Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1992. Fréttir Nýr fulltrúi Alþýðuflokks var kosinn í menntamálaráð í nótt: Ragnheiði var sparkað úr ráðinu - Hlín Daníelsdóttir kennari kiörin í hennar staö viö hávær mótmæli stjómarandstöðunnar Um klukkan 3 í nótt kom á dagskrá Alþingis tillaga frá Alþýðuflokknum um að kjósa nýjan aðalmann í menntamálaráð í staö Helgu Möller, er féll frá fyrir skömmu. Ragnheiði Davíðsdóttur, varamanni flokksins í ráðinu, sem tók sæti þegar aðalmað- ur féll frá, var þar með sparkað. Ragnheiöur hafði staðið að van- trausttillögú á Bessí Jóhannsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðistlokksins og formann ráðsins, og hafnað því að leggja bókaútgáfu Menningarsjóðs niöur. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður flokksins, fékk það samþykkt eftir mikil átök í þingflokknum að skipta um fulltrúa flokksins í menntamálaráði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi höfðu uppi hávær mótmæh vegna þessa kjörs í nótt. Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennahsta, sagði Alþýðuílokkinn beita bolabrögöum í þessu máh vegna þess aö Ragnheiður hefði ekki viljað bijóta landslög með því að leggja bókaútgáfu Menningarsjóðs niður. Valgerður Sverrisdóttir, Fram- sóknarílokki, sagðist hta svo á að Ragnheiður hafi farið að lögum og væri Alþýðuflokkurinn að fara að fyrirmælum Sjálfstæðisflokksins meö því að kjósa nýjan aðalfulltrúa. Svavar Gestsson skoraði á þingfor- seta aö taka málið út af dagskrá þar sem aldrei hefði verið um þetta mál rætt í sambandi við þinglok. Hann sagði aðalmann aldrei hafa verið kjörinn fyrr á Alþingi með þessum hætti. Páll Pétursson sagði Sjálfstæðis- flokkinn vera að refsa Ragnheiði. Alþýðuflokkurinn hlýddi mennta- málaráðherra í einu og öllu. Guðrún Helgadóttir, Ólafur Ragnar og Ingi- björg Sólrún gagnrýndu kosninguna einnig harðlega. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, varði hana hins vegar og sagði mörg fordæmi fyrir kosningu aöalmanns við að- stæður eins og þessair. -S.dór Davíð Oddsson: Flest mál stjórn- arinnarígegn „Ég er að vonum ánægður með aö velflest þau mál, sem ríkisstjórnin vildi koma í gegnum þingið undir lokin, náðust fram. Það voru samt nokkur mál sem við hefðum viljað koma í gegn en tókst ekki. Ég vil í því sambandi nefna breytt rekstrar- form Síldarverksmiðja ríkisins og Sementsverksmiðju ríkisins og skipulag ferðamála. Þetta eru mál sem ég hefði gjaman viljað fá af- greidd fyrir frestun þingsins," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra klukkan 3.30 í nótt þegar þingfundi var frestað til 17. ágúst. Af stjórnarfrumvörpum sem af- greidd voru og urðu að lögum í gær og í nótt má nefna Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, málefni fatlaðra, frumvarp um Fiskistofu, en það fjall- ar um að Fiskifélag íslands og fleira fahi undir sjávarútvegsráðuneytið, gjald vegna ólöglegs sjávarafla, breytingar á Lífeyrissjóði sjómanna, skattskyldu innlánsstofnana, Ábyrgðarsjóð launa vegna gjald- þrota, skiptaverðmæti og greiöslu- miðlun, vegaáætlun og málefni og hag aldraðra, endurgreiöslu