Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. 29 Músíktilraunir í Tónabæ: Kvennarokk- sveit frá Kefla- vík sigraði - fimm hljómsveitir komnar í úrslitin Það var kvennahljómsveit frá - Rokkhljómsveitin Forgarður helvítis lagði sig alla fram en komst ekki i úrslit. DV-mynd Brynjar Gauti var Keflavík sem sigraði á öðra undan- úrslitakvöldi Músíktilrauna í Tónabæ á fimmtudagskvöld. Hljóm- sveitin heitir Kolrassa krókríðandi. Hljómsveitin vakti verðskuldaða at- hygli, sérstaklega söngkona og fiðlu- leikari hljómsveitarinnar, Elísa M. Georgsdóttir. Áheyrendur í Tónabæ gáfu Kolrössu flest stig og dómnefnd tilraunanna var einnig hrifnust af hljómsveitinni. Kvennarokk á sér reyndar afar stutta sögu í Músíktilraunum. í ann- að skiptið sem keppnin var haldin, árið 1983, kom hljómsveitin Dúkku- lísur fram á síðasta undanúrslita- kvöldinu og sigraði með glæsibrag kvöldið eftir. í kjölfarið sendu Dúkk- ulísurnar frá sér tvær þokkalegar plötur og leystist síðan upp. Tónlistarieg breidd var talsvert meiri á öðru kvöldi Músíktilrauna en því fyrsta. Þá var dauðarokk alls- ráðandi. Aðeins ein hljómsveit sem fram kom á fimmtudagskvöldið var flutti dauðarokk. Það var hljómsveit- in Clockwork Diabolus sem stóð sig býsna vel, lenti í öðru sæti og kemst því í úrslit næsta föstudagskvöld. Þá ákvað dómnefnd Músíktilrauna eftir nokkrar umræður að rétt væri að bjóða rokksveitinni Skítamóral að fara í úrslit. Þá þótti rokksveitin Bar 8 einnig vel frambærileg og munaði sárahtlu að hún yrði fyrir valinu en ekki Skítamórall. Bar 8 getur samt borið sig vel. Hljómsveitin er kröft- ug, vel æfð, með yfir tuttugu frum- samin lög á prógramminu og kynnir þau á Púlsinum á fimmtudagskvöld- ið. Hljómsveitirnar, sem spiluðu á öðra undanúrslitakvöldi Músíktil- rauna, komu frá Keflavík, Kópavogi, Selfossi og Reykjavík. Dágóður hóp- ur kom frá Keflavík og Selfossi til að styðja við bakið á sínu fólki, eins og venjan er á Músíktilraunum. Stemning í salnum var af þeim sök- um allgóð. Sálin hans Jóns míns var gestahljómsveit kvöldsins og stakk nokkuð í stúf við groddalegar rokk- sveitir unga fólksins sem komnar voru til að keppa um sæti á úrslita- kvöldinu. Þriðja og síðasta undanúrslita- kvöld Músíktilrauna verður á fimmtudagskvöldið kemur. Þá kem- ur Todmobile fram sem gestur. Úr- slitin ráðast síðan kvöldið eftir, föstudaginn tíunda apríl. Þar leika sjö til átta hljómsveitir til úrslita um hljóðverstíma í völdum upptökuver- um og að sjálfsögðu um heiðurinn af að sigra í tíundu Músíktilraunum Tónabæjar. Gestur kvöldsins verður rokkhljómsveitin Exizt sem er að senda frá sér sína fyrstu plötu um þessar mundir. -ÁT M TILBOÐSVERÐ OG TILBOÐSKJOR Á 30 NOTUÐUM BÍLUM Það er hreint útilokað að láta slíkt úr hendi sleppa Nokkur dæmi um það sem við erum að bjóða CHEVROLET BLAZER S-10 ARG. 1985 ekinn 118 þ.km, beinskiptur, verð 850 þús. stgr. TOYOTA COROLLA 1600 GTI ÁRG. 1986 ekinn 86 þ.km, 5 gíra, álfelgur verð 490 þús. stgr. MMC LANCER 1500 GLX ÁRG. 1986 ekinn 99 þ.km, 5 gíra, vökvastýri verð 410 þús. stgr. MAZDA 626 1600 LX ÁRG. 1987 ekinn 70 þ.km, 5 gíra, aukadekk verð 480 þús. stgr. CHEVROLET MONZA 1800 SLE ÁRG. 1988 ekinn 52 þ.km, 5 gíra, vökvastýri verð 420 þús. stgr. MMC LANCER 1500 GLX ARG. 1988 ekinn 72 þ.km, 5 gíra, vökvastýri verð 620 þús. stgr. Við bjóðum greiðslukjör til þriggja ára og jafnvel engin útborgun ÖRUGG BÍLASALA Á GÓÐUM STAÐ BILA HUSIÐ «.!.18jh1Í8|»W>>í'-rj sævarhöfða 2 674848 í húsi Ingvars Helgasonar OPIÐ: LAIGARDAG 10-1700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.