Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 20. MÁl 1992.
Utgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HORÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91)63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr
Alþingi frestað
Alþingi lauk störfum í nótt. Þinginu var frestað fram
í ágúst en þá verður þráðurinn tekinn upp að nýju vegna
samninganna um evrópska efnahagssvæðið. Mun ekki
af veita, enda eru það bæði flókin mál og viðamikil, auk
þess sem allt stefnir í harðar pólitískar deilur um þessa
samninga og samband okkar við Evrópu yfirleitt.
Segja má að þingstörfum ljúki í miðjum klíðum.
Mörg stór mál, sem flutt eru af ríkisstjórninni, eru óaf-
greidd og á það einkum við einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja og sölu ríkisins á þeim. Ennfremur eru margar
blikur á lofti í atvinnu- og efnahagsmálum og allt gerir
þetta að verkum að frestun þingsins virkar ótímábær.
Þinghald í vetur hefur verið með sérkennilegum blæ,
stöðugar uppákomur, óvanalegar deilur og að sumu leyti
ruglingslegt og óskipulagt verklag. Getur það verið að
breytingarnar á skipan Alþingis hafi ekki reynst sem
skyldi?
Með því að leggja deildaskiptingu á Alþingi niður og
færa þingið í eina málstofu var ætlun manna að þingið
yrði skilvirkara. Einföld nefndaafgreiðsla, einfóld um-
ræða í einni málstofu og aukin verkaskipting milli þing-
manna átti að gera stjórn og skipulag þingstarfa sam-
ræmdari og léttari. Þegar haft er í huga að meirihluti
stjórnarliðsins er öruggur, stjórn þingsins í höndum
stjórnarliða og mikið af nýjum þingmönnum, sem eru
lausir við gamlar hefðir og hægagang, mátti ætla að
afköst Alþingis yrðu meiri og ríkisstjórn reyndist létt-
ara að koma málum í gegn.
Raunin hefur orðið önnur og forsætisráðherra hefur
hvað eftir annað séð ástæðu til að kvarta undan mál-
æði og málalengingum sem tefja þingstörf. Ríkisstjórnin
hefur átt í bash með að koma málum í gegn. Það er
nefnt sem dæmi um erfiðleika ráðherranna að Jón Sig-
urðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi ekki komið
neinu frumvarpi í gegnum þingið í vetur.
Við höfum hvað eftir annað orðið vitni að málþófi
eins eða nokkurra þingmanna sem þannig geta stöðvað
alla afgreiðslu á þingi. Þingheimur bíður og löggjafar-
valdið lamast við það að einn alþingismaður sest að í
ræðustólnum.
Auðvitað hefur það átt sinn þátt í seinagangi og mála-
tilbúnaði á þingi að sest hefur að völdum ný ríkisstjórn
sem fetar nýjar slóðir; ríkisstjórn sem stendur frammi
fyrir risavöxnum vanda. Það er mikil undiralda í stjórn-
málunum. Viðfangsefnin eru ný, viðhorf og gildismat
eru að breytast, línurnar í flokkapólitíkinni ekki eins
skýrar og áður. Flokkakerfið er að riðlast og það hefur
áhrif á afstöðu þingmanna í vaxandi mæli. Samflokks-
menn greinir á.
Það er til að mynda áberandi í vetur hvað stjórnar-
þingmenn hafa oft og tíðum átt stóran þátt í seinkun á
afgreiðslu þingmála. Ágreiningur gengur þvert á flokka,
skarast í málaflokkum og það þarf þumalskrúfur á
marga þingmenn áður en þeir sætta sig við flokkslínuna
eða handjárn ríkisstjórnar.
Þinghaldið í vetur ber keim af þessari þróun.
Það er of snemmt að dæma ríkisstjórnina og verk
hennar af þessu fyrsta heila þingi hennar. Hins vegar
er ljóst að stjórnarstefnan er í grundvallaratriðum ólík
síðustu stjórn og raunar ólík þeim hugsunarhætti í póh-
tík sem hefur verið ráðandi í tuttugu ár. Það tekur tíma
að venda kvæðinu svo vendilega í kross. Þingmönnum
er vorkunn þótt þeir bregði fyrir sig málæðinu.
Ellert B. Schram
„ ... þróunarlöndin munu sem hópur hagnast af verði frjálsræði með landbúnaðarafurðir aukið ...,“ segir
greinarhöf. m.a. - Utanrikisráðherra kynnir GATT-samning á Hvolsvelli með bændum.
1200 milljarðar
krónaáári
Eg hef í tveim greinum hér í blað-
inu rætt annars vegar mögulegan
hagnað alls almennings af fjrálsum
milliríkjaviðskiptum og hins vegar
mögulegan hagnað einstakra hópa
af að takmarka þessi sömu viö-
skipti.
Þróun millirikjaviðskipta
í kjölfar kreppunnar miklu
í kjölfar kreppunnar miklu urðu
mörg lönd fyrir skakkafóllum
vegna minnkandi útflutnings og
halla á utanríkisviðskiptum. Við
þessu var brugðist með gengisfell-
ingum og innílutningstakmörkun-
um. Með þessum hætti vildu menn,
í hverju landi fyrir sig, annars veg-
ar auka útflutning (gengisfelhng
gerir innlenda framleiðslu ódýrari
erlendis) og draga úr innflutningi.
