Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 1991. 35 Menning Thor Vilhjálmsson. Greinasafn frá siðasta áratug. Hugleiðingar frá heilum áratug Það var með nokkurri eftirvæntingu sem ég hóf lest- ur bókar Thors Vilhjálmssonar, mannsins sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Alþingi hef- ur nú vahð í heiðurslaunaflokk listamanna. Þessi bók er safn greina og ritgerða, líklega sú f|órða sem Thor hefur látið frá sér fara af slíku tagi. í þessum fjölmörgu greinum fjallar höfundur um ólíkustu hluti, ferðalög og staði, menn og listir og hugleiðingarnar sumar eins og spontant. Þær eru ekki byggðar upp eins og verkfræðingurinn hannar hús með undirstöðu, burðargrind og veðravöm. Heldur reikar hugurinn eins og í hugdettuformi frá einu til annars. Þetta gerir greinamar skemmtilegar aflestrar og lesandinn skynj- ar í leiftursýn að nafnið „Eldur í laufi“ er ekki tilvilj- un. Eldur í sinu, laufi breiðist hratt út svo vart fæst við ráðið. Margar greinamar eru eins og ritaðar af eldhuga og eldurinn læsir sig í vitund lesandans, hann logar með. Thor segir í viðtali að hann vildi að unnt væri að sjá mannlífið eins og honum sýnist það vera. Engir tveir sjá það sama. I grein sinni „París-París“ vitnar Thor í ljóð Rimbauds, ölvaði báturinn, sem endar á setningunni: „Og stundum hef ég séð það sem maðurinn hefur talið sig sjá.“ Af greinasafni sem þessu kynnast menn höfundinum betur en af skáldsögum hans. Að skrifa skáldsögðu getur verið mikil tækni, stund- um og oftast áunnin þannig að erfitt er að finna höf- undinn sjálfan að baki línanna. En þegar komið er að greinum, lýsingmn á mönnum, málefnum og löndum gegnir öðru. í þessum greinum komumst við í visst návígi við Thor sjálfan. Það eru alkunn sannindi að þegar menn lýsa öðrum mönnum og hugðarefnum þeirra, lýsa menn sjálfum sér best. Lýsingin segir oft mest um hvað lýsandinn sér, hvað vekur athygh hans. Þeir sem ekki sjá höfundinn fyrir sér þegar þeir lesa milli línanna í slíkum greinum eru ekki læsir þó þeir þekki alla stafina. Greinasafnið Eldur í laufi myndar ekki samfellda heild. Þetta eru hugleiðingar frá heilum áratug 1981—’91 sem Thor segir sjálfur að sér finnist svolítið mikil- vægt fyrir sig aö séu til einhvers staðar. Ég get ekki á mér setið að grípa hér niður í bókina í París-París þar sem Thor lýsir André Breton: ....að þessi maöur var eitt af stórmennum aldarinn- ar. Ekki sizt fyrir áhrif sín á aðra menn, skáld, mynd- listarmenn, listamenn á öllum sviðum, síörvandi þá sem deildu geði við hann, síleitandi uppi sálufélaga og fagnandi andríki annarra, tendrandi og hyllandi hugvitsgleði, fijór sjálfur í samlæti sem og í skáldska- partextum sínum, heill: og gerðist einstrengingslegur í sínum heilindum og fastheldni við viðhorf, sem hann trúði á en öðrum sýndust þegar á leið vera kreddur - andlegur segull, heillandi og frjóvgandi í kynnum og mörgum gæfa að komast í færi við hann; en flestum lífsnauðsyn að brjótast undan töfrum hans og ósinku ofríki." Bókmeimtir Guðmundur G. Þórarinsson Þótt greinarnar séu flestar „lýsingar og frásagnir" er skáldskapargyðjan aldrei fjarri og tekur raunar oft völdin. í nýjustu greininni koma fram tilfmningar höfundar til