Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 54
66 LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992. Afmæli Viggó Einar Maack Viggó Einar Maack skipaverk- fræðingur, Selvogsgrunni 33, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Viggó fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum. Hann varö stúdent frá MR1942, lauk fyrri- hlutaprófi í verkfræði við HÍ1944 og BS-prófi og MS-prófi frá MIT í Boston í Bandaríkjunum í skipa- og vélaverkfræði 1947. Viggó réðst til Eimskipafélags ís- lands að námi loknu og hefur starf- að þar síðan. Hann hafði eftirlit með smíði skipanna Goðafoss, Dettifoss og Lagarfoss 1948-49, hafði eftirlit með smíði Gullfoss 1949-50 og smíði Tungufoss og Fjallfoss 1953-54. Hann sá um frufnhönnun og samdi smíðalýsingar á skipunum Selfossi og Brúarfossi 1958-60, á Skógarfossi og Reykjafossi 1964-65 og Goðafossi, Dettifossi og Mánafossi 1968-71. Viggó sat í sjódómi í sextán ár og í skólanefnd Vélskóla Islands í tutt- ugu ár. Fjölskylda Viggó kvæntist 30.4.1948, Ástu Þorsteinsdóttur, f. 30.9.1924, hús- móður og verslunarm. Hún er dóttir Þorsteins Daníelssonar, skipstjóra og skipasmiðameistara í Reykjavík, og Láru Guðmundsdóttur húsmóð- ur. Börn Viggós og Ástu eru Lára Halla, f. 5.10.1948, var gift Helga Skúla Kjartanssyni sagnfræðingi en þau skildu og er sonur þeirra Burkni; Pjetur Þorsteinn, f. 14.3. 1950, prestur og fulltrúi, kvæntur Ragnheiði Ólafsdóttur verslunar- stjóra og er dóttir þeirra Margrét Erla; Einar, f. 14.4.1952, d. 23.7.1979; María Hildur, f. 22.11.1957, líffræð- ingur og kennari, gift Finni Árna- syni Hafstað, efnafræðingi og fram- leiðslustjóra og eru börn þeirra Fífa, Einar og Ásta Maack; Ásta Hrönn, f. 30.4.1964, viðskiptafræðingur, var gift Herði Magnússyni en þau skildu. Systkini Viggós: Pétur Andreas, f. 23.2.1915, d. 8.1.1944, stýrimaður í Reykjavík, var kvæntur Önnu Björnsdóttur og eru dætur þeirra Guðrún Hallfríður og María Bót- hildur Jakobína; Karl, f. 15.2.1918, húsgagnasmiður í Reykjavík, kvæntur Þóru Runólfsdóttur og eru synir þeirra Pétur, Runólfur og Gunnar; Aðalsteinn, f. 17.11.1919, húsgagnasmiður í Reykjavík, kvæntur Jarþrúði Þórhallsdóttur og eru böm þeirra Aðalheiöur, Pétur Andreas, Gísh, Þórhallur og Sigríð- ur; Elísabet, f. 24.2.1925, húsmóðir í Reykjavík, gift Ragnari Thor- steinssyni og eru börn þeirra Geir, Pétur, Sigríður, Hallgrímur og Ragnheiður. Foreldrar Viggós voru Pjetur Andreas Pjetursson Maack, f. 11.11. 1892, d. 8.1.1944, skipstjóri í Reykja- vík, og Hallfríður HaUgrímsdóttir, f. 6.6.1885, d. 5.1.1967, húsmóðir. Ætt Pjetur skipstjóri var bróöir Maríu Maack, hjúkrunarkonu og for- manns Hvatar. Pjetur var sonur Péturs Maack, prests á Staö í Grunnavík, Þorsteinssonar, kaup- manns á Akranesi, Guömundsson- ar, b. í Vörum í Garði, Jónssonar, b. í Gufuskálum í Leiru í Garði, bróður Finnboga, föður Jakobs, lan- gafa Vigdísar forseta en bróðir Jak- obs var Ásgeir, langafi Önnu, móður Matthíasar Johannessens, skálds og ritstjóra. Móðir Þorsteins kaup- manns var Þórunn Þorsteinsdóttir, systir Guðríðar, ömmu Bjarna Þor- steinssona, prests og tónskálds, bróður Þorsteins, afa Þorsteins Gunnarssonar, leikara og arkitekts. Móðir Péturs á Stað var Marta Bót- hildur, dóttir Peters Andreas Ma- ack, verslunarstjóra í Reykjavík, Viggó Einar Maack. ættfóður Maackættarinnar. Móðir Pjeturs skipstjóra var Vig- dís Einarsdóttir, b. í Neðri-Miðvík í Aðalvík, Friðrikssonar, b. þar Halls sonar. Móðir Einars