virðis- aukaskatts til erlendra ferðamanna, Náttúrufræðistofnun íslands og Við- lagatryggingu íslands. -S.dór Vegaáætlun: Davíð blessaði gerðir Ólafs Það verður ekki sagt að þeir séu oft sammála á Alþingi Davið Odds- son og Ólafur Ragnar Grímsson. Það gerðist þó í gær að þeir féhust í faðma um vegaáætun í glímu við framsókn- armenn. Þeir gerðu harða hrið aö samningi þeim sem þeir Davíð Odds- son, sem borgarstjóri og Ólafur Ragnar sem fjármálaráðherra, gerðu um greiðslu úr ríkissjóði til Reykja- víkurborgar vegna vegagerðar. Framsóknarmenn köhuð samning- inn lögbrot þar sem hann hefði ekki verið borinn undir fjárveitinganefnd Alþingis né samgöngunefnd þings- ins. • Þeir Ólafur og Davíð vörðu þennan samning í sameiningu. Hældi Davíð Olafi Ragnari á hvert reipi. Sagði hann hafa brugðist vel og drengilega við í þessu máli og fariö að öllu rétt. Gárungar sögðu Davíð hafa blessað gerðir Ólafs Ragnars í þessu máh. Olafur var sama sinnis um að hann hefði verið aö gera rétt þegar hann féllst á að undirrita þennan samning. -S.dór Þinginu var frestað í nótt tii 17. ágúst næstkomandi. Hér eiga forsætisráðherra, Davið Oddsson, og einn þingfor- seta, Björn Bjarnason, samtal um gang mála i þinginu. DV-mynd GVA Ósamkomulag tafði þing- lok um 12 klukkutíma Segja má að Alþingi hafi lokið í gær og í nótt með sama hætti og það hófst síðastliðið haust, með ósamkomu- lagi. Einhvers konar samkomulag hafði verið gert um að þinglok yrðu klukkan 15 í gærdag. Höfðu þing- ffokkar Sjálfstæðisílokks og Alþýöu- bandalags gert ráð fyrir að halda veislu um kvöldið. Jón Baldvin var meö EFTA-ráðherra í heimsókn og sumum þingmönnum haíði verið boðið í veislu vegna þingmanna og ráðherrafundar EFTA hér á landi. Jón Baldvin komst ekki til að sinna gestum sínum. Alþýöubandalags- menn gátu ekki haldið sína veislu en sjálfstæðismenn fóru saman í mjög stuttan kvöldverð. En eins og svo oft áður hélt sam- komulagið ekki. Aht fór í handaskol- um og stjórnarandstaðan hélt uppi umræöum tímunum saman. Ólafur Ragnar hafnaði þvi að staðfesta frí- verslunarsamning EFTA og Tyrk- lands nema að fá að ræða mannrétt- indabrot Tyrkja á Kúrdum. Hann hélt svo langa ræðu um það mál þeg- ar það kom á dagskrá. Framsóknar- menn skömmuðust lengi yfir vegaá- ætlun. Um tíma, seint í gærdag, voru uppi hugmyndir um að fresta fundi og halda þinghaldi áfram í dag og jafn- vel fram að næstu helgi og afgreiða öll mál sem ríkisstjómin vildi koma í gegn. Hver fundurinn á fætur öðr- um var haldinn til að reyna aö ná samkomulagi um þinglokin. Form- legt samkomulag náðist aldrei en þegjandi samkomulag varð um þing- lokinn þegar langt var liðið á nótt. -S.dór Olympíumótiö 1992: Fimm af sex heimsmeisturum í liðinu Bjöm Eysteinsson landshðsfyrir- Uði hefur tilkynnt val sitt á landsUði íslands sem keppa mun á ólympíu- mótinu á ítahu dagana 23. ágúst til 5. september. Af 6 manna Uði, sem varð heimsmeistari í Yokohama í október á síöasta ári, em 5 í liðinu nú. Aðalsteinn Jörgensen, sem var spUafélagi Jóns Baldurssonar í landsliðinu, verður ekki í liðinu en í hans stað kemur Sigurður