Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 31
30 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. 43 Jens segist lítið hafa velt framtíðinni fyrir sér á þessum tíma. „Það voru aö byrja skrítnir tímar hér í London. Innflutningur á dökku fólki var gíf- urlega mikiU og svo virtist sem þetta fólk ætlaði ekki að samlagast. Maður bjóst við kynþáttaóeirðum á hverjum degi,“ útskýrir hann. „Ég hugsaði með mér að það gæti varla verið verra á íslandi. Mér fannst því ekki mikið mál að flytja.“ Jens fór þó ekki alveg strax heim til íslands. Ásdís fór á undan og það tók hana tíma að reyna að útskýra ráðahaginn fyrir móöur sinni. „Þeg- ar ég kom heim reyndi ég að fela gift- ingarhringinn á hendinni á mér en Utla systir mín tók eftir honum áöur en ég gat sagt frá þessu,“ segir hún. „Mamma fékk áfall." Nokkrum mánuðum síðar flutti Jens til íslands og leið eins og hann væri lentur á tunghnu þegar hann ók áleiðis til Reykjavíkur frá Kefla- vík. Jens kom í fyrstu heimsóknina til London árið 1976 og segist þá hafa tekið eftir miklum breytingum í sam- skiptum Breta og innflytjenda. „Það var ekki sama spennan í loftinu þá,“ segir hann. „Þegar ég var að alast upp hér voru mjög fáir blökkumenn búsettir hér. Nú eru þeir hins vegar mjög margir í þessu hverfi." - Jens Alexandersson býður DV til aldraðrar móður sinnar í úthverfi stórborgarinnar Jens Alexandersson, eða James Pope, sýnir móður sinni myndir af fjölskyldunni. Efhel, 78 ára gömul frænka Jens, var hugfangin af mynd- unum og spurði margs. Með henni á myndinni er Ás- dis, kona Jens, Jens og móðir hans, Violet. Þó að vorið væri komið í London og páskaliljurnar komnar upp var hálfhráslagalegt og þær systur Violet og Ethel voru kuldalegar þegar við kvöddum. „Maður notaði alltaf „underground" í gamla daga og ég geri það enn þegar ég kem hingað enda er það ódýrasta kosturinn," segir Jens Alexandersson sem hér kemur upp rúllustigann. „Hér fór maður á tónleika," sagði Jens stoltur er hann fylgdi blaðamönnum að Royal Festival Hall. I úthverfum London er verðlag talsvert lægra en í mið- borginni og það vildi Jens sanna fyrir okkur. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni við grænmetisvagn rétt hjá heimili sínu. „Mér flnnst, eins og öðrum íslend- ingum, alltaf gaman að koma til London. Hins vegar finnst mér ég ekki vera að koma heim og gæti ekki hugsað mér að búa hér,“ sagði James Heddy Pope eða Jens Alexandersson, eins og hann heitir á íslandi, er DV hitti hann í London á dögunum. Jens, sem er fæddur og uppalinn í London, hefur búið á íslandi undanfarin tutt- ugu ár og lítur orðið á sig sem sann- an íslending. Hann fór í helgarferð til London í þeim erindagjörðum að heimsækja aldraöa móður sína. Þeg- ar blaðamenn DV óskuðu eftir að fá að fara með Jens og eiginkonu hans, Ásdísi Óskarsdóttur, var því vel tek- ið. Jens varaði okkur við að það væri ekki ríkidæminu fyrir aö fara heima hjá móður hans. Hún er bláfátæk verkamannskona sem býr í leigu- húsnæði á vegum borgarinnar í suð- austurhluta Lundúnaborgar þar sem efnaminni borgarbúar búa. Við tók- um neðanjarðarlestina að Waat- erloostöðinni og týpískan tveggja hæða strætó í átt að Pekcham þar sem móðir Jens býr. Hverfið er að- eins fimmtán mínútna akstur frá miðborginni en engu að síður kynn- ist útlendingurinn allt öðru um- hverfi þar. Einnig er verðlag mun lægra á þeim slóðum. Aður en viö héldum þangaö vildi Jens sýna okkur National Hospital en þar starfaði hann á sínum yngri árum. Jens, sem er lærður ljósmynd- ari, starfaði við að ljósmynda heila og önnur innyfli úr fólki. Einnig vildi hann sýna okkur Royal Festival Hall en þangað sótti ungviðið á árum áður til að hlusta á