Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Side 27
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. 27 Hjartasjúklingar vinna upp þrek í HL-stöðinni: Munar mest um að hætta að reykja - segja Kristján Benediktsson og Gylfi Guðnason Þeir Kristján Benediktsson, t.v., og Gylfi Guðnason hafa báöir gengist undir hjartaskurðaðgerð þar sem skipt var um kransæðar. Til að ná upp þreki og síðan viðhalda því hafa þeir komið í HL-stöðina í íþróttahúsi fatl- aðra við Hátún tvisvar í viku. Þar eru um 300 manns vikulega í þjálfun. DV-myndir Brynjar Gauti „Starfsemi stöðvarinnar hefur forðað mörgu fólki frá því að verða öryrkj- ar,“ segir Haraldur Steinþórsson, formaður HL-stöðvarinnar. „Ég tók fyrst eftir því aö eitthvað var að þegar ég var á gangi upp Bankastrætið. Þá þurfti ég að stoppa og kasta mæðinni. Þetta var í desember fyrir rúmu ári. Ég fór til sérfræðings og um miðjan jan- úar var gerð á mér aögerð þar sem skipt var um þrjár kransæðar. Síð- an gerðust hlutirnir hratt. Ég var farinn að hlaupa úti hálfum mán- uði síðar og var allur eins og nýr maður. Ég hætti aö reykja svo að segja strax og ég fann að eitthvað var að. Eftir aðgerðina var mitt fyrsta verk að skunda upp Banka- strætið til að sannreyna að aðgerð- in hefði tekist. Það gekk vel. Síðan hef ég verið í æfmgatímum hjá HL-stöðinni. Þaö hefur mikið gildi að æfa með öðrum sem svipað er ástatt fyrir eða eiga svipaða sjúkra- sögu. Það er hvetjandi og mjög skemmtilegt," segir Kristján Bene- diktsson, fyrrum borgarfuhtrúi, 69 ára gamall. Hann er einn fjöl- margra sem koma reglulega í við- haldstíma HL-stöðvarinnar í íþróttahúsi fatlaðra við Hátún. Hljómfall lífsins Aiþjóða heilbrigðisdagurinn er næstkomandi þriðjudag, 7. apríl. Dagurinn verður helgaður út- breiddasta sjúkdómi veraidar og algengustu dánarorsökinni hjartasjúkdómum. Kjörorð dagsins verður: Hjartsláttur - hljómfall lífsins. Haraldur Steinþórsson, formað- ur stjórnar Endurhæfingastöðvar- innar fyrir hjarta- og lungnasjúkl- inga, HL-stöðvarinnar, segir Landssamtök hjartasjúklinga, Hjartavernd og SÍBS hafa rekið stöðina frá því í apríl 1989. „Starfsemi stöðvarinnar hefur forðað mörgu fólki frá því aö verða öryrkjar. Hjartasúkhngar sem hingað hafa komið eru það hressir að þeir geta haldið störfum sínum áfram ótrauðir eða notið þess enn betur en ella að vera hættir að vinna,“ segir Haraldur. Stöðin var fyrst til húsa á Háaleit- isbraut en starfsemin sprengdi fljótt utan af sér. í .gamla hús- næðinu var pláss fyrir um 130 manns í þjálfun. Síðan var gerður samningur við íþróttafélag fatlaðra um leigu á íþróttahúsi þeirra við Hátún seinnipart dags aha virka daga. Eftir gð stöðin flutti starfsem- ina þangað eru upp undir 300 manns þar í þjálfun og engir bið- hstar. Haraldur segist.ekki vita um viðlíka stöð annars staöar á Norð- urlöndum. Grunnþjálfun og viðhaldsþjálfun Starfsemi HL-stöðvarinnar skipt- ist í tvo hluta, grunnþjálfun og við- haldsþjálfun. í grunnþjálfun fer fólk 6-8 vikum eftir hjartaaðgerð, samkvæmt thvísun frá lækni. Um er að ræða þrekþjálfun, yfirleitt að undangenginni þjálfun á viðkom- andi sjúkrahúsi. í gangi eru tveir 6-8 manna hópar þar sem mjög náið er fylgst með þjálfun hvers og eins, blóðþrýstingur mældur og fylgst með púlsviðbrögðum. Þá eru Haraldur Steinþórsson, formaöur HL-stöðvarinnar, og Ingveldur Ingvarsdóttir