Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 39
MANUDAGUR 30. DESEMBER 1991. 47 Afmæli Ari Sigurjónsson Ari Sigurjónsson, stýrimaður og nemi í Tækniskóla íslands, Ljós- vallagötu 14, Reykjavik, verður fer- tugurá morgun. Starfsferill Ari er fæddur í Vopnafirði og ólst þar upp til 1962 en eftir það var hann að mestu alinn upp hjá Sigrúnu, ömmu sinni, á Akureyri. Ari gekk í Gagnfræðaskólann og Mennta- skólann á Akureyri og síðar Stýri- mannaskólann í Reykjavík en það- an lauk hann námi árið 1976. Ari fór á sjó með skóla fram til átján ára aldurs en þá varð sjó- mennskan að aðalstarfi. Hann byrj- aði sem formaður á báti 1972 og hefur síðan mestmegnis verið yfir- maður, stýrimaður og skipstjóri á ýmsum skipum. Fyrst á bátum en frá 1979 á skuttogurum. Fyrst frá Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn en svo frá Vopnafirði og Þórshöfn en síðustu fimm ár frá Olafsfirði. Fjölskylda Seinni kona Ara er Erla G. Magn- úsdóttir, f. 31.3.1963, nemi. Foreldr- ar hennar: Einar Magnús Björns- son, bóndi á Svínabökkum í Vopna- firði, látinn, og Sigríður Ásgríms- dóttir. Sonur Ara og Erlu er Viggó Snær, f. 20.8.1991. Fyrri kona Ara var Guðríður Ó. Óskarsdóttir, f. 11.6.1948, húsmóðir. Foreldrar hennar: Óskar Ólafsson, bifvélavirki og fyrrum leigubíl- stjóri, og Lára Loftsdóttir. Böm Ara og Guðríðar: Sigrún, f. 13.5.1978; Stella, f. 30.11.1981; Sigur- jón,f. 30.11.1981. Systkini Ara: Björk, f. 8.6.1949, kennari, maki Þorgils Sigurðsson, læknir, þau eiga tvo syni en Björk átti tvö böm áður; Snorri, f. 30.4. 1960, vistmaður á Kópavogshæli; Ásta, f. 5.4.1963, tölvunarfræðingur, húnáeinadóttur. Foreldrar Ara: Siguijón Þorbergs- son, f. 20.3.1925, fyrrum forstjóri en nú bókari hjá Tanga hf. á Vopna- firði, og Ólafía Dagnýsdóttir, f. 16.7. 1926, kortagerðarmaður hjá Orku- stofnun í Reykjavík. Siguijón og Ólafíaskildu. Ætt Siguijón er sonur Þorbergs Tóm- assonar, bónda í Gunnólfsvík á Langanesströnd og á Fremra-Nípi í Vopnafirði, og seinni konu hans, Sigrúnar Sigurjónsdóttur, ljósmóð- ur á Vopnafirði. Sigrún var dóttir Sigurjóns Jónassonar og konu hans, Sigurbjargar Þorsteinsdóttur, frá Engilæk í Hjaltastaðaþinghá. Sigur- jón Jónasson var tahnn vera laun- sonur Ólafs Stefánssonar, bónda á Gilsárvelli í Borgarfirði eystra. Ólafia er dóttir Dagnýs Bjarnleifs- sonar, skósmiðs á Seyðisfirði og síð- ar í Reykjavík, og konu hans, Stein- unnar Sigurðardóttur. Dagnýr var sonur Bjarnleifs Jónssonar, skó- smiðs frá Sauðárkróki, og konu hans, Ólafíu Kristínu Magnúsdóttur Jónssonar, frá Ráðagerði á Seltjam- arnesi. Dagnýr var bróðir Bjarnleifs Ari Sigurjónsson. Bjarnleifssonar, ljósmyndara DV. Steinunn var dóttir Sigurðar Eiríks- sonar (í Berlín), fiskilóðs á Seyðis- firði, er ættaður var frá Mjóafirði, og seinni konu hans, Lilju Finn- bogadóttur en hún var dóttir Finn- boga Lárussonar frá Búðum á Snæ- fellsnesi en hann var fjórgiftur. Lilja var dóttir hans af fyrsta hjónabandi. Jakob Jón Hálfdanarson Jakob Jón Hálfdanarson tækni- fræðingur, Sundlaugarvegi 31, Reykjavík, verður fimmtugur á ný- ársdag. Starfsferill Jakob er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk verslunar- prófi frá Verslunarskóla íslands 1961 og prófi í tæknifræði frá Tækni- skóla Þrándheims í Noregi 1967. Jakob hóf störf hjá Vegagerð