átrúnaöargoðin. Gólfin fest meðjárnrörum Þegar við komum í hverfið hans Jens blöstu við múrsteinshúsalengj- ur eins og íslendingar þekkja úr breskum sjónvarpsmyndum. Þar gaf líka að líta músteinsblokkir sem sýndust helst að hruni komnar. Jens benti á jámstauta sem voru við ein- stakar hæöir hússins en jámrörum er stungið í gegnum húsiö til að halda gólfmu uppi. Þetta er gert þegar gólf- ið er farið að síga alvarlega. Blokk- imar eru reistar af ríkinu og íbúar þurfa litla leigu að greiða. Þegar við nálguðumst litla húsið hennar Violet, móður Jens, kom hún út á móti syni sínum enda hafði hún hlakkað til að fá hann í heimsókn. Á bak, vifr gluggatj öld á neðri hæö glitti í akfraða frænku Jens, Ethel, sem einnig býr í húsinu. Hún brosti sínu breiðasta þannig að skein í tannlaus- an góminn. Fábrotið heimili Húsiö er lítið og þröngt. Mjór stigi liggur upp á efri hæð þar sem stofan er en þangað var þessum langt að komnu gestum boðiö. Mörgum ís- lendingum þætti vafalaust umbún- aður heimihsins fábrotinn en þarna una gömlu konumar glaðar við sitt. Violet er 74 ára og systir hennar fjór- um árum eldri. Þær fara lítið út úr húsi. Helst til að ná í nauðþurftir eða skreppa í bankann og borga reikninga, t.d. fyr- ir gasinu. Violet fær 54 pund á viku f ellistyrk sem era rúmlega 5400 ísl. krónur. Það þætti ekki hár ellilífeyr- ir hér á landi. Á móti kemur að mat- vara í London kostar aöeins brot miðað við í Reykjavík. Allar nauð- synjar era margfalt ódýrari. Mjólk- urpósturinn kemur á morgnana með mjólkina og tekur tómu glerin en umbúðimar eru eins og þekktust í Reykjavík fyrir þrjátíu árum. Harðar inn- heimtuaðgerðir Ethel starfaði í utanríkisráðuneyt- inu í fimmtíu ár og hefur örlítið hærri ellistyrk en Violet sem aldrei hefur unnið utan heimilis. Þær kvarta engu að sfður yfir dýrtíð og hörðum innheimtuaðgerðum stjóm- valda ef reikningar eru ekki greidd- ir. Fangelsisvist bíður þeirra sem ekki greiða reikninga á réttum tíma. Á meðan Ethel býr til Instant kaffi, en annað er ekki á boðstólum, segir Jens okkur frá æsku sinni. Hann ólst ekki upp í þessu litla húsi heldur í næstu götu. Það hús hafði fylgt ætt- inni þó ekki væri í eigu hennar. Amma Jens fæddist þar, síðan móöir hans og systkini hennar, loks Jens og systur hans tvær. Rétt um það leyti sem Jens flutti aö heimar. var húsið rifið enda ekki talið íbúðar- hæft lengur. Þá fluttu foreldrar hans í þetta hús ásamt Ethel sem hefur aldrei gifst. Þrjár kynslóðir ólustuppsaman Þegar Jens ólst upp bjuggu því þijár kynslóðir í húsinu og öllum þótti það sjálfsagt. Hann gekk í skóla nokkuð fjarri heimili sínu og sat í bekk ásamt fjörtíu drengjum. í þá daga var skólanum skipt í tvennt, öðram megin var inngangur fyrir drengi og hinum megin fyrir stúlkur. Girt var á milli á skólalóöinni og því voru samskipti engin. Tveir barna- skólar, sem við gengum framhjá í hverfi Jens, báru þessara daga enn merki því skilti voru fyrir ofan tvo innganga - öðrum megin stóð Girls og í hinum endanum Boys. Langt er þó síðan Bretar breyttu þessum sið og nú eru blandaðar kennslubekkir. Hins vegar vakti það athygli okkar að skólalóðin var víggirt og læst með miklum lásum. Jens upplýsti að eng- inn færi út af lóðinni meðan skóla- tími stæði yfir. James Pope eða Jim, eins og móðir hans kallar hann, fæddist árið 1946, á krepputímum. Heimilin voru barn- mörg og fátæk. Eiginmennirnir, sem voru nýkomnir úr stríöinu, tóku þá vinnu sem gafst. Faðir Jens var verkamaður en hann starfaði síðar lengi fyrir tollþjónustuna. Herþjón- usta var skylda en var aflögð stuttu áður en Jens komst á herskylduald- ur. Hann valdi sér ljósmyndun og fór í læri til meistara. Jens skipti um vinnustaði nokkuð ört