Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. 15 Að þora eða þora ekki - að ræða um aðild að Evrópubandalaginu. Þetta hefur verið enn einn tilvistar- vandi íslenskra stjómmálamanna síðustu misseri. Þrátt fyrir að framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands og síðan nokkrir Alþýðuflokks- þingmenn hafl sett máhð á dagskrá nú síðustu daga og vikur er enn óvíst hversu alvarlega þessi kostur verður ræddur - að minnsta kosti þar til örlög samningsins um evr- ópska efnahagssvæðiö verða ljós. Manni Evrópubandalagið og að- ildarríki þess sig til að samþykkja evrópska efnahagssvæðið er nokk- uð ljóst að umræða um hugsanlega aðild islands aö bandalaginu mun lognast út af. Fari hins vegar svo að Evrópubandalagið klúðri evr- ópska efnahagssvæðinu, eins og gerst hefur í svo mörgum öðrum málum, verður ekki hjá því komist fyrir íslendinga að kafa ofan í kosti og galla aðildar og svara fyrir sig. Mál allrar þjóðarinnar Það var rétt hjá forsætisráðherra að undirstrika það í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra á Al- þingi að umræða og ákvörðun um að sækja eða sækja ekki um aðild að Evrópubandalaginu er innan- ríkismál. Hér er ekki um að ræða smáblóm í garði utanríkisráð- herra. Það er ekki aðeins að þetta sé mál allrar ríkisstjómarinnar og Alþingis, heldur íslensku þjóðar- innar í heild. Þjóðin þarf að taka virkan þátt í umræðunni. Stjórnmálamönnum ber skylda til að gefa henni sem ítarlegastar upplýsingar, ekki áróður, um þá ýmsu kosti sem ís- lendingar eiga í stöðunni. Og þegar kemur að því að taka ákvörðunina þarf aö spyrja þjóðina álits í at- kvæðagreiðslu. Það má nefnilega halda þvi fram með sterkum rökum að ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu yrði mikilvægasta skref í íslenskum utanríkismálum síðan leitað var samninga við Nor- egskonung um það sem Islendingar kalla gjarnan gamla sáttmála. Það Ahrifamestu valdsmenn í Evrópu: Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, með kanslara sín- um, Helmut Kohl. Símamynd Reuter sem knúðu á um nána efnahags- og stjómmálasamvinnu í Evrópu. Þeir vildu ganga svo frá málum að fullyrðing Churchills ætti ekki lengur við. Þýskir stjórnmálamenn þjóðar sem var skipt í tvennt með jám- tjaldi, bjó við efnahag í rúst og hafði þjóðarmorð á samviskunni, tóku heilshugar undir þessar hugmynd- ir. Þar með hófst samstarf sem hef- ur í áranna rás aukist og dafnað og náð til sífellt fleiri þjóða. Allan þennan tíma hefur raun- veruleg forysta í Evrópusamvinn- unni verið meira og minna sameig- inlega í höndum Frakka og Þjóð- verja. Frakkar hafa lagt aukna áherslu á evrópsku samvinnuna eftir því sem Þýskaland hefur eflst efnahagslega og póhtískt, fyrst með víðtækri bandarískri efnahagsað- stoð en.síðan með hinu svokallaða þýska efnahagsundri Adenauers og Erharts, en að því búa Þjóðverjar enn. Þjóðverjar lærðu eftir stríð að fara að leikreglum lýðræðisins. Þeir lögðu jafnframt megináherslu á að halda góðu sambandi við ná- granna sína og Bandaríkjamenn sem einir gátu tryggt hernaðarlega stöðu Þjóðverjá gagnvart ógninni í austri. Þýsk Evrópa Nú hefur hins vegar margt breyst. Ógnin úr austri er úr sögunni. Þýskaland þarf ekki lengur á kjarnorkuregnhlíf Bandaríkja- manna að halda. Þeir þurfa þess vegna ekki að taka sama tillit til bandarískra stjórnvalda og áður - og gera ekki. Þýskaland er ekki lengur sundr- að. Það hefur sameinast í eitt ríki. Frakkar gerðu tilraun til að draga þá sameiningu á langinn. Það tókst ekki. ÞjóðVeijar kunna þeim litlar þakkir fyrir. Við hrun Sovétríkjanna og sam- einingu þýsku ríkjanna varð Þýskaland óumdeilanlega lang- öflugasta ríki Evrópu. Þýskir stjórnmálamenn eru þegar farnir að beita sér í samskiptum við aðrar þjóðir í samræmi við þessa nýju stöðu. Þeir bíða ekki lengur eftir samþykki nágranna sinna heldur er því lágmarkskrafa að þjóðin sjálf veröi spurð, þótt sumum valds- mönnum flnnist það líklega óþarfi. Það getur reynst hættulegur mis- skilningur að trúa því að hægt sé að sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu nánast í plati. Enginn þarf að