Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. Myndbönd Réttlæti götunnar COLD JUSTICE Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Terry Green. Aðalhlutverk: Dennis Waterman og Rogger Daltrey. Bresk, 1990 - sýningartimi 102 mín. Bönnuó börnum innan 12 ára. , Sú dramatíska frásögn, sem sögð er í Cold Justice, er sögð sönn þótt ótrúleg sé í lokin. Fjallar myndin um prest sem sest að í slæmum hluta Chicagoborgar. Hann hefur fljótt áhrif til hins betra, enda lífs- glaður og þykir sopinn góður. Aldr- ei er almennilega ljóst hvað hann er að gera í þessu hverfi. Hann vingast sérstaklega við fyrrverandi hnefaleikakappa og segir honum að það sé aldrei of seint að byrja aftur. Hnefaleikarinn tekur hann á orðinu og er laminn í klessu í ólög- legri hnefaleikakeppni. Eftir þetta fara íbúar hverfisins að efast um heiðarleika prestsins og ein hjá- róma rödd magnast upp í allsherj- artortryggni. Cold Justice er að mörgu leyti vel gerð mynd en handritið er ekki nægilega skýrt. Hinn dramatíski endir gengur ekki upp vegna þess að spurningarnar eru of margar. Dennis Waterman gerir hlutverki sínu góð skil. Sömu sögu er að segja um flesta aðra leikara. JIGSAW Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Marc Gracie. Aöalhlutverk: Rebecca Gibney, Dominic Sweeny og Michael Goard. Áströlsk, 1990 - sýningartiml 85 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Virginia Bond hefur aldrei verið upp á aöra komin. Hún rekur sjálf- stætt fyrirtæki og helgar sig vinn- unni. Þegar hún verður loks ást- fangin giftist hún eftir þriggja vikna kynni, öllum til mikillar undrunar. Á öðrum degi hjóna- bandsins er eiginmaður hennar myrtur og þegar lögreglan fer aö spyrja hana um eiginmanninn rennur upp fyrir henni að hún veit eiginlega ekki neitt um hann. Þegar hann var myrtur voru þau ekki einu sinni farin aö búa saman. Þetta er aðeins byriunin á ástr- alska þrillemum Jigsaw en eins og nafnið bendir til er leit Virginiu að uppruna eiginmannsins hálfgert púsluspil. Ástralir hafa gert betri sakamálamyndir en þeir hafa einn- ig gert verri og þótt ýmsir gallar séu á myndinni er hún aldrei leið- inleg. Bófahasar í villta suðrinu QUIGLEY DOWN UNDER Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Simon Wincer. Aðalhlutverk: Tom Selleck, Laura San Giacomo og Alan Rickman. Bandarísk, 1991 -sýningartími 115 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. Quigley Down Under er í anda klassískra vestra. Þar er þó einn reginmunur á, myndin gerist í Ástralíu og því ekki hægt að segja að myndin gerist í villta vestrinu, heldur verður að nota villta suðrið þó það láti ekki vel í eyrum. Þá ber að geta þess að í stað indíána eru það frumbyggjar Ástraliu sem hvíti maðurinn þolir ekki. Tom Selleck leikur mikinn byssusnilling og kúreka sem ráð- inn er frá Bandaríkjunum til stór- bónda í Ástralíu sem ræður hann eingöngu vegna snilli hans í með- förum vopna. Þegar Matthew Qui- gley kemst að því að hann er ráðinn til að skjóta niður frumbyggjana, sem húsbóndi hans þolir ekki, lem- ur hann húsbóndann sem er hið versta illmenni. Landeigandinn er með mikiö lið í kringum sig og lætur menn sína fara með Quigley vatns- og matar- lausan ásamt stúlku, sem Quigley hafði kyxmst, lengst inn í óbyggð- irnar þar sem hann ætlast til aö þau deyi drottni sínum. Quigley kann ýmislegt fyrir sér og eftir nokkrar hremmingar komast þau til mannabyggða og þar hefur hann heilagt stríð gegn fyrrum húsbónda sínum. Tom Selleck hefur meiri hæfi- leika en marga grunar, það hefur hann sýnt í nokkrum misgóðum myndum. Hér rennir hann sér auð- veldlega í gegnum þessa ýktu per- sónu og gerir Quigley manneskju- legan og skemmtilegan. Og ekki er Alan Rickman síðri í hlutverki ill- mennisins enda orðinn sérfræöing- ur í að leika þijóta. Má nefna góða frammistöðu hans í Die Hard og Hróa hetti, prinsi þjófanna. Hér bætir hann við einu eftirminnilegu ilimenni í safn sitt. Það má finna