Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. Skák Hannesi brást ekki bogalistin öðru sinni Stórmeistaraáfangi á alþjóðlega mótinu 1 Hafnarnrði: Hannes Hlífar er líklegur til að verða sjöundi stórmeistari Islendinga. Eftir sigurinn á alþjóðamótinu i Hafnarfirði hefur hann tvo áfanga af þremur að stórmeistaratitli. Eftir misjafnt gengi á liðnu ári kom Hannes Hlífar Stefánsson rækilega á óvart á alþjóðamótun- um í liðnum mánuði. Tap í lokaum- ferð Apple-mótsins í Faxafeni kom í veg fyrir að draumurinn um stór- meistaraáfanga yrði að veruleika í það skiptið en Hannes lét leikinn ekki endurtaka sig á alþjóðlega skákmótinu í Hafnaríirði. Með jafntefli í sjö leikjum við Skotann Motwani í síðustu umferð náði Hannes 8,5 vinningum af 11 mögu- legum og hvoru tveggja í senn, stór- meistaráfanga og fyrsta sætinu óskiptu. Hannes náði fyrsta áfanga sínum að stórmeistaratitli á opna mótinu í Gausdal í fyrra og í Hafnarfirði áfanga nr. tvö. Með samsvarandi árangri á einu móti til viðbótar tryggir hann sér stórmeistaratitil. Vart ætti þess að verða langt að bíða ef Hannes teflir jafn vel og hann gerði á mótunum tveimur á dögunum. Fari svo verður Hannes sjöundi stórmeistari íslendinga. í næstu viku heldur hann til Þýska- lands til þátttöku á alþjóðamóti sem raunar er ekki nægilega sterkt svo að þar gefist möguleiki á lokaá- fanga. En ef Hannes sigrar fær hann að launum boð á sterkt mót að ári. Frá Þýskalandi ætlar Hann- es til Gausdal og freista þess að ljúka dæminu. Skoðum lokastöðu mótsins í Hafnarborg: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 8,5 v. 2. Jón L. Ámason 8 v. 3. -5. Margeir Pétursson, Poul Motwani (Skotlandi) og Þröstur Þórhallsson 7 v. 6. Stuart Conquest (Englandi) 5,5 v. 7. -8. Helgi Áss Grétarsson og Jon- athan Levitt (Englandi) 5 v. 9. James Howell 4 v. 10. Björgvin Jónsson 3,5 v. 11. Björn Freyr Bjömssn 3 v. 12. Ágúst Sindri Karlsson 2,5 v. Þröstur tefldi nú mun betur en á Apple-mótinu og átti raunhæfa möguleika á stórmeistaraáfanga, ailt þar til hann tapaði fyrir Hann- esi. Þá var Helgi Áss, sem er aðeins 14 ára gamall, ekki langt frá því að ná áfanga að titli alþjóðlegs meist- ara. Hann tapaði tveimur fyrstu skákunum en sýndi þá mikinn bar- áttuviija. Bráðefnilegur skákmað- ur en ég hafði það samt á tilfmning- unni að hann hefði ekki lagt nægi- lega rækt við skákina síðasta árið. Björgvin hefur ekki teflt lengi og náði sér ekki á strik en hafnfirsku skákmennirnir tveir, Ágúst og Björn Freyr, komu skemmtilega á óvart þótt þeir yrðu að vísu að gera sér neðstu sætin að góðu. Bjöm Freyr var nú í fyrsta skipti að tefla gegn titilhöfum og átti góða spretti, vann m.a. alþjóðameistarann Le- vitt og þaö gerði Ágúst líka - í lag- legri fórnarskák. Ágúst, sem er formaður Skákfélags