Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. 29 Músíktilraunir í Tónabæ: Kvennarokk- sveit frá Kefla- vík sigraði - fimm hljómsveitir komnar í úrslitin Það var kvennahljómsveit frá - Rokkhljómsveitin Forgarður helvítis lagði sig alla fram en komst ekki i úrslit. DV-mynd Brynjar Gauti var Keflavík sem sigraði á öðra undan- úrslitakvöldi Músíktilrauna í Tónabæ á fimmtudagskvöld. Hljóm- sveitin heitir Kolrassa krókríðandi. Hljómsveitin vakti verðskuldaða at- hygli, sérstaklega söngkona og fiðlu- leikari hljómsveitarinnar, Elísa M. Georgsdóttir. Áheyrendur í Tónabæ gáfu Kolrössu flest stig og dómnefnd tilraunanna var einnig hrifnust af hljómsveitinni. Kvennarokk á sér reyndar afar stutta sögu í Músíktilraunum. í ann- að skiptið sem keppnin var haldin, árið 1983, kom hljómsveitin Dúkku- lísur fram á síðasta undanúrslita- kvöldinu og sigraði með glæsibrag kvöldið eftir. í kjölfarið sendu Dúkk- ulísurnar frá sér tvær þokkalegar plötur og leystist síðan upp. Tónlistarieg breidd var talsvert meiri á öðru kvöldi Músíktilrauna en því fyrsta. Þá var dauðarokk alls- ráðandi. Aðeins ein hljómsveit sem fram kom á fimmtudagskvöldið var flutti dauðarokk. Það var hljómsveit- in Clockwork Diabolus sem stóð sig býsna vel, lenti í öðru sæti og kemst því í úrslit næsta föstudagskvöld. Þá ákvað dómnefnd Músíktilrauna eftir nokkrar umræður að rétt væri að bjóða rokksveitinni Skítamóral að fara í úrslit. Þá þótti rokksveitin Bar 8 einnig vel frambærileg og munaði sárahtlu að hún yrði fyrir valinu en ekki Skítamórall. Bar 8 getur samt borið sig vel. Hljómsveitin er kröft- ug, vel æfð, með yfir tuttugu frum- samin lög á prógramminu og kynnir þau á Púlsinum á fimmtudagskvöld- ið. Hljómsveitirnar, sem spiluðu á öðra undanúrslitakvöldi Músíktil- rauna, komu frá Keflavík, Kópavogi, Selfossi og Reykjavík. Dágóður hóp- ur kom frá Keflavík og Selfossi til að styðja við bakið á sínu fólki, eins og venjan er á Músíktilraunum. Stemning í salnum var af þeim sök- um allgóð. Sálin hans Jóns míns var gestahljómsveit kvöldsins og stakk nokkuð í stúf við groddalegar rokk- sveitir unga fólksins sem komnar voru til að keppa um sæti á úrslita- kvöldinu. Þriðja og síðasta undanúrslita- kvöld Músíktilrauna verður á fimmtudagskvöldið kemur. Þá kem- ur Todmobile fram sem gestur. Úr- slitin ráðast síðan kvöldið eftir, föstudaginn tíunda apríl. Þar leika sjö til átta hljómsveitir til úrslita um hljóðverstíma í völdum upptökuver- um og að sjálfsögðu um heiðurinn af að sigra í tíundu Músíktilraunum Tónabæjar. Gestur kvöldsins verður rokkhljómsveitin Exizt sem er að senda frá sér sína fyrstu plötu um þessar mundir. -ÁT M TILBOÐSVERÐ OG TILBOÐSKJOR Á 30 NOTUÐUM BÍLUM Það er hreint útilokað að láta slíkt úr hendi sleppa Nokkur dæmi um það sem við erum að bjóða CHEVROLET BLAZER S-10 ARG. 1985 ekinn 118 þ.km, beinskiptur, verð 850 þús. stgr. TOYOTA COROLLA 1600 GTI ÁRG. 1986 ekinn 86 þ.km, 5 gíra, álfelgur verð 490 þús. stgr. MMC LANCER 1500 GLX ÁRG. 1986 ekinn 99 þ.km, 5 gíra, vökvastýri verð 410 þús. stgr. MAZDA 626 1600 LX ÁRG. 1987 ekinn 70 þ.km, 5 gíra, aukadekk verð 480 þús. stgr. CHEVROLET MONZA 1800 SLE ÁRG. 1988 ekinn 52 þ.km, 5 gíra, vökvastýri verð 420 þús. stgr. MMC LANCER 1500 GLX ARG. 1988 ekinn 72 þ.km, 5 gíra, vökvastýri verð 620 þús. stgr. Við bjóðum greiðslukjör til þriggja ára og jafnvel engin útborgun ÖRUGG BÍLASALA Á GÓÐUM STAÐ BILA HUSIÐ «.!.18jh1Í8|»W>>í'-rj sævarhöfða 2 674848 í húsi Ingvars Helgasonar OPIÐ: LAIGARDAG 10-1700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.