Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 1991. Fréttir BókalistiDV: lifróður Árna Tryggva- sonar söluhæstur - bókin hefur verið efst á sölulista DV frá upphafi Lífróöur Áma Tryggyasonar leik- ara eftir Ingólf Margeirsson er efst á sölulista DV eftir síöustu stigagjöf. Bókin hefur verið á toppi listans frá því hann var fyrst birtur í byijun desember og hefur fengið fleiri stig en nokkur önnur bók. Annars hefur listinn ekki breyst mikið í þessi skipti sem hann hefur verið birtur; Ami Tryggvason alltaf efstur og Fyrirgefning syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og Mitt er þitt eftir Þorgrím Þráinsson hafa bitist um annað og þriðja sætið. Þorgrímur hafði betur í lokin og er í öðm sæti. Þá hefur bókin um Kristján Eldjám eftir Gylfa Gröndal verið í þriðja til fimmta sæti og endar í því fimmta. Á slóð kolkrabbans eftir Örnólf Áma- son hefur verið að fikra sig upp hst- ann, byrjaði í tíunda sæti, fór þaðan í það fimmta, síðan í þriðja sæti og endar í fjórða sætinu. Þegar sálin fer á kreik - minningar Sigurveigar Guömundsdóttur eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hefur selst mik- ið og lendir í sjötta sætinu og Erró - margfalt líf eftir Aðalstein Ingólfsson endaöi í sjöunda sæti eftir að hafa rokkað dálítið inn og út af listanum. í áttunda sæti er Hann er sagður bóndi eftir Vilhjálm Hjálmarsson og komst sú bók fyrst inn á listann sem birtist á Þorláksmessu. í tíunda sæt- inu lenti Laddi og það er það sæti sem hann hefur verið í frá því hann komst inn á sölulistann. Þær bækur, sem detta út núna en voru á listanum síðast, era Ógnin rauða eftir Alistair MacNeill, sem var þó með á listanum frá byijun, og Lífsháskinn - minningar Jónasar Jónassonar eftir Svanhildi Konráðs- dóttur. Stigagjöf Bókaverslanirnar, sem taka þátt í könnuninni með DV, era: Bókabúðin Borg í Lækjargötu, Bókabúð Böðvars í Hafnarfirði, Hagkaup í Skeifunni í Reykjavík, Mikligarður/Kaupstaður í Reykjavík, Kaupfélag Ámesinga á Selfossi, Bókabúð Jónasar Jóhanns- sonar á Akureyri, Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Bókaverslun Jónasar á ísafirði, Bókabúöin Hlöðum á Eg- ilsstöðum og Bókabúð Sigurðar Jón- assonar í Stykkishólmi. í verslununum eru teknar saman sölutölur fyrir síðustu viku og búinn til listi yfir tíu söluhæstu bækumar í hverri verslun. Bækumar fá stig frá einum og upp í tíu eftir röðinni á list- anum úr hverri. Stigjn eru síðan lögð saman og bókunum raðaö á sölulista eftir stigafiölda. -ns Lifróður Árna Tryggvasonar leikara eftir Ingólf Margeirsson er efst á sölu- lista DV eftir siðustu stigagjöf. Bókin hefur verið á toppi listans frá því hann var fyrst birtur í byrjun desember. Listi DV yfir söluhæstu bækurnar í síðustu viku: Bókartitill Höfundur 1.(1.) UfróðurÁmaTryggvasonarleikara Ingólfur Margeirsson 2. (3.) Fyrirgefning syndanna Ólafur Jóhann Ólafsson 3. (5.) Ásióðkolkrabbans Ömólfur Árnason 4. (2.) Mitterþitt Þorgrímur Þráinsson 5. (4.) Kristján Eldjárn-aevisaga Gylfi Gröndal 6. (6.) Þegarsálinferákreik-SigurveigGuðmundsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 7. (-) Hann er sagður bóndi Vilhjálmur Hjálmarsson 8. (-) Erró - margfalt líf Aðalsteinn Ingólfsson 9. (8.) Ógnin rauöa Alistair MacNeill 10.