ríkis- ins sem mæhngamaður í sumar- vinnu 1956 og sem tæknifræðingur 1967. Hann skipulagði Vegahand- bókina við fyrstu útkomu hennar 1973 og hefur verið ritstjóri hennar síðan. Jakob hefur unnið við gerð hringsjáaímörgár. Fjölskylda Jakob kvæntist 8.7.1967 Margréti Sveinsdóttur, f. 3.4.1947, ritara. For- eldrar hennar: Sveinn Viggó Stef- ánsson, skrifstofumaður, ogMar- grét Guðmundsdóttir Björnsson. Böm Jakobs og Margrétar: Þórný Björk, f. 26.12.1967, tækniteiknari, maki Valdimar Reynisson, um- hverfisfræðingur, þau eiga eina dóttur, Sunnu Mjöll, f. 6.9.1990; Jón Víðis, f. 7.1.1970; Hlynur Sveinn, f. 31.12.1970. Systkini Jakobs: Hhdur Árdís, f. 22.2.1931, maki Karl Karlsson, þau eiga þijú böm; Hadda Árný, f. 12.6. 1935, maki Gunnar Jóhannesson, þau eiga þrjá syni; Jón Grétar, f. 29.5.1947, maki Kristín Steinsdóttir, þaueigaþrjúböm. Foreldrar Jakobs: Hálfdan Eiríks- son, f. 24.6.1901, d. 28.5.1981, kaup- maður í Kjöti og fiski og síðar fuh- trúi á skattstofunni, og Þómý Víðis Jónsdóttir, f. 27.4.1904, d. 7.12.1955. Seinni kona Hálfdanar var Margrét G. Bjömsson, f. 14.11.1917. Ætt Hálfdan var sonur Eiríks, ljós- myndara og smiðs á Húsavík, Þor- bergssonar, og Jakobínu, systur Jóns Ármanns bóksala, fóður Áka Jakobssonar, fyrrv. ráðherra. Jak- obína var einnig systir Aðalbjargar, móður Jakobs Gíslasonar raforku- málastjóra. Jakobína var dóttir Jak- obs, b. á Grímsstöðum, eins af stofn- endum KÞ og framkvæmdastjóra þess, Hálfdanarsonar. Móðir Jakob- ínu var Petrína Kristín Pétursdóttir, b. í Reykjahlíð, bróður Sólveigar, móður Kristjáns dómstjóra og ráð- herra, Péturs ráðherra og Stein- gríms, sýslumanns og alþingis- manns, Jónssona, ömmu Haralds Guðmundssonar ráðherra og langömmu Jóns viðskiptaráðherra. Pétur var sonur Jóns, prests í Reykjahhð og ættfóður Reykjahhð- Jakob Jón Hálfdanarson. arættarinnar, Þorsteinssonar. Þórný var systir Maríu, móður Herdísar leikkonu og Vhhjálms, for- stöðumanns borgarskipulagsins, Þorvaldsbama. Þómý var dóttir Jóns Þveræings, b. á Þverá í Laxár- dal, Jónssonar og Herdísar Ás- mundsdóttur frá Stóru-Vöhum í Bárðardal. Móðir Þómýjar var Halldóra Sig- urðardóttir, b. í Kollsstaðagerði, Guttormssonar, alþingismanns á Amheiðarstöðum, bróður Margrét- ar, langömmu Guttorms, föður Hjörleifs alþingismanns. Móðir Sig- urðar var Hahdóra Jónsdóttir, vef- ara frá Krossi í Landeyjum, Þor- steinssonar. Kjartan Kristófersson Kjartan Kristófersson, vaktmaður hjá Hitaveitu Suðumesja og fyrrv. sjómaður, Heiðarhrauni 49, Grinda- vík, er sextugur í dag. Starfsferill Kjartan er fæddur í Reykjavík og ólst upp þar og á Snæfehsnesi. Hann tók gagnfræðapróf hjá Þorgrími Sig- urðssyni, presti á Staðastað, og var síðar við jámsmíðanám í Lands- smiðjunni, eða 1950-53. Kjartan vann almenna verkamannavinnu á unglingsárum og eftir dvöldina í Landssmiðjunni fór hann á sjóinn sem var starfsvettvangur hans í hð- lega aldarfjórðung. Að lokinni sjó- mennsku réðst hann th Hitaveitu Suðumesja og hefur starfað þar síð- an og sem vaktmaður síðustu 8-9 árin. Kjartan varformaður Sjómanna- og vélstjórafélagsins í Grindavík í 10 ár, í stjóm Sjómannasambands íslands, í 6 ár sem aðalmaður og 2 ár sem varamaður og í bæjarstjóm Grindavíkur sem fuhtrúi Alþýðu- bandalagsins í tvö kjörtímabh. Hann hefur setið í ýmsum ráðum og