Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1992. Fréttir íslendingurinn sem sakaður er um vopnasölu: Er vellauðugur athafna- maður og býr erlendis íslendingurinn, sem sakaður er um að hafa stundað stórfellda ólög- lega vopnasölu á undanfórnum árum, er nú vellauðugur athafna- maður og býr erlendis. I grein þýska tímaritsins Spiegel, sem DV greindi frá í gær, er fullyrt, að íslendingur- inn Loftur Jóhannesson, fæddur á íslandi 1930, hafi verið milliliður milli vopnasala í Austur-Þýskalandi og bandarísku leyniþjónustunnar CLA í stórfelldum vopnaviðskiptum. í greininni, sem unnin er upp úr leyniskjölum austur-þýsku leyni- þjónustunni Stasi, kemur fram að Loftur hafi verið býsna umsvifamik- ill og notið fyllsta trausts hjá vopna- sölunum í Austur-Þýskalandi. Er fullyrt að hann hafi fengið að fela eigin vopn í leynilegum vopna- geymslum þar og eru nefndar í því sambandi RPG-18 skriðdrekabyssur. Þá eru taldar upp stórar pantanir stríðsvéla sem hann á að hafa lagt fram hjá austur-þýskum vopnasöl- um. Loks er minnst á umsvif hans í svissneska bankanum Cantrade í Ziirich. Þar naut hann sérstakrar fyrirgreiðslu sem var flokkuð undir fjármögnun þróunarverkefna á sviði sérstakrar tækni. Þess skal getið að „sérstök tækni“ er dulmál sem notað var í Austur-Þýskalandi yfir vopna- viðskipti áður en til sameiningar kom. Stofnaði Fraktflug Aðeins einn íslendingur með nafn- inu Loftur Jóhannesson er fæddur Loftur Jóhannesson. Der Spiegel segir hann hafa stundað vopnavið- skipti í stórum stíl áður en Þýskaland var sameinað. árið 1930. Hann lærði flug, fyrst hér heima en lauk síðan ílugstjóraprófi í Englandi 1950. Eftir það hefur hann að mestu búið erlendis, lengst af í Englandi þar sem hann starfaði sem flugmaður. Lögheimili á hann þó í Reykjavík ásamt franskri eiginkonu sinni og dóttur. Loftur hefur rekið ýmis fyrirtæki erlendis og sum þeirra hafa einnig komið við sögu hér heima. Má nefna Fraktflug, sem stofnað var í kringum Biafra-stríðið. Félagið var starfrækt í upprunalegri mynd vel fram yfir 1970. Þá fóru nokkrir meðeigenda Lofts út úr því og stofnuðu íscargo. Eftir það fór Loftur út í rekstur á Douglas DC-6 A vöruflutningavél. Sú vél fórst við Nurnberg 1974 þegar hún var í blómaflutningum frá Nizza. Sagður moldríkur Síðan þetta átti sér stað hefur Loftur staöið í ýmiss konar viðskiptum. Hann hefur meðal annars fengist við að kaupa og selja flugvélar. Einnig hefur hann fengist við alls konar fyr- irgreiðshi í flugbransanum. Sjálfur hefur hann ekki unnið sem flugmað- ur mörg undanfarin ár. Það orð fer af honum að hann hafi komist í góðar álnir erlendis og sé nú orðinn moldríkur. Viðmælendur blaðsins fullyröa að hann eigi kastala í Suður-Frakklandi, búgarð við Was- hington DC og loks húseign í Lon- don. Sú mun ekki staðsett á versta stað í borginni því að úr gluggum hennar er gott útsýni yfir garð Buck- ingham-hallarinnar. -JSS Nýr eigandi að Hraðfrystihúsi Ólafsvikur: Gerir ráð fyrir að f á hráef ni frá í það minnsta 15 bátum ÞórhaBur V. Einarsson, DV, Ólafsvik: Guðmundur Tryggvi Sigurðsson á Hvammstanga gekk nýverið frá kaupum á Hraðfrystihúsi Ólafsvík- ur, sem varð gjaldþrota 1990, og hefur nú hafið rækjuvinnslu í húsinu. Kaupverð var 60 milljónir króna. Guðmundur hefur verið í rækju- vinnslu frá 1959, lengst af í Hnífsdal en síðan á Hvammstanga. Hefur þar rekið rækjuvinnsluna Meleyri frá 1989. Guðmundur sagði í samtali við DV að ekki væri um það að ræða að flytja starfsemi frá Hvammstanga heldur væri fyrst og fremst um að ræða hagræðingu - aukin umsvif. „Ég hef trú á þessu og ætla að reka þessi fyrirtæki saman. Það gefur augaleið að það er betra að vera með starfsemi þar sem hráefnið kemur á land. Við höfum gegnum árin fengið mikið hráefni héðan og flutt þaö norður á bílum. Ég geri ráð fyrir aö fyrirtækin fái hráefni frá að minnsta kosti 15 bátum,“ sagði Guðmundur. Ein rækjupillunarvél er í húsinu hér og er reiknað með að bæta við annarri. Þijár vélar eru á Meleyri og þar starfa 50 manns. Fyrsta hrá- efnið, sem barst hinum nýju eigend- um hér til vinnslu, var frá rannsókn- arskipinu Dröfn - alls 7 tonn. Ljóst er að það er mikill fengur fyrir byggðarlagið að fá þennan at- vinnurekstur í gang því fjölmargir fá vinnu þegar húsið verður komið í fullan rekstur. Fyrst í stað verða 