Hafnarfjarð- ar, hafði veg og vanda af mótshald- inu og vafalítið hefur þaö komið niður á taflmennskunni. Af erlendu keppendunum tefldi Motwani best, enda var hann ánægður með frammistöðu sína í mótslok og dvölina í Hafnarfirði. Conquest var eftirlæti áhorfenda eins og á Apple-mótinu. Honum tókst að gera eitt jafntefli á íslandi í 22 skákum og var iðulega í „bul- landi“ tímahraki - áhorfendum til skemmtunar. Levitt verður að forðast að mæta Hafnfirðingum við skákborðið og Howell var heillum horfinn. Hcinn er góður skákmaður og oft hef ég séö hann tefla vel en djúpt var á snilldinni í Hafnarborg. Mótið var haldið með stuðningi Hafnarfjarðarbæjar og Sparisjóðs Hafnarfjaröar og fór hið besta fram í hvívetna. Aðstæður í Sverris-sal í Hafnarborg voru raunar ekki upp á það besta - fremur þröngt og heldur loftlaust - en vingjamlegt og „heimilislegt" andrúmsloft bætti það upp. Eins vom erlendu keppendurnir afar ánægðir með dvölina á gistiheimilinu Berg. Skákdómari var Jóhann Þórir Jónsson og mótsstjóm skipuðu Ágúst Sindri Karlsson, Sverrir Öm Björnsson og Heimir Ásgeirsson. Þá gaf tímaritið Skák út myndar- legt mótsblað með öllum skákum mótsins. En víkjum aftur að framgöngu Hannesar. Það er alkunna að skák- menn taki skyndilegum framförum eftir langt tímabil stöðnunar. Hannes „sló í gegn“ á mótunum tveimur, líkt því sem gerðist 1984 á Búnaðarbankamótinu og Reykja- víkurskákmótinu er Jóhann Hjart- arson spratt fram sem þroskaður skákmaður. Mér er það minnis- stætt að ég tapaði tvisvar fyrir Jó- hanni, þá með skömmu millibili, og komst þannig að þvi fullkeyptu hve hann var orðinn skæður. Ég hafði vaðið fyrir neðan mig í skák- unum við Hannes nú en hins vegar fór fyrir Margeiri eins og mér forð- um gegn Jóhanni: Hannes mátaði Margeir tvöfalt! Skák þeirra í Hafnarfirði sýnir vel hve Hannes er farinn að tefla vel. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Drottningarindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Afbrigði Tigrans heitins Petro- sjans sem Garrí Kasparov gerði vinsælt fyrir um tylft ára. Margeir Umsjón Jón L. Árnason tekur það nú fram að nýju úr vopnabúrinu. 4. - Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Dc2 Be7 8. Bd2 Sjaidséð leið en hvíta peðamið- borðið eftir 8. e4 Rxc3 9. bxc3 þykir nú ekki eins. ógnvæniegt og á sokkabandsárum afbrigðisins. 8. - 0-0 9. e4 Rxc3 10. Bxc3 Rd7 11. Hdl Dc8 12. Bd3 Hd8 13. 0-0 c5 14. d5!? c4! 15. Be2 exd5 16. Rd4?! Eftir 16. exd5 Rf6 (ef 16. - Rf8 þá er 17. De4 gott svar) 17. d6 Hxd6 18. Hxd6 Bxd619. Bxf6 gxf6 20. Rd4 nær hvítur að tvístra svörtu peðastöð- unni en óvíst er að hann hafi þó nægileg færi fyrir peðið. Hins vegar er textaleikurinn ekki eins hættu- legur og hann lítur út fyrir að vera. 16. - dxe4 17. Rf5 8 I w I # 7ÍÍ n 4iiil 6 m 5 1 Á A 3 & Jl 2 Jl £ A A S SH ABCDE FGH 17. - Dc5! En ekki 17. - Bg718. Bxg7! og bisk- upinn er friðhelgur vegna ridd- aragaffals á e7. Nú svarar svartur 18. Rxg7 með 18. - Rf6 og lokar hvíta riddarann inni. Áfram gæti teflst 19. Bxf6 Bxf6 20. Rh5 Bd4! og yfirburðir svarts eru augljósir. 