yfirsjúkraþjálfi. „mónjtorar“ tengdir við fólk til að fylgjast enn betur með viðbrögðum líkamans við þjálfuninni. Viðhaldsþjálfunin er hugsuð sem framhald af grunnþjálfuninni. Þarf ekki tilvísun frá lækni til að taka þátt en staöfesting þarf að vera fyr- ir hendi um að viðkomandi sé með hjartasjúkdóm. Níu 22/24 manna hópar eru í viöhaldsþjálfuninni, tvisvar í viku. Hjartavöðvinn styrktur „Viðhaldsþjálfunin er hugsuð sem þjálfun fyrir lífstíð en þrek tapast fljótt aftur ef því er ekki haldið við með æfingum. Þjálfunin styrkir hjartavöðvan þannig að örkuþörf hans minnkar. Þá er ekki síður mikhvægt að þjálfunin gerir fólk mun betur í stakk búiö að mæta öðru hjartakasti skyldi þaö koma,“ segir Ingveldur Ingvars- dóttir, yfirsjúkraþjálfari HL-stöðv- arinnar. Magnús B. Einarsson, endurhæf- ingarlæknir á Reykjalundi, er yfir- læknir HL-stöðvarinnr. Grunnþjálfun og viðhaldsþjálfun fer ahtaf fram undir handleiðslu tveggja sjúkraþjálfara og læknir er alltaf th staðar í húsinu. Sjúkra- þjálfari útbúinn talstöð er einnig með í klukkustundar göngutúrum sem farnir eru frá íþóttahúsinu. Þannig er hugsað fyrir öryggi þátt- takenda. Auk hjartahópanna eru einnig 3 hópar fólks í lungnaþolþjálfun eftir þjálfun á Reykjalundi. Auk þjálfunar eru regluleg nám- skeið í gangi um þjálfun og hreyf- ingu, mataræði, streitu og hjarta- sjúkdóma og áhættuþætti þeirra. HL-stöðin er rekin fyrir framlag af fjárlögum hvers árs sem dugar til grunnþjálfunar hjarta- og lungnasjúklinga. Fyrir viðhalds- þjálfun tvisvar í viku greiðir hver þátttakandi 4000 krónur á mánuði. Kristján Benediktsson segir fé- lagsskapinn ómetanlegan og mun æskhegra að æfa saman í hópi en puða hver í sínu horni. „í baði og í búningsklefunum ræðum við hvernig gengur hver hjá öðrum og skoðum örin eftir skurðina," segir Kristján og hlær við. „Ef þessi þjálfun væri ekki fyr- ir hendi væru margir okkar hreinir öryrkjar og gætu ekki unnið sjálf- um sér né þjóðfélaginu neitt gagn.“ Fékkverk í páskafríinu Gylfi Guðnason er 54 ára mennta- skólakennari. Hann varð fyrst var við verk fyrir brjóstinu 1984. „Ég fékk verk í páskafríinu og lagðist á spítala í 10 daga. Ég fékk æðavíkkandi lyf, sprengitöflu, en annars var ekkert gert. Læknarnir ráðlögöu mér eindregið að hætta að reykja en ég sinnti því nú ekki. Ég tók það rólega í nokkra vikur. Þegar æfingarnar hjá HL-stöðinni byrjuðu fékk ég bréf og byijaði strax að æfa. Ég fór síðan í skoðun í júní í fyrra og þá var ástandið orðið þannig að ég varð að fara í aðgerð í London þar sem skipt var um eina kransæð. Fyrst eftir það lét ég mér segjast og hætti að reykja. Læknarnir ytra sögðu að ef ég hætti ekki að reykja væri al- veg eins gott að sleppa því að skera mig, það hefði þá ekkert að segja,“ segir Gylfi. Gylfi hrósar starfsemi HL-stöðv- arinnar eins og Kristján. Þeir fara báðir í göngutúra auk þess að mæta í viðhaldsæfingarnar. Báðir hafa breytt mataræði sínu samfara þjálfuninni. Gylfl hefur þannig al- veg hætt að borða smjör og sykur og minnkaö fituát th muna. Hann segist hins vegar borða reiðinnar býsn af fiski. „Þetta gengur vel enn sem komiö er. Þó vantar mig að ná því þreki sem ég hafði áður en ég fór í aögerð- ina en það kemur. Mesti munurinn var að hætta að reykja," segir Gylfi og þar er Kristján honum hjartan- lega sammála. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.