Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 36
Fn r— ri KZ A S K O T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. fíitstjórn - Auglysingar-Áskrift - Dreifing: Sími 632700 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1992. Felgulykillinn brautfótinn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Þaö gerist sem betur fer ekki á hverjum degi aö menn sem skipta þurfa um dekk á bifreiðum sínum liggi brotnir eftir, en það gerðist í Hörgárdal í gærmorgun. Þar var maður að skipta um dekk eftir aö sprungið hafði hjá honum og tókst ekki betur til en svo að áhald- ið, sem maðurinn notaði til að losa dekkið, skrapp í fót hans með þeim afleiðingum að fóturinn brotnaði. Slökkviliðið á Akureyri fékk eitt brunaútkall í gærmorgun. Ekki var þó um eld að ræða heldur hafði pott- ur gleymst á eldavél og straumurinn á þannig að íbúðin varð mettuð reyk og þurfti að reykhreinsa hana. Ógnaðimeðrör- bútísöluturni Stúlka var handtekin eftir að hún hafði sýnt ógnandi framkomu með rörbút í söluturni við Kleifarsel í gærkvöldi. Ekki kom til þess að stúlkan slasaði neinn en henni mun hafa orðið sundurorða við konu. Stúlkan var færð á lögreglustöðina þar sem hún var látin gera grein fyr- irathæfisínu. -ÓTT Konafékkgrjót íhöfuðið Kona, sem hafði fengið höfuðá- verka, var flutt í sjúkrabíl frá mal- arnámi við Þrengslaveg skömmu eft- ir hádegi í gær. Hún var að sækja sér möl þegar grjóthnullungur kom ofan úr hlíðinni og lenti á höfði hennar. Vegalögreglan var stödd skammt frá slysstað og geröi viðeigandi ráð- stafanir. Samkvæmt upplýsingum DV er konan ekki talin mjög alvar- lega slösuð. -ÓTT 100 spólutn stolið á mynd- bandaleigu Um 100 myndbandsspólum og tveimur myndbandstækjum var stol- ið í innbroti sem talið er að háfi ver- ið framið í fyrrinótt í myndbanda- leigunni Toppmyndum í Lóuhólum. Þjófnaðurinn var tilkynntur í gær- kvöldi. Sá sem þarna var að verki spennti upp hurð til að komast inn. Málið fer í rannsókn hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins. -ÓTT LOKI Mjolk er góð — fyrir grösin Breytti skilords dómi í 18 mán aða f angelsi / i / ii / i / Hæstiréttur hefur dæmt Reyk- víking á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa mistnotað dóttur stna kynferðislega í desemb- er og januar 1991, þá fjögurra ára gamla. Ríkissaksóknari áfrýjaði þessu máli tii Hæstaréttar og krafð- ist þyngingar á refsingu eftir að Sakadómur Reykjavíkur dæmdi manninn í 10 mánaða skilorðs- bundið fangelsi í febrúar. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf rannsókn á málinu á síðasta ári eftir að félagsmálayftrvöld höfðu haft af því afskipti. Faðirinn viður- kenndi brot sín greiðlega, bæðá hjá lögreglu og fyrir sakadómi. Það sem manninum var geftð að sök og hann dæmdur fyrir voru kynferð- ismök önnur en beint samræði. Um var að ræða tvö skipti þegar maö- urinn var einn með dótturinni. í málinu kom fram álit geðlæknis um að maðurinn væri ekki álitinn vera haldinn hneigð til kynmaka við börn eða ranghugmyndum um réttlætingu þeirra. Faöirinn gat þó ekki skýrt ástæðu fyrir misnotkun- inni eða hvað kom yfir hann þegar hún átti sér stað. Hins vegar kom fram í málinu að faðirinn hafði sjáifúr orðíð fyrir kynferðislegri áreitni og tilefnislausu ofbeldi í æsku. Hjörtur Torfason hæstaréttar- dóraari skilaði sératkvæði í mál- inu. Hann var sammála meirihluta Hæstaréttar um