsíírði. Þann 24. ágúst vom gefin saman í hjóna- band í Kópavogskirkju af sr. Vigfúsi Þór Ámasyni þau Aðalheiður Jóhanns- dóttir og Guðmundur Ævar Guð- mundsson. Þann 30. nóvember vom gefin saman í hjónaband í Kópavogskirkju af séra Val- geiri Ástráðssyni Hmnd Kristjánsdótt- ir og Ágúst Jensson. Heimili þeima er að Holtagerði 70, Kópavogi. Ljósm. Jóhannes Long. TiBcyimingar Jólasveinar heimsækja Þjóðminjasafnið Á morgun kl. 11 kemur Gáttaþefur í heimsókn á þjóðminjasafmð ásamt bamakór Austurbæjarskóla. Á Þorláks- messu kemur Ketkrókur kl. 11 ásamt bama- og bjöllukór Bústaðakirkju. Fagra n*nng \^>mT»nnlng BJönvA bfana K«*6**n(nln „Lát sönginn óma“ Komin er út bókin ,,Lát sönginn óma“ með 20 lögum eftir Áma Gunnlaugsson, lögfræöing i Hafnarfirði. Er það önnur sönglagabók hans. Höfundar ljóða við lögin em: Séra Ami Bjömsson prófastur, Ami Grétar Finnsson, Ámi Gunniaugs- son, Eiríkur Pálsson, Finnbogi J. Amdal, Konráö Bjamason, Ólafur Pálsson og Steingrimur Thorsteinsson. Eyþór Þor- láksson hljóðfæraleikari hefur útsett 13 af lögunum og jafnframt nótnasett öll lögin. Aðrir sem eiga útsetningar í bók- inni em Finnur Torfi Stefánsson, Guðni Þ. Guðmundsson, Jónatan Ólafsson og Páll Kr. Pálsson. Flest lögin em útsett fyrir einsöng og öll era með bókstafar- hljómum. Bókin fæst hjá höfundi. Ættbók og saga hestsins á 20. öld, VII. bindi Þetta er lokabindið í ritverki um hestinn á 20. öld og einnig síðasti hluti starfssögu Gunnars. Sagt er ffá útflutningi hrossa hin síðari ár og birt ffásögn af hinni miklu þolkeppni á hestum yfir þver Bandaríkin sem íslenskir hestar tóku þátt í árið 1976. Þá er í þessu bindi lýsing á stóðhestum og hryssum sem hafa feng- ið dóma á árunum 1990 og 1991. Á annað hundrað myndir prýða bókina. Jónas Kristjánsson ritstjóri hefur búið ættartöl- ur undir prentun. Jólagleði á Laugaveginum í dag, 21. desember ki. 13, syngur Lands- bankakórinn við Laugaveg 77. Kl. 13.30 kemur jólasveininn í kerra sinni með gjafir fyrir bömin. Kl. 14 syngur Lands- bankakórinn við Laugaveg 7. Kl. 16 syngja söngvarar frá Óperasmiðjunni og kl. 20 leikur 7 manna blásarakvintett. Sunnudaginn 22. des. kl. 13 syngur Kór Austurbæjarskóla jólalög. Kl. 14 koma jólasveinar í kerru sinni með gjafir og góðgæti og kl. 15 gengur Kór Selásskóla syngjandi niður Laugaveginn. Hljómdiskur með Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri Út er komin hUómdiskur með leik Blás- arasveitar Tónlistarskólans á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem upptaka af leik sveitarinnar er gefm út en hún er tuttugu ára um þessar mimdir. Á hljómdiskinum eru verk eftir J. Hansen, Ravel, Lennon og McCartney, Kachíhaturian, Pál Pampichler Pálsson, A. Reed og T.J. Ford. Diskurinn fæst í verslunum Skífúnnar i Reykjavik og á skrifstofú Tóniistarskól- ans á Akureyri. Opið lengur í Kringlunni Verslanir í Kringlunni era opnar í dag til kl. 22 og á morgun kl. 13-18 en á Þor- láksmessu tú kl. 22. Jólasveinar verða á ferð með sérstakar skemmtanir. í dag kl. 13 og 14, á sunnudag kl. 13.30, 14.30, 17 og 17.30 en á Þorláksmessu skemmta þeir kl. 18.30 og 19. Þessa daga munu hópar úr Sinfóníuhljómsveit Æskunnar leika létt sígild lög og einnig verða bóka- og plötuáritanir og kynningar á vegum verslananna. Skrifborðsdagatal Forlagið Goðorð hefur sent frá sér skrif- borösdagatal fyrir komandi ár þar sem ljóðið er sett í öndvegi. Ljóðár Goðorðs 1992 er nú gefið út í fyrsta sinn en fyrir- hugað er að gefa það út á hveiju ári héð- an í frá. Eitt ljóð fylgir hveijum mánuði og annað er prentað á bakhliðina. Ljóðin era valin með það í huga að þau séu að- gengúeg hveijum manni og eigi við hann erindi. Skáld ársins nefna sig Orðmenn og era Eiríkur Brynjólfsson, Eyvindur P. Eiriksson, Gísú Gíslason, G. Rósa Ey- vindsdóttir, Guölaug Maria Bjamadóttir, Jón Valur Jensson, Ragnhúdur Pála Ófeigsdóttír, Þór Stefánsson og Þórður Helgason. Stuðbandið og Garðar leika á árshátíðum og þorrablótum. Þessi hljómsveit er orðin 4 ára gömul og leikur gömlu dansana - gamla rokkið - bítlam. og nýju lögin. Liðsmenn era Lárus Ólafs- son, bassi, Ólafur Már, orgel, Garðar Guðmundsson, söngur, Garðar Karlsson, gítar, og Guðmar Marelsson, trommur. Efraím uppgötvar heiminn Út er komin hjá Skálholtsútgáfunni bamabókin „Þrastaranginn Efraim" eft- ir Lars Áke Lundberg. Höfundurinn er prestur í Stokkhólmi sem hefur ritað margar bamabækur og vinsæla bama- söngva. Sr. Karl Sigurbjömsson þýddi bókina. Bókina prýða faúegar teikningar eftir Ásdisi Sigurþórsdóttur myndústar- mann. Bókin er 64 bls. að stærð og sér íslensk bókadreifmg um dreifmgu bókar- innar. Tónleikar Jólatónleikar Kirkju- kórs Seljakirkju verða haldnir sunnudagskvöldið 22. des- ember kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Mozart, Bach og jólalög frá ýmsum lönd- um. Einsöngvarar verða Sigríður Grön- dal og Katrín Sigurðardóttir. Einnig kem- ur fram stúlknakór Seljakirkju og Tóna- bræður, tvöfaldur karlakvartett. Stjóm- andi er Kjartan Siguijónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.