var Katrín Jónsdóttir, b. í Neðri-Miðvík, Jóns- sonar, bróður Guðlaugs, afa Ingi- bjargar, langömmu rithöfundanna Jakobínu og Fríðu Sigurðardætra. Móðir Vigdísar var Ragnhildur Jó- hannesdóttir frá Skáladal. Birgir Gudmannsson Birgir Guðmannsson, álagsstjóri Landsvirkjunar, til heimilis að Dalsbyggð 9, Garðabæ, er fimmtug- urídag. Starfsferill Birgir fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann stundaði nám í rafvélavirkjun, öðlaðist sveinbréf í iðninni 1964 og meistara- réttindi 1969, auk þess sem hann er rafmagnstæknifræðingur frá 1967. Birgir hófstörfhjá Landsvirkjun 1968 og vann þar við tæknistörf og stjórnun vegna byggi'ngar virkjana og spennistöðva til 1979 en hefur frá þeim tíma gegnt starfi álagsstjóra Landsvirkjunar. Fjölskylda Kona Birgis er Jóna F. Leifsdóttir, f. 27.6.1947, aðalbókari hjá AXIS. Hún er dóttir Leifs Halldórssonar frá Nesi í Loðmundarfirði, af Tunguætt, fyrrv. forstjóra Málm- steypunnar Hellu, og Árnýjar Ing- valdsdóttur, frá Selárdal í Árnar- firði, húsmóður. Börn Birgis og Jónu eru Guðlaug- ur Bragi, f. 18.9.1970, verkfræði- og flugnemi, og Ámý Björk, f. 26.2. 1972, nemi í MR. Bróðir Birgis er Kristján Guð- mannsson, f. 27.12.1945, ljósmynd- ari í Garðabæ, kvæntur Ingibjörgu Gísladóttur og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Birgis eru Guðmann Högnason, f. 26.9.1914, fyrrv. iðn- verkamaöur í Hafnarfirði, og Jenný Sigmundsdóttir, f. 9.6.1918, húsmóð- ir. Viktor Aðalsteinsson Viktor Aðalsteinsson, fy rrverandi flugstjóri, Staðarhvammi 1, Hafnar- firði, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Viktor er fæddur á Akureyri. Hann var við nám í Laugaskóla í Reykjadal 1940-42 og hóf flugnám við Flugskóla Akureyrar 1945 og lauk þar einhliðaprófi 1946 og einka- flugmannsprófi ári síðar. Viktor lauk atvinnuflugmannsprófi frá Flugskólanum Pegasusi í Reykjavík 1949 og blindflugsprófi frá Air Service Training í Southampton á Englandi tveimur árum síðar. Hann lauk flugkennaraprófi hjá Loft- ferðaeftirliti rikisins sama ár. Viktor var lausráðinn flugmaður á Grumman Goose hjá Flugfélagi íslands á sumrin 1949-52, starfrækti eigin flugskóla á flugvellinum á Melgerðismelum í Eyjafirði 1952-53 og varð fastráðinn flugmaður hjá Flugfélagi íslands og síðar Flugleið- um árið 1953. Fjölskylda Viktor kvæntist 23.9.1950 Auði Hallgrímsdóttur, f. 5.11.1926, d. 22.4. 1991, húsmóður. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Kristjánsson, f. 30.10.1880, d. 3.4.1954, málarameist- ari, og Þórunn Lúðvíksdóttir, f. 16.4. 1900, d. 6.9.1933, húsmóðir, en þau bjugguáAkureyri. Viktor og Auður eignuðust þrjú böm.Þau eru: Helen, f. 24.3.1951, fjármálastjóri hjá SIAR í London, maki Jan Stuart, forstjóri, þau eru búsett í London á Englandi og eiga einn son, Tómas Alexander; Hall- grímur Aðalsteinn, f. 13.8.1953, flug- maður hjá Flugleiðum, maki Ragn- heiður Rögnvaldsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, þau era búsett í Bessa- staðahreppi og eiga þrjú börn, Kristján Hjörvar, Hrannar og Auði; Viktor, f. 20.7.1962, flugstjóri hjá íslandsflugi, maki Ása VÓbergsdótt- ir fóstra, þau eru búsett í Hafnar- firði og eiga einn son, Viktor Ara. Systkini Viktors: Margrét, f. 7.2. 