En eitt land nær ekki að bæta
viðskiptajöfnuð sinn með ofan-
greindum hætti án þess að við-
skiptajöfnuður annarra landa
versni að sama skapi. Hvert þeirra
beitti sömu meðölum, gengisfell-
ingu og innflutningshömlum. Og
niðurstaðan varð verulegur sam-
dráttur í heimsviðskiptum, þannig
að árið 1937 voru þau 17% minni
en árið 1929.
Stofnun og hiutverk GATT
Eftir seinni heimsstyrjöldina
voru iðnríkin sammála um að láta
ekki samkeppnistollahækkanir
miflistríðsáranna takmarka hag-
vöxt. Árið 1947 undirrituðu 23 lönd
Almenna samninginn um tolla og
viðskipti (General Agreement on
Tariíf and Trade, GATT). Um 90%
heimsviðskipta á þessum tíma var
milli landa er áttu aðild að samn-
ingnum. Aöildarlönd samningsins
eru nú yfir 100 talsins.
Höfuðmarkmið samningsins er
að auka frelsi í milliríkjaviöskipt-
um. Til að vinna að þessu hafa toll-
ar aimennt verið lækkaðir í sjö lot-
um. Áætlað er að meðaltollur í
heimsviðskiptum hafi numið 40%
árið 1947 en sé nú orðinn um 4,7%.
Þetta er ekki lítill árangur. Auk
tollalækkana skuldbindur samn-
iingurinn aðildarlöndin til að veita
engu landi sem aðild á að samn-
ingnum betri kjör en öðru landi.
Þá er einnig lagt bann við magntak-
mörkunum innflutnings.
KjaUarinn
Þórólfur Matthíasson
lektor í hagfræði við
viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla íslands
Fra þessu tvennu eru gefnar mik-
ilvægar undanþágur: Það er leyfi-
legt að stofna tollbandalög (eins og
EFTA og EB) og vinna að hraðari
tollalækkun innan vébanda þeirra
en innan GATT. Þá eru landbúnað-
arafurðir og álnavara undanþegn-
ar ákvæðunum um magntakmark-
anir. Upprunalega samkomulagið
nær heldur ekki til þjónustustarf-
semi nema að litlu leyti. Sömuleið-
is er þar ekki fjallað um verndun
höfundarréttar á t.d. tölvuforritum
eða vemdun eignarréttar á öðrum
hugverkum.
Uruguay lotan
Uruguay lotan hófst 1986 í bæn-
um Punta del Este í Uruguay. Höf-
uðmarkmið þessarar lotu er að
lækka meðaltoll í heimsviðskipt-
unum um 30%, úr 4,7% í um 3,3%.
Slíkt markmið næst ekki nema
undanþágur sem nú eru í gildi séu
afnumdar eða takmarkaðar veru-
lega. Landbúnaðarafurðimar
skipta því miklu máli í þessu tilliti.
Mikilvægi hugbúnaðar og annarra
hugverka í milhríkjaviðskiptum
hefur aukist mikið. Miklu skiptir,
sérstaklega fyrir iðnríkin, að sam-
komulag verði er veiti höfundum
eða eigendum upprunalegs höf-
undarréttar vernd gagnvart ólög-
legri fjölfóldun eða annarri ólög-
legri nýtingu slíkra verka.
Þaö vih svo vel til að þróunar-
löndin munu sem hópur hagnast
af, verði frjálsræði með landbúnað-
arafurðir aukið, á sama tíma og
iðnríkin hagnast á samkomulagi
er tryggir eignarétt hugverka betur
en nú er, eins og fyrr sagði. Fyrir-
fram hefði þvi mátt ætla að þaö
yrði fljótgert aö ná samningi.
Vandamáhð nú, eins og blaðales-
endur hafa fylgst með, felst í inn-
byrðisdeilum iðnríkjanna og þá
sérstaklega Evrópubandalagsins
og Bandaríkja Norður-Ameríku
um umfang landbúnaðarstyrkja.
Mögulegur ávinningur
af GATT samkomulagi
Á vegum Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD) hefur ver-
ið lagt mat á mögulegan ávinning
íbúa heimsins af verði GATT
samningur aö veruleika. Og niður-
staðan er: tæpir 200 milljarðar doll-
ara eða 1200 milljarðar íslenskra
króna á ári.
Meginhluti þessa ávinnings
myndi faha annars vegar nýfrjáls-
um þjóðum Austur-Evrópu og hins
vegar þjóðum þróunarlandanna í
skaut. Ávinningur þessara þjóða
af GATT samkomulaginu yrði mun
meiri en nemur allri opinberri þró-
unaraðstoð við þær! Með öðrum
orðum: GATT samkomulagið er
áhrifamesta þróunaraðstoðin sem
í boði er um þessar mundir!
Þórólfur Matthíasson
„Vandamáliö nú, eins ogblaðalesendur
hafa fylgst með, felst í innbyrðisdeilum
iðnríkjanna og þá sérstaklega Evrópu-
bandalagsins og Bandaríkja Norður-
Ameríku um umfang landbúnaðar-
styrkja.“