atburðanna, sem eru að gerasat í Júgóslavíu. „Hví þessi heift? Hví þessi grimmd?" Stutt en mögnuð ræða, Ræða út af Norðurlandaverð- launum, segir mikið um Thor Vilhjálmsson. Hún hefst þannig: „Við lifum á tímum hinnar upphöfnu lágkúru. Hins íburðarmikla auvirðis. Öll skynjum viö að við þörfn- umst einhvers annars." Og í „afmagnandi rausi og góli og tölvustýrðum skarkala" hefur Thor upp óðinn til bókarinnar: „Bókin með sínum launhelgum. Bókin með hugsvöl- un, gleði og sorg eflir og brynjar og leggur þér vopn í hendur, hafirðu rétta bók. Bókina sem fær hugsunum og tilfinningum farveg, ber þig heim á vit sjálfs þín. Bókina, sem er spegill, töfraspégill; og spegill getur orðið gluggi inn i fjarlæga heima, og löggildir allt flakk- ið.“ Bókaþjóðin íslendingar ætti að hafa á hraðbergi þennan óð allan, sem hér er drepið niður í. Ég ætla ekki í þessu greinarkorni að grípa víðar nið- ur í bókina. Hún er skemmtileg lesning. Það er ekki bara svolítið mikilvægt fyrir Thor að þetta sé einhvers staðar til eins og hann orðar það í viðtali. Það er bókel- skandi íslendingum mikilvægt. Vissulega eru greinamar mismunandi og eiga þar af leiðandi misjafnan rétt til að varðveitast. En margar eru líka þess eðhs og gerðar að þær munu lifa. Eldur í laufi Höfundur: Thor Vilhjálmsson. Útgefandi: Mál og menning. Reykjavík 1991. TRYGGINGASTOFNUN JJ7RÍKISINS Lyfjaskírteini útgefin fyrir 1. júlí 1991 falla úr gildi um áramót Handhafar lyfjaskírteina, sem gefin voru útfyrir reglu- gerðarbreytinguna 1. júlí 1991, verða að endurnýja þau nú. Þau falla úr gildi um áramótin óháð áritun um annan gildistíma. Hafa þarf samband við lækni vegna umsóknar um lyfjaskírteini. Tryggingastofnun ríkisins VINNINGSNUMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins ------ Dregiö 24. desember 1991. - FORD EXPLORER XLT: 43089 BIFREIÐ AÐ EIGIN VALI EÐA GREIÐSLA UPP í ÍBÚÐ. VERÐMÆTI KR. 1.000.000: 12740, 65842, 161569 VINNINGAR Á KR. 130.000: Úttekt hjá Byko, Hagkaupum, Japis, Samvinnuferöum-Landsýn, húsgagnaverslun eöa kaupfélagi. 3547 17133 51909 84940 96378 113810 127331 142957 159064 5754 19425 54860 89416 97855 119220 133797 143110 163464 7957 29626 59659 89652 99410 119566 135332 145233 11019 41494 61040 . 92263 106710 120188 139875 149518 15932 44598 82701 92575 107413 124662 140620 150146 16571 45021 84216 93085 112100 126559 142783 154975 VINNINGAR Á KR. 80.000: Úttekt hjá sömu aðilum. 77 24962 54957 68522 79053 88236 102947 135093 159929 3719' 27364 63440 71210 82203 88245 108105 137801 160096 5669 32354 63496 71788 84158 93713 111200 140422 16333 33429 64046 72072 84475 96908 116919 150149 18098 48271 65951 74430 85977 100173 124053 157333 22123 48941 66183 75918 86361 100338 125593 159206 Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins aö Skógarhlíö 8, sími 621414. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuöning. velunnurum 1991, til sjávar og sveita, farsœldar í leik og starfi á árinu 1992 é Krabbameinsfélagiö Töfrar, útgáfufélag íslenskra ungtemplara. sérhafirsig í útgáfu á frœðsluefni umfikniejhamál ungsfólks. T Ö F R A R ÚTGÁFUFÉLAG ÍUT BARÓNSSTÍG 20 101 Reykjavík Síml 91-21618

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.