Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Side 4
Fréttir MIÐVIKÚDÁGU'R 19. FEBRÚAR 1992. Vatnssölumál í Hafnarfirði: Aðaltengiliðurinn er á fjögurra ára skilorði „Viö munum bara bíöa átekta. Ef ekkert hefur gerst í málinu í vor fell- ur samningurinn sjálfkrafa úr gildi. Þá verða aö liggja fyrir sölusamning- ar, svo og fjármögnunarsamningar, sem bæjaryfn-völd meta gilda áður en vatnstaka hefst. Viö höfum engu að tapa í málinu þannig aö viö höfum engar áhyggjur,“ sagöi Guömundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafn- arfirði, er DV spurði hann um samn- ing bæjarins við Vatnsberann hf. Vatnsberinn hf. hefur sem kunnugt er gert samning viö bandaríska fyrir- tækiö United Gulf Trading Inter- national, sem er í Kalifomíu, um stórfelldan útflutning á vatni, eink- um til Saudi-Arabíu. Eigandi þess, Donald Rocco, var starfandi tann- læknir í heimalandi sínu þar til áriö 1990. Þá var hann staðinn að trygg- ingasvikum og hlaut fjögurra ára skilorðsbundinn dóm. Hann er þvi á skilorði nú. Fyrir nokkrum árum var Rocco ákærður fyrir aö hafa kókaín undir höndum en var þá sýknaöur. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflaö sér stofnaði Rocco fyrir- Frá undirskrift á samstarfssamningi Vatnsberans hf. og bandaríska fyrirtækisins United Gulf Trading. Þórhallur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Vatnsberans, og dr. Donald Rocco undirrituðu samninginn. DV-mynd GVA tæki sitt í desember 1990. Það er á heimili hans í Carmel by the Sea í Kaliforníu. Viðskiptabankar þess eru í Evrópu, aðallega í Sviss, að því er hann segir sjálfur. Hann hefur ekki viljað gefa upp neinar veltutölur hjá fyrirtækinu þann tíma sem það hefur verið starfrækt en samkvæmt upplýsingum DV nema umboðslaun þess á árinu 1991200.000-400.000 doll- urum, eða allt að 23 milljónum ís- lenskra króna. Bergur Guðnason er lögmaður Roccos hér á landi. Þegar blaöamaö- ur DV ræddi við lögmanninn fyrir um það bil tveim vikum fullvissaði Bergur hann um aö Donald Rocco væri með hreinan skjöld. Síðan hefur hann sagt í fjölmiðlum að honum hafi lengi verið kunnugt um að Bandaríkjamaðurinn sé á fjögurra ára skilorði. Bergur kvaðst ekki vilja tjá sig um þetta mál við DV að öðru leyti en því að það breytti engu þótt það hefði komist í fjölmiðla. „Við höldum okkar striki - og búið,“ sagði hann -JSS Klippt á viðskiptin við United Gulf Trading: Höfum dregið allar ábyrgðir til baka - segir fr amkvæmdastjóri Vatnsberans „Við höfum dregið allar fjárá- byrgðir, sem við höfum veitt United Gulf Trading Intemational, til baka í dag,“ sagði Þórhallur Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri Vatnsberans hf. í Hafnarfirði, viö DV. Þórhallur fullyrti að hann hefði ekki haft hugmynd um „þennan blett á fortíð" Roccos, forstjóra United Gulf Trading Intemational, fyrr en sl. fimmtudag. Þau tíðindi að hann væri á fjögurra ára skilorði hefðu komiö sér gjörsamlega í opna skjöldu. „Við firrum okkur allri ábyrgð vegna þessa manns," sagöi hann. „Hann hefur aðeins verið tengiliður milli okkar og Hani Achmeds hjá OMNI-fyrirtækinu sem selur vatnið beint til Saudi-Arabíu. Við eram nú komnir í beint samband við hinn síð- amefnda opg höfum gert honum ljóst að við ætlumst til þess að öll gögn, sem hann hefur lofaö okkur, verði komin í okkar hendur fyrir mánaða- mótin. Við höldum þessu ekki áfram nema öll atriði séu á hreinu. Við höfum látið kanna fyrirtæki Achmeds í gegnum bandaríska sendiráðið,' svo og Verslunarráð ís- lands. Meira getum við ekki gert í stöðunni. Við hljótum að treysta upp- lýsingum sem við fáum í gegnum þessa aðila.