Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. 11 I •' pv______________________________Reykjavik fyrr og nú Dagblaðið Tíminn við Skuggasund I Skuggahverfinu, miöja vegu milli Arnarhóls og Klapparstígs, er götu- spotti frá Sölvhólsgötu og upp á Lind- argötu sem heitir Skuggasund. I þessu skuggsæla og stutta sundi er húsið sem hér birtast myndir af, Edduhúsiö. Þar var Tíminn skrifað- ur og prentaður um þrjátíu og fimm ára skeið en sá aldni „málsvari frjáls- lyndis, samvinnu og félagshyggju" varð einmitt sjötíu og fimm ára í síð- asta mánuði. Blaðið og flokkurinn Tíminn hóf göngu sína sem fjög- urra síðna vikublað 17. mars 1917 en hann varð ekki dagblað fyrr en þrjá- tíu árum síðar. í upphafi var Tíminn ekki flokks- blað Framsóknarflokksins þó hann hafi ætíð verið málsvari flokksins. Þetta skipti máh því fyrstu árin var oft umtalsverður áherslumunur á afstöðu hinnar ungu og róttæku „Tíma-klíku“ sem stjórnaði Tíman- um, og hinna reyndari og íhaldssam- ari þingmanna Framsóknarflokks- ins. Til Tímans var stofnað af Jónasi frá Hriflu og tveimur til þremur tugum samvinnumanna víðs vegar um landið. Jónas var óumdeildur guð- faðir blaðsins. Hann var forsprakki „Tima-klíkunnar“ og hann skrifaði meira í blaðið en nokkur annar mað- ur fyrstu þrjátíu árin eða töluvert á þriðja þúsund greinar. í Reykjavík hófu framsóknarmenn útgáfu Nýja dagblaðsins 1934 en 1938 var það sameinað Tímanum sem þá varð eign Framsóknarflokksins. Flokkurinn var síðan útgefandi Tímans til 1984 er hlutafélag hóf út- gáfu Nútímans. Hann kom út til árs- Edduhúsið á 50 ára afmæii Timans, 1967. - Tímamynd Róbert loka 1986. Þá tók Framsóknarflokk- urinn og félög hans í Reykjavík aftur við Tímanum og gáfu hann út fram að síðustu áramótum er hlutafélag tók enn við útgáfunni. Ritstjórar Tímans fyrstu íjörutíu árin voru flestir þjóðkunnar persón- ur. Tryggvi Þórhallsson var ritstjóri 1917-27 er hann varð forsætisráð- herra, Jónas Þorbergsson var rit- stjóri 1927-30 er hann varð fyrsti út- varpsstjórinn, Gísli Guðmundsson alþingismaður var ritstjóri 1930-40 en Þórarinn Þórarinsson var ritstjóri Nýja dagblaðsins og Síðan Tímans frá 1936-85 eða í tæpa hálfa öld samfellt og mun enginn annar íslendingur hafa ritstýrt sama blaði jafn lengi. Á þriðja áratugnum komust ís- lensk stjómmál næst tveggja flokka kerfi. Stjórnmálaátök íhaldsmanna og Framsóknar vom þá beinskeytt- ari og óvægari en síðar tíðkaðist. Tíminn var þá feikilega sterkt mál- gagn í höndum Jónasar og Tryggva og átti sennilega drýgstan þátt í Edduhúsið í dag. - DV-mynd Gunnar V. Andrésson glæsilegum kosningasigrum fram- sóknarmanna 1927 og 1931. Annars hefur Tímanum vegnað misvel á löngum ferh. Blaðið náði mestu upplagi á sjötta áratugnum og komst þá mest í 18.000 eintök en þá var það annað stærsta dagblaðið eftir Morgunblaðinu. Salan minnkaði svo eftir því sem leið á viðreisnartímann og hefur aldrei náð sér aftur á strik. í lok sjötta og byrjun sjöunda ára- tugarins var ritstjórn Tímans sann- köhuð uppeldismiðstöö fyrir fjöl- miðlamenn. Um það leyti vom þar m.a. starf- andi Jökuh Jakobsson leikritaskáld, Magnús Bjarnfreösson sjónvarps- maður, Sveinn Sæmundsson blaða- fuhtrúi, Ólafur Gaukur hljómlistar- maður, Kristján Magnússon, ljós- myndari og djassari, Jónas Kristj- ánsson, ritstjóri DV, Kristín Hall- dórsdóttir, síðar alþingiskona, Hall- ur Símonarson, blaðamaður DV, El- ías Snæland, aðstoðarritstjóri DV, Fríða Björnsdóttir, framkvæmda- stjóri BI, Gunnar V. Andrésson, ljós- myndari DV, og Kári Jónasson, fréttastjóri ríkisútvarpsins. Tíminn var fyrst prentaður í Gut- enberg til 1920, síðanj Prentsmiðj- unni Acta th 1936 og í prentsmiðj- unni Eddu til 1971 er Blaðaprent kom th sögunnar. Ritstjórn Tímans var í Edduhúsinu frá 1938-71 og í Síðumúl- anum 1971-87 er blaðiö flutti í Lyng- hálsinn. Edduhúsið Edduhúsið var byggt undir prent- smiðjuna Eddu, Tímann og Tóbak- seinkasöluna 1936. Það var upphaf- lega tvær hæðir en þriðju hæðinni og risinu var bætt við 1946. Þá var bætt við húsi í porti að austanverðu undir nýja prentvél 1959. Prentsmiöjan Edda hélt starfsemi sinni áfram í Edduhúsinu eftir að Tíminn flutti þaðan en 1981 flutti prentsmiðjan að Smiðjuvegi í Kópa- vogi þar sem hún er enn til húsa. Þá keypti Sambandið húsið undir skipa- deild sína og auglýsingadehd. Hús- inu var þá enn breytt töluvert, m.a. settar útidyr sem vísa að Skugga- sundinu og byggt yfir port að austan- verðu. Sambandið seldi síðan ríkinu Edduhúsið og er nú Hagstofan þar th húsa. Kjartan Gunnar Kjartansson VORDAGAR HJÁ TÍTAN HF 2.-12. APRÍL Opið: Mánud. - föstud. kl. 9 - 18 og laugard. - sunnud. kl. 13-17 COMBI CAMP er á íslenskum undirvagni COMBICAMP TRAUSTUR OG GÓÐUR FÉLAGI í FERÐALAGIÐ FAMILY meö filiðartjaldi er núá lœgra verði en áður ! Nýju COMBI CAMP tjaldvagnamir eru komnir ísýningarsal okkar, afþví tilefni veitum við 4% afslátt afstaðfestum pöntunum fyrir 12. apríl. O FRUMKYNNING Á CONWAY FELLIHÝSUM O Létt og einföld uppsetning Golt rgvni fyrir 4-6 Verð kr. 474.760 stqr. á CRUISER og frá kr. 646.950 stgr. á CARDINAL Fullkomið eldhús og þægilegur borðkrðkur TITANhf TÍTAN hf LÁGMÚLA 7 SÍMl 8 14077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.