18. Bg4 BfB 19. Hxd7?! E.t.v. er 19. Bb4 De5 20. Rd6 Bd5 21. Rxc4 betri kostur. Margeir gerir tilraun til að hleypa taflinu upp en Hannes sér auðveldlega við hótun- unum. 19. - Hxd7 20. Bxf6 gxf6 21. Dc3 De5! 22. Rh6+ Kg7 23. Bxd7 Kxh6 24. Dxc4 Kg7 Nú á svartur peði meira og væn- lega stöðu. Hannes heldur vel á spöðunum og gefur stórmeistaran- um aldrei færi á að rétta úr kútn- um. 25. b4 Hd8 26. Bc6 Hd4 27. Dc3 Bxc6 28. Dxc6 Hd3 29. Da4 Dc7 30. h3 f5 31. Db5 Dd7 32. De5+ f6 33. Df4 Kg6 34. Hcl Dd6 35. Dxd6 Hxd6 36. Hc7 Hdl+ 37. Kh2 f4 38. Hxa7 Hfl 39. He7 f5 40. f3 e3 41. b5 Kf6 42. He8 Hal 43. g3 Reynir að losa um sig en dugir 'skammt. Hvítur er bjargarlaus. Hrókurinn kemst ekki af e-línunni og svartur er reiöubúinn að hremma peðin á drottningarvæng. 43. - Ha2 + 44. Kgl fxg3 45. Hxe3 Kg5 46. Hd3 Kh4 47. Hd6 h5 48. Hh6 f4 Og Margeir gafst upp. Nú er hrókurinn bundinn á h-línunni til eilífðamóns (annars kæmi - Kxh3) og peðin á drottningarvæng falla. Rennum einnig yfir skák þeirra félaganna frá Apple-mótinu. Af fyrstu leikjunum að dæma virðist sem Margeir ætli að „sviða ungan andstæðing sinn með öðru aug- anu“. Hann gefur honum tvipeð á c-línunni sem væntanlega hefur átt að verða honum til trafala. En næstu leiki teflir stórmeistarinn kæruleysislega. Hann missir peð og er síðan nauðbeygður til að láta hrók fyrir biskup. Við það losnar reyndar um stööuna og í endatafli vantar herslumuninn að hvítur nái jafntefli. Hannes er þó með undir- tökin allan tímann, teflir vel og tekst á endanum að vinna. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Enskur leikur. 1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. g3 f5 4. Bg2 Rf6 5. e3 g6 6. d4 d6 7. Bxc6+ bxc6 8. dxe5 dxe5 9. Dxd8+ Kxd8 10. b3 Bd6 11. Bb2 He8 12. Hdl Bd7 13. f3?! Kc8 14. Rh3? Bc5 15. Ke2 15. - f4! 16. Rg5 Bxe3 17. Rce4 Rxe4 18. Rxe4 Bf519. Rf6 He6 20. Rxh7 Bc2 Hvítum hefur tekist að ná peðinu aftur en er nú nauðbeygður til að láta skiptamun af hendi, því að 21. Hdel Hd6! er afar óþægilegt. 21. Hd2 Bxd2 22. Kxd2 Bf5 23. g4 Hd6+ 24. Kcl Bd3 25. Bxe5 He6 26. Hel Kb7 27. Rf6 He7 28. h4 Hd8 29. Kb2 Bfl! 30. He4 Bd3 31. Hel Bfl 32. He4 Hd2+ 33. Kcl Hxa2 34. Bxf4 Hf7 35. Be5 Hf2 36. He3 Be2 37. f4 Hg2 38. g4 Bg4 39. Rxg4 Hxg4 40. Hh3 Hh7 41. Kd2 Hgxh4 42. Hf3 Hh3 43. Ke3 Kc8 44. f5 gxf5 45. Bg3 Hg7 46. Kf4 Hh5 47. Bf2 Hgxg5 48. Bxa7 Hg4+ 49. Ke5 f4+ 50. Ke4 c5! Og hvítur gafst upp. -JLÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.