Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 28
■32 Fréttir MIDVIKUDAGUR 20i MAÍ»19Ö2. DV Frumvarp um sjóð til styrktar efnilegum íþróttamönnum fékkst ekki úr nefnd: íhugunarefni hvort verið er að hegna mér - segir Ingi Bjöm Albertsson alþingismaður, fyrsti flutningsmaður af24 „Mér er þaö algerlega óskiljanlegt hvers vegna frumvarpið er ekki af- greitt úr menntamálanefnd. Ég hef spurst fyrir um þetta á þingflokks- fundum en ekkert viðunandi svar fengiö annað en það að sjóðurinn kosti peninga. Það eru þó ekki nema 5 milljónir króna og það á næstu fjár- lögum. Aöalatriðið er að stofna sjóð- inn. Ég tel það íhugunarvert hvort þessi tregða við að afgreiða frum- varpið beinist gegn mér persónulega, vegna þess að ég er fyrsti flutnings- maður þess,“ sagði Ingi Björn Al- bertsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, um frumvarpið. Hann lagði það fram fyrir áramót um af- rekssjóð efnilegra íþróttamanna. Ekkert frumvarp hefur haft jafn- marga flutningsmenn í vetur og þetta frumvarp um stofnun sjóðs til að styrkja efnilega íþróttamenn. Fyrir utan Inga Björn Albertsson, sem er fyrsti flutningsmaður, eru meðflutn- ingsmenn 23 þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum. Frumvarpið var lagt fram 10. desember og vísað til menntamálanefndar. Þar liggur mál- ið óafgreitt. Sigríður A. Þórðardóttir, formaður menntamálanefndar, sagði í samtali við DV að það hefði ekki unnist tími til að afgreiða málið úr nefndinni á þeim rúmlega 5 mánuðum sem liðnir eru síðan það var lagt fram. Hún taldi þetta alveg eðlilega málsmeðferð. -S.dór Ford Econoline 150 til sölu, 4x4, 351 vél, lúxus-innrétting, glæsilegur bíll. Upplýsingar hjá Bílasölu Hafnar- fjarðar, sími 91-652930. ■ Þjónusta Ný 20 ft. seglskúta af Conrad gerð, verð kr. 1150.000. Tökum notaða sportbáta á sölulista. Opið alla daga frá kl. 17-20. Víborg, Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði, sími 91-652064. ■ Bílar tfl sölu MMC Lancer GLX, árg. ’90, til sölu, hvítur, sjálfskiptur, raímagn í öllu, ekinn 25 þús. km. Toppbíll. Verð 820.000 staðgreitt. Símar 92-11120 og 92-15120. • BMW 325i, árg. 1987, ekinn 94.000, verð 1.750.000, 1.450.000 staðgreitt. • MMC Pajero, stuttur, árg. ’91, gull- fallegur dekurbíll. Skipti möguleg. Bílagallerí, Dugguvogi 12, s. 812299. Litrík bílasala. *Ath., erum með kaupanda að Pajero, löngum, ’91-’92. Mazda 626 '86, ekinn 75 þús., 5 gíra, rafmagn í öllu, mjög góður bíll, verð 580 þús. Uppl. í síma 91-74298. Toyota LiteAce, árg. ’90, vsk-bíll, ekinn 50 þúsund km, mjög vel með farinn. Upplýsingar í síma 985-25958 og 91-54098 í dag og næstu daga. Tökum að okkur allan hópferðaakstur, allar stærðir af bílum, gerum föst verðtilboð. Hópferðabílar Reykjavík- ur, sími 91-677955 allan sólarhringinn. Smáauglýsingar - Sími 632700 ■ Húsgögn Til sölu svefnherbergishúsgögn í Loðvíks XV. stíl, hjónarúm, fataskáp- ar og snyrtiborð, borðstofuhúsgögn í renaissance-stíl, borð + 6 stólar, buffetskápar og glerskápar. Uppl. í síma 91-46399 á kvöldin. ■ Bátar Ford Econoline, árgerð 1985, 4x4, dísil, 6,9 lítra, 14 manna, farangurskerra fýlgir. Upplýsingar í síma 98-64401 og 985-20124. MMC Pajero disil turbo ’86 t.il sölu, ekinn 195 þús. km, toppeinta.k, verð 750.000 staðgreitt. Uppl. í síma 91-25775 eða 91-37581. ÖHusárbrú opnuð á ný Kristján Einaissan, DV, Selfosst Til stendur að opna Ölfusárbrú aft- ur fyrir umferð minni bíla seinni partinn í dag. Endurnýjun á gólfi brúarinnar er langt komin en eftir er að ganga frá handriði og göngu- stíg yfir brúna. Þungir bílar fá að öllum líkindum að aka yfir brúna eftir nokkra daga þegar steypan hefur náð fullri hörku. Vinnu við gólfið lýkur síðar í sumar. Næsta sumar verður þráðurinn svo tekinn upp aftur við endurbætur á burðarvirki. Ölfusárbrú - þarna sést skarðið sem myndaðist þegar einingar voru tekn- ar úr brúargólfinu og göngubrúin sem vegfarendur notuðu. Einnig sést öryggisnetið sem sett var undir brúna ef einhver skyldi falla niður. í bak- sýn sést Selfosskirkja. DV-mynd Kristján Meiming Voraldir Hér eru rúmlega 50 ljóð eftir tvö fmnsk skáld, sæn- skumælandi. Solveig