og það líkaði fóður hans illa. Afstaða hans breytt- ist þó þegar sonurinn sýndi hversu launin gátu hækkað með því að færa sig milli vinnustaða. Vinnutími var frá níu til fimm en síðan fór hann í kvöldskóla til tíu á kvöldin. Þannig gekk lífið fyrir sig í þrjú ár. Engin neyð Jens segir að þó fátæktin hafi verið mikil á þeim tíma sem hann var að alast upp í' þessu hverfi hafi ekki verið nein neyð. „Menn áttu í sig og á en ekkert meira,“ útskýrir hann og bætir við að ástandið sé svipað í dag. „Á undanfórnum tveimur lil þremur árum hafa lífskjör farið versnandi í London," segir hann. Það var árið 1972 sem straumhvörf urðu í lífi Jens. Hann réð sig sumar- langt sem ljósmyndari í sumarhúsa- byggð fátæka mannsins. „Þarna var stórt afgirt svæði með litlum brögg- um, leikvöllum, börum, leikhúsi, kvikmyndahúsi og stóru mötuneyti. Fjölskyldur komu þangað til tvegga til þriggja vikna dvalar. Þetta var vinsælt hjá fólki sem hafði ekki mikla peninga milli handanna. Ég starfaði við að mynda gestina sem voru yfirleitt um níu þúsurid manns í einu. Þarna hitti ég Ásdísi sem var að vinna í sumarbúðunum," segir Jens. Ásdís skýtur inn í aö hún hafi fengið vinnu gegnum ferðaskrifstof- una Útsýn ásamt tveimur vinkonum sínum. Ástviðfyrstusýn Þau segja að þetta hafl verið ást við fyrstu sýn. Ásdís og Jens giftu sig í laumi og létu engan vita. Violet, móðir Jens, fékk næstum taugaáfall þegar hann sagðist ætla að kynna hana fyrir íslenskri eiginkonu sinni. „Þegar ég kom með Ásdísi hingað heim horíði hún á hana góöa stund og sagði: Hún er alveg eins og við. Mamma bjóst við að sjá soninn koma með eskimóa." Þokan horfin í London London var fræg fyrir þoku á sín- úm tíma sem reyndar var kolareykur úr reykháfum húsa. „Þegar ég var strákur var þessi frægi reykur liggj- andi yfir borginni vegna kolakynd- ingarinnar. Ég var sextán ára þegar við fengum rafmagn í húsið. Við vor- um nokkuð sein til þess en amma mín var mjög hrædd við rafmagn og neitaði að taka þaö inn. Ljósin vora tengd við gas og ég man að vinir mínir gerðu mikið grín að mér vegna þess. Rafmagn kom ekki fyrr en amma mín dó. Þá var hún 85 ára. Hún mundi eftir þessum slóðum hér sem sveit með örfáum húsum. Lon- don byggðist mjög hratt á sínum tíma og núna er allt steypt." Jens segist ekki fylgjast mikið með fréttum frá Bretlandi nema þeim sem koma í fréttum. Hann kaupir ekki bresku blöðin. „Ég sætti mig strax viö að verða íslendingur og skipta um nafn. í rauninni fannst mér nafri- breytingin hluti af því að verða ís- lendingur," útskýrir haftn. Reykjavík kom á óvart Fjölskyldu Jens þótti undarlegt að hann væri að flytja til íslands á sín- um tíma enda vissi þau ekkert um þetta land í norðri. Það sem kom Jens mest á óvart var að sjá mis- mundandi lit þök, rauð, græn og blá. „Hér vora öll hús eins og jafn lit- laus. Mér fannst húsin í Reykjavík myndræn og alveg furðuleg. Svo var þetta nýtískulegt fólk sem þarna bjó. Það var erfitt fyrst vegna tungumáls- ins. Ég byijaði að vinna í Ingólfs apóteki og var heppinn því þar var sambland af alls kyns fólki. Til dæm- is elskulegar gamlar konur sem töluðu ekki ensku og til að hafa sam- skipti við þær varð ég að reyna aö tala málið. Þá dreif ég mig í nám- skeið hjá Málaskóla Halldórs. Smám saman hefur það þróast að ég nái tökum á íslenskunni. Mér fannst mjög gott við ísland hversu vel maöur getur notað tím- ann. Þar eyðir maður ekki mörgum stundum til að komast úr og í vinnu eins og hér. Svo var frí á sunnudög- um en þá er unnið í London." Jens segir að London hafi breyst mjög mikið á þeim tuttugu árum sem hann hefur búið á íslandi. „Hún er miklu hreinlegri, sérstaklega miö- borgin. Þaö var gert mikið átak í að hreinsa