Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1992. Spumingin Lesendur Hvaðfinnstþér um íslenskt kvenfólk? Ingvi Þór Björnsson: íslenskt kven- fólk er glæsilegt. Snorri Waage: Kvenfólkið héma er yndislegt. Snorri Guðmundsson: Mér finnst allt gott um það. Þær eru sjálfstæðar, sterkar og fallegar. Kristján Þórðarson: Fallegasta kven- fólk í heimi. Marinó Már Magnússon: Án efa fall- egasta kvenfólk í heimi. Bensín gegn korti, for- stjórar gegn kortum „Til hvers er þá verið að reisa dreifingarstöðvar fyrir bensín?“ Ólafur Gunnarsson skrifar: Hveijum hefur dottið í hug verð- hækkun á vörum eða þjónustu þótt greiðslukort séu notuð sem gjaldmið- ill? - Nema forstjórum tveggja olíufé- laga! Ég veit ekki betur en greiðslu- kort séu notuö hér í hvers konar við- skiptum og alltaf sé eitt eða annað fyrirtækið að bjóða upp á viðskipti með greiðslukort og verðbreytingar hafa ekki átt sér stað af því tilefni. Nýlega tók eitt bakarí í grennd við mig upp á því að bjóða greiðslukort, limdi upp merki þeirra á hurðina. Þetta hafði ekki verið boðið áður. Engin tilkynning var sett upp þess efnis að verðið á brauðunum eða kökunum myndi hækka fyrir vikið. Ég held að þeir aðilar sem nú til- kynna fyrir hönd olíufélaganna að verðið á bensíni muni hækka með tilkomu greiðslukortaviðskipta séu einfaldlega - annaðhvort svona illa að sér í viðskiptum - eða þeir eru að auglýsa sig sem mestu skúrkana í íslensku viðskiptalífi. - Eitt olíufé- laganna (það sem fyrst reið á vaðið með greiðslukortin) hefur sett fram þá yfirlýsingu að verð á bensíru eigi ekld að þurfa að hækka með tilkomu greiðslukorta því annar vamingur muni geta haldið uppi kostnaði þeim sem hugsanlega hlýst af meðhöndlun kortanna. Auðvitaö tapa olíufélögin ekki á þessum kortaviðskiptum. Eða hvers vegna voru þá hin olíufélögin að fylgja í kjölfar Skeljungs og taka líka upp greiðslukortaviðskipti, ef hag- stæðara hefði verið að nota gamla lagið; beinharða peninga? Úr því tal- in eru fram skynsamleg rök að nota greiðslukort yfirleitt eins og raunar tíðkast í öllum löndum sem við þekkjum til er lítil skynsemi í því að vera með heitstrengingar framan í viöskiptavini og segja sem svo: Við ætlum að koma til móts við kröfur ykkar um kortaviðskipti en þið skul- uð fá að kenna á því ef þið notfærið ykkur kortin! - TÚ hvers er þá verið að reisa dreifingarstöðvar fyrir bens- ín? Væri ekki jafn rökrétt að segja (t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu); Fár- ið bara inn á Laugarnestanga þar sem bensíninu er dælt í land, þar verður ykkur afhent bensín á bílana! Athugasemd frá Mjólkursamsölunni: Ársreikningar með tvennum hætti Guðlaugur Björgvinsson skrifar: í tilefni af frétt DV þriðjudaginn 5. maí sl., þar sem fiallað er um meinta „leyniársreikninga" Mjólkursamsöl- unnar, skal eftirfarandi upplýst: Mjólkursamsalan í Reykjavík hef- ur, rétt eins og fiölmörg önnur stærri fyrirtæki hérlendis og erlendis, um árabil gefið út ársreikninga sína með tvennum hætti. Annars vegar er um að ræða árs- skýrslu sem gefin er út í 1500 eintök- um og dreift til allra aðstandenda fyrirtækisins og annarra sem eftir reikningum leita. I því tilfelli er um svokallaðan samstæðureikning að ræða, þar sem tölur eru saman- dregnar fyrir þau fyrirtæki og rekstrarþætti sem tengjast starfsemi Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Hins vegar er um að ræða ítarlega sundurhðaðan reikning, þar sem lesa má sérstaklega fiölmargar upp- lýsingar sem t.d. gætu komið sam- keppnisaðilum mjög til góða. Þeim reikningi, sem gefinn er út í 150 ein- tökum (ekki 15 eins og haft er eftir alþingismanni í nefndri frétt), er dreift á aöalfundi Mjólkursamsöl- unnar. Öllum opinberum eða ábyrgum aðilum, sem eftir þessum upplýsing- um hafa leitað, hafa allar dyr staðið opnar í þeim efnum. Það er hins veg- ar eðlilegt að Mjólkursamsölunni, eins og öðrum markaðsráðandi fyrir- tækjum, séu slíkar upplýsingar ekki útbærar til samkeppnisaðila eða op- inberrar birtingar, heldur séu þær meðhöndlaðar sem trúnaöarmál. „Einhverjir hafa haft aðgang að fjármagni í gegnum tíðina.