von Schoultz er nú hálfniræð og mun vera með kunnustu skáldum þessa þjóðarbrots, arftaki hinnar nafntoguðu Edith Södergran, sem einn- ig birtist í íslenskri þýðingu nú á dögunum. Ágren er þrjátíu árum yngri. Svo sjálfstæð og frumleg sem þessi skáld eru þá bera þau sameiginlegt svipmót sem kallað hefur verið „finnsk-sænski módemisminn". Það heiti stafar sjálf- sagt af því hve nýstárleg ljóð Södergrans hafa þótt á öðrum áratug aldarinnar. En það er ansi óheppilegt því orðið „módemismi" merkir allt annað á megin- landi Evrópu, þ.e. verk sem ekki eru í röklegu sam- hengi. Formáli fiallar lítið um ljóðin en meira um skáldin, og það tal er heldur yfirspennt. Hitt er til fyrir- myndar að þýðandi segir hér frá fyrri þýðendum, en að vísu er ekki hálft gagn aö því þegar ekki fylgja upplýsingar um hvar þær þýðingar birtust. Þýöingin Skemmst er af að segja að þetta eru góð ljóð, yfir- leitt mjög vel þýdd. Þýðandi hefur vald á miklum orða- forða og orðalag hans er ævinlega eðlileg íslenska, enda þótt hann sýni mikla nákvæmni, skili hrynjandi ljóða og stílblæ orða. En þá sjaldan skortir á ná- kvæmni er það ekki vegna sérstakra örðugleika. Ýmist veldur yfirsjón, svo sem alla getur hent, eða þá að skáldgáfa þýðanda virðist slíta af sér taumhaldið. For- lagið hefði semsé þurft að setja einhvem í að bera saman frumtexta og þýðingar. Dæmi eins fyrra: Á bls. 25 ætti að standa hún en ekki hann í 4. 1. en í öðm ljóði ætti að standa hann en ekki þau í lokalínu (bls. 52). Lofsverð viðleitnin til að hafa íslenskulegt orðalag gengur of langt í 3. línu ljóðs von Schoultz: „Syllan“. Þar er dregin upp mynd af tæpri stöðu mælanda, dæmigerð um „tilvistarangist“. Stuðning er helst að finna í því að halla sér upp að næðingnum! Það er ekki fyrr en í lok ljóðsins sem mælandi finnur stuðn- ing í sambandi við aðra mannveru og því spillir ljóð- inu að þýða „hár er lite trángt" með íslenskum máls- hætti um samstöðu. Syllan Fremst á syllunni er á borð borin næring fyrir ferðalanginn þröngt mega sáttir sitja ekki á annað kosið en að halla sér að vindinum heillavænlegast að sitja kyrr á stólnum hreyfa hann ekki svo mikið sem fmgurbreidd úr stað líta ekki niður en ef við horfumst djúpt í augu ma vera að við höldum hvort öðru fóstu. Sams konar skyssa er á næstu bls. þar sem ógæfan er persónugerð sem nýtískuleg daðurdrós sem tekur mælanda undir arminn. Það er miklu óheillavæn- legra, endanlegra, í lokalínu frumtexta: „Hon tar din arm“ en í þýðingunni: „Hún leiðir þig spölkorn fram veginn.“ Hér auðkenni ég það orð sem mestu spillir, gerir allt meinlítiö. Ámóta mistök eru að nota orðalag- ið „að geispa golunni” fyrir að deyja í ljóði Ágrens: „Upphaf’. Það orðalag er of kumpánlegt, gerir lítið úr dauðanum. í frumtexta stendur aðeins: „dör“: deyr. Þetta var upphafsljóð bókarinnar Jar og gott dæmi Bókmenntir Örn Ólafsson um meginleið þessara skálda. Hér er tekið nærtækt atriði úr umhverfi skáldsins og gert að tákni fyrir líf- ið almennt. Það næst m.a. með því að yfirfæra með líkingu í einu orði. Kanínan frýs í hel af því að hún er lokuð inni í búri en utan þess sjást rimlar stjam- anna, það búr lykur þá um alla tilveruna sem lesend- ur þekkja. Dauði kaninunnar verður þannig þeirra dauði. Myndmálið er í senn einfalt og frumlegt. Það er nærtækt að tala um frostið sem ljós því það endurk- astast svo skært af ís, en þá verður myrkur tákn lífsins: Upphaf Hina fyrstu vetramótt fraus kaninan, varð að steini í búri sínu. Gegnum rimlana getur aö lita rimla stjamanna. Hægt þrengir kuldinn sér inn í skrokkinn: myrkur hans má sín einskis gegn þessari birtu. Kötturinn blínir með tveimur lýsandi málmsálum sínum, siðan liggur leið hans áfram. Samanhnipmð umhverfis hjartað geispar kanínan golunni. Morgunninn var stór og tómur líkt og upphaf. Við eigum hér bæöi að fagna góðum ljóðum og hæfi- leikaríkum þýðanda. Og það er ánægjulegt hve margir leggja nú góða stund á ljóðaþýðingar. Solveig von Schoultz & Gösta Ágren: Voraldir. Lárus Már Björnsson þýddi. Hringskuggar, Rvik 1992, 65 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.