margt að Quigley Tom Selleck og Laura San Giacomo leika aðalhlutverkin i Quigley Down Under. THE HOT SPOT Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Dennis Hooper. Aðalhlutverk: Don Johnson, Virginia Madsen og Jenniter Connelly. Bandarisk, 1990 - sýningartimi 123 min. Down Under, til dæmis til hvers er verið að gera „vestra" í Ástralíu þegar auðvelt hefði verið að færa söguþráðinn í alvöru vestrið? En í heild er myndin hin skemmtileg- í hita dagsins asta og hvalreki á fjörur aðdáenda hesta og kúreka. -HK ★★ DV-myndbandálistinn Fimm nýjar myndir koma inn á llstann og er þar tremst i flokki Ter- minator II. Eins og sjá má kemur Silence of the Lambs aftur inn á iistann, eru það viðbrögð eftir sigurtnn á ðskarsverölaunahátíðinni. Á myndinni sjáum við aftur á móti Jack Nicholson og Harvey Keitel í hlutverkum sínum i The Two Jakes sem er i tíunda sæti. 1 (3) Backdraft 2 (1) Teen Agent 3 (-) Termlnator II 4(2) TheHardWay 5 (4) Fjörkálfar —’ 6 (-) Quigley Down llnder 7 (6) Shattered 8 (5) HÚdson Hawk 9 (7) Arachnophobia 10 (9) The Two Jakes 11 (8) New Jack City 12 (-) Rage in Harlem 13 {-) Cyrano de Bergerac 14 (-) Silence of the Lambs 15 (11) Kiss before Dying Hetjur og brennuvargar BACKDRAFT Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Ron Howard. Aðalhlutverk: Kurt Russell, William Baldwin, Scott Glenn, Donald Suther- land og Robert DeNlro. Bandarfsk, 1991 -sýningartími 135 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Backdraft er óður til þeirra sem beriast við eldsvoða. Það sem gefur myndinni fyrst og fremst gildi eru ótrúlega vel gerð atriði þar sem barist er við mikinn eld og er ekki annað að sjá en tækniliðið hafi far- ið fram úr eigin getu, þvilíkar eru senumar. Á móti þessum stórkost- legu atriöum kemur væminn sögu- þráður sem hefur lítiö raunsæi þegar ijallað er um líf slökkviliðs- manna. í myndinni segir frá tveimur bræðrum, sá eldri er orðinn yfir- maður í slökkviliði Chicagoborgar, helja sem allir líta upp til. Yngri bróðirinn, sem varð fyrir þeirri reynslu í æsku að sjá föður sinn, sem var slökkviliðsmaður, farast við skyldustörf sín, hefur átt erfitt uppdráttar. Hann ákveður samt að gerast slökkviliösmaður, þótt hann sé hálfhræddur við eld, en lendir undir stjóm bróður síns sem telur sig þurfa aö halda verndarhendi yfir litla bróður. Kurt Russell og William Baldwin leika bræðuma og gera það slysa- laust en án nokkurra tilþrifa. Stór- leikaramir Donald Sutherland og Robert DeNiro em í minni hlut- verkum, þeir gera báöir góða hluti, sérstaklega DeNiro, en hafa verið betri. Ron Howard leikstýrir myndinni en það er ekki honum að þakka að myndin er vel þess virði að horft sé á hana, heldur tækniliðinu. Veikasti hluti myndarinnar, sem em mannleg samskipti, verður að skrifast á Howard þótt hingað til hafi honum oft tekist vel upp þar sem ekkert tæknilið er til hjálpar. -HK Bönnuö börnum innan 16 ára. The Hot Spot er dramatísk mynd sem gerist í vesturhluta Bandaríkj- anna í smáborg þar sem hitabylgja gengur yfir. Leikstjóri er leikarinn kunni, Dennis Hooper, og nær hann oft á tíðum miklum þunga og hita í frásögn sína. Don Johnson leikur aðkomu- mann sem fær vinnu á bílasölu. Eigandinn á unga konu sem er ekki öll þar sem hún er séð og tælir Johnson til lags við sig. Eftir ástríðufullt samband vill Johnson snúa sér að stúlku sem hann hefur hrifist af en það sættir ástkona hans sig ekki við. í því sem á eftir kemur sannast viðkvæðið að köld em kvenna ráð. Helsti galli myndarinnar er að hún er of löng. Uppbyggingin er öii mjög hæg og stundum erfitt að skilja tilganginn. Og í raun er áhorfandinn engu nær í lokin um sumt sem var að gerast. Hooper hefur gert betur í leiksljórahlut- verkinu, án þess þó aö verið sé að miða við meistarverk hans, Easy Rider. Leikarar hefðu að ósekju mátt sýna aðeins meiri tilþrif en þeir verða samt ekki sakaðir um að reyna ekki. -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.