Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. Fréttir 6-8 milljarða kostar að stöðva gróðureyðinguna „Það eru þrjú meginatriði sem þurfa að koma til ef það markmið á að nást að stöðva eyðingu jarð- vegs og gróöurs fyrir aldamót eins og segir í ályktun Alþingis. Það er í fyrsta lagi verulega auknar íjár- veitingar til þessa málaflokks, í öðru lagi tiltrú þjóöarinnar allrar á að þetta sé hægt og í þriðja lagi markviss beitarstjórnun á eyðing- arsvæðunum,“ segir Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri. Ríkis- stjómin hefur lýst þeim vilja sínum að eyðing jarðvegs og gróðurs verði stöðvuð fyrir aldamót þar sem þess er kostur og Alþingi hefur tekið undir með ályktun um það mál. Á ráðstefnu um verndun og end- urheimt landkosta á Húsavík á dögunum komu fram ýmsar at- hyglisverðar upplýsingar um þá jarðvegseyðileggingu sem á sér stað á hálendinu og víðar um land og þær breytingar sem orðið hafa á stærð gróðurlands. Yngvi Þor- steinsson hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins sagði þar m.a. að við landnám hefðu um 65 þúsund ferkílómetrar verið grónir en í dag séu þeir aðeins 25 þúsund. Þá kom fram hjá Ólafi Arnaids hjá sömu stofnun að á verstu rofabarðasvæð- um landsins töpuðust um 10% gróðurlands á hveiju ári. Breyta þarf forgangsröð „Það er verið að vinna að úttekt og ítarlegri áætlanagerð fyrir það verkefni í heild að stöðva eyðingu Náttúruperlan Dimmuborgir við Mývatn er aö færast á kaf í sand. jarðvegs og gróðurs fyrir aldamót og það hefur heyrst að sú upphæð sem leggja þurfi til þessa máls nemi 6-8 milljörðum króna,“ segir Sveinn Runólfsson. „Ef landsmenn telja að okkur beri siðferðisleg skylda til að takast á við þetta verk- efni þarf að breyta forgangsröðun í ijárveitingum til hinna ýmsu verkefna sem bíða þjóöarinnar. Ég vil leggja áherslu á að þegar því markmiði um stöðvun eyðingar- t) P íöfiir verður á heldna SYNING HJÁ BÍLASÖLU RÓBERTSIKEFLAVIK 1 1 1 J !1 L J ROBERTS HAFNARGÖTU 88 KEFLAVÍK • SÍM111900 Það verður glæsileg bílalest sem heldur til Ketlavíkur um helgina. Fremstur og alls staðar í sérflokki fer Cherokee; jeppi og glæsivagn sem gerir þér kleift að takast á við tvo heima samtímis. Fast á hæla hans koma hinir lipru og kraftmiklu bræður, Peugcot 405 sem er búinn öllum þægindum og öryggi fyrir eldlínu umferðarinnar og Peugeot 106, spameytni bíllinn með stóru kostina. Síðast en ekki síst skal telja iiina rúmgóðu Skoda Favorit og Forman, kraftmikla bíla sem fara vel á vegi. Komdu við á Bflasölu Róberts, Hafnargötu 88, Keflavík um helgina. Þar finnur þú örugglega bfl við þitt hæfl. Opið fóstudag kl. 10-19, laugardag ki. 10-16 og sunnudag kl. 13-16. JOFUR innar, sem er forgangsverkefni, verður lokiö, bíður okkar áratuga starf við að endurheimta fyrri landgæði. Þaö er hins vegar lang- tíma verkefni og þá þarf aö vinna með náttúrunni sjálfri við að græða þau sár sem eyðing undanfarinna ára hefur skapað." Samvinna við bændur Hvað varðar markvissa beitar- stjórnun sagði Sveinn að unnið væri að því máli í samvinnu við bændur. „Beita uppblásnum svæð- um verður að hætta sem allra fyrst og það lítur reyndar mjög vel út Fréttaljós Gylfi Kristjánsson með það í samvinnu við bændurna sjálfa. Það hefur dregið verulega úr þeirri beit og það mun nást um það heildarsamkomulag." Sveinn segist ekki þora að segja til um það á hversu stóru svæði á landinu ástandið sé orðið mjög al- varlegt en þaö sé stórt. „Það er í gangi samvinnuverkefni milli Landgræðslupnar, Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins og Landmælinga íslands um nýtingu á fjarkönnunartækni til að gera sér grein fyrir heildarstærð þeirra svæða sem gróður og jarðvegur er aö eyðast á. Við beitum tölvum og annarri tækni ásamt vinnu á um- ræddum svæöum til þess aö meta stærð eyðingarsvæðanna og að raða verkefnum í forgangsröð." Dimmuborgir að fara í kaf Nú liggur það fyrir að ástandið er einna verst í Þingeyjarsýslum, á Hólsijöllum og í Skútustaða- og Bárðdælahreppi. Þarna er náttúru- perlan Dimmuborgir við Mývatn sem er að færast á kaf í sand. Hvernig verður brugðist við á þessu svæði? „Það má segja að sandaldan sé komin inn í Dimmuborgirnar og þarna hafa alvarlegir hlutir verið að gerast lengi. Á fyrri hluta þess- arar aldar sást miklu meira af hraunborgunum en í dag því sand- ur flæddi yfir og kaffærði hluta af Dimmuborgum fyrir áratugum. Árið 1944 voru Sandgræðslu ís- lands aíhentar Dimmuborgir til varðveislu og þá tókst í bili að stöðva þetta sandskrið. Hins vegar berst stööugt sandur undan suð- vestanátt inn í borgimar. Okkur tekst hins vegar væntanlega að stöðva þessa sandöldu með sáningu melgresis. En við þurfum líka aö stöðva sandfokið suöur af Dimmu- borgum til að stöðva sandskriðið inn í borgimar sjálfar.“ Afar bjartsýnn Sveinn segist vera afar bjartsýnn á að hvaö varðar fjármögnun þess mikla starfs sem framundan er verði tekið tillit til þeirrar fram- kvæmdaáætlunar sem verið er að vinna og samþykktar Alþingis. „Ákvörðun Alþingis er staðfest í stefnu- og starfsáætlun ríkisstjóm- arinnar. Þetta markmið og þaö verkefni sem framundan er er geysiumfangsmikið. Ef allir lands- menn sameinast um aö takast á við þetta verk og hafa tiltrú á því þá höfum við landgræðslumenn trú á að þetta takist. En það þarf þá aö veita fjárveitingavaldinu þann þrýsting sem þarf til að fjármagn verði veitt til þessara hluta,“ segir Sveinn. NYBYLAVEGI 2 • SÍMI 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.