Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. 11 I •' pv______________________________Reykjavik fyrr og nú Dagblaðið Tíminn við Skuggasund I Skuggahverfinu, miöja vegu milli Arnarhóls og Klapparstígs, er götu- spotti frá Sölvhólsgötu og upp á Lind- argötu sem heitir Skuggasund. I þessu skuggsæla og stutta sundi er húsið sem hér birtast myndir af, Edduhúsiö. Þar var Tíminn skrifað- ur og prentaður um þrjátíu og fimm ára skeið en sá aldni „málsvari frjáls- lyndis, samvinnu og félagshyggju" varð einmitt sjötíu og fimm ára í síð- asta mánuði. Blaðið og flokkurinn Tíminn hóf göngu sína sem fjög- urra síðna vikublað 17. mars 1917 en hann varð ekki dagblað fyrr en þrjá- tíu árum síðar. í upphafi var Tíminn ekki flokks- blað Framsóknarflokksins þó hann hafi ætíð verið málsvari flokksins. Þetta skipti máh því fyrstu árin var oft umtalsverður áherslumunur á afstöðu hinnar ungu og róttæku „Tíma-klíku“ sem stjórnaði Tíman- um, og hinna reyndari og íhaldssam- ari þingmanna Framsóknarflokks- ins. Til Tímans var stofnað af Jónasi frá Hriflu og tveimur til þremur tugum samvinnumanna víðs vegar um landið. Jónas var óumdeildur guð- faðir blaðsins. Hann var forsprakki „Tima-klíkunnar“ og hann skrifaði meira í blaðið en nokkur annar mað- ur fyrstu þrjátíu árin eða töluvert á þriðja þúsund greinar. í Reykjavík hófu framsóknarmenn útgáfu Nýja dagblaðsins 1934 en 1938 var það sameinað Tímanum sem þá varð eign Framsóknarflokksins. Flokkurinn var síðan útgefandi Tímans til 1984 er hlutafélag hóf út- gáfu Nútímans. Hann kom út til árs- Edduhúsið á 50 ára afmæii Timans, 1967. - Tímamynd Róbert loka 1986. Þá tók Framsóknarflokk- urinn og félög hans í Reykjavík aftur við Tímanum og gáfu hann út fram að síðustu áramótum er hlutafélag tók enn við útgáfunni. Ritstjórar Tímans fyrstu íjörutíu árin voru flestir þjóðkunnar persón- ur. Tryggvi Þórhallsson var ritstjóri 1917-27 er hann varð forsætisráð- herra, Jónas Þorbergsson var rit- stjóri 1927-30 er hann varð fyrsti út- varpsstjórinn, Gísli Guðmundsson alþingismaður var ritstjóri 1930-40 en Þórarinn Þórarinsson var ritstjóri Nýja dagblaðsins og Síðan Tímans frá 1936-85 eða í tæpa hálfa öld samfellt og mun enginn annar íslendingur hafa ritstýrt sama blaði jafn lengi. Á þriðja áratugnum komust ís- lensk stjómmál næst tveggja flokka kerfi. Stjórnmálaátök íhaldsmanna og Framsóknar vom þá beinskeytt- ari og óvægari en síðar tíðkaðist. Tíminn var þá feikilega sterkt mál- gagn í höndum Jónasar og Tryggva og átti sennilega drýgstan þátt í Edduhúsið í dag. - DV-mynd Gunnar V. Andrésson glæsilegum kosningasigrum fram- sóknarmanna 1927 og 1931. Annars hefur Tímanum vegnað misvel á löngum ferh. Blaðið náði mestu upplagi á sjötta áratugnum og komst þá mest í 18.000 eintök en þá var það annað stærsta dagblaðið eftir Morgunblaðinu. Salan minnkaði svo eftir því sem leið á viðreisnartímann og hefur aldrei náð sér aftur á strik. í lok sjötta og byrjun sjöunda ára- tugarins var ritstjórn Tímans sann- köhuð uppeldismiðstöö fyrir fjöl- miðlamenn. Um það leyti vom þar m.a. starf- andi Jökuh Jakobsson leikritaskáld, Magnús Bjarnfreösson sjónvarps- maður, Sveinn Sæmundsson blaða- fuhtrúi, Ólafur Gaukur hljómlistar- maður, Kristján Magnússon, ljós- myndari og djassari, Jónas Kristj- ánsson, ritstjóri DV, Kristín Hall- dórsdóttir, síðar alþingiskona, Hall- ur Símonarson, blaðamaður DV, El- ías Snæland, aðstoðarritstjóri DV, Fríða Björnsdóttir, framkvæmda- stjóri BI, Gunnar V. Andrésson, ljós- myndari DV, og Kári Jónasson, fréttastjóri ríkisútvarpsins. Tíminn var fyrst prentaður í Gut- enberg til 1920, síðanj Prentsmiðj- unni Acta th 1936 og í prentsmiðj- unni Eddu til 1971 er Blaðaprent kom th sögunnar. Ritstjórn Tímans var í Edduhúsinu frá 1938-71 og í Síðumúl- anum 1971-87 er blaðiö flutti í Lyng- hálsinn. Edduhúsið Edduhúsið var byggt undir prent- smiðjuna Eddu, Tímann og Tóbak- seinkasöluna 1936. Það var upphaf- lega tvær hæðir en þriðju hæðinni og risinu var bætt við 1946. Þá var bætt við húsi í porti að austanverðu undir nýja prentvél 1959. Prentsmiöjan Edda hélt starfsemi sinni áfram í Edduhúsinu eftir að Tíminn flutti þaðan en 1981 flutti prentsmiðjan að Smiðjuvegi í Kópa- vogi þar sem hún er enn til húsa. Þá keypti Sambandið húsið undir skipa- deild sína og auglýsingadehd. Hús- inu var þá enn breytt töluvert, m.a. settar útidyr sem vísa að Skugga- sundinu og byggt yfir port að austan- verðu. Sambandið seldi síðan ríkinu Edduhúsið og er nú Hagstofan þar th húsa. Kjartan Gunnar Kjartansson VORDAGAR HJÁ TÍTAN HF 2.-12. APRÍL Opið: Mánud. - föstud. kl. 9 - 18 og laugard. - sunnud. kl. 13-17 COMBI CAMP er á íslenskum undirvagni COMBICAMP TRAUSTUR OG GÓÐUR FÉLAGI í FERÐALAGIÐ FAMILY meö filiðartjaldi er núá lœgra verði en áður ! Nýju COMBI CAMP tjaldvagnamir eru komnir ísýningarsal okkar, afþví tilefni veitum við 4% afslátt afstaðfestum pöntunum fyrir 12. apríl. O FRUMKYNNING Á CONWAY FELLIHÝSUM O Létt og einföld uppsetning Golt rgvni fyrir 4-6 Verð kr. 474.760 stqr. á CRUISER og frá kr. 646.950 stgr. á CARDINAL Fullkomið eldhús og þægilegur borðkrðkur TITANhf TÍTAN hf LÁGMÚLA 7 SÍMl 8 14077
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.