Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992. Fréttir Vilja gera lítinn mann á ís- landi að stríðsglæpamanni - segirEðvaldHinriksson „Gyðingar voru ofsóttir af nasist- um og nú ofsækja þeir aöra. Þeir sem eitt sinn eru ofsóttir ofsækja aðra. Það er staðreynd. Nú vilja þeir gera lítinn mann á íslandi að stríösglæpa- manni. Þeir vita ekki hvað þeir eru að tala um. Ég neita öllum ásökunum á hendur mér um stríðsglæpi. Því hefur veriö haldið fram að ég hafi látið handtaka fólk og drepa þaö. Ég er saklaus af því. Þetta er ekki í fyrsta skiptiö sem ég er ásakaður um stríðsglæpi, þetta er í þriðja skiptið sem ég er sakaður um þá,“ segir Eðvald Hinriksson sem Wiesenthalstofnunin í ísrael sakar um morð og ofsóknir á hendur gyð- ingum. Aðstoðar- lögreglustjóri Eðvald var aðstoðarlögreglustjóri pólitísku lögreglunnar í Tallinn í Eistlandi í upphafi stríðsins. Á með- an hann gegndi því starfi er hann ekki ekki aðeins sakaður um að hafa látið handtaka gyðinga heldur einnig að taka þátt í drepa þá. Meðal sakar- giíita á hendur honum er að hafa nauðgað 14 ára stúlku, Ruth Ruben, áður en hann myrti hana. Hann er einnig sakaöur um að hafa verið handbendi Gestapó meðan hann sat í fangabúðum þeirra á stríösárunum en hann var handtek- inn 12. desember 1943. Var Eðvald fangi Þjóðveija næstu tvö og hálft árið. A báðum stöðum er hann sak- aður um hafa tekið þátt í moröum á almennum borgurunum. Eðvald segist vera saklaus af þess- um ásökunum. Gyðingaofsóknir í Eistlandi hafi ekki hafist fyrr en Þjóðverjar réðust inn í landið og hann hafi aldrei unnið með nasistum meðan hann sat í fangabúðum þeirra. Þaö hafi farið fram stríðsglæparétt- arhöld í Svíþjóö yfir honum að hans eigin ósk. Hann hafi verið sýknaður af öllum ákærum þar og ef íslensk yfirvöld vilji geti þau kynnt sér öll málsgögn varðandi réttarhöldin. Eðvald flutti til íslands 1946 frá Svíþjóð en þangað hafði hann flúið er Sovétmenn hernámu Eistland. Árið 1960, þegar kalda stríðið stóð sem hæst, birtust fréttir í Þjóðviljan- um þar sem Eðvald var ásakaður um stríðsglæpi og bendlaður við afdrif eistneskra gyðinga. Þekki nöfnin ekki Eövald segist kannast við nafn Rut Ruben þar sem hann hafi séð það í Þjóðviljanum en annað kannist hann ekki við af því sem stendur í bréfi því er Wiesenthalstofnunin aíhenti Davíð Oddssyni í fyrrakvöld. „Ég vísa öllum ásökunum á bug, þær eru rangar,“ segir Eðvald. Hann segist ekki vita hver standi á bak viö þessar ofsóknir á hendur honum og hann vilji fá skýringar á því hjá íslenskum yfirvöldum. Eð- vald bætir við að ef hann vissi hverj- ir stæðu þama á bak við gæti hann betur áttað sig á þessu máli. Eina fólkið sem hann grunaði nú um þennan málatilbúnað á hendur sér væri eða gæti verið rússneskir gyð- ingar. Þegar hann er spurður hvort hann myndi vilja fara til ísraels og láta fara fram ný réttarhöld yfir sér segir hann: „Ef það eiga að fara fram ný réttar- höld yfir mér þá eiga þau aö fara fram á íslandi. Það er ættland mitt nú og ég er íslenskur ríkisborgari. Á þessu landi vil ég eyða ævikvöldinu í friði og ró.