Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 67
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
75
Afmæli
Sveinn Kristinn Guðmundsson
Sveinn Kristinn Guðmundsson,
fyrrv. kaupfélagsstjóri og bankaúti-
bússtjóri, Espigrund 7, Akranesi,
verður áttræður á morgun.
Starfsferill
Sveinn er fæddur á Búðum í Fá-
skrúðsfirði og ólst upp á þeim slóð-
um. Hann var við nám í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni 1930-32 og
vann aila algenga sjávarvinnu á
Búðum til 1935 er hann hóf verslun-
arstörf hjá Kaupfélagi Fáskrúðs-
firðinga. Sveinn íluttist til Akraness
1941 og hóf störfhjá Kaupfélagi Suð-
ur-Borgfirðinga. Hann varð þar
kaupfélagsstjóri 1942 og gegndi því
starfi til 1963 en síðasttalda árið
varð hann einnig umboðsmaður
Samvinnutrygginga. Sveinnvarð
útibússtjóri Samvinnubankans á
Akranesi við stofnun hans 1964 og
gegndi því starfi til 1981.
Sveinn er einn stofnenda Verka-
lýðsfélags Fáskrúðsfjarðar og var
formaður þess 1935-41, sat í hrepps-
nefnd Búðahrepps og var varaodd-
viti 1937-41, í bæjarstjóm Akraness
1946-50, í yfirkjörstjóm Vestur-
landskjördæmis 1959-71 og 1978-91,
var formaður Fræðsluráðs Akra-
ness 1959-71 og endurskoðandi Sem-
entsverksmiðju ríkisins 1971-72.
Hann var í stjóm Andakílsárvirkj-
unar 1967-72 og 1978-87, endurskoð-
andi Sparisjóðs Akraness og í stjóm
hans í nokkur ár, í stjórn kjördæm-
isráðs Alþýðuflokksins í Vestur-
landskjördæmi í 16 ár, lengst af sem
formaður, í stjóm sama flokks fyrir
sama kjördæmi frá 1977 og fulltrúi
á þingum hans um áratugaskeið frá
1938.
Sveinn var formaður stjórnar
Skallagríms hf. 1979-80, í stjórn
Byggðasafnsins í Görðum 1973-86,
lengst af sem gjaldkeri, í stjórn
Hjartaverndar frá 1978 og í banka-
ráði Seðlabankans 1980-85. Sveinn
hefur einnig starfað í Góðtemplara-
og Oddfellowreglunum, auk margra
smærri félagsstarfa.
Fjölskylda
Sveinn kvæntist 14.11.1953 Guð-
rúnu Þóreyju Ömólfsdóttur, f. 3.8.
1914, húsmóður. Foreldrar hennar:
Örnólfur Jóhannesson, hann vann
ýmis störf til sjávar og sveita og síð-
an um langt skeið hjá Prentsmiðj-
unni Eddu, og Margrét Þórlaug
Guðnadóttir húsmóðir.
Börn Sveins og Guðrúnar: Guðrún
Margrét, f. 1.11.1944, d. 17.11.1971,
kennari, hennar maður var Páll Ing-
ólfsson jarðfræðingur, þau eignuð-
ust eitt barn, Guðnýju Þóru, nema
í Bandaríkjunum; Ömólfur Guð-
mundur, f. 20.11.1947, lögreglumað-
ur í Reykjavík, maki Guðrún
Björnsdóttir húsmóðir, þau eiga tvö
börn; Kristján, f. 6.5.1949, deildar-
stjóri hjá Olíufélaginu hf. á Akra-
nesi, maki Sigrún Karlsdóttir
sjúkraliði, þau eiga þrjú börn; Sig-
urbjöm, f. 13.8.1955, fulltrúi hjá
NATO á Keflavíkurflugvelli, maki
Dagbjört Hansdóttir kennari, þau
eigaþrjúbörn.
Sveinn er sjötti í röð tíu systkina
en níu þeirra komust upp. Tvær
systur hans em á lífi, Svanhvít,
búsett á Fáskrúðsfirði, og Auðbjörg
búsett í Mosfellsbæ.
Foreldrar Sveins: Guðmundur
Stefánsson, f. 14.11.1875, d. 9.8.1952,
járnsmiður, fæddur á Geststööum,
Fáskrúðsfirði, og Guðrún Jónsdótt-
ir, f.29.6.1874, d. 28.7.1961, húsmóð-
ir, fædd að Holtum, Mýmrn, Horna-
firði, en þau bjuggu allan sinn bú-
skap að Búðum, Fáskrúðsfirði.
Ætt
Guðmundur var sonur Stefáns
Guðmundssonar, bónda á Geststöð-
um, Fáskrúðsfirði, og Guðnýjar
Guðmundsdóttur.
Guðrún var dóttir Jóns Jónsson-
ar, bónda á Stóra-Bóli, Mýrum, A-
Sveinn Kristinn Guðmundsson.
Skaftafellssýslu.