nefndum tengdum þessum störf- um og á ennfremur sæti í miðstjórn Alþýðubandalagsins. Helsta áhuga- mál Kjartans er bókalestur. Fjölskylda Kjartankvæntist31.12.1958 Haf- dísi Guðmundsdóttur, f. 3.9.1936, húsmóður. Foreldrar hennar: Guð- mundur Sveinbjömsson og Þor- gerður Hahdórsdóttir en þau em bæðilátin. Dætur Kjartans og Hafdísar: Val- gerður Áslaug, f. 17.4.1968, banka- starfsm., maki Guðmundur Áma- son trésmiður, þau eiga einn son, Óskar Geir; Þorgerður, f. 10.7.1972. Fóstursynir Kjartans og Hafdísar: ÞráinnKristinsson, f. 24.2.1961, starfsm. Skífunnar, maki Sigurborg Kristjánsdóttir, en hún á einn son, Kristján Birni Sigurborgarson; Ein- ar Sævar Kjartansson, f. 4.5.1962, sjómaður, hann á einn son, Jón Kjartan. Dóttir Kjartans er Ásta, f. 22.11.1951, húsmóðir í Ástralíu, maki Hahdór Waagfjörð, þau eiga tvöböm. Systkini Kjartans: Þóra ósk; Auð- ur húsmóðir; Þór, en hann lést í æsku. Foreldrar Kjartans: Kristófer Ósk- ar Vigfússon, f. 12.10.1907, d. 11.3. Kjartan Kristótersson. 1941, sjómaður, en hann fórst með Reykjaborginni, og Þórlaug Marsi- bh Sigurðardóttir, f. 17.11.1903, d. 14.12.1987, húsmóðir, hún var ættuð úr Hnappadalssýslu en bjó lengst af í Reykjavík, seinni maður hennar var Þráinn Sigurbjörnsson, nú vist- maður á Skjóh í Reykjavík. Kjartan er að heiman á afmælis- daginn. Stefanía Stefánsdóttir, Bleiksárhhð 56, Eskifirði. Guðbjörg Sigurðardóttir, Seljahhð 13 C, Akureyri. hreppi. Dóra F. Jónsdóttir, Bjarmalandi 13, Reykjavík. Árdís Svanbergsdóttir, Hamrageröi 26, Akureyri. SverrirBjörnsson, Brautarholti, Staðarhreppi. Böðvar Ámundason, Hörpugötu 11, Reykjavík. Hahdór B. Jakobsson, Skólavörðustíg23, Reykjavík. Sigrún Guðbrandsdóttir, Víðhundi 24, Akureyri. Ingþór Hailbjörn Óiafsson, Laufhaga 15, Selfossi. Sveindís H. Pétursdóttir, Einholti 1, Akureyri. Ólafur Pétursson, Álftagerði, Seyluhreppi. Benedikt B. Guðmundsson, Sóltúni 16, Keflavík. Viggó Jósefsson, Laugalæk 1, Reykjavík. 60 ára_________________________ Sigfús A. Áreiíusson, Geldhigsá, Svalbai’ðsstrandar- 40ára_________________________ Ágústa Pála Ásgeirsdóttir, Leirutanga27, Mosfehsbæ. Sigríður Garðarsdóttir, Miðhúsum II, Akrahreppi. Sigurlaug Kristjánsdóttir, Túngötu 16, Grenivík. Ólafur Sigurðsson, V / Vesturgötu 14 A, Keflavík. Jónína Þorbjörg Haligrímsdóttir, Holtagerði 66, Kópavogi. Jónas Davíðsson Jónas Daviðsson iðnverkamaður, Einimýri 3, Akureyri, verður átt- ræðurámorgun. Fjölskylda Jónas er fæddur í Daðagerði í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði og bjó þar fyrstu tuttugu og tvö ár ævinnar en frá þeim tíma hefur hann verið búsettur á Akureyri. Jónas hefur stundað landbúnaðar- og skómíða- störfumævina. Jónas kvæntist 17.6.1942 Svan- borgu Magneu Sveinsdóttur, f.27.2. 1912, húsmóður. Foreldrar hennar: Sveinn Benediktsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Böm Jónasar og Svanborgar: Sveinn, f. 30.7.1948, húsasmiður á Akureyri, maki Guðný Anna Theó- dórsdóttir, þau eiga tvö böm; Anna, f. 10.2.1951, húsmóðir á Akureyri, maki Kristján Ámason, þau eiga tvö böm. Jónas Daviðsson. Jónas eignaðist fimm systkini en þrjú þeirra em látin. Foreldrar Jónasar: Davíð Jónsson bóndi og Anna Þorleifsdóttir hús- freyja, en þau bjuggu í Daðagerði lengstaf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.