Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Side 5
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1992.
5
Fréttir
Blöðruselurinn er alveg
að gera út af við okkur
spyrjum þessa menn hvenær þeir
ætíi að taka sig til og skerða kvóta
selsins. Það þarf að gera menn út á
þennan vágest og borga þeim fyrir
að skjóta þennan varg,“ sagði Sigurð-
ur.
- segir öigurour Lrunnarsson, truiusjomaour a nusaviK
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það er allt fullt af blöðrusel hér á
miðunum, alveg út að Grímsey, og
hann er alveg að gera út af við okk-
ur. Við vitum hreinlega ekki hvað
við eigum að gera og menn eru að
hugsa um að taka bara upp netin og
flýja þetta ástand,“ segir Sigurður
Gunnarsson, trillusjómaður á Húsa-
vík, en blöðruselur hefur heldur bet-
ur gert sjómönnum á Húsavík lífið
leitt að undanfórnu.
Sigurður segir að ásókn blöðrusels-
ins í fiskinn sé geysileg og svo að-
gangsharður sé selurinn aö hann bíti
í fiskana undir bátum sjómannanna
þegar þeir eru að draga netin. „Svo
leggst hann þannig í trossurnar að
nær hver fiskur, sem maður nær, er
bitinn meira og minna. Blöðruselur-
inn hefur þann háttinn á að hann
bítur í fiskinn, sýgur svo úr honum
lifrina og innvolsið en lætur hitt
vera. Hann er sérstaklega aðgangs-
harður varðandi þorskinn og ufsann
en lætur ýsuna vera ef hann hefur
það sem honum finnst betra,“ segir
Sigurður.
Sigurður segir að sjómenn á Húsa-
vík hafi vakið athygli þingmanna,
ráðherra og bæjarstjórnarmanna á
þessu vandamáli en talað fyrir dauf-
um eyrum til þessa. „Það er verið
að skerða kvótann okkar á hveiju
ári en þaö er fátt um svör þegar við
Nú er timi vorverkanna í garðinum.
Guðlaugur Þór heitir þessi ofurhugi
sem var að snyrta gömul tré á horni
Bræðraborgarstígs og Ásvallagötu
nýverið. Rétt er að benda á að svona
klifur er ekki nema fyrir vana menn.
DV-mynd Ari
khhdðd
VIDEOTDKUVELAR
3
ÞRÁÐLAUS
FJARSTÝRING
m/dagsetningar
möguleika
J LUX MEÐ ÞRÁDLAUSRI F JARSTÝRINGU SEM
GEFUR ÞF.R MÖGULEIKA Á AÐ AFSPILA BEINT
VIÐSJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT. MEÐ ALLRA BESTU
MYNDGÆÐUM. — 3 LUX ÞÝÐA ALLRA BESTU
UÓSNÆMNI Á MYNDBANDSVÉLUM Á MARK-
AÐNUM í DAG. ÞAÐ ER EKKI BARÁ NÓG AÐ
TALA UM LINSUOPSTÆRÐ. HELDUR VERÐUR
UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. -
MACRO LINSA 8xZOOM — SJÁLFVIRKUR
FOCUS - MYNDLEITUN í BÁÐAR ÁTTIR -
SJÁLFVIRK UÓSSTÝRING — VINDHUÓÐNEMI
- FADER — RAFHLAÐA/HLEJ)SLUTÆKI/MILLI-
STYKKIoTl. - VEGUR AÐEINS l.l KG.
kr. 59»950," stgr.
munalán
3E Aíborgunarskilmálar
VÖNDUÐ VERSLUN
HUIOMCO
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 i
ISLENSKUR M PVIIQ
IBNABUR KRAI rlUlmÍVERKI
Atvlnnuveglr þjóðarlnnar eru hverjlr
öðrum háðlr. Iðnaðurinn er hreyflafl
framfara. Tæknibjóðfélag nútímans er óhugsandi
án hans. Iðnaðarmenn eru frumkvöðlar, sem láta
verkln tala. Belslum sköpunarkraft, hugvlt og
áræðl í íslenkum Iðnaðl. Stöndum saman og
byggjum upp fjölskrúðugan og kraftmlklnn Iðnað.
Veljum íslenska framleiðslu og eflum íslenskt
atvinnulíf.
ÍSLAND ÞARFNAST IÐNAÐAR.
LANDSSAMBAND
IÐNAÐARMANNA
Samtök atvlnnurekenda í lönaðl