Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. 19 Kvikmyndir Ný kvikmynd, Ævintýri á norðurslóðum: Þrj ár sögur af bömum - samvinna íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga Það er stutt á milli frumsýninga á íslenskum kvikmyndum, sú nýjasta í hópi nokkurra sem frumsýndar verða á þessu ári er Ævintýri á norð- urslóðum sem er samstarfsverkefni íslands, Grænlands og Færeyja. Verður frumsýning á myndinni í dag í Háskólabíói. Ævintýri á norður- slóðum er þrjár stuttar kvikmyndir um börn frá þremur löndum og má segja að söguþráðurinn í hverri sögu fyrir sig sé tengdur því landi sem við á. Frá íslandi kemur myndin Hestar og huldufólk. Fjallar hún um Sigga sem elst upp á sveitabæ þar sem hest- ar eru ræktaðir og segir af vinskap Sigga og villts fola sem enginn annar getur átt við. Siggi temur folann á laun en það kemur að því að það á að fara að selja folann og þá opnar Siggi girðinguna og hleypir folanum út. Folinn heldur upp í óbyggðir. Þegar hausta tekur fær Siggi að taka þátt í leitum og hittast þá vinimir aftur. Leikstjóri er Kristín Pálsdóttir en handrit gerði Guðný Halidórsdóttir. Með hlutverk Sigga fer Guðmar Þór Pétursson. Af öðrum leikurum má nefna Bessa Bjarnason, Eddu Heið- rúnu Backman, Arnar Jónsson og Þórhall Sigurðsson (Ladda). Grænlenska myndin heitir Móðir hafsins og er byggð á samnefndri þjóðsögu um kraftmikinn anda sem Guðmar Þór Pétursson leikur aðalhlutverkið í myndinni Hestar og huldufólk. Móðir hafsins hittir fyrir tvö börn á isnum i grænlensku myndinni. Háskólabíó: Harkan sex Kaupmen athugið DRAUMUR Beint úr draumasmiðjunni — Ljúfur og lakkrískenndur Nú er DRAUMURINN á sérstöku tilboðsverði Gerið góð kaup Háskólabíó hefur hafið sýning- ar á myndinni Harkan sex (Nec- essary Roughness) sem er gam- anmynd með Scott Bakula í aðal- hlutverki. Bakula er sjálísagt þekktastur fyrir að leika tíma- flakkarann í Quentum Leap, vin- sælli þáttaröð sem sýnd er á Stöð 2. í Harkan sex leikur hann fót- boltastjömu með háskólaliöi. Einn reginmunur er á honum og öörum leikmönnum, hann er 34 ára gamall meöan aðrir eru ekki orðnir tvítugír. Þá má einnig geta þess að hugarfarið gagnvart iiþróttinni er öðmvisL Hann leggur nefnilega út í hvem leik eins og hann sé að fara að taka þátt í meiri háttar orrustu. Scott Bakula hefur fengið tvenn sjónvarpsverölaun fyrir leik sinn í Quentum Leap sem hefur gert hann frægan. Hann byrjaði feril sinn á sviði i New York og lék litil hiutverk i mörgum leikritum áður en hann fékk sitt tækifæri i Romance/Romance, en fyrir leik sinn þar fékk hann tilnefningu til Tony verölauna. í fyrra lék hann í sinni fýrstu kvikmynd Sibling Rivalry á móti Kirstie Alley. -HK sjónvarpsverðlaun fyrir leik sinn í Quentum Leap. Hilmar Karlsson Kvikmyndir Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Bessi Bjarnason í hlutverkum hestakaupmanns og Bjössa vinnu- manns i Hestum og huldufólki. Brönden. Aðalhlutverk leika Klara Jacobsen, Niels Thomassen og Agga Olsen. Færeyska myndin heitir Hannis og fjallar um tvö systkin sem eiga heima í Þórshöfn. Þegar myndin hefst eru þau á leið í sumardvöl hjá ömmu sinni. Þar kynnast þau undarlegum og þöglum gömlum manni sem hefur hingað til verið strítt af bömum sem þarna búa. Eru sagðar furöulegar sögur af örlögum gamla mannsins og fjölskyldu hans. Óvænt breyting verður á söguþræðinum þegar gamli maðurinn deyr. Leikstjóri Hannis er Katrin Ottars- dóttir og er hún einnig höfundur handrits. Aöalhlutverk leika Sólja Klargaard, Rúni Gunnarsson, Mart- ina Olsen og Kári Mouritsen. Kvik- myndataka allra myndanna þriggja var í höndum Sigurðar Grímssonar. Þess má svo geta aö allar myndirnar em með íslensku tali. -HK Börnin ráða saman ráðum sínum í færeysku myndinni Hannis. stjómar hafinu og íbúa þess. Græögi nútímamanna og skortur á virðingu fyrir náttúmnni og umhverfinu hef- ur orsakað reiði andans og er það hans sök að veiðimenn snúa heim tómhentir. Bömin tvö í sögunni hafa áhyggjur af fæöuleysinu og fara út á ísinn til aö veiða fisk. Þau hitta þar fyrir móöur hafsins og er hún mjög reið. Bömin lofa að skila til fullorðna fólksins boðskap hennar en vill nokkur hlusta á þau? Leikstjóri Móður hafsins er Maariu Olsen og handrit skrifaði Jens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.