“ Sjávarútvegurinn; fýsilegasta fjárfestingin? Þórður Guðmundsson skrifar: Ég hef oft velt því fyrir mér hvern- ig á því stendur að menn eru svo áfiáðir í að festa fiármuni sína í sjáv- arútvegsfyrirtækjum, bátum stærri og smærri og aðstöðu til fiskvinnslu úr því lítið sem ekkert er upp úr þessu að hafa. - Er hugsanlegt að skýringin sé sú að einmitt í þessum atvinnugreinum hefur fiármagnið legið hvað mest á lausu, án þess aö hart hafi verið gengið fram í því að krefiast endurgreiðslu og alls ekki jafn hart og tíðkast í öðrum atvinnu- greinum? Margir eru þeir innan sjávarút- vegsins sem sífellt halda því fram að þessi atvinnugrein hafi ekki átt greiðan aðgang að fiármagni frá lánastofnunum. Þetta er auðvitað mikil blekking. Gengisfelling í einu eða öðru formi eða með einu eða öðru heiti hefur verið skyndiaðgerð áratugum saman til að koma til móts við kröfur þrýstihópa innan sjávar- útvegsins. Nú er þetta liðin tíð, geng- isfelling veröur ekki framkvæmd í bráð, a.m.k. ekki sem liður í bættri afkomu í fiskvinnslu. - Skuldir sjáv- arútvegsins alls eru nú taldar nálægt 100 milljörðum króna og sér hver hugsandi maður að einhveijir hafa haft aðgang að fiármagni í gegnum tíðina. Ég las snjalla gi ein í DV á dögunum eftir Kristjón Kolbeins viðskipta- fræðing um þessi efni. Eftir lestur hennar tók ég mér penna í hönd og leyfði mér að nota orðatiltæki úr henni sem fyrirsögn hér að ofan. Grein Kristjóns, Argentínska leiðin, í DV 14. maí sl. er þörf hugleiðing fyrir okkur öll, hún er upprifiun á döprum staðreyndum um þver- móðsku og þá staðreynd aö við áttum okkur ekki enn á þeim lögmálum sem gilda um nýtingu sameiginlegra en takmarkaðra auðlinda okkar. Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifið ATH.: Nafn og símanr. veröur að fylgja bréfum DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. Guðný skrifar: Fyrrverandi forstöðuraaður sambýlis í Þverárseli fyrir geð- sjúka kom fram í þætti rásar 2 12. maí sl. - Varpaði hann nýju ljósi á starfshætti svæðisstjórnar fatlaðra og framkomu formanns Öryrkjabandalagsins i því máli sem hann kallaöi „halelúja-kór- inn“. - Einnig sagði forstöðumað- urinn frá skýrslu sinni til félags- málaráðherra, en hún hefur ekki litið dagsins fiós. Skýrði hann svo frá að illa hefði verið staðið að vali inn á sambýl- ið. Sumir „væru ekki sambýlis- hæfir enda útskrifaö síg sjálfir“. Hefur fólkið í Þverárselshverfinu verið úthrópað og illa um það talað vegna málsins. Þaö ætti því skilið leiðréttingu og afsökunar- beiðni frá „halelúja-kórnum“. - Fólk á rétt á að fá sannar upplýs- ingar um svona hitamál? Rskistofa íslands! Pétiu- Stefánsson hringdi: Ósköp er þetta nýja heiti, „Fiskistofa“ íslands, sem verið er að toga úr burðarliönum mikið ónefni. Þetta „stofu“-fargan er orðið óþolandi. Fer eftirlit með fiskvinnslu og sjávarafurðum fram í einhverjum „stofum"? En þetta frumvarp um Fiski- stofu islands er líka einkar illa til fundið og einungis viðbót við allar aðrar stofnanir sem fisk- veiðum tengjast; svo sem Rann- sóknastofnun fiskiðnaöarins, Fiskifélag íslands og enn fleiri stofnanir sem koma eiga þessari blessaðri auðlind, fiskimiðunum, i verðmæti. - Hvað skyldu nú all- ar „fiski“-stofnanirnar taka stór- an skerf af verðmæti sjávarafia okkar? Gullkortin sem stöðutákn? Alfreð skrifar: Égvar staddur á skyndibitastað nýlega þar sem matur er seldur út. Eg var á meðal þeirra sem biðu. - Af tiu manns sem greíddu meö greiðslukorti greiddu sjö með gullkorti. - Ég hugsaði sem svo; skyldu allir þessir gullkorta- menn vera í svona umfangsmikl- um viðskiptum að þeir þurfa á gullkorti að halda? Eða þurfa þeir svona mikla úttekt aö þeim nægir ekki almenna kortið? Mín skoðun er sú að hér sé hreinlega einn angi af eyðslu- steftiu landans í hnotskurn. Ekk- ert minna en það besta og mesta dugir. - Nema gullkort sé orðið viðtekið sýnishom um stöðu- tákn! - Um hvaða stööu?? Greiðsia fyrir Soff íu? Þórunn skrifar: Þaö væri fróðlegt að fá upplýst hvort allt sem tengist hinu sorg- lega máli Soffiu Hansen og dætra hennar tveggja greiðist af utan- ríkisráðuneytinu. - Fleiri en ég heyrðu Bjarna Dag á Bylgjunni staðhæfa þetta. Það segir sig sjálít að Soffia get- ur eklú unnið við þær aðstæður sem hún býr við. Sé þetta misskil- ingur væri gott aö heyra frá stuðningsmönnum Soffiu. Það er sannarlega ekkert ofverk að styðja við hakið á Soffiu svo að hún lendi ekki í vandræðum. Hún verðnr að geta farið til dætra sinna og við óskum þess innílega að hún eigi eftir að ná þeim heil- um á húfi liingað til lands. A’ekarbrúengöng örn skrifar: Varðandi styttingu ökuleiðar fyrir Hvalfiörð beini ég tilmælum til viðkomandi að kanna alvar- lega brúargerð fremur en jarð- göng. Það yrðu ekki margir sem myndu vifia nota jarögöng á þess- um stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.