byggingar en húsið vora öll sótsvört. Mér finnst neðanjaröarlest- arstöðvamar líka miklu þrifalegri. Nýbyggingar era byggðar núna í stíl við gömlu byggingamar og menn farcir að hugsa meira um hvaö pass- ar. Það mun vera Karl prins sem rekur áróður fyrir því,“ segir Jens. Móðirin ferðast ekki Violet, móðir Jens, kemur nú með Sonurinn kominn heim frá landinu í norðri sem breskir ellilífeyrisþegar vita nær ekkert um. Það voru því sannarlega ánægjulegir endurfundir. DV-myndir Brynjar Gauti brauð og kökur, og gefur sér tíma til að setjast niður. Hún segir að sér hafi alls ekki htist á að sonurinn flytti til íslands á sínum tíma en nú hefur hún vanist því. Sjálf hefur hún aldrei komið til íslands og segist fyrr fara í gröfina en þangað. „Ég hef allt mitt líf verið hér og hef ekki hugsað mér að ferðast," segir hún. „Það er ■svo friðsælt hérna,“ bætir hún við. Dóttir hennar býr í norðurhluta Eng- lands og Violet hefur ekki heldur farið til hennar. Þegar Jens dró upp fjölskyldu- myndir varð gamla konan afar glöð og lifði sig góða stund inn í að skoða þær. Hún sagði okkur allar fréttir úr fjölskyldunni síðustu mánuðina en annar tengdasona hennar hafði misst atvinnuna eins og milljónir annarra Breta. Það er skemmtilegt að heimsækja breskt lágstéttarheimih og kynnast viðhorfum þessara öldruðu kvenna. Þó furðar blaðamaður sig á hvers vegna Violet er í hnéháum kuldabomsum inni á heimihnu. „Það er vegna kuldans,“ útskýrir Jens. Það er dýrt að kynda og frekar kalt í híbýlum manna. Þess vegna klæðir fólk af sér kuldann," segir hann. „Annars var aldrei vaninn á heimil- inu að fara úr skóm og faðir minn var mótfahinn því að fólk færi úr skónum. Hann skhdi aldrei þegar við Ásdís komum með syni okkar þrjá að allir færu úr skóm,“ heldur hann áfram." KjósiðVerka- mannaflokkinn Þegar viö kvöddum gömlu konurn- ar ákvað Jens að ganga með okkur um hverfið og sýna það ókunnugum íslendingunum. Það styttist í kosn- ingar í Bretlandi og hverfið þar sem Jens ólst upp ber einkenni þess eins og allt annáð í London þessa dagana. í næstum hverjum glugga var búið að líma upp spjöld sem á stóð: „Kjós- ið Verkamannaflokkinn". Það fór ekki milli mála hvaða póhtíska stefna er ríkjandi á þessu svæði. Við heimsóttum líka verslunargöt- una og sáum með eigin augum það sem heimamenn segja, að verðlag sé mun lægra í úthverfum heldur en í miðborginni. Jens þykir eðlilegt að íslendingar, sem leið eiga um Lon- don, skoði meira en miðborgina þó þar sé margt skemmtilegt að sjá. „Það er allt annar andi í úthverfun- um,“ segir hann. „Svo er líka hægt að kaupa sér Travel Card fyrir tvö pund sem dugar allan daginn í allar lestir og strætisvagna og sjá heilmik- ið með því að ferðast meö þeim.“ Þegar Jens kemur til London er hann eins og hver annar íslendingur sem sækir leikhús, söfn og merka staði. Þau hjónin vora í fyrstu ferð sinni til London tvö ein og ætluðu að njóta þess með því að heimsækja góða veitingastaði og fara í leik- hús. Útlendingur og útlendingur Eftir daglangt ferðalag með þeim Jens og Ásdísi fundum við indverskt veitingahús og settumst niður til frekara spjahs. Það var einmitt um það leyti sem Jens flutti th íslands sem Indverjar streymdu th London. Margir eru þeir eifnaðir enda hafa þeir fjárfest talsvert í borginni. Jens lítur á Indverjann, sem þjónar okkur th borðs, sem útlending í London. Indverjinn htur á Jens sem útlending enda talar hann ekki ensku nema hann nauðsynlega þurfi. En vist er rétt hjá breska íslendingnum aö Lon- don hefur breyst í tímans rás og mjög margt th batnaðar. „Ég sé ahtaf eitt- hvað nýtt þegar ég kem hingað,“ seg- ir Jensogviðtökumundirþaö. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.