Sverris- son, margreyndur landsliðsmaður. Aðalsteinn Jörgensen upplýsti í samtaU við DV aö hann hefði ákveð- ið að gefa ekki kost á sér við val á landsliðinu fyrir ólympíumótið. Landsliðsval Bjöms er þannig: Guö- laugur R. Jóhannsson, Öm Arnþórs- son, Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson, Guðmundur Páll Amar- sonogÞorlákur Jónsson. -ÍS Akureyri: Samiðvið S.S. Byggi - um hús fyrir aldraða Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við höfum gert samning viö Landsbanka íslands um að bank- inn fiárraagni byggingu þessara íbúða í samvinnu við væntanlega kaupendur og bankinn neitar þeirri fyrirgreiðslu ef það verður Hagvirki Klettur sem byggir íbúðirnar. Þetta er eina ástæöan fýrir þvi að við höfum ákveðiö að ganga til samninga við S.S. Byggi um byggingu húsaima tveggja," segir Aðalsteinn Ósk- arsson, formaður byggingar- nefndar aldraöra á Akureyri sem er að hefia byggingu 70 íbúða í tveimur 7 hæöa húsum á næst- unni. Hagvirki Klettur átti lægsta tíl- boðið í þetta verk og nam það 398 milljónum króna. S.S. Byggir átti næstlægsta tilboðið sem nam 456 miUjónum og frávikstilboð sem nam 441 miffjón. „Þetta þýöir ekki endUega aö íbúðarverðiö muni hækka, það er eftir að fara nánar yfir tilboð S.S. Byggis, og vonandi tekst okk- ur að hliöra þessu eitthvaö til þannig að þetta jafnist eitthvað," sagði Aðalsteinn Óskarsson. Akureyri: Neyðarkall frá Króatíu Gylfi Kristjánason, DV, Akureyri: Króatísk kona, Maríja Loknar, sem býr á Akureyri, hefur fengið í hendur bréf frá Króatiu þar sem hún er beðin að gera allt sem 1 hennar valdi stendur til að rétta Króötum hjálparhönd i stríöinu sem þeir eiga í i heimalandi sínu. Bréfið er frá Danicu Mrko- brada, sem segist hafa frétt þaö frá vinum sínum á vikruritinu „Vjesnika" að Marija væri búsett á Islandi og fengið heimihsfang hennar. I bréflnu segir Danica að hún skrifi bréfið vegna vandræða sinna og skyldmenna sinna „vegna þess grímulausa og grimmdarfulla stríös" sem háð sé. Hún lýsír neyð fólksins sem hefur orðið að flýja heimili sín án þess að geta tekið nokkuð af eigum sínum með sér. „Vegna þeirra vandræða sem fiölskyldur mínar hafa oröið fyrír fékk ég nafn þitt hjá blaðinu og skrifa þér til að biðja þig að koma á fram- færi beiöni um hjálp. Það verður að leita allra leiða þegar svona stendur á,“ segir Ðanica. Hamburger Stahlwerke: Hefuráhugaá afkastamikilli stáiverksmiðju Forsvarsmehn þýska álfyrir- tækisins Hamburger Stahlwerke hafa lýst áhuga á að koma á fót afkastamikilli stálverksmiðju hér á landi. Gæti hún orðið allt að 600 þúsund tonn. Þetta kemur fram í viðtali Metal Bulletin við Wolf- Dietrich Grosse, framkvæmda- sfióra fyrírtækisins. Þýska fyrirtækið hefur kannað kaup á verksmiðju islenska stál- félagsins. Niðurstaða þeirrar könnunar er að hún sé of afkasta- litil og búnaður hennar orðinn of gamall. Telja forsvarsmenn Hamburger Stahlwerke að auka þyrfti afkastagetu hennar upp í 350 þúsund tonn og jafnvel upp í 600 þúsund tonn til að rekstur hennar verði hagkvæmur. Er unnið að frekari athugun á þeim möguleika. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.