25 manns við rækjuna - á vöktum fram til haustsins. Þegar frysting hefst fjölgar í 50-60. „Ég er mikill bjartsýnismaður og þetta hús er heljarmikið bákn og þar verður auðvitað að vera mikil starf- semi,“ sagði Guðmundur Tryggvi Sigurðsson. Hraðfrystihús Ólafsvíkur. DV-mynd BG í dag mælir Dagfari Fergie fer og kemur og fer Ef frá eru taldar minniháttar frétt- ir af falli Sovétríkjanna, blóðugum bardögum í Júgóslafiu og forseta- framboðum í Bandaríkjunum eru helstu heimsfréttirnar þær að Fergie vill skilja. Fergie þessi er stelpa í Bretlandi sem lenti í því óláni að giftast Andrew Bretaprins og seinna var hún dubbuð upp í nafnbótina: hertogaynja af Jórvík. Ekki dugði sú upphefð fyrir eilífri hjónbandssælu þeirra skötuhjúa og kosningarnar í Bretlandi féllu algjörlega í skuggann fyrir þeim stórtíöindum að Fergie væri flutt að heiman. Nú er það sosum ekki í fyrsta skipti sem breska konungsfjöl- skyldan stendur í skilnaðarmálum. Játvarður frændi afsalaði sér meira að segja konungstign til að geta kvænst sinni heittelskuðu og Margrét drottningarsystir skildi og Anna, elsta dóttur Elísabetar, skildi og sagt er að stirt sé milli Díönu og Kalla og af þessu sést að blessað fólkið er laust í rásinni og skilur eins og annaðiólk. Gallinn við íslenskt þjóðfélag er einmitt þessi að við höfum ekkert kóngafólk sem styttir okkur stund- imar meö siíjamálum sínum og giftir sig hvorki né skilur og fjölm- iðlamir hafa engin konungleg hneyksli til að velta sér upp úr. Það var mikill ljóður íslenskra sjálf- stæðishetja á sínum tíma þegar þær létu íslendinga hafna danska kónginum. Við hefðum þó alténd kóng til að líta upp til og konungs- fjölskyldu sem geröi svo lítið við og við að skilja við maka sína. Það fer nefnilega á ekki milli mála að hjónabönd og ástamál kon- unga og drottninga, piinsa og her- toga og allt aftur í þriðja og íjórða ættlið, hafa umtalsverð áhrif á gang heimsmálanna og umræðu- efni almennings. Hugsið ykkur hvað það væri líflegra í heitu pott- unum eða skemmtilegra í sauma- klúbbunum ef íslenskur og sauð- svartur almúgi gæti smjattað á kjaftasögum um hjónabandserfið- leika konungborinna nágranna. Það er hins vegar af Fergie bless- aðri að segja að hún hefur komið víðar við sögu og oftar en núna þegar hún skilur við Andrew. Hún var ýmist of feit eða of grönn, vel klædd eða illa klædd og svo daðr- aði hún við útlendinga og hló á vit- lausum stöðum. Allt hefur þetta greinilega farið í taugarnar á gömlu Elísabetu drottningu, sem vill ekki að tengdadætur sínar hlæi á vitlausum stöðum eða daðri við aðra en syni hennar og sagt er aö Elísabet hafi svælt Fergie úr hjóna- bandinu. Illt er ef satt er því Andrew kvæntist stúlkunni og hún giftist Andrew en ekki Bretadrottningu. En svona fær kóngafólk htlu ráðið um það hveijum það giftist og jafn- vel þótt þau hjónakomin bæði vilji kannski halda áfram hjónabandinu er Elísabet því andvíg og þar við situr. Um tíma leit út fyrir að hjóna- bandinu yrði bjargað og lögfræð- ingar og skrifstofur þeirra gengu á milh og Fergie var á leiðinni heim. En nú er hún flutt út fyrir fuht og allt eftir því sem sagt er og búin að fá sér leigt hjá Nígeríumönnum í nágrenni við Buckingham og ætl- ar að láta slag standa. Það var sagt að Fergie hefði hald- ið fram hjá og haldið því áfram eft- ir að upp komst. Því var mótmælt af manninum sem Fergie átti að hafa haldið við. Hann vill ekkert við það kannast að hafa haldið við Fergie en niðurstaðan er engu að síður sú að Fergie hrekst úr kon- ungsfjölskyldunni fyrir að hafa leg- ið undir grun um að hafa haldið við mann sem sjálfur heldur því fram að það hafi ekki verið neitt framhald á neinu framhjáhaldi sem aldrei var til. Ef fer sem horfir er Fergie orðin eins og hver önnur stúlka úti í bæ og fær sennilega heldur ekki að halda því að vera hertogaynja. Hún mun gleymast og gifta sig sjálfsagt á ný og enginn mun skhja neitt í því hvers vegna hún skildi eða af hverju hún hætti við að skilja og hætti svo viö að hætta við að skilja. En vonandi tekst Elísabetu Eng- landsdrottningu að fmna nýja og siðprúða stúlku hana Andrew sem hlær á réttum stöðum og heldur ekki við neinn, sem hún heldur ekki viö, þótt drottningunni sé sagt að hún haldi við. Fergie er sem sagt farin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.