Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992. 9 Fréttir Mengun vamarliðsins á Heiðarflalli á Langanesi: Varnarmálanef nd er enn í vörn fyrir Bandaríkjamenn - segir Sigurður Þórðarson, einn af eigendum Eiðis sem á land að fjallinu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Afstaöa stjórnvalda í þessu máli hefur reynst mjög bagaleg. Viö höf- um verið að leita eftir því aö geta rætt við herinn um þetta vandamál en Vamarmálaskrifstofan er nán- ast í vörn fyrir Bandaríkjamennina og hefur staðið í vegi fyrir því að það geti tekist," segir Sigurður Þórðarson, einn eigenda eyðibýlis- ins Eiðis á Langanesi. í landi Eiðis er Heiðarfjall þar sem vamarliðið rak um árabil ratsjárstöð og meng- unarmál á fjailinu af völdum hers- ins komust mjög í fréttir á síðasta ári. Sigurður segir að á sínum tíma hafl verið gerður samningur við varnarliðið af hálfu Varnarmála- skrifstofunnar þess efnis að öllum hugsanlegum skaðabótakröfum á hendur varnarliðinu, sem upp kynnu að koma vegna veru Banda- ríkjamanna á Heiöarijalli, yrði af- létt. „Þetta er einstæður samningur og finnst ekki hliðstæða að stjórn- völd taki að sér að semja um að aflétta skaðabótakröfu sem fram kann að koma frá þriðja aðila. Þessi samningur er af öllum lögfræðing- —------ : . ■ llí Mengunarrannsóknir á Heiðarfjalli sýndu að sögn Sigurðar Þórðarsonar að á fjallinu væri mikið um baneitr- aða þungamálma og menn óttast áhrifin á næsta umhverfi fjallsins. um, sem við höfum talað við, sagð- ur kolólöglegur og auk þess hefur hann aldrei verið birtur eða undir- skrifaður af forseta íslands. Banda- ríkjamennirnir visa hins vegar alltaf til þessa samnings og hann þvælist sífellt fyrir,“ segir Sigurð- ur. Mengunarrannsóknir á Heiðar- fjalli sýndu að sögn Sigurðar að á fjallinu væri mikið um baneitraða þungamálma og menn óttast áhrif- in á næsta umhverfi fjallsins. Sigurður segir að það sem eigend- ur Eiðis bindi nú vonir við sé að málið sé komið inn á borð utanrík- ismálanefndar Alþingis. „Nefndin hefur beðið um upplýsingar um þennan samning og það má segja að þannig standi máhð í dag. En við gerum okkur vonir um að Utan- ríkismálanefnd komi því til leiðar að það verði sest niður og málið rætt.“ Sigurður segir að málaferli, sem hugsuð voru erlendis vegna meng- unarinnar á fjallinu, séu ekki kom- in í gang. Unnið hafi verið að undir- búningi þess og ekki liggi annað fyrir en að farið verði í þau mála- ferli. Mynd i lit, 56x71 cm Verð 3.840 m/ramma íslensk grafík Málverk eftir Atla Má Gallerí plaggöt Mynd í lit, 56x71 cm Verð 3.840 m/ramma Opið laugard. og sunnud. k :l.10-18. RAMMA ð MIÐSTOÐIN SIGTÚN 10, 105 REYKJAVÍK. SÍMAR 25054 - 621554.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.