Sveinn tekur á móti gestum á af-
mælisdaginn í Oddfellowhúsinu,
Kirkjubraut 54 á Akranesi, kl. 14-17.
Handbók fyrir
búrfiskaeigendur
Búrfiskaeigendur og væntanleg-
ir slíkir geta nú glaðst því að kom-
in er á markaðinn handbók um
þessa tegund gæludýra. í bókinni,
sem heitir einfaldlega Búrfiskar,
eru ýmsar haldgóðar upplýsingar
um fiskategundir og meðferð
þeirra, fylgihluti og hjálpartæki,
innréttingu fiskabúrsins, atferli
fiskanna og fleira. Hér á eftir fer
útdráttur úr tveimur köflum bók-
arinnar:
Varist mest offóðrun
Fyrsta meginreglan varðandi
fóðrun fiska hljóðar svo: Betra of
htið en of mikið!
Offóðraðir em þeir viðkvæmari
fyrir sjúkdómum en magrir fiskar.
En hitt er verra að vatnið í búrinu
spilhst af offóðrun.
Fóðra á einu sinni eða tvisvar á
dag og rétt nógu mikið til þess að
fiskarnir ljúki máltíðinni á 5 mín-
íítnm Það á ekki að setja meira
fóður í vatnið og takið ekki mark
á því þó letrað sé utan á pakkann
að „fóðrið óhreinki ekki vatnið."
Það bætir lífkerfi búrsins að selja
saman í það ólíkar fisktegundir
sem skipta með sér verkum til að
nýta fóðrið sem best. Tannkarpar
og aðrir skásyndir fiskar sækja
fæðu í yfirborðið, granar sækja
fæðu á botninn en t.d. neónar og
skalarar hirða allt æti svífandi í
miðju vatnsins. Síöustu leifar fá
sníglarnir og broddsniglar sækja
ætið jafnvel niður í botnlagið.
Sumir fiskar em þó ekki sérlega
gráðugir og því má ekki rígbinda
sig við 5 mínútna regluna. Margir
karpjaxlar éta aðeins htið í einu en
eru á stöðugu svamh í búrinu og
vilja alltaf vera aö narta og fá smá-
bita allan daginn.
Landareignvarin
Sikhngar em harðskeyttir í land-
vörnum og búreigandinn þarf að
gera sér grein fyrir hve mikil al-
vara getur fylgt því. Þeim er svo
mikið niðri fyrir að þeir vilja, ef svo
má segja, „deyja fyrir fóðurland-
ið“. Segjum t.d. að siklingshængur
Afrískir glergranar. Flestir granar eru botnfiskar.
hafi verið einn í búri sínu. Svo vih
eigandinn gleðja hann og fær hon-
um hrygnu til hjúskapar. Hann
sleppir henni út í búrið í besta til-
gángi og sér hænginn koma á móti
henni, reigja sig í allar áttir og
lemja vatnið með sporðinum. Þá
heldur búreigandinn, sem kannski
hefur ekki nóga reynslu, að hæng-
urinn sé að gera hosur sínar græn-
ar fyrir kvenfiskinum með því að
teygja úr öllum uggum.
En næsta dag, eða kannski bara
20 mínútum síðar, verður eigand-
inn þess allt í einu var að nýkomna
hrygnan flýtur dauð í vatninu,
hörmulega útleikin, alhr uggar af
henni rifnir, hreistrið skafið og
kviðurinn rifinn upp. Eigandinn
verður bálreiður og fer að óskapast
yfir því hvílíkt óhræsi hængurinn
sé. En það sem hér gerðist var að
búreigandinn skildi hæng sinn
ekki rétt. Þegar hann strekkir á
uggunum, sveiflar breiðsíðu af
vatni móti öðrum fiski, lækkar
neðri skoltinn og gapir þá er það
augljós ógnun. Og hafa verður það
í huga að þegar hængurinn var
einn í fiskabúrinu eignaði hann sér
það aht og ver það gegn hvaða fiski
sem settur er í það. Og það var
áberandi í ógnunum hængsins að
hann reyndi að sýnast sem stærst-
ur til að gefa til kynna sem mestan
kraft og veldi.
Beita þarf sérstökum aðferðum
til að venja landeignarfiska hver
við annan í fiskabúri. Aðalreglan
er að taka þann stærsta eða þá
stærstu, séu þeir fleiri, úr búrinu
og síðan að setja þann nýja í það.
Þá fyrst, þegar hann hefur komið
sér sæmilega fyrir, er óhætt að
setja hina aftur inn. Ef um er að
ræða mjög árásargjarnar tegundir
eins og Tanganjika-munnklekjar-
ann þarf aö ryðja fiskabúrið og
færa allt til í því, gróður og skraut-
hleðslur, svo að allt sé gjörbreytt
þegar fiskamir koma aftur heim.
Þá þekkja fyrri íbúar búrsins sig
ekki og verða ekki jafnfrekir í land-
areignun sinni. Einungis í því til-
felh að nýi fiskurinn sé stærri en
þeir sem fyrir eru er óhætt að setja
hann umsvifalaust 1 búrið.