“ Þórhallur sagði að rúmlega tuttugu aðilar hefðu skrifað sig fyrir hlutafé í fyrirtækinu. Söfnun fyrir B-flokk stæði nú yfir. Hefði verið fyrirhugað að safna allt að hundrað milljóna hlutafé. Ekki væri séð fyrir endann á því hvemig þeirri söfnun reiddi af eftir þessi tíðindi. Þau hlutafjárlof- orð, sem skrifað hefði verið undir, væru bindandi. Hins vegar yrðu við- komandi leystir undan loforðunum væri farið fram á slíkt. „Ef fólk trúir ekki á þá samninga, sem við erum að vinna að, munum við leysa það undan öllum kvöðum." -JSS í dag mælir Dagfari Money, money! Landssamband lögreglumanna hefur krafist þess að Róbert Tí austi Ámason sendiherra verði rekinn úr starfi. Ekki stafar þessi krafa lögreglumanna af því að löggan sé farin aö segja utanríkisþjón- ustunni fyrir verkum, heldur er ástæðan sú að „Landsambandið getur hvorki fellt sig við þaö ógeð- fellda og lágkúrulega skopskyn, sem embættismaðurinn opinberar, né þá lítilsvirðingu og fyrirhtningu sem hann hefur sýnt undirmönn- um sínum með framkomu sinni“. Tilefni þessara ummæla er út- varpsþátturinn Reykjavík síðdegis, þar sem sendiherrann sat fyrir í viðtali vegna uppsagna lögreglu- manna í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar. Róbert Trausti hefur haft þaö verkefni að gera tillögur um breytta skipan öryggismála í flug- stöðinni og nú er búið að segja þar upp öllum mönnum nema einum sem vaktar flugstöðina í stað sér- sveitarinnar áður. Þátturinn end- aði með því að sendiherrann fékk leyfi til að velja sér lag og bað hann um „Money, money“ með ABBA, með sérstakri kveðju til lögreglu- mannanna í flugstöiðinni. Landssamband lögreglumanna tekur fram að þessar uppsagnir hafi komiö sér illa fyrir þá lög- reglumenn sem störfuðu í flugstöð- inni. Ekki aðeins sjái þeir nú á eft- ir störfum sínum heldur líka drjúg- um hluta tekna sinna. Þessar bús- ifiar lögreglumanna hefur sendi- herrann í flimtingum og skopast að þeim, að sögn Landssambands- ins. Sendiherrann var sem sé of fyndinn til vera nógu fyndinn fyrir skopskyn lögreglunnar. Nú er það að vísu svo að menn hafa misjafnt skopskyn og ekki getur veslings sendiherrann gert að því þótt kímnigáfa hans fari ekki saman við kímnigáfu lög- reglumanna, enda lögreglan þekkt fyrir annað heldur en íslenska fyndni. Sendiherrar era heldur ekki sérstaklega landsfrægir fyrir skopskyn, ef þaö þá finnst eitthvað svoleiðis skyn í utanríkisþjón- ustunni. Þess vegna kom það skemmtilega á óvart aö lögreglan skuli halda að Róbert Trausti hafi verið að reyna aö vera fyndinn með því að biðja um lagið með ABBA flokknum. Ekki þannig að Dagfari hafi velst um af hlátri, en ef þetta átti að vera sniöugt er sjálfsagt að leyfa manninum að halda að hann hafi verið bæði fyndinn og sniðug- ur með því að tileinka lögreglu- mönnunum lag um peninga, úr því að þeir eru að rífast út af pening- um. Deilan um öryggisgæsluna snýst nefnilega alls ekki um örygg- isgæsluna heldur um það hvort nokkrir lögreglumenn fái að ganga þar um meö byssu á fullu kaupi. Landssambandið segir að lögreglu- mennimir missi dijúgan hluta af tekjum sínum og það er einmitt kjami málsins. Ef Landssambandinu verður að ósk sinni og sendiherrann rekinn úr starfi, er það víti til varnaðar fyrir aðra opinbera starfsmenn, hvort heldur í löggæslu eða utan- ríkisþjónustu. Þeir eiga ekki að reyna að vera fyndnir á kostnaö annarra. Þaö getur kostað þá starf- ið. Lögreglumenn hafa ekki sama húmor og sendiherrar og sendi- herrar verða reknir ef þeir móðga lögreglumenn. Framvegis veröur og að gæta þess að ráða eingöngu þannig fólk í þessi störf að engin hætta sé á því að það hafi skopskyn eða þá að það hafi þannig skopskyn að ekki komi að sök þegar lög eru spiluð í útvarp- inu. Ólíklegustu menn geta fyrst við þegar þeir heyra annarleg lög í útvarpi og heimtað brottrekstur þeirra húmorista sem spila lög sem lögreglumenn geta móðgast út af. Það borgar sig engan veginn fyrir einn né neinn að fá alla lögreglu- stéttina upp á móti sér fyrir þá sök eina að hafa glapst til aö biðja um óskalag í venjulegum útvarpsþætti. Löggan hefur kannske nóg að gera, en hún hefur sko tíma til að fylgj- ast með útvarpinu og vei þeim sem ætlar að ögra skopskyni lögreglu- manna. Ef Róbert Trausti sendiherra verður rekinn úr starfi, eins og Landssamband lögreglumanna hefur krafist, mun það verða í fyrsta skipti í íslandssögunni sem opinber starfsmaöur víkur úr starfi fyrir að hafa vitlaust skop- skyn. Svona getur skopskynið snú- ist upp í andhverfu sína þegar hú- moristarnir taka sjálfan sig of al- varlega. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.