sekt mannsins en hann taldi 12 mánaöa fangeisisrefs- íngu hæfilega, þar af 9 mánuði skil- orðsbundið. Meirihluta Hæstaréttar skipuðu hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Gunnar M. Guðmunds- son og Pétur Kr. Hafstein og Sig- urður Líndal prófessor. -ÓTT Veðriðámorgun: Hlýttog skýjað Á morgun verður suðvestlæg átt á landinu, víða fremur hæg. Skýjað verður um nær allt land, einna bjartast þó á Norðaustur- landi en rigning eða súld með köflum sunnanlands og sums staðar vestaniands. Fremur hlýtt verður viðast hvar, einkum á Norður- og Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 8-10 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 Ragnheiður Davíðsdóttir: Segi mig úr flokknum „Ég mun að sjálfsögðu segja mig úr flokknum. Ég er að fara að skrifa úrsagnarbréf. Jafnframt mun ég skrifa forseta Alþingis þar sem ég biðst undan störfum sem varamaður í menntamálaráði. Fyrst mér er ekki trúað fyrir því að vera aðalmaður þá er mér heldur ekki trúað fyrir því aö vera varamaður. Ég mun ekki bara segja mig úr flokknum, heldur einnig öll mín fjölskylda," sagði Ragnheiður Davíðsdóttir um við- brögð sín við þeirri ákvörðun þing- flokks Alþýðuflokksins að sparka henni úr menntamálaráði. Ragnheiður sagðist yfirgefa Al- þýðuflokkinn með miklum trega. Hún hefði trúað á jafnaðarhugsjón- ina en sér virtist hún ekki vera höfð að leiðarljósi hjá þeim aðilum sem stjórnuöu flokknum. „Mér sýnist sem réttur einstakl- ingsins til sjálfstæðra skoðana hafi orðið að lúta fyrir flokksræðinu og mér finnst að skoðanafrelsið hafi hreinlega beðið hnekki. Ég tel þó að meirihluti þingflokks Alþýðuflokks- ins, því meirihluti var það, endur- spegh á engan hátt skoðanir hins aimenna flokksmanns í þessu máli. Efnisleg rök í þessu máli eru mín megin. En þetta snýst kannski fyrst og fremst um það að hlýða flokksag- anum og flokksræðinu. Það kemur mér satt að segja mjög á óvart að formaður Alþýðuflokksins skuli beygja sig þarna undir vilja sam- starfsflokksins. Það vekur upp ýms- ar spurningar um forystuhæfijeika þessa manns sem tekst ekki að leysa mákl innan síns eigin flokks á mál- efnalegri hátt en þennan en kýs að viðhafa þá harðlínustefnu sem mér virðist hann hafa haft að leiðarljósi undanfarnar vikur.“ -JSS Hlln Danlelsdóttir: Hefekki hugmynd Með hækkandi sól fer að bera meira á útivist og íþróttaiðkun almennings og aldraðir borgarar láta auðvitað ekki sitt eftir liggja i þeim efnum. Samtök áhugafólks um íþróttir aldraðra stóðu fyrir iþróttadegi á gervigrasinu i Laug- ardal og þar var mikið fjör þegar Ijósmyndari DV kom við. Hér gefur að lita heiðurskonur í fjörugum leik. - DV-mynd Brynjar Gauti „Það eru miklar fréttir og góðar að ég hafi verið kosin í ráðið. Ég hef ekki hugmynd um hvað verður gert. Ég þekki ekki Helgu og hef aldrei séð hana. En það er alveg klárt að ég mun mæta á fundi ráðsins og vinna þar vel og samviskusamlega. Meira hef ég ekki um málið að segja,“ sagði Hlín Daníelsdóttir í samtali við DV í morgun þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að fella Helgu Kress úr sæti formanns menntamálaráðs. Hlín var kosinn nýr aðalfulltrúi Al- þýðuflokksins í menntamálaráði- fundiAlþingisínótt. -kaa -sjáeinnigbls.2 ;flO'0ÍLAsfOo ÞRDSTIIR 68-50-60 VANIR MENN TVOFALDUR1. vinningur i. i i í f f i i i i i i i i i i i i i i i i i i i á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.