-11.(7.) Lífsháskinn - minningar Jónasar Jónassonar Svanhildur Konráðsdóttir 10.-11. (10.) Laddi -.'jg Þráinn Bertelsson Maður slasaðist á Höfn: Komst á sjúkrahús eftir rúma 11 tíma Rúmar 11 klukkustundir liðu frá því maður á Höfn slasaðist og þar til hann komst á sjúkrahús í Reykjavík. Á myndinni er verið að koma með manninn á Landakotsspítalann um þrjúleytið aðf aranótt laugardagsins. DV-mynd S Mjög erfiðlega gekk að koma manni, sem slasaðst á Höfn eftir há- degi á föstudag, á sjúkrahús. Rúmar 11 klukkustundir liðu frá því hjálpar- beiðni barst þar til maðurinn var kominn undir læknishendur á sjúkrahúsi í Reykjavík. Maðurinn hafði rifbeinsbrotnað svo illa að annað lungað féll saman. Senda átti þyrlu eftir honum og lagði þyrla Landhelgisgæslunnar af stað. Lélegt skyggni var og ætlaði þyrlan að fljúga með suðurströndinni. Við Reykjanes bilaði ratsjá þyrlunnar svo hún varð að lenda. Þegar viðgerð var lokið var hins vegar ekki flug- fært lengur og flugvöllurinn á Höfn lokaður. Varnarliðsmenn treystu sér ekki af stað vegna lélegs skyggnis. Leitað var aðstoðar flugvélar á Egilsstöðum. Þegar verið var að gera hana klára rakst hún á og laskaðist það mikið að ekki reyndist unnt að koma henni í loftið. Loks var bragðið á það ráð að senda manninn með sjúkrabíl áleiðis til Reykjavíkur. Fór annar sjúkrabíll frá Reykjavík áleiðis austur, til móts við bílinn frá Höfn. Var loks komið með manninn á sjúkrahús í Reykja- vík um klukkan þifiú aðfaranótt laugardagsins. -hlh Sjómannafélag Eyjaíjarðar: Vilja Guðmund í burtu Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: „Það er rétt að fundurinn lítur þannig á að Guðmundur geri ekkert til að veija rétt sjómanna og því eigi hann ekki að sitja í embættum fyrir sjómenn," segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafiarð- ar, en félagið hélt aðalfund sinn um helgina. Á fundinum var samþykkt tillaga þess efnis að Guömundur Hallvarðs- son, alþingismaður og varaformaður Sjómannasambands Islands, eigi taf- arlaust að segja af sér öllum embætt- um sem hann gegni fyrir sjómenn enda veiji hann ekki rétt þeirra. Fundurinn samþykkti einnig verk- fallsheimild til stjórnar félagsins en Konráð sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvenær þeirri heim- ild yrði beitt. í dag mælir Dagfari Nú er hún gamla grýla dauð Nú er hún gamla grýla dauð, gafst hún upp á rólunum. Það bar til tíð- inda um jólahátíðina að Sovétríkin vora lögð niður. Þetta gerðist um það leyti sem íslendingar settust til matar við jólaborðið. Misstu því flestir af því sem og aðrir kristnir menn sem era uppteknir við að fagna fæðingu frelsarans með því að éta á sig gat. Sovétríkin vora sem sagt lögð niður þegar enginn mátti vera að því aö fylgjast með. Enda má segja að tilvera Sovétríkj- anna eða endalok þeirra sé ekki höíð í matinn hjá Vesturlandabú- um. Útförin fór sem sagt fram í kyrrþey. Sovétmönnum sjálfum þótti þetta heldur ekki mikið tiltökumál og mættu ekki nema rétt rúmlega tutt- ugu manns úr æðsta ráðinu af þeim tvö hundrað sem þar sifia til að vera viðstaddir útförina. Þessir tuttugu sem gáfu sér tíma frá jóla- haldinu, réttu