“ -J.Mar Bréf Wisenthalstofnun- arinnar til Davíðs Ég verð að minnast á mál sem er áhyggjuefni fyrir gyðinga um allan heim. Á íslandi býr Eðvald Mikson sem nú gengur undir nafninu Hin- riksson. Hann er illræmdur stríðs- glæpamaður sem vann ódæðisverk á óbreyttum borgurum í Eistlandi, gyðingum og öðrum, segir í bréfi sem Efrain Zuroff, yfirmaður Wisenthal- stofnunarinnar í Jerúsalem, afhenti Davíð Oddssyni í fyrrakvöld. í bréfinu kemur og fram að Mikson hafi verið aðstoðarlögreglustjóri í pólitísku lögreglunni á einni af lög- reglustöðvum Tallinborgar. Hann hafi sem slíkur ekki aðeins handtekið gyðinga heldur einnig tek- ið þátt í að drepa þá. Meðal fómarlamba hans hafi verið 14 ára stúlka, Rut Ruben, sem Mik- son hafi nauðgað áður en hann myrti hana. Mikson er einnig gefið aö sök í bréf- inu að hafa verið rannsóknarmaður fyrir Gestapo í Tartú-fangabúðun- um. Á báðum þessum stöðum á hann að hafa tekið beinan þátt í ofsóknum og morðum á óbreyttum borgumm. Fjölmiðlar í Eistlandi hafa oft greint frá því að Mikson búi á ís- landi og dvöl hans hér á landi sé blettur á landinu. Það er skorað á forsætisráðherra að gera ráðstafanir til þess að ísland verði ekki lengur skjól fyrir stríðs- glæpamann nasista, Eðvald Mikson, og hann beðinn að kanna það hvort hér sé að finna fleiri stríðsglæpa- menn sem hafi flúið hingað til lands og búi hér enn. Svo er sú ósk látin í ljós að forsætis- ráðherra pjóti dvalar sinnar í ísrael og heimsókn hans verði til þess að auka skilning hans á nauðsyn þess að draga þá sem stóðu að helförinni fyrir dómstóla. J.Mar Taka ber Wiesenthal-stof nunina alvarlega - segir Þór Whitehead „Wiesenthal-stofnunin hefur kom- ið upp um fjöldann allan af stríðs- glæpamönnum nasista og hún hefur safnað miklum upplýsingum um þá. En starfsmenn stofnunarinnar era hins vegar ekki óskeikulir fremur en aðrir rannsóknarmenn. Engu að síð- ur hljóta allir að taka þaö alvarlega sem frá Wiesenthal-stofnuninni kemur,“ segir Þór Whitehead, pró- fessor í sagnfræði. „Það er mér hins vegar óskiljanlegt hvers vegna gyöingar hafa ekki hreyft við máli Eövalds fyrr en allt í einu nú því hafi þeir á annað borð viJjað fá hann leiddan fyrir rétt þá hefur það aldrei verið neitt leyndar- mál að hann byggi hér.“ Þór telur hugsanlegt að ásakanir Wiesenthal-stofnunarinnar á hendur Eðvald byggist á tveimur þáttum; annars vegar réttarhöldunum í Sví- þjóð árið 1946 og hins vegar bók þeirri er Saar ritaði og Ámi Berg- mann byggði grein sína á í Þjóðvilj- anum árið 1961. í ævisögu sinni greinir Eövald frá réttarhöldunum yfir sér. Hann segir meðal annars aö af 33 vitnum sem vom leidd fram við réttarhöldin hafi 27 fullyrt að þau þekktu hann per- sónulega og væm þess fullviss að hann væri sannfærður eistneskur fóðurlandsvinur sem hefði alltaf unnið að málefnum ættjarðarinnar. Hann fjallar síöan sérstaklega um fimmmenningana sem vitnuðu á móti honum í réttarhöldunum. „Það sem Wisental varö meðal ann- ars frægur fyrir vom ásakanimar á hendur Waldheim um gyðingaof- sóknir í seinna stríðinu. Þær leiddu meðal annars til þess að þaö var sett á laggirnar nefnd sagnfræðinga. Hún sýndi fram á aö Waldheim var ekki viðriðinn glæpi en hann hlaut aö hafa vitað af þeim. Stofnunin hefur hins vegar ekki alltaf fariö meö rétt mál. Hún hefur til að mynda viðurkennt að stríðs- glæpamaöurinn