1916, d. 23.3.1963, húsmóðir, fyrri . maður hennar var Snorri Jónsson, látinn, verkamaöur, þau skildu, þau eignuðust tvær dætur, Pálínu og Gunnhildi, seinni maður Margrétar Margrét Jónsdóttir Margrét Jónsdóttir ljósmóðir, Þórustíg 9, Njarðvík, verður áttatíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Margrét er fædd á Þingvöllum í Helgafellssveit en ólst upp á Hellis- sandi. Hún útskrifaðist tvítug að aldri úr Ljósmæðraskóla íslands og starf- aði fyrst 1 stað sem ljósmóðir í Grundarfirði. Margrét starfaði síöar á Hellissandi. Margrét flutti til Njarðvíkur ásamt fiölskyldu sinni 1944 og starf- aði víöa á Suðumesjum, m.a. á Sjúkrahúsi Keflavíkur, þar til hún létafstörfum. Fjölskylda Margrét giftist 26.4.1930 Þórði El- íassyni, f. 25.2.1906, fyrrverandi sjó- manni. Börn Margrétar og Þórðar: Krist- ín, f. 18.7.1931; VilborgKatrín, f. 5.5.1933; Jón, f. 20.5.1934; Steinþór, f. 29.8.1937; Margrét, f. 19.6.1947. Margrét átti áður Hilmar Sigurðs- son, f. 4.9.1928. Margrét tekur á móti gestum í dag Birgir Guðmannsson. Til hamingju með afmælið 4. apríl 90 ára 50ára Guðfinna Jóhannesdóttir, Hringbraut 50, Reykiavík. 80 ára Guðmundur Jóhannesson, Ásabraut 12, Keflavík. Jörgen Ingimar Hansson, Selbrekku 22, Kópavogi. Pétur Val- bergsson, llRueJ.P. Kommes, Host- ert, Lúxem- borg. Guðmann er frá Laxárdal í Gnúp- veijahreppi en Jenný frá Þingeyri við Dýrafiörð. Birgir og Jóna eru stödd í Banda- ríkjunum á afmælisdaginn. 75 ára Þorbjörg Guðmundsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. 70 ára Kristinn H. Guðbjörnsson, Glaðheimum 6, Reykjavík. Fjöinir Björnsson, Hátúni6,Reykjavík. Ragnhildur Gunnarsdóttir, Vatnabúöum, Eyrarsveit. 40ára Sunna Óiafsdóttir, Brekkubæ 2, Reykjavík.. Guðlaug Björk Sigurðardóttir, Mýrarbraut 9, Vik í Mýrdal. Kjartan Reynisson, Koltröð 2, Reyðarfirði. Stefán Elías Bjarkason, Grundarvegi 4, Njarðvík. Ragnar Hilmar Ey mundsson, Vogabraut 6, Höfh í Horaafirði. SariOhyama, Háaleitisbraut 103, Reykjavík. Jón Arnarson, Sjávargötu 10, Bessastaðahreppi. Jón Þorkelsson (é afmæli 6.4), Slqólbraut 4, Kópavogi. Hann tekur á móti gestum í dag (4.4.) á heimili sínu eftir kl. 20. 60ára Til hamingju með Viktor Aðalsteinsson. afmælið 5. apríl var Sigurður Magnússpn, látinn, matsveinn; Hallgrímur, f. 24.6.1918, fyrrverandi bóndi, maki Magnea Garðarsdóttir húsfreyja, þau eru búsett á Akureyri og eiga fiögur börn, AðalsteinvGarðar, Kristrúnu ogPálínu. Foreldrar Viktors voru Aöal- steinn Magnússon, f. 10.9.1892, d. 17.11.1953, skipstjóri, og Pálína Hall- grímsdóttir, f. 23.7.1891, d. 3.4.1925, húsmóðir, en þau bjuggu á Akur- eyri. Viktor er aö heiman á afmælisdag- inn. Margrét Jónsdóttir. (4.4.) á heimili dóttur sinnar að Grundarvegi 13 í Njarðvík kl. 14-17. 80 ára Bjarni Bjarnason, Egilsgötu2, Borgaraesi. Hanntekurá h ;; mótigestumí dag(4.4)íFé- lagsbæ,Borg- arbraut4í Borgaraesi,kl. 14-19. Lifia Kristdórsdóttir, TiarnarseLi 1, Reykjavík. Hún dvelur nú á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Bergljót Guttormsdóttir, Lynghaga 8, Reykjavik. 70 ára______________________ Kristinn Ásgeirsson, Dalbraut 17, Suðurfiarðahreppi. 60 ára Þorsteinn Runólfsson, Holtsbúð 58, Garðabæ. Guðmundur Þorleifsson, Hamrahlíð 6, Egilsstöðum. 50ára Kristín Stefánsdóttir, Dísarási9, Reykjavík. Eiríkur Björn Ragnarsson, Sigtúni, Öxarfiarðarhreppi. Helgi Sigurðsson, Kleifarseli 55, Reykjavík. 40ára Stefán Þorvaldsson, Austurbraut 1, Keflavík. Sveinbjörn Sigurður Tómasson, Sæbakka 20, Neskaupstað. Þórey Sigríður Torfadóttir, Digranesvegi 78, Kópavogi. Benedikt Hákon Ingvarsson, Bárðarási 15, Helllssandi. Magni Viðar Torfason, Tangagötu 8a, ísafiröi. Guðrún Hrefna Vilbergsdóttir, Múlavegi2, Seyðisfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.