Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Side 37
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. 49 Á Íslandi er orðiö sullaveiki notað um sjúkdóm sem orsakast af bandormstegundinni Echinocochus granulos- us. Hann tekur sér búsetu í ýmsum dýrum eins og hundum, úlfum, refum og öðrum kjötætum. Þessi dýr smitast með því að eta sullblöðrur úr innmat sláturdýra eða sjálfdauðra kinda. Sullaveiki Um miðja 19. öldina hélt Jón Thorsteinsson landlæknir því fram að sjötti eöa sjöundi hver íslending- ur væri haldinn sullaveiki. Aðrir læknar töldu þessa tölu of háa en Níels Dungal prófessor dró saman niðurstöður krufninga á árunum 1932-1956 og komst þá að raun um að 22% fólks sem fætt var á árunum 1861-1870 var með sullaveiki. Sull- urinn var því förunautur íslenskr- ar þjóðar langt fram á 20. öldina en nú virðist saga sullsins vera öll. Bandormurinn Á íslandi er orðið sullaveiki notað um sjúkdóm sem orsakast af band- ormstegundinni Echinocochus granulosus. Hann tekur sér búsetu í ýmsum dýrum eins og hundum, úlfum, refum og öðrum kjötætum. Þessi dýr smitast með því að eta sullblöðrur úr innmat sláturdýra eða sjálfdauðra kinda. Fullorðni bandormurinn lifir þannig í þörm- um einnar dýrategundar en lirfan í öðru dýri. Lirfan verður síðan að komast niður í þarma fyrri dýrateg- undarinnar til að verða að kyn- þroska dýri. Bandormurinn íjölgar sér hratt í iðrum hundsins en eggin skiljast út í hægðunum. Algengastasmitleiðinvarsúað ■ manneskja lagði sér til munns mengað vatn eða mat sem komist hafði í snertingu við hundaskít. Náið sambýh Islendinga við hunda sína í þröngum húsakynnum fyrri alda skýrir hversu há tíðni sjúk- dómsins var hér á landi um aldir. Ógerlegt var að gæta lágmarks- hreinlætis enda var sápa nánast óþekkt hériendis fram á miöja síð- ustu öld. Fólk þvoði sjaldnast hend- ur sér en handfjatlaði við vinnu sína hey, rusl og önnur óhreinindi sem mengast höfðu af bandormseggjum. Mönnum var auk þess ókunnugt um eðh veikindanna og þau tengsl sem eru miUi suUaveiki í mönnum og sauöfé og bandorma í hundum. Danski læknirinn Harald Krabbe varð ráögjafi stjómvalda í suUa- veikivömum á síðustu öld. Hann ráðlagði að hundum væri fækkað og hundahreinsun færi reglulega fram. Auk þess gaf hann fyrirmæli um þaö hvernig suUum og soUnum líffærum búfjár skyldi eytt. Þannig kom hann í veg fyrir að hundar kæmust í sýkt dýr og gætu viðhald- ið smitinu. Þegar maður hefur gleypt eggið borar Urfa þess sig gegnum slímhúö gamanna og berst þannig til lifrar- innar. Þar stöðvast þær flestar en hluti þeh-ra fer til annarra Uffæra eins og lungna, heila, augna eða Á læknavaktiimi Óttar Guðmundsson læknir briskirtils. Lirfan stækkar þar í blöðm og safnast vökvi í holrúm hennar. SuUurinn vex ákaflega Uægt og áratugir geta Uðið þar til hann gerir vart við sig með þrýstingseinkenn- um. Stundum getur blaðran sprung- ið og fylgir því heiftarlegt ónæmis- viðbragð vegna þess hve ertandi vökvmn í blöðrunni er. í Ufur getur sullurinn orðið ákaflega stór og fyr- irferöarmikUl. í lungum veldur hann þrýstingseinkennum og kom- ist suUur í heila getur hann komið af stað krömpum, lömun eða ann- arri truflun á heUastarfsemi. SuUur er greindur meö röntgen- myndatöku eða sneiðmyndatöku af sýktu líffæri. Besta meðferð sem völ er á er skurðaðgerð og er þá suU- blaðran flarlægð í heUu lagi og tekst það yfirleitt ágætlega. Brodd-Helgi og Halla Menn hafa stundað skuröaðgerðir vegna suUs á íslandi um aldir. í Vopnfirðingasögu er greint frá sjúk- dómi Höllu Lýtingsdóttur. Hún var gift Brodd-Helga en veiktist og upp úr því varð hjónaskUnaður. Hún flutti þá tU bróður síns í Krossavík. Henni elnaði sóttin og sendi þá boð til Helga að koma og hitta hana. Gerði hann það og.hún bað hann að hann skyldi sjá meinið. Hann gerði það og kvaðst honum þungt hugur um segja. Hann hleyp- ir út vatni miklu úrsulUnumog varð hún máttUtU eftir þetta. Hún bað hann vera um nóttina en hann vUdi það eigi. Það var bæði að hún var máttUtU enda var hún angur- söm við hann og mælti: Eigi þarf nú að biðja þig hérvistar. Þú munt nú mjög lokið hafa verkum og get ég að fæstir munu lúka við sínar konur svo sem þú munt við mig.“ HaUa Ufði stutta stund eftir þetta en andaðist síðan. Brodd-Helgi framkvæmdi því kviðristu á sjúkri fyrrverandi konu sinni vegna sulls en ekki tókst betur tU en að konan dó. Það eru sannmæli hjá Höllu að fæstir hjónaskilnaðir enda með slík- um aðgerðum. Flestir munu sam- mála um að fráskUdir eiginmenn skuU ekki handleika hnífa í nálægð fyrrum eiginkvenna sinna. Þetta mun vera elsta lýsing á kviðstungu vegna sullaveiki í ís- lenskum bókmenntum en víða er að finna frásagnir um þetta ástand í gömlum bókum. í biskupasögu Guðmundar góða er getið um konu sem haldin var sullaveiki sem lækn- aðist vegna áheita á fróma guðs- mann. Jón Magnússon, bróðir Áma Magnússonar handritasafnara, var lagtækur kviðristir og tæmdi hann flöldann aUan af smáum og stórum suUum. Framtíðarþróun íslendingum hefur að mestu tekist aö útrýma suUaveikinni. En þó ber að hafa allan vara á. Sullur hefur fundist í sauðfé nokkrum sinnum á Uðnum ámm sem sýnir að enn er fuU ástæða til að vera vel á varð- bergi gegn suUaveikinni. Já, loksins fæst á íslandi POKON SKORDÝRAFÆLIR sem nota má á ittaplöntur innanhúss auk skrautjurta, ’-menmetis, trjáa og runna utanhúss. Virk efni í POKON skordýrafælinum kalísölt og fitusyra sem eru með öllu, leysast eðlilega upp og eyðast í náttúrunni. POKON skordýrafælirinn er í handhægum úðabrúsa og skaðar hvorki mannfólk né gæludýr. p0^uNmSbetrHyb'^^ÚðUm HVERNIG VÆRIAÐ GEFA HLÝJUOG YLÍÁR? ÁLAFOSS-VÆRÐARVOÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.