efast um að Evr- ópubandalagsmenn hafa lítinn tíma fyrir smáþjóðir. Og þeir hafa engan tíma fyrir smáþjóð sem lýsti því yfir að hún sækti um aðild til þess eins að „máta frakkann". Ef lögð verður fram umsókn um aðild að Evrópubandalaginu hlýtur það að verða í dauðans alvöru gert. Sjóræningjar nútímans Fari umræða um hugsanlega að- ild að Evrópubandalaginu í gang er einnig mikilvægt að hún ein- skorðist ekki við afmörkuð svið eins og til dæmis fisk. Auðvitað er fiskurinn þýðingar- mikill fyrir íslendinga. Það skiptir okkur öllu máli að ráða áfram yfir þessari dýrmætu auðlind sem nú þegar er orðin of lítil fyrir okkur sjálf. Við höfum háð mörg þorska- stríð við nágrannaþjóðir okkar, þar á meðal þær sem ráða mestu í Evr- ópubandalaginu, til þess að tryggjs okkur þessi yfirráð. Þau kunna að þykja smáblóm hjá þeim sem stýra bákni Evrópubandalagsins í Bruss- el, en fyrir okkur er um sjálft lífs- blómið að tefla. Þess vegna hafa ábyrgir íslenskir stjórnmálamenn fram til þessa hafnað aðild að Evrópubandalag- inu. Skýrslur ungra lögfræðinga um hugsanlega afstöðu Evrópu- bandalagins til stjómunar fisk- veiða á íslandsmiðum, þar sem einkum er byggt á ef og kannski og líklega, breytir engu um kaldan raunveruleika fiskveiðistefnu bandalagsins sem einkennist af póhtískum hrossakaupum, rán- yrkju og eftirlitsleysi með sjóræn- ingjum nútímans. Hvemig Evrópa? Fari þessi umræða af stað fyrir alvöru er einnig mikilvægt að rætt sé tæpitungulaust um hvemig Evr- ópa framtíðarinnar kemur til með að líta út. Umræðan verður að snú- ast um veruleikann en ekki ein- hveija Evrópu óskhyggjunnar. Enda rétt að átta sig á því strax að óskir íslendinga breyta engu um þróun Evrópubandalagsins. Ekki þýðir heldur að móðgast Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri fyrir hönd útlendinga, eins og nokkuð hefur borið á síðustu dag- ana, þegar bent er á staðreyndir um valdahlutfóll í Evrópu. Inn í þessa umræðu má alls ekki inn- leiða þá bandarísku plágu sem kennd er við „pólitíska rétthugs- un“ og dregur úr þori manna þar vestra til að láta skoðanir sínar í ljósi ef þær skyldu hugsanlega móðga einn eða annan. Það þarf að tala af hreinskilni og tæpitungulaust - líka um það hvemig valdahlutfóll í Evrópu hafa verið og eru að gjörbreytast. Stjómmálamenn og fjölmiðlar hafa verið afar uppteknir af um- byltingunni í Austur-Evrópu; hruni Sovétríkjanna, falh komm- únista, innreið markaðsstefnu í einu eða öðm formi í efnahagslíf þessara landa og endurvakningu þjóðemishyggjunnar. Þessir atburðir munu, ásamt sameiningu Þýskalands, hafa af- gerandi áhrif á þróun Evrópu- bandalagsins á næstu áram. Þess sjást greinilega merki nú þegar hvert stefnir. Ummæli Churchills Lítum aðeins til baka. Winston Churchih, sem var sögu- fróður maður, sagði eitt sinn að Þjóðverjar væra ahtaf annaðhvort undir fótum nágranna sinna eða með hendur um háls þeirra. Eftir síðari heimsstyijöldina voru það fyrst og fremst Frakkar láta þá standa frammi fyrir orðn- um hlut. Nýlegt dæmi um þetta er hvernig Þjóðverjar viðurkenndu Króatíu og Slóveníu og beygðu franska ráðamenn í duftið. Fyrir sameiningu Þýskalands og hrun Sovétríkjanna hefði slíkt aldrei gerst. Við fall kommúnismans myndað- ist tómarúm í Austur-Evrópu. Þjóðveijar beita efnahagsmætti sínum markvisst til þess að fylla það tómarúm; með víðtækri efna- hagsaðstoð stjómvalda og beinni fjárfestingu fyrirtækja í stóram stíl. Drang Nach Osten er nú meg- ineinkenni þýska efnahagsveldis- ins. Með þetta í huga er réttilega farið að tala um „þýska Evrópu“. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðan- ir um hvort slík ofuráhrif Þjóðveija í Evrópu séu æskheg. Þeir sem trúa því að eðh þýsku þjóðarinnar hafi gjörbreyst frá því sem var á milli- stríðsáranum geta fagnaö því að th sé þrátt fyrir aht eitt sterkt efna- hagsveldi í Evrópu. Hinum, sem óttast fortíöina og era vantrúaðir á að eðh heilla þjóða breytist á fáein- um árum, stendur ógn af þessari þróun og vhja ekki eiga sjálfstæði sitt og lífsafkomu undir henni. Elías Snæland Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.