Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992. 9 Fréttir Mengun vamarliðsins á Heiðarflalli á Langanesi: Varnarmálanef nd er enn í vörn fyrir Bandaríkjamenn - segir Sigurður Þórðarson, einn af eigendum Eiðis sem á land að fjallinu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Afstaöa stjórnvalda í þessu máli hefur reynst mjög bagaleg. Viö höf- um verið að leita eftir því aö geta rætt við herinn um þetta vandamál en Vamarmálaskrifstofan er nán- ast í vörn fyrir Bandaríkjamennina og hefur staðið í vegi fyrir því að það geti tekist," segir Sigurður Þórðarson, einn eigenda eyðibýlis- ins Eiðis á Langanesi. í landi Eiðis er Heiðarfjall þar sem vamarliðið rak um árabil ratsjárstöð og meng- unarmál á fjailinu af völdum hers- ins komust mjög í fréttir á síðasta ári. Sigurður segir að á sínum tíma hafl verið gerður samningur við varnarliðið af hálfu Varnarmála- skrifstofunnar þess efnis að öllum hugsanlegum skaðabótakröfum á hendur varnarliðinu, sem upp kynnu að koma vegna veru Banda- ríkjamanna á Heiöarijalli, yrði af- létt. „Þetta er einstæður samningur og finnst ekki hliðstæða að stjórn- völd taki að sér að semja um að aflétta skaðabótakröfu sem fram kann að koma frá þriðja aðila. Þessi samningur er af öllum lögfræðing- —------ : . ■ llí Mengunarrannsóknir á Heiðarfjalli sýndu að sögn Sigurðar Þórðarsonar að á fjallinu væri mikið um baneitr- aða þungamálma og menn óttast áhrifin á næsta umhverfi fjallsins. um, sem við höfum talað við, sagð- ur kolólöglegur og auk þess hefur hann aldrei verið birtur eða undir- skrifaður af forseta íslands. Banda- ríkjamennirnir visa hins vegar alltaf til þessa samnings og hann þvælist sífellt fyrir,“ segir Sigurð- ur. Mengunarrannsóknir á Heiðar- fjalli sýndu að sögn Sigurðar að á fjallinu væri mikið um baneitraða þungamálma og menn óttast áhrif- in á næsta umhverfi fjallsins. Sigurður segir að það sem eigend- ur Eiðis bindi nú vonir við sé að málið sé komið inn á borð utanrík- ismálanefndar Alþingis. „Nefndin hefur beðið um upplýsingar um þennan samning og það má segja að þannig standi máhð í dag. En við gerum okkur vonir um að Utan- ríkismálanefnd komi því til leiðar að það verði sest niður og málið rætt.“ Sigurður segir að málaferli, sem hugsuð voru erlendis vegna meng- unarinnar á fjallinu, séu ekki kom- in í gang. Unnið hafi verið að undir- búningi þess og ekki liggi annað fyrir en að farið verði í þau mála- ferli. Mynd i lit, 56x71 cm Verð 3.840 m/ramma íslensk grafík Málverk eftir Atla Má Gallerí plaggöt Mynd í lit, 56x71 cm Verð 3.840 m/ramma Opið laugard. og sunnud. k :l.10-18. RAMMA ð MIÐSTOÐIN SIGTÚN 10, 105 REYKJAVÍK. SÍMAR 25054 - 621554.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.