Demjanjuk hafi ekki verið sá sem menn töldu hann vera. Hann var leiddur fyrir rétt en neitaði þvi statt og stöðugt aö hann væri þessi maður. Nýjar upplýsingar frá Rússlandi staðfesta væntanlega það sem maðurinn hélt fram. í Rússlandi em nú aö opnast skjalasöfn sem hafa verið lokuð fram á þennan tíma. í þessum söfnum er að finna skjöl sem voru hertekin frá Þjóðveijum svo og skjöl sem Sovét- stjómin safnaði um gyðingamorð og samtök gyðinga sem vom starfandi í Sovétríkjunum á stríðsárunum. Stalínstjómin hóf sjálf ofsóknir á hendur gyðingum og þá vom þessi skjöl læst inni því Sovétmenn vildu gera lítið úr ofsóknum nasista á hendur gyðingum. Stalín ætlaði sér skömmu fyrir dauða sinn að láta ílytja gyðinga í búðir í Síberíu. Nú er almenningi og fræðimönnum heimilt að skoða þessi skjöl og í þeim er meðal annars að finna upplýs- ingar um gyðingamorð í ýmsum af- skekktari hlutum Sovétríkjanna." -J.Mar Eövald Hinriksson blaðar i skjölum á heimili sínu i gær. Með honum er sonur hans, Atli Eðvaldsson. DV-mynd GVA Dagurinn var gíf urlega erf iður - segir AtllEðvaldsson „Ég var fjögurra ára árið 1961 þegar mál pabba varð að blaða- máli. Ég hef enn ekki gleymt þeim degi þegar ljósmyndarinn stillti okkur upp og bað okkur að brosa. Samt var ég bara fjögurra ára og skildi ekki hvað málið gekk út á,“ segir Atli Eðvaldsson, sonur Eð- valds Hinrikssonar. „Gærdagurinn var gífurlega erf- iður hjá fjölskyldunni. Það linnti ekki látum eftir aö ég kom til pabba fimm mínútum áður en hádegis- fréttimar í útvarpinu byijuðu. Um leið og ég var að byija að útskýra fyrir honum hvað væri í vændum hófust fréttimar og í þeim var hann ásakaður um stríðsglæpi. Dóttursonur hans og sonarsonur, sem eru sjö og níu ára gamlir, heyrðu þetta í útvarpinu. Það hlýt- ur hver og einn að geta ímyndað sér hugarástand lítilla bama sem heyra slíkar fréttir og hafa skilning á þeim. Kvöldið áður sáu strákam- ir í sjónvarpinu fjöldamorðingja sem dreginn hafði verið fyrir rétt og dæmdur fyrir morð og nauðgan- ir. Menn sem geta staðið og kastað steinum úr glerhúsi óundirbúið mega hafa mikið á samviskunni. Pabbi hefur breitt bak og hann kemst í gegnum þetta. Það er allt annað mál með börnin 7 til 9 ára gömul. Þau eru farin að hafa fullan skilning á því sem fer fram í kring- um þau. Þetta er þvílíkt áfall fyrir drengina að maður getur varla ímyndað sér það. Hvernig er hægt að bæta bömun- um þetta upp eða honum fóöur mínum ef það kemur upp úr dúm- um að ásakanimar á hendur hon- um verði dregnar til baka. Ég veit ekki hver réttur hans er í þessu máli. Mér finnst það furðulegt að menn sem fóðmuöu fóður minn þegar hann grét yfir sjálfstæði Eistlands, einn af þeim fáu sem börðust fyrir sjálfstæði síns lands, skuli ekki hafa látið í sér heyra. Það er þó einn stjómmálamaður, Ingi Björn Albertsson, sem hefur haft sam- band við pabba hann sendi honum svohljóðandi kveðju: Trúi þér, trúi á þig, stend með þér. Enginn annar vandalaus hefur haft samband þrátt fyrir að tugir manna hafi tek- ið í höndina á honum þegar Eist- land fékk sjálfstæði. Ég spyr, hvar er þetta fólk nú? Það er oft skammt stórra högga á milli.“ -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.