upp hendumar, bara si sona, og Sovétríkin vora þar með úr leik. Með þessari handauppréttingu var kommúnisminn afgreiddur, októberbyltingin og Lenin og Marx og allir þeir aðrir félagar, sem höföu á sínum tíma lagt granninn að einu mesta heimsveldi mann- kynssögunnar. Svo ekki sé talað um þá sem Stalín, Krúsfiof, Bresnef og alla hina sem Kremlveijar slá- traðu í sinni tíð, til að viðhalda heimsveldinu, sem lagt var niður með hangflfiötsbitunum á jóladag. Allt var þetta kurteislega afgreitt með atkvæðagreiðslu tuttugu manna í Moskvu sem nenntu ekki að púkka upp á heimsveldið öllu lengur. Gorbatsjov sagði af sér í beinni sjónvarpsútsendingu og hef- ur greinilega lært vel á valdatíma sínum hvernig menn fara að því að segja af sér. Er þess skemmst að minnast að íslenskir ráðherrar hafa slátrað heilli ríkissfióm í bein- um útsendingum og sagt af sér í leiðinni. Gorbi hefur séð af þessu hvemig lýðræðið fúnkerar þar sem vanir menn era annars vegar. Gorbatsjov hefur nú fengið at- vinnutilboð víðs vegar að úr heim- inum og kemur til með að hafa það miklu betra sem gistiprófessor í bandarískum háskóla heldur en sem forseti Sovétríkjanna og vegur hans mun þannig aukast að mun eftir að ríki hans hefur verið lagt niður. Má af þessu sjá að Sovét- menn hafa að minnsta kosti lært það af byltingum sínum að fara betur með byltingarforingjana, heldur en í gamla daga, þegar þeir vora teknir að lífi í hvert skipti sem þeir vora settir af. Nú er þeim boð- ið upp á miklu betri lífskjör og betri stöður eftir að þeir hætta í æðsta ráðinu og láta af forsetastólum og liggur þar kannski skýringin á því hvað Gorbi tekur þessu vel. Sovétríkin era dauð og vora löngu búin að syngja sitt síðasta. Hvað eiga menn líka að vera aö púkka upp á heimsveldi sem öllum er til ama og þó einkum þeim sem þar búa. Sovétmenn hafa verið önnum kafnir við það að undanf- ömu að segja ríki sínu stríð á hend- ur og enginn hefur í rauninni viljað kannast við að hafa verið með í þessu stórveldi og þeir hafa heldur ekki viljaö kannast við þá sem gegndu trúnaðarstörfum fyrir þá í útlöndum. Til að mynda hér á ís- landi hefur verið rekið sendiráð sem gleymdist í öllum látunum og sagt er að sovésku sendiráðsmenn- imir hafi mætt hjá Vemd á aö- fangadag til að verða sér úti um mat því þeir vora orðnir bæði land- lausir og réttlausir og vissu ekki hvers vegna þeir vora hér né fyrir hvem. Annars er það fagnaðarefni fyrir þá sem hafa haft það fyrir atvinnu aö hræða fólk með Rússagrýlunni að nú má búast við því að einstök ríki sem áður tilheyrðu Sovétríkj- unum sefii hér upp sendiráð hvert um sig. Hér mun ekki aðeins verða sendiráð fyrir Rússa, heldur líka fyrir Úkraínumenn, Hvít-Rússa, Georgíumenn og Moldavíumenn, svo nokkur ný þjóðríki séu talin upp, og hér verður ekki þverfótað fyrir sovéskum diplómötum þegar árið er liðið og þá verður glatt á hjalla hjá Rússagrýluóvinum og öðrum þeim sem stendur ógn af roðanum í austri. Já, nú era Sovétríkin öll og mega muna sinn fífil fegri og ósköp verð- ur heimurinn litlausari á eftir þeg- ar enginn er óvinurinn. Nú er hún gamla grýla dauð, gafst hún upp á rólunum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.