Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. 45 Merming Rómantí sk verk á Sinfóníutónleikum Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskóla- bíói á fimmtudagskvöldið. Stjórnandi var Petri Sakari og einleikari á píanó var Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Flutt voru verk eftir Gunnar Þórðarson, Sergei Rakh- maninov og Gustav Mahler. Tónleikarnir hófust á Nocturne eftir Gumiar Þórðar- son sem er hugljúf melódía í rómantískum stíl. Szym- on Kuran, varakonsertmeistari hljómsveitarinnar, hefur útsett verkið fyrir strengjasveit og hljómaði það ágætlega. Því næst kom píanókonsert nr. 2 eftir Rak- hmaninov. Þorsteinn Gauti mun hafa hlaupið í skarð- ið fyrir annan með flutningi þessa verks og meö tiltölu- lega skömmum fyrirvará. Þess gætti þó ekki í leik hans. Þorsteinn er næmur tónlistarmaður og flutti verkið á fíngerðan blæbrigðaríkan hátt og komst með prýði frá þeim ýmsu tæknilegu þrautum sem verkið hefur upp á að bjóða fyrir píanóleikarann. Hljómsveit- in kom ekki eins vel út. Stilling í upphafi mistókst og voru sumir blásararnir of lágir í tóninum út ailt verk- ið. Hér gafst enn eitt tækifærið fyrir gagnrýnanda DV til að endurmeta gagnrýna afstöðu sína til Rakh- maninovs. Niðurstaða þess endurmats er sú að aldrei hefur í pistlum þessum veriö ofsagt um gallana á tón- verkum þessa ofmetna höfundar. Píanókonsert nr. 2 hljómar eins og röð væminna dægurlaga ofhlaðin íburðarmiklum búningi sem drekkir því litla sem þar kann að finnast og gerir að verkum að ekki er einu sinni hægt að kalla þau sæt. Höfundurinn virðist ekki hafa haft kunnáttu eða hugmyndaflug til að vinna al- mennilega úr efnivið sínum. Þess í stað bætir hann við nýju efni. Afleiðingin er smekklaus sundurgerð svipað og flík væri saumuð úr bótasafni heimilisins. Alltaf er beitt sömu aðferð, undirleik með laglínu ofan á. Hvergi örlar á tjölröddun eöa tilraunum til að skapa fjölbreytni og dýpt. Fyrir þá sem hafa gaman af fagur- fræði síðrómantíkurinnar er mun nær að snúa sér að hinni augljósu fyrirmynd Rakhmaninovs, Tsjækovfskí, eða sjálfum höfuðpaurnum Wagner. Af hverju að gista hjáleiguna þegar rúm býðst fyrir sama verð á höfuðbólinu? Síðasta verkið á tónleikunum, sinfónía nr. 1 eftir Mahler, á sameiginlegt með píanókonsert Rakhman- inovs síðrómantískt tónamál og fagurfræði. Að flestu öðru leyti er það alger andstaða. Mahler notar einfald- an efnivið en sýnir færni sína og andagift í úrvinnslu Tónlist Finnur Torfi Stefánsson efnisins. í höndum hans verður lítið frækom að stóru tré sem breiðir út greinar sínar víða og myndar þegar öll kurl eru komin til grafar heilan heim, rúman og auðugan. í list Mahlers verður hvergi vart skorts á hugmyndum eða kunnáttu en best njóta hæfileikar hans sín í notkun hljómsveitarinnar. Hún fær að njóta sín í öllum regnbogans litum. Stjórnandi og hljóm- sveitarmenn virtust skilja hér sinn vitjunartíma því að flutningurinn á þessu verki tókst mjög vel og virt- ist aluð hafa verið lögð við undirbúninginn. Ágætur gestur lék með homahópnum að þessu sinni, Ib Lan- sky Otto. Hópurinn var skipaður sjö homleikurum að þessu sinni og var homablásturinn mjög tilkomu- mikill. Þessir tónleikar vom óvenjulega vel sóttir og undirtektir áheyrenda voru eftir því. Gunnar Þórðarson var höfundur fyrsta verks hljómleikanna, Nocturne. Hann er hér ásamt Szymon Kuran varakonsertmeistara sem útsetti verkið. FACO FERMINGARTILBOÐ ’92 JVC 4X-1 TÖFRASTÆÐA Litla töfrastæðan sem slegið hefur í gegn víða um heim. Hún inniheldur magnara, geislaspilara, útvarp, seg- ulband, tímastillingu, hátalara og fjarstýringu. Minnsta samstæða í heimi með stórum hljóm. Verð: 49.900,- Frá JVC RC-X220 Verð: 27.900. JVC-ferðatæki: Mikið úrval af ferðatækjum með útvörpum, einföldum eða tvöföldum segulbands- tækjum með eða án geislaspilara. Þú færð rétta tækið hjá okkur. J VC RX 403 GÆÐASTÆÐ A Fullvaxin gæðastæða sem inniheld- ur öflugan magnara, útvarp, tónjafn- ara, geislaspilara, fjarstýringu og Polk-hátalara. Stílhrein stæða sem gefur gæðatóninn. Verð: 64.800,- Tækniverslun Laugavegi 89. Sími 91-61 #30 #08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.